Morgunblaðið - 31.12.2005, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 31.12.2005, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF # $ %&'     ( ( )%* +,-     ( ( .,. /0-      ( ( /0- 12 3 #    ( ( 4.*- +5 63        ( ( ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI                !  "# #   ,  - !  "! ! -($  (#*    *+,- &  &  , ,78 9!: 2" ;8  9!: 2"  9!: 2" < 9!: 2" ; 93  2" =3 3 2" 63 2" 1!:>3 ;3 2" 1 !3 2" <3 3 =3  2" 0  2" %= 2" %!!?;! @"3 2" A! 2" . #+  /'  , 9!: 2" ! =3  2" :@3 2"  47 3 7 9!: 2" 07 23 2" #B2 @ 2" +C3 2" 'D ,37 '  ! )E3 3 2" F33! 3 2" 0# ' " % ' 12    *E@@ 2" %!G %!!3  8" 1 3)   4' 4.*H %I 8"8             ? ?    ? ? ? ? ; E3  E 8"8  ? ? ?  ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? J (K J ? (K J ? (K J ?(K J ?(K J ?(K J  (K J (K ? ? ? J ?(K ? J  (K J  (K ? ? J (K J  (K ? J (K J  (K ? ? ? ? ?  8: 3 ) I   1!: % " "" "  "  " "" " "" " " " " "  "  " ? ?  "  "  " " ? " ? ? ?                                        F: I >C" " ,) " L ,2!!3 @   8:    ? ?    ? ? ? ? ● ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um 0,18% á síðasta viðskiptadegi árs- ins og fór í 5.534 stig og hefur dagslokagildi hennar aldrei verið hærra. Viðskipti með hlutabréf námu 9,9 milljörðum, þar af 3,2 milljörðum með bréf Íslandsbanka. Gengi bréfa Dagsbrúnar hækk- aði um 8,11%, gengi bréfa Jarð- borana hækkaði um 2,4% og bréfa Vinnslustöðvarinnar um 2,38%. Gengi bréfa í Flögu lækkaði um 3,15% og bréfa FL Group um 1,55%. Vísitalan aldrei hærri GUNNAR Smári Egilsson, for- stjóri 365 ljós- vakamiðla og 365 prentmiðla, mun taka við starfi forstjóra Dags- brúnar hf. sem er móðurfélag fyrr- nefndra félaga. Hann tekur við af Eiríki S. Jó- hannssyni, sem fer til starfa hjá Baugi Group. Við starfi Gunnars Smára hjá 365 ljósvakamiðlum og 365 prentmiðlum tekur Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Dagsbrún sendi til Kauphallar Íslands í gær, en þar segir jafn- framt að meginverkefni Gunnars, auk þess að stýra fyrirtækinu, verði að leiða sókn þess á erlenda mark- aði. Fram kemur að sú sókn verði einkum á sviði fjölmiðlunar en Gunnar Smári var einn af stofn- endum Fréttablaðsins og var hann ritstjóri þess þegar blaðið óx mjög hratt. „Það hefur alltaf verið sann- færing okkar að ef okkur tækist að byggja upp öflugt fjölmiðlafyrir- tæki á 300 þúsund manna markaði ætti sýn okkar og stefna fullt erindi á stærri markaði,“ er haft eftir hon- um í tilkynningunni. Ari Edwald hefur starfað sem framkvæmdastjóri SA síðan 1999 en þar áður starfaði hann sem rit- stjóri Viðskipablaðsins. Aðspurður um hvers vegna hann hafi ákveðið að taka við starfinu segir Ari það vera spennandi tæki- færi og áskorun fyrir sig að taka við kraftmiklu fyrirtæki sem hefur verið í örum vexti. „Það höfðar til mín að starfa á þessu sviði en jafn- framt finnst mér vera komið að ákveðnum tímamótum bæði hjá mér og Samtökum atvinnulífsins þar sem ákveðnum markmiðum um uppbyggingu og starfsemi samtak- anna hefur verið náð,“ segir Ari. Eins og áður segir mun Eiríkur S. Jóhannsson, fráfarandi forstjóri Dagsbrúnar, fara til starfa hjá Baugi en hann vill ekki gefa upp í hverju starf hans þar mun felast. Þó segir hann að hann fari að vinna að raunverulegum verkefnum þar sem sérþekking hans nýtist best. Hann segist skilja sáttur við Dags- brún. „Ég var ráðinn til þess að koma þessu fyrirtæki á fót eins og það er í núverandi mynd. Því verk- efni er lokið og ég get stoltur snúið mér að öðru.