Morgunblaðið - 31.12.2005, Page 20
20 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FRÉTTIR ársins snerust,
eðli málsins samkvæmt, eink-
um um það sem úrskeiðis fór;
náttúruhamfarir, slys, og auð-
vitað stríð og annað það sem
maðurinn afrekar að hugsa
upp í því skyni að gera sér
jarðvistina enn erfiðari. Í
Táradalnum ber því að þakka
fyrir undarlegu fréttirnar,
bjánalega atburði, heimskuleg
viðbrögð og furður veraldar.
Hér koma nokkrar furðufrétt-
ir ársins úr dýraríkinu:
Skjöl sem opinberuð voru
í Bretlandi leiddu í ljós að
gífurleg vinna, með tilheyr-
andi pappírsflóði, var lögð í
að ráða „hæfan skrifstofu-
kött“ hjá hinu opinbera árið
1929. Kettan var ráðin til
þeirra starfa að veiða mýs.
Þetta merka embætti var
lagt niður árið 1946 – sökum
verkefnaskorts.
Fílahirðar í Taílandi upp-
lýstu að þeir væru að þjálfa
fíla sína í að nota sérstök
„klósett“, vitanlega risastór.
Þetta töldu þeir nauðsynlegt,
túristunum líkaði ekki að rek-
ast á það sem fílarnir skila frá
sér alveg eins og mannfólkið.
Breskur lestarstjóri fékk
35.000 pund, tæpar fjórar
milljónir króna, í bætur
vegna þess áfalls sem hann
varð fyrir þegar hann ók yfir
geit.
Slökkviliðsmaður í Flórída
var ákærður fyrir að bíta höf-
uðið af páfagauk í samkvæmi.
Vinnufélagar mannsins sögðu
að hann hefði verið fullur.
Tvær konur voru reknar
úr starfi við dýrgarð einn í
Kaliforníu vegna þess að þær
neituðu að bera brjóst sín
frammi fyrir kvengórillu
einni. Þeim hafði verið skip-
að að „mynda tengsl við dýr-
ið“ með þessum hætti. Þær
fóru í mál við vinnuveitand-
ann.
Í Myanmar, sem einnig er
þekkt sem Búrma, nærði kona
ein tvo munaðarlausa tígris-
hvolpa á brjóstamjólk sinni.
Hugurinn skiptir mestu máli
eins og alkunna er, því miður
dóu hvolparnir.
Yfirvöld í Peking komust
að þeirri niðurstöðu að hátal-
arar sem komið hafði verið
upp við flugvöllinn til að fæla
burt fugla væru gagnslausir.
Hátalararnir dældu út fugla-
gargi sem tekið hafði verið
upp á band en niðurstaðan
varð sú að þetta kæmi að
engum notum þar sem fugla-
hljóðin væru útlend. Kín-
versku fuglarnir skildu ekki
þá bandarísku.
Vísindamenn greindu frá
því að afrískir fílar hefðu af
því verulega skemmtan að
líkja eftir hljóðum í umhverfi
sínu. Þessu til sanninda-
merkis nefndu þeir að tíu ára
gamall fíll í Kenýa líkti eftir
þungum og stöðugum umferð-
arnið á þjóðveginum.
Japanskir kollegar þeirra
birtu niðurstöðu rannsóknar
sinnar á „apamáli“. Þeir
komust að því að „hreimur“
apanna mótaðist af því hvar
þeir „byggju“.
Töframaður einn í Bret-
landi varð fyrir þeirri
óskemmtilegu reynslu að í
miðju atriði stökk maður upp
á sviðið og stal ekki bara pípu-
hattinum heldur líka kanín-
unni, sem töframaðurinn ætl-
aði að draga upp úr honum.
Líklega dýraverndunarsinni,
var niðurstaða lögreglunnar.
Dýravinir í Þýskalandi
greindu frá því að froskar
væru unnvörpum teknir upp
á því að springa bókstaflega í
tætlur. Þetta þótti vísinda-
mönnum fréttnæmt. Rann-
sókn leiddi í ljós að hér var
um náttúrulegt ferli að ræða,
illskeyttar krákur höfðu
fengið augastað á froskunum
sem vörðust með því að þenja
sig og tútna.
Tík ein í Kenýa sem var
nýbúin að eignast hvolpa tók
að sér nýfætt barn sem móð-
irin hafði skilið eftir á ver-
gangi. Hún fór með barnið í
bæli sitt þar sem það fannst.
Það reyndist við hina bestu
heilsu.
