Morgunblaðið - 31.12.2005, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 31.12.2005, Qupperneq 10
DÆMI eru um að nemendur einka- rekinna tónlistarskóla í Reykjavík hafi flutt lögheimili sín til Reykja- víkur vegna þess að þeirra sveitarfé- lag telur sig ekki eiga að bera kostn- að af námi þeirra við skólana. Þeir skólar sem um ræðir eru Tónlistar- skóli FÍH, Tónlistarskólinn í Reykjavík og Söngskólinn í Reykja- vík. Fram til haustsins 2003 greiddi Reykjavíkurborg kennslukostnað allra nemenda í þessum skólum en þá var ákveðið að styrkja aðeins þá nemendur sem lögheimili hafa í Reykjavík. Sveitarfélögin hafa sum hver staðið undir þessum kostnaði fyrir nemendur sína en sum þeirra halda því fram að ríkið eigi að standa undir kostnaðinum, enda sé um nám á framhaldsskólastigi að ræða. Í dag styrkir ríkið eingöngu háskólastig tónlistarskólanna. Tónlistarskóli FÍH hefur sent 55 nemendum skólans bréf þar sem þeim er tilkynnt uppsögn þeirra úr skólanum, sem tekur gildi 1. mars næstkomandi, vegna þess að greiðsla frá því sveitarfélagi sem þeir eiga lögheimili í dugar ekki fyr- ir launakostnaði kennara skólans. Vandinn tvíþættur Ásrún Davíðsdóttir, aðstoðar- skólastjóri Söngskólans í Reykjavík, segir ástandið í raun það sama í þeim skóla en stjórnendur hafi ekki viljað, enn sem komið er, tilkynna nemendum um uppsögn. Segir hún að nemendur í þessari stöðu séu á milli 50 og 60 talsins. Ásrún segir að á síðasta skólaári hafi verið í gildi samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um að ríkið styddi við þá nemendur sem fá kennsluna metna í framhaldsskól- um. Þetta samkomulag hafi ekki verið endurnýjað fyrir þetta skóla- ár. „Samkvæmt núgildandi lögum eiga sveitarfélögin að greiða kennslukostnaðinn og þau hljóta að greiða hann eins og hann raunveru- lega er. Sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu hafa samt sem áður ákveðið þessa upphæð sjálf og sú upphæð dugar ekki fyrir þeim kostnaði sem skólarnir þurfa að leggja út fyrir vegna kennslunnar,“ segir Ásrún en Reykjavíkurborg greiðir fyrir sína nemendur sam- kvæmt eigin gjaldskrá og er hún ekki sú sama og sú sem sveitarstjór- ar sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu samþykktu í haust. Hún segir vandann í raun tvíþætt- an, annars vegar að ekki hafi verið skrifað undir nýtt samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga og hins vegar að sveitarfélögin vilji ekki greiða það sem kennslan raunverulega kosti. „Það segir sig því sjálft að við verðum að segja þessum nemendum upp ef þetta leysist ekki því það er ekki mögulegt fyrir okkur að standa undir kostnaðinum. Og þá verður einnig að segja upp einhverjum af kennurum skólans,“ segir Ásrún. Kjartan Óskarsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, tekur í sama streng og Ásrún. Hann segir um 50 nemendur skólans eiga á hættu að geta ekki stundað þar nám leysist þessi vandi ekki. Málin stranda hjá ríkinu Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að ríki og sveit- arfélög hafi verið að togast á um tón- listarnám á framhaldsskólastigi og hver eigi að standa straum af kostn- aðinum. Sveitarfélögin vilji meina að ríki eigi að sjá um nám á framhalds- skólastigi og því sé um millibils- ástand að ræða varðandi þennan eldri hóp nemenda í tónlistarnámi. „Við gengum út frá því að sam- komulagið við ríkið frá fyrra skóla- ári yrði framlengt eins og segir til um í samkomulaginu. Síðan hefur komið á daginn að það eru óljós svör frá ríkinu varðandi samkomulagið. Við, sveitarstjórar á höfuðborgar- svæðinu, sendum bréf til mennta- mála- og fjármálaráðuneytis og ósk- uðum