Morgunblaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. V iðburðaríkt ár í Íslandssögunni hverfur senn í aldanna skaut. Árið 2005 hefur verið þjóðinni í heild gjöfult þótt vissulega séu aðstæð- ur hvers og eins mismunandi. Allt er breytingum undirorpið, jafnt í persónulegu lífi okkar og í lífi þjóðarinnar. Í einkalífi allra skiptast á stundir gleði og sorgar. Þannig er lögmál lífsins, kynslóðir koma og kynslóðir fara. Þetta ár hef- ur verið ár mikilla sigra fyrir suma en vonbrigða fyrir aðra. Áramótin gefa tilefni til að staldra við og líta yfir farinn veg, meta það sem hefur áunnist eða farið úr- skeiðis, um leið og horft er til framtíðar og þeirra fyr- irheita sem nýja árið gefur. Mikil tímamót urðu í Sjálfstæðisflokknum þegar Davíð Oddsson ákvað að láta af stjórnmálaafskiptum og hætta sem formaður flokksins og ráðherra. Hann hafði þá verið í fremstu röð stjórnmálamanna hér á landi í tæpan aldarfjórðung. Við sem höfum tekið við kyndlinum munum í okkar störfum njóta góðs af þeirri leiðsögn sem hann veitti á glæsilegasta framfaratíma- bili í sögu þjóðarinnar. Undir forystu hans ríkti festa og öryggi í landsmálum á tímum mikilla breytinga. Sjálfur er ég þakklátur fyrir það mikla traust sem mér var sýnt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í október sl. og met mikils þann góða stuðning sem ég hef fundið út um allt samfélagið. *** Það er gott að vera Íslendingur. Það finnst okkur flestum og erum jafnvel eilítið stolt af. Velgengnin hef- ur ýmsar birtingarmyndir. Fyrir skemmstu bárust þær fréttir að íbúum landsins hefði í ár fjölgað meira en nokkru sinni í nær hálfa öld. Einhverja sögu segir þessi staðreynd. Náttúruleg fjölgun þjóðarinnar, fædd- ir umfram dána, er meiri hér en í flestum vestrænum ríkjum. Unga fólkið vill eignast börn og ala þau upp á Íslandi. Nýju fæðingarorlofslögin hafa þar áreiðanlega sitt að segja, en einnig almenn bjartsýni þjóðarinnar og góðar horfur í landsmálum. Síðan bætist við sá mikli fjöldi fólks sem flyst til landsins umfram brott- flutta. Að einhverju leyti er um tímabundna flutninga að ræða vegna stórframkvæmda, en samt er það stað- reynd að margir útlendingar vilja setjast hér að vegna þess að hér er í þeirra huga land tækifæranna, þar sem hægt er að búa sér og sínum bærileg lífskjör. Við eig- um að taka vel á móti þessu fólki og greiða fyrir því að það geti orðið nýtir borgarar í landinu. Það verður best gert með því að auðvelda þeim að læra íslensku því ella blasir við félagsleg einangrun og alls kyns erfiðleikar. *** Hin almenna framvinda í samfélaginu á árinu 2005 hlýtur að teljast jákvæð. Íslenskt efnahagslíf hefur haldið áfram að eflast og styrkjast í samkeppni við hagkerfi annarra landa. Hagvöxturinn, sem er annað orð yfir aukna verðmætasköpun í þjóðfélaginu, skapar svigrúm fyrir almennari efnahagslega velgengni og gerir okkur mögulegt að ráðast í verkefni sem ella væri ógerlegt. Má þar nefna hvers kyns framkvæmdir en einnig félagsleg verkefni sem miða að því að bæta stöðu þeirra sem eiga undir högg að sækja í okkar samfélagi. Gífurleg breyting til hins betra hefur orðið á sviði menntamála undanfarin ár. Gróskumikið háskóla- starf gerir unga fólkið okkar betur í stakk búið til að takast á við alþjóðlega samkeppni. Brýnt er að halda áfram að efla rannsóknir í landinu, iðkun vísinda og tækni. *** Talsverðar breytingar verða á sköttum nú um ára- mótin í samræmi við kosningaloforð Sjálfstæðisflokks- ins 2003 og stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Eign- arskattar einstaklinga og fyrirtækja falla nú alveg niður og lýkur þar með nær þúsund ára gamalli sögu eignarskatts hér á landi. Tekjuskattur einstaklinga lækkar um eitt prósent og verður álagningarhlutfallið í ríkissjóð 23,75%. Lögfest hefur verið enn frekari lækk- un sem tekur gildi 1. janúar 2007 og verður tekjuskatt- ur manna þá kominn í 21,75% og samanlögð álagning tekjuskatts og útsvars