Morgunblaðið - 31.12.2005, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
# $
%&'
(
(
)%*
+,-
(
(
.,. /0-
(
(
/0- 12 3
#
(
(
4.*- +5 63
(
(
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
! "# # ,-!
"!
!-($
(#*
*+,-
&
&
,
,78 9!: 2"
;8 9!: 2"
9!: 2"
< 9!: 2"
; 93 2"
=3 3 2"
63 2" 1!:>3 ;3 2"
1 !3 2"
<3 3 =3 2"
0
2"
%= 2"
%!!?;! @"3 2"
A! 2"
.
#+
/'
, 9!: 2"
! =3 2"
:@3 2" 47
3 7 9!: 2"
07 23 2"
#B2
@ 2"
+C3 2"
'D ,37 '
!
)E3 3 2"
F33! 3 2"
0# '
" % '
12
*E@@ 2"
%!G %!!3 8"
1 3)
4'
4.*H
%I
8"8
?
?
?
?
?
?
;
E3
E 8"8
? ? ?
? ? ?
?
?
? ?
?
?
?
?
?
?
?
?
J (K
J ? (K
J ?
(K
J ?(K
J ?(K
J ?(K
J (K
J (K
?
?
?
J ?(K
?
J (K
J (K
?
?
J (K
J (K
?
J (K
J
(K
?
?
?
?
?
8:
3
) I
1!: %
"
"" " "
"
"" "
"" "
" "
"
"
"
" ?
?
"
"
"
" ?
" ?
?
?
F: I >C" "
,)" L ,2!!3 @
8:
?
?
?
?
?
?
● ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um
0,18% á síðasta viðskiptadegi árs-
ins og fór í 5.534 stig og hefur
dagslokagildi hennar aldrei verið
hærra. Viðskipti með hlutabréf
námu 9,9 milljörðum, þar af 3,2
milljörðum með bréf Íslandsbanka.
Gengi bréfa Dagsbrúnar hækk-
aði um 8,11%, gengi bréfa Jarð-
borana hækkaði um 2,4% og bréfa
Vinnslustöðvarinnar um 2,38%.
Gengi bréfa í Flögu lækkaði um
3,15% og bréfa FL Group um
1,55%.
Vísitalan aldrei hærri GUNNAR Smári
Egilsson, for-
stjóri 365 ljós-
vakamiðla og 365
prentmiðla, mun
taka við starfi
forstjóra Dags-
brúnar hf. sem er
móðurfélag fyrr-
nefndra félaga.
Hann tekur við
af Eiríki S. Jó-
hannssyni, sem fer til starfa hjá
Baugi Group. Við starfi Gunnars
Smára hjá 365 ljósvakamiðlum og
365 prentmiðlum tekur Ari Edwald,
framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins.
Þetta kemur fram í tilkynningu
sem Dagsbrún sendi til Kauphallar
Íslands í gær, en þar segir jafn-
framt að meginverkefni Gunnars,
auk þess að stýra fyrirtækinu, verði
að leiða sókn þess á erlenda mark-
aði. Fram kemur að sú sókn verði
einkum á sviði fjölmiðlunar en
Gunnar Smári var einn af stofn-
endum Fréttablaðsins og var hann
ritstjóri þess þegar blaðið óx mjög
hratt. „Það hefur alltaf verið sann-
færing okkar að ef okkur tækist að
byggja upp öflugt fjölmiðlafyrir-
tæki á 300 þúsund manna markaði
ætti sýn okkar og stefna fullt erindi
á stærri markaði,“ er haft eftir hon-
um í tilkynningunni.
Ari Edwald hefur starfað sem
framkvæmdastjóri SA síðan 1999
en þar áður starfaði hann sem rit-
stjóri Viðskipablaðsins.
Aðspurður um hvers vegna hann
hafi ákveðið að taka við starfinu
segir Ari það vera spennandi tæki-
færi og áskorun fyrir sig að taka
við kraftmiklu fyrirtæki sem hefur
verið í örum vexti. „Það höfðar til
mín að starfa á þessu sviði en jafn-
framt finnst mér vera komið að
ákveðnum tímamótum bæði hjá
mér og Samtökum atvinnulífsins
þar sem ákveðnum markmiðum um
uppbyggingu og starfsemi samtak-
anna hefur verið náð,“ segir Ari.
Eins og áður segir mun Eiríkur
S. Jóhannsson, fráfarandi forstjóri
Dagsbrúnar, fara til starfa hjá
Baugi en hann vill ekki gefa upp í
hverju starf hans þar mun felast.
