Morgunblaðið - 31.12.2005, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 31.12.2005, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Árið 2005 hefur að mörguleyti verið gott ár og við-burðaríkt. Á mínumheimavelli, í Samfylking- unni, bar hæst að efnt var til alls- herjaratkvæðagreiðslu um formann flokksins og aldrei hafa fleiri ein- staklingar tekið þátt í að velja sér formann í íslenskum stjórn- málaflokki. Haldinn var glæsilegur og fjölsóttur landsfundur í stærsta íþróttahúsi landsins – Egilshöll. Mikið málefnastarf var unnið á veg- um flokksins sem skilaði sér í fersk- um stjórnmálahugmyndum og mun leiða af sér nýjar lausnir þegar Samfylkingin sest í landsstjórnina að loknum næstu kosningum. Ferð án fyrirheits Það er ekki ofsagt að það hafi verið góðæri í landinu á þessu ári, þriðja árið í röð. Atvinna hefur verið mikil, góður hagvöxtur, talsverð kaupmáttaraukning og tekjur rík- issjóðs hafa aldrei verið meiri. En það eru engu að síður alvarlegar blikur á lofti. Ríkisstjórnin hefði getað notað þetta einstaka tækifæri til að auka jöfnuð en hið öndverða gerðist. Ójöfnuður er meiri en áður milli þess hluta þjóðarinnar sem hæstar tekjur hefur og hinna sem hafa þær minnstar, milli launafólks og lífeyr- isþega og milli höfuðborgarbúa og íbúa þeirra svæða þar sem sam- dráttur ríkir og eignir rýrna jafnt og þétt. Dýrmætur tími og einstætt tæki- færi hefur glatast. Brottfallið úr framhaldsskólunum heldur áfram; byggðunum heldur áfram að blæða; ekkert lát er á háu matarverði, gengi, vöxtum og viðskiptahalla; fátt virðist koma í veg fyrir að fjölmörg hátækni- og nýsköpunarfyrirtæki flytji starfsemi sína úr landi; heil- brigðiskerfið þróast einhvern veg- inn; Evrópusambandið er bannorð og viðvarandi vandræðagangur er í samskiptunum við Bandaríkin. Rík- isstjórnin þorir í hvorugan fótinn að stíga – aðgerðaleysið er stefnan. Menntun og nýsköpun Þær þjóðir sem vilja standast öðr- um snúning – hvað þá skara fram úr – verða að leggja allt kapp á að bjóða upp á gott menntakerfi og skapa aðstæður fyrir atvinnugrein- ar sem byggja á þekkingu, hugviti og sköpunarkrafti. Þetta hefur höf- uðborgin gert. Ákvörðun um gjald- frjálsan leikskóla og nýleg hækkun lægstu launa hjá umönnunar- stéttum er angi af þessari stefnu. Hún er staðfesting þess að þar sem Samfylkingin fær einhverju um ráð- ið er menntun og jafnrétti í öndvegi. Í henni felst viðurkenning á því að góð almannaþjónusta er í þágu at- vinnulífs ekki síður en einstaklinga. Hún skapar fyrirtækjum hér á landi þá umgjörð sem þau þurfa til að standast samkeppni um hæft starfs- fólk við fyrirtæki í öðrum löndum. Þess vegna verður að vera hægt að manna almannaþjónustuna og borga því fólki sem þar starfar mannsæm- andi laun. Útrás stórfyrirtækja og velgengni smáfyrirtækja á heimamarkaði byggist ekki síst á menntun. Það er stefna Samfylkingarinnar að eitt af meginverkefnum komandi ára sé að hlúa að menntun þjóðarinnar og lyfta menntunarstiginu sem nú er eitt það lægsta í Evrópu. Til þess þarf aukin framlög til háskóla og framhaldsskóla þannig að aldrei oft- ar standi skólarnir í þeim sporum að þurfa að vísa um eitt þúsund ein- staklingum frá námi vegna pláss- leysis. Til þess þarf líka meira starfsnám, betri fullorðinsfræðslu og