Morgunblaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í gær að ákvörðun Landspítala – háskóla- sjúkrahúss um að færa Tómas Zoëga úr stöðu yfirlæknis í stöðu sérfræði- læknis hefði verið ólögmæt og var hún felld úr gildi. Með ákvörðun LSH var starfshlut- fall Tómasar minnkað úr 100% í 80% og hann færður niður um launaflokk þar sem hann féllst ekki á að ganga að samkomulagi við LSH um að hætta rekstri sjálfstæðrar læknastofu. Tómas hefur rekið eigin læknastofu samhliða störfum á spítalanum frá árinu 1982. Hann var skipaður yfir- læknir geðsviðs Landspítalans 1991. Hætti ekki rekstri læknastofu Með samþykkt stjórnar LSH frá því í desember 2001 var ákveðið að starfandi yfirmenn myndu gegna störfum hjá sjúkrahúsinu sem svör- uðu til 100% starfshlutfalls. Einnig að þeir sinntu ekki störfum utan sjúkra- hússins, nema háskólakennslu og setu í nefndum og ráðum á vegum hins op- inbera. Tómas hætti þó ekki rekstri sinnar stofu og var leitað skýringa á því af hálfu spítalans. Nokkur bréfaskipti urðu milli Tómasar og stjórnar spít- alans af þessum sökum. Í bréfi 1. október 2003 sagði Tómas m.a. að öll meðferð á hans máli væri lögleysa. Af hálfu spítalans var þessu bréfi svarað 15 mánuðum síðar og í kjölfarið var tekin ákvörðun um að færa Tómas til í starfi og höfðaði hann mál til ógild- ingar ákvörðuninni. Átti að áminna fyrst Dómurinn komst að þeirri niður- stöðu að ákvörðun spítalans um breytingar á starfssviði Tómasar hefði verið viðbrögð við ákvörðun hans um að neita að hlíta stefnu um aukastörf yfirlækna en fyrir lá að hann hafði ekki vanrækt starfsskyld- ur sínar sem yfirlæknir. Sú ákvörðun að færa hann til í starfi rúmaðist að mati dómsins ekki innan 19. gr. laga um opinbera starfs- menn, enda hefði spítalinn átt að áminna Tómas og fylgja viðeigandi málsmeðferðarreglum ef LSH hefði talið hann hafa brotið gegn skyldum sínum sem yfirlæknir. Ákvarðanataka LSH samrýmdist því ekki þeirri meginreglu stjórn- sýsluréttarins að undirbúningur og úrlausn máls miði að því að komast hjá að fylgja lögboðinni málsmeðferð sem ætlað er að tryggja réttaröryggi starfsmanns. Því var bersýnilega um brot á rétti starfsmanns að ræða, að því er fram kemur í dómnum. Krafa Tómasar um ógildingu ákvörðunarinnar tekin til greina og féllu réttaráhrif hennar niður. LSH var dæmt til að greiða máls- kostnað Tómasar, 950.000 krónur. Karl Axelsson hrl. flutti málið fyrir hönd Tómasar en Anton Björn Mark- ússon fyrir LSH. Skúli Magnússon kvað upp dóminn. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir Tómasi Zoëga geð- lækni í hag gegn Landspítala – háskólasjúkrahúsi Ákvörðun um nýja stöðu felld úr gildi „ÉG ER mjög ánægður með þessa niðurstöðu, þetta er ítarlegur og að því er mér finnst mjög vel rökstuddur dóm- ur. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun spítalastjórnarinnar frá 27. apríl er ógild, sem voru okkar ýtrustu kröfur,“ sagði Tómas Zoëga læknir í gær eftir að nið- urstaða héraðsdóms var ljós. Hann sagði stjórn spítalans hafa sótt málið af mikilli hörku og óbil- girni. „Þeir eiga að hugsa alvarlega um að segja af sér. Mér skilst að þeir ætli að áfrýja dómnum til Hæstaréttar og heilbrigð- isráðherra getur leyst hana frá störfum þangað til dómur í Hæsta- rétti fellur. Mér fyndist það í sjálfu sér ekki óeðlilegt,“ sagði hann. Hjá LSH fengust þær upplýs- ingar í gær að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yrði áfrýjað en að for- svarsmenn spítalans vildu ekki tjá sig að öðru leyti um málið eða nið- urstöðu dómsins. Ekki óeðlilegt að stjórn LSH segði af sér Tómas Zoëga JÓNA Hrönn Bolladóttir, Bjarni Karlsson, Hope Knútsson, og Kram- húsið fengu viðurkenningar Alþjóða- húss 2005 fyrir lofsverða frammi- stöðu í málefnum innflytjenda og fjölmenningarlegs samfélags á Ís- landi. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin í gær. Viðurkenningarnar, sem nú eru veittar í þriðja skiptið, þjóna þeim til- gangi að vekja athygli á jákvæðu starfi sem unnið er hér á landi í mál- efnum innflytjenda. Þeir sem við- urkenninguna fá eru vel að henni komnir enda unnið frumkvöðlastarf á undanförnum árum í málefnum fjöl- menningarlegs samfélags, segir í fréttatilkynningu. Séra Jóna Hrönn og séra Bjarni eru samhent hjón sem hafa unnið saman að því að bæta aðstæður inn- flytjenda og hafa verið óþreytandi við að leggja sitt af mörkum í því efni, segir í rökstuðningi Alþjóðahússins. Hjónin Jóna Hrönn og Bjarni hafa saman lyft grettistaki í uppbyggingu á unglingastarfi gegn fordómum, til að mynda með verkefninu „Adrenalín gegn rasisma“, sem Jóna Hrönn hef- ur borið hitann og þungann af. Hope Knútsson flutti til Íslands frá Bandaríkjunum árið 1974. Hún hefur allar götur síðan verið frumkvöðull á mörgum sviðum félagsstarfs og kom- ið mörgu til leiðar. Þá hefur Hope komið fram opinberlega við ótalmörg tækifæri til að fjalla um málefni inn- flytjenda á Íslandi, gagnkvæma að- lögun, fjölmenningarsamfélag og aðra þætti sem skipta innflytjendur máli. Hafdís Árnadóttir eigandi og fram- kvæmdastjóri Kramhússins og henn- ar alþjóðlega starfslið hefur með frumkvæði og krafti sett svip á fjöl- menningarlíf í Reykjavík með kennslu og kynningu á dansi, tónlist og hreyfilist. Kramhúsið hefur dregið að til kennslu fjölmarga erlenda lista- menn sem hafa auðgað mannlíf og skólalíf í borginni og víðar um landið með menningu sinni. Starfs- mannastefna Kramhússins byggist á fjölbreytni og fjölmenningu og er öðr- um fyrirtækjum til fyrirmyndar, seg- ir í rökstuðningi Alþjóðahússins. Morgunblaðið/Þorkell Verðlaunuð fyrir frammistöðu í mál- efnum innflytjenda UM áramótin hækka atvinnuleys- isbætur um 2,5% og hækka dagpen- ingar bótaþega sem eru með fullar bæt- ur úr 4.219 krónum í 4.324 krónur. Fullar atvinnuleysisbætur á mánuði hækka því úr 91.429 krónum í 93.701 krónur. Samkvæmt tölum Vinnumálastofn- unar voru 2.683 atvinnulausir á landinu öllu í gær, 1.159 karlar og 1.479 konur. Flestir voru atvinnulausir á höfuðborg- arsvæðinu eða 1.466, en minnst er at- vinnuleysið á Vesturlandi þar sem 71 var í gær skráður atvinnulaus og Aust- fjörðum þar sem 81 var á skrá án vinnu. Atvinnuleysisbætur hækka um 2,5% Á ÞESSU ári hefur mannanafnanefnd kveðið upp 119 úrskurði í álitamálum um eiginnöfn, millinöfn og kenninöfn. Á síðasta fundi nefndarinnar fyrir jól var þremur nöfnum hafnað en einu synjað. Þau sem voru samþykkt voru eig- innöfnin Beníta og Súla og millinafnið Þrastar. Beiðni um um millinafnið Arnsted var hafnað. 