Morgunblaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 37 Vinstrihreyfingin – græntframboð getur glaðst yfirmörgum áföngum í starfiflokksins á árinu 2005. Hæst ber landsfundinn sem haldinn var 21.–23. október sl. og tókst með miklum ágætum. Fundurinn var hinn stærsti í sögu flokksins hingað til og voru á fjórða hundrað fulltrúar skráðir til þátttöku. Velheppnað málþing um kvenfrelsi var einn af hápunktunum og sérstakur kafli um kvenfrelsi eða feminisma var flétt- aður inn í stefnuyfirlýsingu flokks- ins. Einnig nýjar áherslur um fé- lagsleg sjónarmið og umhverfisviðhorf í alþjóðamálum. Landsfundurinn afgreiddi nýja og heildstæða menntastefnu þar sem áherslur okkar eru útfærðar fyrir öll skólastig, fullorðins- og starfs- fræðslu og símenntun. Sem fyrr setti ungt fólk sterkan svip á fundinn og hefur sú sveit aldr- ei verið fjölmennari og kraftmeiri en einmitt nú. Ört vaxandi fjöldi ungs fólks stendur fyrir verulegan hluta af fjölgun félaga í flokknum. Skráðir félagar í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði eru nú komnir hátt á sautjánda hundrað og lætur nærri að félagatalið hafi fjórfaldast frá stofnfundi flokksins. Verkefnin framundan Framundan eru spennandi tímar, sveitarstjórnarkosningar í vor og al- þingiskosningar í síðasta lagi ári síð- ar. Í báðum tilvikum hefur Vinstri- hreyfingin – grænt framboð fullan hug á því að sækja fram og til þess höfum við nú bæði meiri burði og vænlegri stöðu en áður. Vinstri- hreyfingin – grænt framboð hefur mikilvægu hlutverki að gegna og ber fram sjónarmið sem þurfa að eiga sér öflugan málsvara í íslenskum stjórnmálum. Öfugt við aðra flokka gerum við ekki tilkall til að blanda okkur í vaxandi þrengsli inni á miðju stjórnmálanna. Við erum skýr valkostur til vinstri í íslenskum stjórnmálum, sá eini. Baráttan gegn nýfrjálshyggjunni með tilheyrandi markaðs- og einka- væðingu almannaþjónustunnar og varðstaðan um velferðarkerfið er eitt af höfuðviðfangsefnum okkar. Við erum eini flokkurinn sem skil- greinir sig sem umhverfisvernd- arflokk, grænan flokk. Við erum eini íslenski stjórn- málaflokkurinn sem hefur gert kvenfrelsi að meginatriði í stefnu- skrá sinni, eini flokkurinn sem skil- greinir sig óhikað á forsendum kven- frelsis eða feminisma. Við höfum skerpt á sérstöðu okk- ar og dýpkað og breikkað áherslur í utanríkis- og alþjóðamálum. Við andæfum hvers kyns hern- aðarhyggju en viljum efla fyr- irbyggjandi og borgaralegt starf í friðarmálum og við krefjumst þess að félagsleg sjónarmið og umhverf- ishyggja fái sitt vægi á tímum hnatt- rænna breytinga. Við stöndum fyrir skýra sérstöðu í málaflokkum sem varða framtíðina og ungt fólk miklu, á vettvangi um- hverfismála, með baráttu fyrir fé- lagslegu réttlæti og mannréttindum. Þar höfum við t.d. rutt brautina í baráttunni gegn klámvæðingu sam- félagsins, vændi og mansali. Við höf- um flutt róttækar tillögur um áfram- haldandi þróun okkar velferðarsamfélags svo sem með gjaldfrjálsum leikskóla, áherslu á styttingu vinnuvikunnar og fjöl- skylduvænt samfélag. Loks höfum við teflt fram fjöl- breytni í atvinnulífi og stuðningi við lítil og meðalstór fyrirtæki og áherslu á nýsköpun sem valkosti við hina blindu og óheftu