öflugra fjarnám þannig að þeir sem hafa farið á mis við formlega menntun geti bætt sér það upp þeg- ar aðstæður leyfa. Uppbygging öfl- ugs menntakerfis um land allt er ein mikilvægasta aðgerðin í atvinnu- og byggðamálum sem völ er á um þess- ar mundir. Sú mikla þensla sem nú er í ís- lensku efnahagslífi fer illa með út- flutnings- og samkeppnisgreinar en líklega verst með hátæknifyrirtæki sem byggja á nýsköpun og þróun. Þessi fyrirtæki eru gríðarlega mik- ilvæg fyrir atvinnusköpun framtíð- arinnar og ef vel á að vera þurfa eitt til tvö slík fyrirtæki að ná flugi á hverju ári. Til að það megi takast verða stjórnvöld að standa við bakið á þeim – með sértækum aðgerðum ef ekki vill betur – meðan mesti ruðningurinn vegna álframkvæmd- anna stendur yfir. Til varnar lýðræðinu Við sem erum vön lýðræðislegri stjórnskipan gleymum stundum til- gangi lýðræðisins. Lýðræði er lær- dómsferli og í sífelldri þróun. Til- gangur þess er að auka samheldni og réttlæti. Lýðræðið er að mörgu leyti vanþróað á Íslandi, í ein- hverjum tilvikum skortir skýrari lagafyrirmæli en meira skortir þó á að stjórnvöld tileinki sér leikreglur lýðræðisins. Átök ríkisstjórnar og almennings á árinu varpa ljósi á þetta. Mennta- málaráðherra á í útistöðum við skólafólk; ríkisstjórnin öll hefur átt í langvinnum deilum við aldraða og öryrkja um kjör þeirra og aðbúnað; rannsóknum, sem sýna aukinn ójöfnuð, er mætt með því að ráðast harkalega á þá sem tíðindin flytja; félagsmálaráðherra er dæmdur í fé- sektir fyrir að misbeita valdi sínu og dómsmálaráðherra kaupir sig frá málaferlum sem eru yfirvofandi vegna geðþóttaákvörðunar við skip- an hæstaréttardómara. Allt er þetta á kostnað skattgreiðenda og lýð- ræðisins. Samfylkingin hefur sett fram fjöl- margar hugmyndir um hvernig styrkja megi lýðræðið, ýmist með beinni aðkomu borgaranna, meiri aðskilnaði framkvæmdavalds, lög- gjafarvalds og dómsvalds og end- urbótum á stjórnsýslunni. Mik- ilvægt er að ljúka á næsta ári vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar en þar mun Samfylkingin m.a. leggja áherslu á að koma inn ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu, skipan hæstaréttardómara, þjóðareign á auðlindum og standa vörð um mál- skotsrétt forseta. Mannleg reisn Stefna stjórnmálaflokka skiptir máli. Eftir langvarandi hægri stjórn og nýfrjálshyggju hafa peningaleg sjónarmið orðið öllu öðru yfirsterk- ari í ákvörðunum sem varða al- mannaþjónustu. Það hefur gleymst að hún hefur siðferðilegt inntak. Jafnaðarstefnan leggur áherslu á tvíþætt hlutverk stjórnmála, annars vegar að þjóna markmiðum um mannlega reisn m.a. með góðri al- mannaþjónustu og hins vegar að skapa einstaklingum og fyr- irtækjum aðstæður þannig að þau fái að dafna á eigin forsendum. Forsenda þess að hægt sé að ná markmiðinu um mannlega reisn er að tryggja að aldraðir og öryrkjar búi við ámóta lífskjör og aðrir í sam- félaginu. Á þetta hefur Samfylk- ingin lagt mikla áherslu á Alþingi í vetur m.a. með þingsályktun um af- komutryggingu fyrir lífeyrisþega. Á vettvangi Samfylkingarinnar fer auk þess fram endurhugsun á því hvað telst góður opinber rekstur og hvenær hann á best við. Að- hlynningu, hjúkrun, kennslu og heilsueflingu verður því aðeins sinnt með sómasamlegum hætti að byggt sé