eftir svörum fyrir áramót sem ekki hafa borist enn. Það veldur mér auðvitað vonbrigðum að fá ekki skýr svör upp á borðið því við þurfum að fá þetta á hreint áður en hægt er að halda lengra með málið,“ segir Lúð- vík. Hvað nýja gjaldskrá sveitarfé- laganna varðar segir Lúðvík að fulltrúar fræðsluyfirvalda í sveitar- félögunum hafi farið yfir þessi mál og lagt fram tillögu að gjaldskrá sem samþykkt var. Hann segir þá gjaldskrá ekki í takt við gjaldskrá Reykjavíkurborgar og því hafi sveit- arstjórar á höfuðborgarsvæðinu lýst yfir vilja til að endurskoða þau mál. „En fyrst er að fá á hreint hvort þetta samkomulag við ríkið standi, við viljum fá það á hreint áður en lengra er haldið. Þetta á við um sveitarfélögin í landinu almennt þótt þetta hvíli þyngst á okkur hér á höf- uðborgarsvæðinu,“ segir Lúðvík. Flytja lögheimili til að komast í tónlistarnám Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is 10 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR á mánudaginn Tiger Woods „Wie á eftir að upplifa öfund og andúð frá mótherjum sínum“ HEIÐRÚN Hámundardóttir er fyrr- verandi nemandi Tónlistarskóla FÍH og þurfti hún að hætta námi við skól- ann haustið 2003 því Akranesbær, hennar sveitarfélag, vildi ekki standa undir kostnaði við skólagöngu henn- ar. Heiðrún segist hafa reynt bók- staflega allt til að ná sínu fram en að lokum hafi hún þurft að lúta í lægra haldi. „Ég er með fjölskyldu og mað- ur flytur ekki lögheimili sitt svo auð- veldlega. Ég meira að segja kannaði það hvort við hjónin gætum haft lög- heimili hvort á sínum staðnum en ég fékk þau svör að það væri ekki hægt nema með róttækari aðgerðum sem við nýgift vorum nú ekki alveg tilbúin til að fara út í,“ segir hún. Heiðrún er tónmenntakennari að mennt og vinnur hjá Akranesbæ við tónlistarkennslu í Tónlistarskólanum á Akranesi. Þá sér hún um skóla- hljómsveit bæjarins og hefur gert síð- astliðin 5 ár. Samt sem áður vildi bærinn ekki standa undir kostnaði við nám hennar við Tónlistarskóla FÍH, slíkt þyrfti að vera á jafnrétt- isgrundvelli. Hún stundaði nám við skólann í þrjú ár í söng og bóklegum djass- fræðum og var í miðju námi þegar hún þurfti að hætta. „Ég varð að hætta mínu námi vegna búsetu minn- ar og þar fannst mér stórlega á mér brotið. Jafnrétti til náms er eitthvað sem er ekki til í þessu samhengi. Nám í djasstónlist er greinilega að- eins ætlað Reykvíkingum og þeim sem hafa mikla peninga á milli hand- anna,“ segir Heiðrún. Heiðrún segist hafa átt í bréfa- skiptum við bæjaryfirvöld á Akranesi á sínum tíma til að reyna að fá hlut- unum breytt en án árangurs. „Þó nokkuð er um að nemendur sveitarfé- laganna í kring stundi nám við tón- listarskólann hérna en samt sem áður borga þessir nemendur ekki útsvar á Akranesi. Það geri ég aftur á móti, en samt sem áður vildi bærinn ekki standa undir kostnaði við skólagöngu mína. Hér á Akranesi er enginn skóli sem kemur í staðinn fyrir FÍH og ég þyrfti að fara erlendis til að finna svipað nám. Ef ég myndi skrá mig í klassískt nám við Tónlistarskólann á Akranesi myndi bærinn borga kostn- aðinn þó svo að hann sé svipaður á hvern nemanda og gerist í FÍH. Ef ég myndi skrá mig í klassískt nám við Listaháskóla Íslands myndi ríkið borga kostnaðinn“, segir Heiðrún. „Það er mjög slæmt að þurfa að hætta í miðju námi og mér finnst mjög mikilvægt að nám af þessu tagi heyri undir ríkið því það á að vera jafnrétti til náms. Þetta nám er sér- stakt og það eiga allir að eiga kost á að stunda það. Ég skora á ríki og sveitarfélög að hætta að benda hvort á annað og gera eitthvað í málinu, sem er búið að taka allt of langan tíma,“ bætir hún við að lokum. Hætti námi því bærinn vildi ekki standa undir kostnaði Morgunblaðið/Sigurður Elvar Heiðrún Hámundardóttir þurfti að hætta námi við Tónlistarskóla FÍH því sveitarfélag hennar vildi ekki standa undir kostnaði við námið. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Skarphéðni Berg Steinarssyni, stjórnarformanni FL Group og framkvæmdastjóra hjá Baugi Group. „Það eru ekki lítilvægar sakir sem bornar eru á forsvarsmenn FL Group í Morgunblaðinu fimmtudaginn 29. desember. Nafnlaus Innherji í viðskiptakálfi blaðsins telur að nú séu miklar vangaveltur í viðskiptaheiminum um hvernig skýra megi hækkun á verði hlutabréfa í FL Group að undanförnu. En Innherji hefur svör á reiðum höndum. Verð bréf- anna hafi verið hækkað með hand- afli sem sé auðvelt á hinum litla ís- lenska hlutabréfamarkaði. Verðið hafi verið hækkað til þess að styrkja FL Group í einhverjum viðskiptum sem Morgunblaðið tel- ur framundan með bréf í Íslands- banka. Til að fá lestur á þessa vafa- sömu söguskýringu, er slúðurdálkurinn svo kórónaður með tilvísun frá baksíðu Morgun- blaðsins sama dag, rétt eins og um stórfrétt og sannleik væri að ræða. Gengi bréfa í FL Group hefur hækkað mjög hina undanförnu mánuði en það er líklega það eina sem satt er í hinum hatursfullu skrifum. Umframeftirspurn var eftir bréfum í hlutafjárútboði fé- lagsins í haust og undirstrikar það að markaðurinn hefur mikla trú á stefnu félagsins og þá jafnframt framtíðarsýn þeirra sem því stýra. Þá hafa uppgjör félagsins verið umfram væntingar markaðarins. Þess vegna hækkar gengi félags- ins en slíkt skilja allir sem eiga við- skipti með hlutabréf. Það er mark- aðurinn sem ákveður verðið á bréfunum og þegar vel gengur þá eykst eftirspurn eftir bréfum. Það er algjörlega ástæðulaust fyrir nafnlausan dálkahöfund Morgun- blaðsins að tala niður til hluta- bréfamarkaðarins á Íslandi. FL Group og stærstu hluthöfum félagsins er gefið að sök að stunda óheiðarleg viðskipti með bréf í fé- laginu og blekkja þannig markað- inn. Því er verið að saka þessa aðila um lögbrot og siðleysi. Það er al- varlegt mál að bera einhvern slík- um sökum. Það væri meiri manns- bragur af þeim sem skrifar slíkt að hann kæmi fram undir nafni svo hægt væri að ræða það við hann og kalla eftir nánari rökstuðningi fyr- ir þessum makalausu ásökunum. Ítrekaður rógburður og gróu- sögur í nafnlausum dálkum Morg- unblaðsins um fyrirtæki sem eru að fullu eða að hluta í eigu Baugs eiga ekki við rök að styðjast. Slík umfjöllun skaðar þessi fyrirtæki og alla þá sem hafa hag af því að þeim vegni vel. Kerfisbundinn áróður af þessu tagi grefur undan velgengni þessara fyrirtækja. Varla vill Morgunblaðið bera ábyrgð á því? Reykjavík, 30. desember 2005. Skarphéðinn Berg Steinars- son.“ Gott gengi FL Group og rógur Morgunblaðsins arinnar og Miðstöðvar heima- hjúkrunar. Starfsmenn stofnunar- innar eru alls um 600. Forstjóri hennar er Guðmundur Einarsson. Í fréttatilkynningu segir að eng- ar breytingar verði á þjónustu heilsugæslustöðvanna við samein- inguna, en tvær nýjar heilsugæslu- stöðvar verða opnaðar í janúar, Heilsugæslan Fjörður í Hafnar- firði og Heilsugæslan Glæsibæ í Reykjavík. HEILSUGÆSLAN á höfuðborg- arsvæðinu sameinast nú um ára- mótin í eina stofnun, sem ber nafn- ið Heilsugæsla höfuðborgar- svæðisins, sbr. reglugerð nr. 608/2005. Innan hinnar nýju stofnunar verða heilsugæslustöðvarnar í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ, Reykjavík og á Sel- tjarnarnesi, alls 15 heilsugæslu- stöðvar, auk Heilsuverndarstöðv- Heilsugæslur sameinast
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.