“ Gengi hlutabréfa Dagsbrúnar hækkaði við tíðindin. Áður en þau bárust hafði gengi bréfanna lækkað um 0,18% en stuttu eftir klukkan 13 hafði það hækkað um 1,26% miðað við lokagildi í fyrradag. Lokagildi dagsins var 6 krónur á hlut og hækkaði það um 8,11%. Gunnar Smári nýr forstjóri Dagsbrúnar Ari Edwald forstjóri 365 – Eiríkur S. Jóhannsson til Baugs Ari Edwald Eiríkur Jóhannsson Gunnar Smári Egilsson ● SAMSKIP opna skrifstofu í Vigo á vesturströnd Spánar um áramótin og verða helstu verkefni hennar umsýsla með hvers kyns fisk- afurðir, bæði kældar og frosnar. Hollendingurinn Rainier Wolsleger mun stýra skrifstofunni en hann hefur starfað hjá Samskipum í Rot- terdam um árabil. Í tilkynningu seg- ir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Sam- skipa, að skrifstofan í Vigo sé enn einn þátturinn í því að efla og bæta frystiflutningaþjónustu en stórt skref hafi verið stigið í þeim efnum með kaupunum á frystigeymslum hollenska fyrirtækisins Klooster- boer. Jafnframt sé félagið að huga að sókn inn á fleiri áhugaverða frystiflutningamarkaði, eins og vest- urströnd Bandaríkjanna og Suður- Ameríku. Samskip opna skrif- stofu í Vigo á Spáni SJÓNVARPSSTÖÐIN BigTV er far- in að senda út í Svíþjóð en stöðin er að hluta til í eigu Sigurjóns Sighvatsson- ar, Bjarnar Steinbekk og fleiri fjár- festa. Starfsmenn BigTV í Svíþjóð eru 17 talsins. Frá og með gærdeginum geta um tvær milljónir heimila í Svíþjóð náð útsendingu BigTV í gegnum kapal- sjónvarp. Sigurjón Sighvatsson segist telja það einstakt við þessa „íslensku sjón- varpsstöð“ að hún sé öllum aðgengi- leg, hvort sem er í rauntíma á Int- ernetinu eða í sjónvarpi á hvaða tíma sólarhringsins sem er í beinni útsend- ingu. Þá segir Sigurjón BigTV einnig geta sent dagskrárefni sitt beint í far- síma í Svíþjóð. Sænska útgáfan af BigTV er nú að- gengileg öllum á internetinu á slóð- inni http://www.bigtv.com en dag- skrárefnið er miðað að þörfum ungs fólks. Björn Steinbekk segir stöðina þeg- ar hafa vakið gríðarlega athygli í Sví- þjóð enda geti fólk til að mynda búið til sitt eigið dagskrárefni á BigTV, með svokölluðu „sjónvarps-bloggi“ og komið því á framfæri á vefsetri sjón- varpsstöðvarinnar. Þannig eigi allir möguleika á því að fá dagskrárefni sitt sýnt í sjónvarpi. Ætlunin er að hefja útsendingar í Finnlandi innan skamms og á öðrum markaðssvæðum sem telur um 40 milljónir heimila. Í loftið í Svíþjóð Sigurjón telur einstakt að stöðin sé alltaf aðgengileg BigTV hefur út- sendingar í Svíþjóð Morgunblaðið/Árni Sæberg EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Geri ehf. sem er í eigu þeirra Kristins Björnssonar og Þóris Haraldssonar, framkvæmdastjóra Mjólkurfélags Reykjavíkur/Líflands, hefur náð samningum um kaup á um 62% hlut í Kornax, stærsta hveitiframleiðanda landsins. Seljendur eru Fóðurbland- an og danska fyrirtækið Valsemøl- len. Þetta staðfestir Þórir Haralds- son í samtali við Morgunblaðið en kaupverðið er að hans sögn trúnað- armál. Mjólkurfélag Reykjavíkur/ Lífland á tæplega 38% hlut í Korn- axi. Jafnframt á Geri tæplega 90% hlut í MR/Líflandi en að sögn Þóris hefur félagið