á siðfræði almannaþjónustunnar en ekki markaðarins. Sú siðfræði heimilar ekki að farið sé í mann- greinarálit. Ísland skiptir máli Samfylkingin leggur áherslu á að rödd Íslands skiptir máli á al- þjóðavettvangi og þar á hún að hljóma í þágu fátækra, mannrétt- inda og mannöryggis. Okkar hags- munir, eins og annarra smáríkja, er að farið sé að alþjóðalögum. Mikilvægt er að sem fyrst á árinu 2006 fáist skýr niðurstaða í við- ræður um varnarmál við Bandaríkin og íslensk stjórnvöld láti af andúð sinni í garð Evrópusambandsins. Samfylkingin, ein flokka, hefur mót- að þá skýru afstöðu að við Íslend- ingar eigum að skilgreina þau samn- ingsmarkmið sem við viljum ná í viðræðum um aðild að Evrópusam- bandinu og láta á það reyna hvort sambandið sé tilbúið að taka tillit til íslenskra grundvallarhagsmuna. Þeir flokkar sem hafna Evrópusam- bandsaðild með öllu verða að rétt- læta fyrir þjóðinni það velferðartap sem við verðum fyrir í formi minni útflutningstekna, hærra mat- arverðs, hærri vaxta og mikilla hag- sveiflna. Uppstokkun stjórnmála Í stjórnmálum á Íslandi sem ann- ars staðar takast á tveir andstæðir meginstraumar – jafnaðarstefna og nýfrjálshyggja. Á Íslandi eru það Samfylking og Sjálfstæðisflokkur sem eru farvegir fyrir þessa ólíku meginstrauma. Þessir tveir flokkar munu því takast á um forystuna í sveitarstjórnum á árinu 2006 og landsstjórninni árið 2007. Nýfrjáls- hyggjan hefur haft undirtökin á Ís- landi í hálfan annan áratug en á því er nú að verða breyting. Nýfrjáls- hyggjan er á hröðu undanhaldi hjá almenningi um heim allan og jafn- aðarstefnan í sókn – líka á Íslandi. Framundan er uppstokkun stjórn- mála. Á næsta ári er Samfylkingin stað- ráðin í því að vinna góða sigra í sveitarstjórnarkosningunum, búa sig undir að leiða næstu ríkisstjórn og takast á við þau brýnu úrlausn- arefni sem bíða íslensks samfélags. Í þeim verkum vænti ég góðs sam- starfs við alla jafnaðarmenn, hvar í sveit sem þeir hafa hingað til skipað sér. Verum minnug þess að á Ís- landi er aðeins einn jafnaðarmanna- flokkur – Samfylkingin. Ég óska landsmönnum öllum árs og friðar, þakka þeim samfylgdina á liðnu ári og hlakka til samstarfsins á því ári sem nú fer í hönd. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar Uppstokkun stjórnmála er framundan Morgunblaðið/Brynjar Gauti Samfylkingin er eini jafnaðarmannaflokkurinn á Íslandi og býr sig undir góða sigra í sveitarstjórnarkosningum og að taka við stjórnarforystu eftir næstu þingkosningar, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Nr. 1 í Ameríku óskar viðskiptavinum sínum gleðilegs árs og friðar og þakkar fyrir viðskiptin á liðnu ári Til sölu Nokkrar glæsilegar íbúðir 2ja, 4ra og 5 herbergja • Tveggja herbergja 80 m² • Fjögurra herbergja 135 m² • Fimm herbergja 143 m² Á baðherbergi eru rúmgóð 90 cm sturta, baðkar, eikarinnrétt- ingar og fínar flísar. Svefnherbergi eru 12 til 16 m² með fallegum eikarskápum. Eldhús eru rúmgóð með góðum borðkrók og eik- arinnréttingum. Stofurnar eru 30-40 m². Á gólfum eru flísar og gott eikarparket. Stórar svalir á móti suðri og sérstaklega fallegt útsýni. Hrauntún ehf byggir. Uppl. gefur Örn Icebarn, byggingameistari, í síma 896 1606 og 557 7060
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.