Póstmaður einn á Eng-
landi sem var að tæma póst-
kassann tók eftir því að eitt
bréfið hreyfðist. Það reyndist
innihalda lifandi hamstur.
Vísindamenn í Ástralíu
sem reyndu að útrýma kört-
um sem gera bændum lífið
leitt þar syðra fundu loks
pottþétta aðferð. Einhvern
veginn – það fylgir ekki sög-
unni hvernig – komust þeir að
því að körturnar eru sérlega
áhugasamar um blikkandi
diskóljós. Ljósin eru kveikt og
körtu-breiðurnar streyma
fram þar sem þeirra bíða eitr-
uð endalok.
Kristnir menn í Banda-
ríkjunum tóku franskri heim-
ildarmynd um kóngamör-
gæsir fagnandi. Mörgæsirnar
eru trúar maka sínum allt sitt
líf og hafa sýnt aðdáunar-
verða staðfestu við þær erf-
iðu aðstæður sem þeim eru
búnar. Alveg til fyrirmyndar
fyrir mannfólkið sögðu boð-
berar trúarinnar.
Sama mynd var talin hafa
orðið til þess að óþekktir „að-
ilar“ eins og það heitir á nú-
tímamáli stálu kóngamörgæs-
arunganum Toga í dýragarði
á Wight-eyju undan strönd
Englands. Því miður fannst
Toga aldrei og líklegt er talið
að þetta illvirki hafi kostað
hann lífið.
Annar atburður var eins
og klipptur út úr bíómynd og
þá kannski helst hákarla-
myndinni frægu „Jaws“.
Maður einn var á brimbretti
undan strönd Oregon-ríkis í
Bandaríkjunum þegar hákarl
réðst á hann og læsti kjaft-
inum um fót hans. Maðurinn
bjargaði sér með því að heilsa
kvikindinu að sjómannasið,
gaf honum sumsé einn kröft-
ugan beint á lúðurinn. Há-
karlinn lagði á flótta. „Þetta
var eðlisávísun“ sagði mað-
urinn þegar rætt var við
hann á spítalanum.
Danski flugherinn greiddi
atvinnu-jólasveini bætur eftir
að æðisgenginn hávaði úr þotu
einni í lágflugi hafði orðið
hreindýri hans að fjörtjóni.
Furðufréttir ársins úr dýraríkinu
Pípuhattinum stolið – og kanínunni líka
Reuters
Fílar eru liðugri en margir ætla. Hér er fíll í jólasveinabún-
ingi að sýna listir sínar á hátíð fyrir nemendur í Jirasart-
skólanum í Ayutthaya-héraði í Taílandi fyrir skömmu.
„TÚRKMENBASHI“, Saparmurat
Niyazov, forseti gamla sovétlýðveld-
isins Túrkmenistans, hefur löngum
verið í uppáhaldi á erlendri frétta-
deild Morgunblaðsins. „Faðir allra
Túrkmena“ og „merkasti maður
sögunnar“ er auðvitað
skelfilegur einræðis-
herra en því verður
vart á móti mælt að
fréttir af undarlegheit-
um hans og þeirri
geggjuðu persónu-
dýrkun sem hann hefur
innleitt eru kærkomn-
ar á tímum mannvíga,
hungurs, hryðjuverka
og hryllings. Hér koma
valdar fréttir af Túrk-
menbasha sem birtust
á árinu:
Í hóp geimveldanna
Stjórnvöld í Túrk-
menistan greindu frá
því á árinu að landið
hefði komist í hóp „geimveldanna“
með því að senda bók Túrkmen-
basha út í geiminn. „Bókin sem vann
hjörtu milljóna manna á jörðinni er
nú að sigra geiminn,“ sagði í tilkynn-
ingu stjórnvalda.
Bókinni, sem nefnist Rukhnama,
var komið fyrir í gámi sem fluttur
var í geiminn með rússneskri eld-
flaug frá geimferðastöðinni í Bai-
konur í Kasakstan. „Hinn helgi texti
Rukhnama var valinn vegna þess að
í honum er öll viska túrkmensku
þjóðarinnar, þökk sé höfundinum,
Túrkmenbasha. Þetta staðfestir að
Túrkmenistan er nú í hópi geimveld-
anna,“ sagði þar einnig.
Rukhmana, eða „Bók andlegrar
göfgi“, var fyrst gefin út í september
2001 og er lýst sem andlegri stjórn-
arskrá landsins. Árlega er haldið
upp á afmæli fyrstu útgáfunnar með
mikilli viðhöfn í Túrkmenistan.
