Morgunblaðið - 31.12.2005, Síða 35

Morgunblaðið - 31.12.2005, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 35 Ááramótum er það góðursiður að líta um öxl ogsíðan fram á veg. OkkurÍslendingum hefur á liðnum árum gengið margt í hag- inn enda árferði verið gott og ytri aðstæður ágætar. Vaxandi misskipting En því miður er það svo, að hér á Íslandi búum við ekki lengur í stéttlausu þjóðfélagi þar sem að- stæður fólks eru svipaðar, því það hefur myndast gjá milli þjóðfélags- hópa. Fréttir berast af milljóna- eða jafnvel milljarðahagnaði sumra á meðan aðrir eiga vart til hnífs og skeiðar. Bilið milli ríkra og fá- tækra eykst stöðugt hér á landi og raunar er það svo, að þeir mörgu, sem eiga erfitt uppdráttar, eru alls ekki einungis þeir sem háðir eru lífeyri til framfærslu. Margt venju- legt fólk er á svo lágum launum að ekkert má útaf bera án þess að fjárhagurinn sligist. Röng skattastefna Skattastefna ríkisstjórnarinnar fjölgar skattgreiðendum með lágar tekjur en færir hátekjufólki hundr- uð þúsunda í kjarabætur á hverju ári. Frjálslyndi flokkurinn lagði til fyrir alþingiskosningar vorið 2003 að farin yrði sú leið að hækka per- sónuafsláttinn í áföngum um að minnsta kosti 10.000 krónur og skattleysismörkin hækkuðu þannig yfir 100.000 krónur í stað þeirrar ójafnaðarstefnu sem ríkisstjórnin valdi, sem eykur á misskiptingu í afkomu fólksins í landinu. Mjög margir styðja nú þessa kröfu okk- ar. Öldruðum mun fjölga mjög á komandi árum og áratugum. Betri heilsa og lengri lífaldur kallar á breytt viðhorf til þessa þjóðfélags- hóps og víst er að aldraðir verða mun lengur virkir á mörgum svið- um þjóðlífsins. Þetta er að mörgu leyti mjög jákvæð breyting en hún kallar eftir nýju viðhorfi til eldra fólks. Fólks sem er ennþá virkt og oft í fullu fjöri og sem vant er að ráða sér sjálft og vill hafa áhrif á eigin hag. Svikin loforð Ríkisstjórnin hefur svikið loforð um að bæta hag aldraðra og ör- yrkja. Við í Frjálslynda flokknum viljum hækka grunnlífeyri og af- nema skerðingar. Bætur almanna- trygginga eiga að fylgja almennri launavísitölu og nægja til fram- færslu. Margoft hef ég mælt fyrir tillögu um tryggan lágmarkslífeyri sem felur í sér að skerðing trygg- ingagreiðslna verði afnumin með öllu á tekjur og lífeyrisgreiðslur undir 50 þúsund krónum á mánuði. Lífeyristekjur sem eru síðan með ósanngjörnum hætti skattlagðar með tekjuskattsprósentu upp á tæp 38% þó meirihluti sparnaðar í lífeyrissjóði sé vaxtatekjur og ættu að skattleggjast sem slíkar. Þessar aðgerðir myndu bæta hag aldraðra verulega. Einkavæðing og einstaklingsframtak Frjálslyndi flokkurinn hefur frá upphafi verið eindregið fylgjandi minnkandi ríkisafskiptum og auknu athafnafrelsi einstaklingsins til orða og verka, svo fremi að lífs- kjörum annarra sé ekki fórnað eða kjörum misskipt af þeim sökum. En framkvæmd einkavæðingar nú- verandi ríkisstjórnarflokka hefur verið með þeim hætti að ámæl- isvert hlýtur að teljast, þar sem eignum almennings hefur verið ráðstafað til vina og vandamanna langt undir sannvirði. Hlýtur þeirri kröfu að verða haldið fast fram að allt starf hinnar svoköll- uðu Einkavæðingarnefndar verði rannsakað ofan í kjölinn. Margs konar handaþvottur ráðherra á sl. sumri um hæfi sitt og annarra til söluverkanna gerir svart aldrei hvítt. Vegið að byggðunum Við í Frjálslynda flokknum mun- um halda áfram baráttunni fyrir gerbreyttri stjórn sjávarútvegs- mála, þar sem athafnafrelsi ein- staklingsins hefur verið afnumið og nýir menn eiga enga möguleika á að stofna til útgerða, en eru arð- rændir daglega sem leiguliðar þeirra sem fengu auðlindinni ráð- stafað til sín, veiðiréttinum sem safnast nú líka á smábátum til æ færri aðila. Samkeppni í atvinnu- greininni hefur verið afnumin með öllu og sjómenn gerðir að vist- bundnum leiguliðum. Sjáv- arútvegsstefna núverandi rík- isstjórnar, sem í