stóriðjustefnu, svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Ójafnvægi í efnahagsmálum Ruðningsáhrif stóriðjustefnunnar blasa nú hvarvetna við. Afleiðingar handaflsákvarðana ríkisstjórn- arinnar um að keyra gríðarlegar stórframkvæmdir inn í hagkerfið bitna af fullum þunga á öðru at- vinnulífi. Útflutnings- og samkeppn- isgreinar bregðast við með nið- urskurði, uppsögnum starfsfólks og samdrætti. Framleiðslu- og sam- keppnisiðnaður hverfur úr landi í æ ríkari mæli. Nýjasta skriðan er með- al hátæknifyrirtækjanna sem flýja hvert á fætur öðru. Gríðarlegur við- skiptahalli eykur enn á geigvæn- legar erlendar skuldir þjóðarbúsins. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar eru óbreytt. Fullkomin afneitun, í bland við ómerkilega leit að sökudólgum annars staðar, t.d. í Seðlabankanum. Landsbyggðin er sérstakur þol- andi þessa ástands þar sem undir- stöðugreinum hennar, sjávarútvegi, ferðaþjónustu og landbúnaði, eru allar bjargir bannaðar. Ekki geta þessar greinar leyst vanda sinn með því að flýja úr landi. Eru forsvars- menn hins almenna atvinnulífs í landinu tilbúnir til að færa þá fórn á altari áframhaldandi stóriðjutrúboðs að standa að lokum í brunarústum þess sem áður var dafnandi útflutn- ings-, samkeppnis- og nýsköp- unarstarfsemi, svo ekki sé nú minnst á umhverfisfórnirnar? Samstillt stjórnarandstaða? Félagshyggjumeirihlutar í sveit- arstjórnum og græn velferðarstjórn að loknum næstu alþingiskosningum er okkar markmið. Dæmið frá Nor- egi og það sem þar tókst nú í haust á að vera okkur hvatning. Á lands- fundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs ýtti ég úr vör end- urnýjuðu tilboði til félaga okkar í stjórnarandstöðunni, í Samfylking- unni og Frjálslynda flokknum, um slíkt samstarf. Því miður hafa við- brögðin verið hikandi enn sem kom- ið er af hálfu Samfylkingarinnar. Krafan er sterk um að stjórn- arandstaðan standi undir nafni og veiti ríkisstjórninni ekki bara verð- ugt aðhald, heldur bjóði hiklaust og af fullu sjálfstrausti upp á sjálfa sig sem valkost í hennar stað. Skoð- anakannanir hafa að undanförnu ítrekað sýnt fylkingarnar nokkurn veginn jafnar. Það væri undarleg stjórnarandstaða sem ekki tæki slíkri áskorun fagnandi, að sjá möguleikann á hreinum umskiptum þannig innan seilingar. Ísland, norrænt velferðarsamfélag? Við hér á Íslandi erum svo lánsöm að tilheyra hinni norrænu fjölskyldu þjóða, ríkja, sem vekja athygli um- heimsins fyrir góðan árangur á breytingatímum. Norræna velferð- arsamfélagið hefur ekki aðeins yf- irburði á flesta mælikvarða hvað snertir jöfnuð, lífsgæði og almenna velmegun. Það skarar líka fram úr hvað samkeppnishæfni í atvinnulíf- inu snertir og spjarar sig vel í þekk- ingarsamfélaginu, jafnt í félagslegu, menningarlegu, sem atvinnulegu til- liti. Hið norræna samábyrga velferð- arsamfélag með öflugri opinberri velferðarþjónustu og blönduðu hag- kerfi virkar vel og er öðrum fyr- irmynd. Það þýðir ekki að allt sé hér í lukkunnar velstandi og mesta áhyggjuefnið er að Ísland rekur nú hratt í burtu frá hinum Norðurlönd- unum, launamunur og misskipting vex, velferðarkerfið veikist. Vinstri- hreyfingin – grænt framboð hefur frá byrjun lagt þunga áherslu á að Ísland eigi að tilheyra hinni norrænu