Þó segir hann að hann fari að vinna
að raunverulegum verkefnum þar
sem sérþekking hans nýtist best.
Hann segist skilja sáttur við Dags-
brún. „Ég var ráðinn til þess að
koma þessu fyrirtæki á fót eins og
það er í núverandi mynd. Því verk-
efni er lokið og ég get stoltur snúið
mér að öðru.“
Gengi hlutabréfa Dagsbrúnar
hækkaði við tíðindin. Áður en þau
bárust hafði gengi bréfanna lækkað
um 0,18% en stuttu eftir klukkan 13
hafði það hækkað um 1,26% miðað
við lokagildi í fyrradag. Lokagildi
dagsins var 6 krónur á hlut og
hækkaði það um 8,11%.
Gunnar Smári nýr
forstjóri Dagsbrúnar
Ari Edwald forstjóri 365 – Eiríkur S. Jóhannsson til Baugs
Ari
Edwald
Eiríkur
Jóhannsson
Gunnar Smári
Egilsson
● SAMSKIP opna skrifstofu í Vigo á
vesturströnd Spánar um áramótin
og verða helstu verkefni hennar
umsýsla með hvers kyns fisk-
afurðir, bæði kældar og frosnar.
Hollendingurinn Rainier Wolsleger
mun stýra skrifstofunni en hann
hefur starfað hjá Samskipum í Rot-
terdam um árabil. Í tilkynningu seg-
ir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Sam-
skipa, að skrifstofan í Vigo sé enn
einn þátturinn í því að efla og bæta
frystiflutningaþjónustu en stórt
skref hafi verið stigið í þeim efnum
með kaupunum á frystigeymslum
hollenska fyrirtækisins Klooster-
boer. Jafnframt sé félagið að huga
að sókn inn á fleiri áhugaverða
frystiflutningamarkaði, eins og vest-
urströnd Bandaríkjanna og Suður-
Ameríku.
Samskip opna skrif-
stofu í Vigo á Spáni
SJÓNVARPSSTÖÐIN BigTV er far-
in að senda út í Svíþjóð en stöðin er að
hluta til í eigu Sigurjóns Sighvatsson-
ar, Bjarnar Steinbekk og fleiri fjár-
festa. Starfsmenn BigTV í Svíþjóð
eru 17 talsins.
Frá og með gærdeginum geta um
tvær milljónir heimila í Svíþjóð náð
útsendingu BigTV í gegnum kapal-
sjónvarp.
Sigurjón Sighvatsson segist telja
það einstakt við þessa „íslensku sjón-
varpsstöð“ að hún sé öllum aðgengi-
leg, hvort sem er í rauntíma á Int-
ernetinu eða í sjónvarpi á hvaða tíma
sólarhringsins sem er í beinni útsend-
ingu. Þá segir Sigurjón BigTV einnig
geta sent dagskrárefni sitt beint í far-
síma í Svíþjóð.
Sænska útgáfan af BigTV er nú að-
gengileg öllum á internetinu á slóð-
inni http://www.bigtv.com en dag-
skrárefnið er miðað að þörfum ungs
fólks.
Björn Steinbekk segir stöðina þeg-
ar hafa vakið gríðarlega athygli í Sví-
þjóð enda geti fólk til að mynda búið
til sitt eigið dagskrárefni á BigTV,
með svokölluðu „sjónvarps-bloggi“ og
komið því á framfæri á vefsetri sjón-
varpsstöðvarinnar. Þannig eigi allir
möguleika á því að fá dagskrárefni
sitt sýnt í sjónvarpi. Ætlunin er að
hefja útsendingar í Finnlandi innan
skamms og á öðrum markaðssvæðum
sem telur um 40 milljónir heimila.
Í loftið í Svíþjóð Sigurjón telur einstakt að stöðin sé alltaf aðgengileg
BigTV hefur út-
sendingar í Svíþjóð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Geri
ehf. sem er í eigu þeirra Kristins
Björnssonar og Þóris Haraldssonar,
framkvæmdastjóra Mjólkurfélags
Reykjavíkur/Líflands, hefur náð
samningum um kaup á um 62% hlut í
Kornax, stærsta hveitiframleiðanda
landsins. Seljendur eru Fóðurbland-
an og danska fyrirtækið Valsemøl-
len. Þetta staðfestir Þórir Haralds-
son í samtali við Morgunblaðið en
kaupverðið er að hans sögn trúnað-
armál. Mjólkurfélag Reykjavíkur/
Lífland á tæplega 38% hlut í Korn-
axi. Jafnframt á Geri tæplega 90%
hlut í MR/Líflandi en að sögn Þóris
hefur félagið m.a. keypt um 14,2%
hlut af Sláturfélagi Suðurlands.