upphafi var ætlað að treysta byggð í landinu, hefur haft þveröfug áhrif. Byggðarlög, sem áttu allt sitt undir sjósókn, komast á vonarvöl og íbúarnir hrekjast frá verðlausum eignum sínum. Sláandi er, að í sama kjör- dæminu, Norðvesturkjördæmi, var á tímabilinu 1990-2004, bæði mest lækkun fasteigna á Vestfjörðum um 28% og á Vesturlandi mest hækkun um 63%, en þar fer saman Hvalfjarðargöng, stóriðja og aukin háskólamenntun eða bætt og vax- andi atvinna, menntun og sam- göngur. Bættar samgöngur Samgöngumál eru und- irstöðuatriði landsbyggðarinnar. Þótt margt hafi áunnist í þeim efn- um bíða þó stór verkefni úrlausn- ar. Skýtur því skökku við að úr framkvæmdum skuli dregið á kom- andi ári, einkum á samdrátt- arsvæðum í tekjum og atvinnu. Mikið vandamál í vegamálum bíður úrlausnar, sem þolir enga bið, en það eru hinir auknu og vaxandi þungaflutningar á landi, sem sliga þjóðvegina með gífurlegum kostn- aðarauka fyrir ríkissjóð. Á meðan standa hafnir hringinn í kringum landið verkefnalitlar. Þótt ekki sé mælt með ríkisrekstri er óhjá- kvæmilegt að hið opinbera hafi frumkvæði að lausn þessa vanda- máls og beiti sér fyrir að sjóflutn- ingar verði stórauknir. Skuldasöfnun Á sama tíma og stjórnarherr- arnir hæla sér af niðurgreiðslu er- lendra skulda ríkissjóðs hafa er- lendar skuldir þjóðarinnar vaxið með ógnarhraða. Vegna stöðu gengis – og vaxta erlendis miðað við íslenska – hafa bankar ausið inn fé til endurlána. Munu þess mörg dæmi að einstaklingar hafi keypt eða byggt hús sín fyrir er- lent fé. Slíkt er mjög varhugavert, svo ekki sé meira sagt, þar sem spáð er að hið háa gengi krón- unnar muni ekki standa til lengd- ar. Umhverfið og norðurhvel Margt bendir til þess að um- hverfisbreytingar á Norðurskauts- svæðum séu hraðari og meiri en búist var við. Vísindamenn greinir á um hverjar afleiðingarnar verði og hvort hlýni eða kólni á norð- urhvelinu. Við Íslendingar eigum að efla þátttöku okkar og rann- sóknir á þessum veðurkerfis- og hafstraumabreytingum eins og framast er kostur. Þær skipta okk- ur og umhverfið miklu. Hærri sjávarhiti í marga áratugi getur gjörbreytt nýtingu okkar á fiski- stofnum til ábata eða skaða fyrir þjóðina. Hafsvæði og siglingaleiðir geta opnast og kallað fram bæði ógnir og/eða tækifæri. Breytt veð- urfar, djúphafsstraumar og yf- irborð hafs og jökla virðast geta breyst hraðar en áður var talið. Við liggjum að Norðurhafinu og Grænlandssundi og getum best gætt hagsmuna okkar með aukinni þekkingu og samvinnu við ná- grannaþjóðir okkar á norðurhjar- anum. Svæði sem gæti gjörbreyst frá því sem nú er á fáum áratug- um. Fyrstu skrefin hafa verið stig- in af okkar hálfu en látum ekki þar við sitja. Utanríkisstefna Í utanríkismálum þurfa Íslend- ingar að halda vöku sinni. Ljóst virðist, að bandaríska varnarliðið sé á förum. Virðist því liggja beint við að við leitum ásjár NATÓ um varnir landsins. Beinum lögbrotum þáverandi forsætis- og utanríkisráðherra vegna aðildar að Íraksstríði verða ekki gerð skil í stuttri grein, en þau munu koma til uppgjörs þótt síðar verði, enda svívirðileg afglöp. Þá hafa Íslendingar annað við fjár- muni sína að gera en að eyða þeim í tildur eins og setu í Öryggisráði, en undir utanríkisstjórn núverandi forsætisráðherra hefur eyðsla og bruðl í málaflokknum aukist með ólíkindum. Við Íslendingar eigum margra góðra kosta völ í framtíðinni ef við gætum réttlætis og sanngirni í yf- irstjórn hagsmunamála okkar og afnemum mismunun og sérdrægni, sem tröllriðið hefur þjóðfélagi okk- ar síðasta áratug. Ég árna landsmönnum öllum árs og friðar. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins Ekki lengur stéttlaust þjóðfélag Morgunblaðið/Golli Gjá hefur myndast á milli þeirra sem hagnast um milljónir eða milljarða og þeirra sem vart eiga til hnífs og skeiðar, segir Guðjón A. Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.