m.a. keypt um 14,2% hlut af Sláturfélagi Suðurlands. Þórir segir að markmiðið með kaupunum á Kornaxi sé að styrkja stoðir beggja félaga og móta þau þannig að þau standist betur alþjóð- lega samkeppni. Hvað varðar kaupin á hlut SS í MR/Líflandi segir í fréttatilkynn- ingu frá félaginu að samkomulag hafi náðst á milli félagsins og SS um samstarf á sviði aðfangasölu til bú- vöruframleiðslu. „Munu félögin á næstunni þróa með sér samstarf með það að markmiði að ná fram hagkvæmni í framleiðslu búvara m.a. með samstarfi á sviði aðfanga,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að samnings- aðilarnir líti á það sem „sameiginlegt hagsmunamál og markmið að tryggja búvöruframleiðendum sam- keppnishæf aðföng og treysta þann- ig forsendur innlendrar búvörufram- leiðslu í vaxandi alþjóðlegri samkeppni.“ Geri og MR/Lífland eignast Kornax HAGNAÐUR Mosaic Fashion á þriðja fjórðungi ársins nam um 4,5 milljónum punda eða um 490 millj- ónum miðað við núverandi gengi pundsins og var það undir vænt- ingum greininga- deilda viðskiptabankanna. Sölutekjur félagsins á tímabilinu námu 98 milljónum punda á móti 85,3 milljónum á sama tíma í fyrra; voru tekjurnar undir áætlunum markaðsrýna en stjórnendur Mosaic Fashions segja vöntun á birgðum hjá Karen Millen á fjórðungnum og verkfall í einni af verksmiðjum Whistles skýra lægri tekjur. Í tilkynningu félagsins kemur fram að þrátt fyrir erfiðleika á smá- sölumarkaði á þriðja fjórðungi árs- ins geri stjórnendur félagsins ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBIDTA) á árinu öllu verði í samræmi við áætlanir eða um 59 milljónir punda. Mosaic rekur verslunarkeðjurnar Oasis, Karen Millen, Whistles og Coast. Mosaic undir væntingum JEAN-Pierre Gilardeau, for- stjóri Alcoa í Kanada, tekur um áramótin við stjórnarfor- mennsku hjá Al- coa Fjarðaáli á Reyðarfirði, en núverandi stjórn- arformaður er Mike Baltzell og for- stjóri er Tómas Már Sigurðsson. Jean-Pierre er verkfræðingur að mennt og á árunum 1998 til 2000 var hann forstjóri álversins Eastalco Works í Maryland í Bandaríkjunum en áður var hann forstjóri álversins í Deschambault skammt frá Quebec- borg í Kanada. Nýr stjórnar- formaður hjá Alcoa ● BANDARÍSKI fjármálarisinn Citi- group hefur hækkað tilboð sitt í kín- verska bankann Guangdong Develop- ment Bank og hljóðar það nú upp á 24,1 milljarða yuan, samsvarandi ríf- lega 190 milljörðum íslenskra króna. Þar með hækkar tilboðið um einn milljarð yuan en Citigroup vill kaupa 85% af kínverska bankanum. Citigroup er þó ekki eina fyrirtækið sem sækist eftir bankanum því Soc- iete Generale frá Frakklandi og Ping An Insurance frá Kína hafa einnig lagt fram tilboð. Tilboð Citigroup er þó hæst. Fái Citigroup eða Societe Generale að kaupa bankann verður það í fyrsta skipti sem erlendir aðilar mega kaupa ríkisrekinn banka í Kína. Citigroup hækkar tilboð sitt í kín- verskan banka ♦♦♦ ● RÍKISSTJÓRN Ítalíu hefur skipað Mario Draghi nýjan seðlabanka- stjóra landsins. Hann kemur í stað Antonio Fazio sem nýlega sagði starfi sínu lausu vegna spillingar. Draghi er nú framkvæmdastjóri hjá fjármálafyrirtækinu Goldman Sachs en hann hefur áður starfað sem einn æðsti embættismaður fjármálaráðu- neytis Ítalíu. MarioDraghi nýr seðlabankastjóri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.