fjölskyldu. Samábyrgt velferð- arsamfélag í anda þess besta sem þekkist að norrænni fyrirmynd er okkar markmið. Fyrir skemmstu kom út viðamikil úttekt fræðimannanna Stefáns Ólafssonar og Kolbeins Stef- ánssonar undir heitinu „Hnattvæð- ing og þekkingarþjóðfélag – Ísland í breyttu þjóðfélagsumhverfi“. Mikill fengur er að þessu riti og skapar það, og margvíslegur annar sam- anburður í skýrslum og fræðiritum, vinstri mönnum gríðarleg sókn- arfæri. Staðreyndir um árangur nor- rænu velferðarsamfélaganna eru öfl- ug vopn í höndum þeirra sem vilja blása til sóknar og hugmynda- fræðilegrar endurnýjunar í þágu jafnréttis, félagslegs réttlætis og umhverfisverndar. Nýfrjálshyggjan kvödd Nýfrjálshyggjan er nú loksins á hröðu undanhaldi sem leiðandi hug- myndafræði vestrænna stjórnmála. Hægri flokkar eru víða að bregðast við með því að sigla þegjandi og hljóðalaust inn að miðjunni. Þeir miðlægu flokkar, þar á meðal margir vestrænir verkamanna- og sósíal- demókrataflokkar, sem tóku nýfrjálshyggju-markaðsvæðingar- stefnuna upp, ýmist ómengaða eða eilítið mildaða útgáfu, standa einnig býsna ráðvilltir eftir. Rosknir stjórnmálaskýrendur, einkum hægri kratískir, rembast við að skrifa og skilgreina út frá veröld sem var og yfirsést þung róttæk undiralda með- al ungs fólks á Vesturlöndum. Í þró- unarríkjunum snýr hvert landið á fætur öðru baki við hugmyndafræði og leiðsögn hinna alþjóðlegu áróð- ursstofnana nýfrjálshyggjunnar, enda reynslan ekki féleg. Stórtæk- astar eru breytingarnar um þessar mundir í Mið- og Suður-Ameríku. Spennandi tímar eru framundan, jafnt í innlendum stjórnmálum sem á alþjóðavettvangi. Ég óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og þakka fyrir samfylgdina á árinu. Vorar eftir nýfrjáls- hyggjuna! Morgunblaðið/Jim Smart Stjórnarandstaðan á ekki aðeins að veita ríkisstjórninni aðhald heldur bjóða hiklaust og af fullu sjálfstrausti upp á sjálfa sig sem valkost í hennar stað, segir Steingrímur J. Sigfússon. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Námskeiðið Súperform á fjórum vikum hjá Goran Kristófer, íþróttafræðingi, er hannað til að koma þér af stað á mjög árangursríkan og einfaldan hátt. Tilgangur námskeiðsins er að koma þér á æðra stig hvað varðar líkamlega og andlega heilsu eftir jólin. Ef þú vilt: Léttast Styrkjast Efla ónæmiskerfið Bæta meltinguna Hormóna jafnvægið Andlega vellíðan Auka minni og einbeitinguna Auka orkuna Komast í form Bæta heilbrigði Þú kynnist nýjum möguleikum í matarvali, mat sem örvar fitubrennslu, hvernig þú átt að glíma við matar -og sykurþörfina, hvernig þú ferð a því að brenna meira og léttast. Fimm tímar í viku – Brennsla, styrking og liðleiki Takmarkaður fjöldi Vikulegar mælingar Eigið prógramm í tækjasal Persónuleg næringarráðgjöf Ráðgjöf við matarinnkaup Fræðsla og eftirfylgni – 2 fyrirlestrar Slökun og herðanudd í pottum að æfingu lokinni Hollustudrykkur eftir hverja æfingu Karlar kl. 7.30 Konur kl. 6.30, 10.00, 16.30 eða 18.30 Nýtt námskeið hefst 11. janúar nk. Skráning er hafin í síma 444 5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is. Námskeið greiðist við skráningu – athugið síðast komust færri að en vildu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.