Mörgæsir í eyðimörkinni
Á dögunum var skýrt frá því að
Túrkmenbashi hygðist verja sem
samsvarar hundruðum milljóna
króna til að koma upp dýragarði í
Karakorum-eyðimörkinni. Hann
krefst þess að í nýja garðinum verði
mörgæsir þar sem bjarga þurfi fugl-
unum frá hungri sem
sverfi að þeim vegna
loftslagsbreytinga.
Megi líf þitt verða
melónusætt
Í ágústmánuði var
„melónudagurinn“
haldinn hátíðlegur í
fyrsta skipti í ríki
Túrkmenbasha. For-
setinn stofnaði til dags-
ins í virðingarskyni við
þennan eftirlætisávöxt
landsmanna.
Í tilkynningu frá
landbúnaðarráðuneyt-
inu sagði að í Túrk-
menistan væru ræktuð
500 afbrigði af melón-
um, þar á meðal Keisaramelónan til
heiðurs Niyazov og önnur, sem köll-
uð er Gullöldin.
„Megi ævi hvers einasta Túrk-
mena verða jafnyndisleg og melón-
urnar okkar,“ sagði í yfirlýsingu frá
Niyazov og í forsíðufyrirsögn í dag-
blaði stjórnarinnar sagði, að engar
melónur í heimi jöfnuðust á við þær
túrkmensku.
Beint á hraðnámskeið
Nýlega skipaði Túrkmenbashi ol-
íumálaráðherra landsins að læra
ensku á hálfu ári, ella verði hann
rekinn.
Niyazov sagði nýja ráðherranum
að enskukunnátta væri nauðsynleg í
embættinu vegna margra erlendra
gesta sem hafa hug á að fjárfesta í
olíu- og gasvinnslu í Túrkmenistan.
Ekki kom fram hvort Túrkmen-
bashi kann sjálfur ensku.
Atvinnuöryggi er ekki mikið þeg-
ar menn starfa fyrir Túrkmenbasha.
Árið 2003 rak hann varnarmálaráð-
herra landsins úr embætti fyrir að
vera of þögull og fyrir að hafa ekki
nægilega gaman af vinnunni sinni.
„Ofboðsleg bjartsýni“
Bænir voru sagðar í moskum
Túrkmenistans í febrúarmánuði og
lömbum slátrað í þakkarskyni fyrir
vel heppnaða augnaðgerð sem Túrk-
menbashi gekkst undir. Fluttu fjöl-
miðlar í Túrkmenistan, sem allir eru
í eigu ríkisins, stöðugar fréttir af því
hvernig landsmenn fögnuðu fréttum
af því að allt hefði farið á besta veg.
Það var þýskur augnlæknir sem
framkvæmdi aðgerðina. Ekki fylgdi
sögunni hvað nákvæmlega amaði að
augum forsetans en í yfirlýsingu ut-
anríkisráðuneytisins sagði að þakka
mætti góða útkomu úr aðgerðinni
„hinni ótrúlegu orku og ofboðslegri
bjartsýni“ sjúklingsins. Læknirinn
kom málinu ekkert við.
Sjúkrahúsin algjör óþarfi
Í marsmánuði skipaði Túrkmen-
bashi svo fyrir, að öllum sjúkrahús-
um í landinu skyldi lokað nema
þeim, sem eru í höfuðborginni,
Ashgabat.
Kom þetta fram hjá talsmanni for-
setans, sem sagði að lokunin væri
hluti af mjög róttækri stefnu forset-
ans í heilbrigðismálum.
„Til hvers þurfum við öll þessi
sjúkrahús?“ spurði Túrkmenbashi á
fundi með undirsátum sínum. „Ef
fólk er sjúkt getur það komið til
Ashgabat.“
Fyrir landsmenn þýðir þetta í
raun endalok heilbrigðiskerfisins,
sem var afar bágborið fyrir, en í
fyrra rak Niyazov 15.000 starfsmenn
heilsugæslunnar úr starfi og lét her-
menn koma í þeirra stað.
Raunar lét Túrkmenbashi ekki
nægja að loka sjúkrahúsunum, held-
ur lokaði hann líka öllum bókasöfn-
um utan höfuðborgarinnar. Sagði
hann, að þau væru ekki til neins þar
sem sveitafólkið kynni hvort eð er
ekki að lesa.
„Faðir allra Túrkmena“
enn í fínu formi
Túrkmenbashi hlýðir á
þjóðsönginn.