119 úrskurðir hjá mannanafnanefnd TALSVERT var um útköll hjá Slökkvi- liði höfuðborgarsvæðisins (SHS) í gær vegna bruna en ekki var um alvarleg tilvik að ræða. Þó eyðilagðist bíll í elds- voða við Kirkjuteig en eldurinn var slökktur á tæpum 10 mínútum. Nokkur útköll komu vegna elds í blaðagámum í borginni en engin alvarleg. Að sögn SHS er talið að eldarnir hafi blossað upp vegna fikts unglinga með púð- urkerlingar sem þeir hafi sett í gám- ana. Þá var slökkviliðið kallað tvívegis að heimahúsum vegna bruna í eldhúsi. Á öðrum staðnum höfðu íbúar slökkt sjálfir en reykkafari var sendur inn til að staðfesta að eldurinn væri slökktur. Annir hjá slökkviliðinu Á FUNDI Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra með Björgu Bjarnadóttur, for- manni Félags leikskólakennara, og Þresti Brynjarssyni, varaformanni Félags leikskóla- kennara, í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær vegna kjaramála leikskólakennara, var ákveðið að fela hópi skipuðum fulltrúum Reykjavíkur- borgar, Félags leikskólakennara, samráðs leik- skólastjóra í Reykjavík auk fulltrúa frá launa- nefnd sveitarfélaga, að móta hugmyndir sem lagðar verða fyrir launamálaráðstefnu sveitar- félaga sem haldin verður 20. janúar næstkom- andi. Steinunn Valdís sagðist hafa lagt fram þessa tillögu um vinnuhópinn og að fundarmenn hefðu orðið ásáttir um að gefa honum tíma til að vinna í málinu. „Við erum orðin ásátt um það að vinna þetta verkefni sameiginlega því þetta eru sameig- inlegir hagsmunir leikskólakennara, borgaryf- irvalda og reyndar allra sveitarfélaga í landinu að leysa þetta mál þannig að það sé hægt að halda þjónustunni gangandi.“ Björg Bjarnadóttir taldi niðurstöðu fundar- ins jákvæða í ljósi aðstæðna enda væri sú staða sem upp væri komin afar flókin. „Þetta er ákveðin leið sem hægt er að fara og kannski eina færa leiðin til þess að gera eitt- hvað strax. Þarna kemur fram ákveðin vilja- yfirlýsing frá borginni um að hún vilji nú þegar hefjast handa við að vinna í þessum málum. Niðurstaðan verður hins vegar ekki ljós fyrr en eftir launamálaráðstefnuna og þar eigum við ekki fulltrúa. Í þessari nefnd er hins vegar aðili frá launanefnd okkar en við getum ekki gert annað en að vona að hugmyndir þessa hóps fái jákvæða meðferð á launamálaráðstefnunni.“ Leikskólakennarar fjölmenntu Leikskólakennarar fjölmenntu í Ráðhúsið í gær til þess að sýna forystumönnum sínum stuðning. Viðbrögð þeirra við niðurstöðu fund- arins voru blendin en sumir þeirra kváðust hafa vænst skýrari niðurstöðu. Þannig hefði niðurstaðan ollið nokkrum vonbrigðum í ljósi þess að þegar hefði legið fyrir að kjaramálin yrðu endurskoðuð á launamálaráðstefnunni. Fundarmenn beindu sameiginlega þeim til- mælum til leikskólakennara, sem sagt hafa upp störfum eða hafa ákveðið að segja upp, að end- urskoða hug sinn og gefa vinnuhópnum kost á að takast á við þá stöðu sem uppi er. Morgunblaðið/Golli Leikskólakennarar fjölmenntu í Ráðhúsið til að sýna samstöðu með sínum forystumönnum. Starfshópur fjallar um kjör leikskólakennara Þeim tilmælum beint til leikskólakennara sem sagt hafa upp að endur- skoða hug sinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.