Þórir segir að markmiðið með
kaupunum á Kornaxi sé að styrkja
stoðir beggja félaga og móta þau
þannig að þau standist betur alþjóð-
lega samkeppni.
Hvað varðar kaupin á hlut SS í
MR/Líflandi segir í fréttatilkynn-
ingu frá félaginu að samkomulag
hafi náðst á milli félagsins og SS um
samstarf á sviði aðfangasölu til bú-
vöruframleiðslu. „Munu félögin á
næstunni þróa með sér samstarf
með það að markmiði að ná fram
hagkvæmni í framleiðslu búvara
m.a. með samstarfi á sviði aðfanga,“
segir í tilkynningunni.
Þar segir jafnframt að samnings-
aðilarnir líti á það sem „sameiginlegt
hagsmunamál og markmið að
tryggja búvöruframleiðendum sam-
keppnishæf aðföng og treysta þann-
ig forsendur innlendrar búvörufram-
leiðslu í vaxandi alþjóðlegri
samkeppni.“
Geri og
MR/Lífland
eignast
Kornax
HAGNAÐUR
Mosaic Fashion á
þriðja fjórðungi
ársins nam um 4,5
milljónum punda
eða um 490 millj-
ónum miðað við
núverandi gengi
pundsins og var
það undir vænt-
ingum greininga-
deilda viðskiptabankanna.
Sölutekjur félagsins á tímabilinu
námu 98 milljónum punda á móti
85,3 milljónum á sama tíma í fyrra;
voru tekjurnar undir áætlunum
markaðsrýna en stjórnendur Mosaic
Fashions segja vöntun á birgðum hjá
Karen Millen á fjórðungnum og
verkfall í einni af verksmiðjum
Whistles skýra lægri tekjur.
Í tilkynningu félagsins kemur
fram að þrátt fyrir erfiðleika á smá-
sölumarkaði á þriðja fjórðungi árs-
ins geri stjórnendur félagsins ráð
fyrir að hagnaður fyrir afskriftir og
fjármagnsliði (EBIDTA) á árinu öllu
verði í samræmi við áætlanir eða um
59 milljónir punda.
Mosaic rekur verslunarkeðjurnar
Oasis, Karen Millen, Whistles og
Coast.
Mosaic
undir
væntingum
JEAN-Pierre
Gilardeau, for-
stjóri Alcoa í
Kanada, tekur
um áramótin við
stjórnarfor-
mennsku hjá Al-
coa Fjarðaáli á
Reyðarfirði, en
núverandi stjórn-
arformaður er Mike Baltzell og for-
stjóri er Tómas Már Sigurðsson.
Jean-Pierre er verkfræðingur að
mennt og á árunum 1998 til 2000 var
hann forstjóri álversins Eastalco
Works í Maryland í Bandaríkjunum
en áður var hann forstjóri álversins í
Deschambault skammt frá Quebec-
borg í Kanada.
Nýr stjórnar-
formaður
hjá Alcoa
● BANDARÍSKI fjármálarisinn Citi-
group hefur hækkað tilboð sitt í kín-
verska bankann Guangdong Develop-
ment Bank og hljóðar það nú upp á
24,1 milljarða yuan, samsvarandi ríf-
lega 190 milljörðum íslenskra króna.
Þar með hækkar tilboðið um einn
milljarð yuan en Citigroup vill kaupa
85% af kínverska bankanum.
Citigroup er þó ekki eina fyrirtækið
sem sækist eftir bankanum því Soc-
iete Generale frá Frakklandi og Ping
An Insurance frá Kína hafa einnig lagt
fram tilboð. Tilboð Citigroup er þó
hæst.
Fái Citigroup eða Societe Generale
að kaupa bankann verður það í fyrsta
skipti sem erlendir aðilar mega kaupa
ríkisrekinn banka í Kína.
Citigroup hækkar
tilboð sitt í kín-
verskan banka
♦♦♦
● RÍKISSTJÓRN Ítalíu hefur skipað
Mario Draghi nýjan seðlabanka-
stjóra landsins. Hann kemur í stað
Antonio Fazio sem nýlega sagði
starfi sínu lausu vegna spillingar.
Draghi er nú framkvæmdastjóri hjá
fjármálafyrirtækinu Goldman Sachs
en hann hefur áður starfað sem einn
æðsti embættismaður fjármálaráðu-
neytis Ítalíu.
MarioDraghi nýr
seðlabankastjóri