um 34,75%. Verður það hlutfall þá í fyrsta sinn lægra en þegar staðgreiðslu var komið á 1988 en þá var hlutfallið 35,2%. Vegna þessara breyt- inga hækka skattleysismörk einnig frá 2004 til 2007 úr rúmlega 71.000 kr. í tæplega 85.500 kr. eða um 20%. Svokallaður hátekjuskattur fellur ennfremur niður um áramótin. Vel hefur tekist til við að hrinda skattalækk- unaráformum ríkisstjórnarinnar í framkvæmd og gera fjárlög ráð fyrir að ríkissjóður verði, þ rekinn með 20 milljarða króna afgangi aðeins eftir að ná niðurstöðu um br isaukaskattskerfinu, einkum hvað varð ég mér vonir um að slíkar breytinga framkvæmda eigi síðar en í ársbyrjun Afnám eignarskatts og lækkun skat sér að sjálfsögðu vel fyrir alla sem g niðurfelling eignarskattsins er sérstök borgara. Sá þjóðfélagshópur hefur und ið úti harðri baráttu fyrir bættum kj árangur hefur náðst, t.d. hvað varðar ingabóta og búsetumál. Þó má að sjálf betur og hafa ríkisstjórnin og Landssa ara sammælst um nefndarskipan til máli á næstu mánuðum. Sjálfur tel ég því efni að draga úr skerðingum bóta tekna eldri borgara. Sem fráfarandi fjármálaráðherra er ánægjuefni hversu góð afkoma ríkiss undanfarin ár. Umtalsverðar skattalæk ið til framkvæmda til viðbótar þeim rakið. Ríkisfyrirtæki hafa verið eink árangur náðst við að lækka skuldir bindingar ríkissjóðs. Hreinar skuldir 35% af landsframleiðslu 1995 en verð 8% um þessi áramót og minnkar vax kynslóða sem því nemur. Skiptir hér m tókst til með einkavæðingu Símans en kleift að lækka skuldirnar myndarleg sem ákveðið var að ráðast í ýmsa kvæmdir. Síminn var seldur fyrir tæ króna og verður 43 milljörðum varið framkvæmda fram til ársins 2012. Veg milljarða króna framlag til bygging sjúkrahúss í Reykjavík. Var ákveðið staklega hvernig söluhagnaði af Síma stafað og er sú aðferð nýmæli. Reynslan af sölu Símans og áður rík ir hversu tímabært það var að innleys mennings sem voru bundnar í þessum nýta fjármunina til annarra verkefna. kann með sama hætti að vera tímab eignir þjóðarinnar í Landsvirkjun og e Leifs Eiríkssonar ef tryggt er eðlile keppnissjónarmiða. Hagnað af slíkri s með ýmsu móti í almannaþágu. Hinn góði árangur í ríkisfjármálum kleift að ganga enn lengra í umbótum næstu árum. *** Forsætisráðherra hefur haft forgön endurskoðun bæði stjórnarskrárinnar laganna. Lögin um Stjórnarráð Ísland sett voru að frumkvæði Bjarna Ben sætisráðherra, voru mikil framför á komu föstu formi á skipulag stjórnarrá skipulagsleysis sem að mörgu leyti e arráð Íslands á árum áður. Hafa þau sínum vel síðan. Á hinn bóginn hefur breyst undanfarin þrjátíu og fimm ár því gild rök að skipting verkefna og m neyti sé ekki lengur í samræmi við kr er tímabært að huga að breytingum á þ hef velt því fyrir mér hvort rétt væri ríkisstjórnar á hverjum tíma til að ski ráðuneyta í samræmi við sínar pólitís og gert er í nágrannalöndunum. Með væri horfið frá þeirri föstu skipan sem frá 1969 og því mikilvægt að búa þan ekki skapist neitt los. Finnst mér í einnig koma til greina að binda fjöld eða 10. Nefnd um endurskoðun stjórnars mikilvægt verkefni með höndum. Hei stjórnarskrárinnar hefur ekki farið istímanum, þrátt fyrir ítrekaðar tilr stakir kaflar og efnisatriði hafi sæ Margt í stjórnarskránni kallar á endur sem í hana kann að vanta ýmislegt sem ef verið væri að semja nýja stjórnar Má þar til dæmis nefna ákvæði um greiðslur. Ákvæðið um svokallað synjunarvald Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í okt um að 26. gr. stjórnarskrárinnar, se ákvæði, verði fellt úr gildi. Raunar e stjórnarskrárinnar sem varða embætt Geir H. Haarde, utanríkisráðherra og VIÐ ÁRHIN ÍSLENSKA SAMSTAÐA Út vil ek, virðast vera ein-kunnarorðin í íslensku við-skiptalífi um þessar mundir. Mikil umsvif íslenskra fyrirtækja erlendis hafa sett mark sitt á árið, sem nú er að líða. Baugur Group, Bakkavör, Actavis, Össur, Samskip, Avion Group og Novator, fyrirtæki Björgólfs Thors Björgólfssonar, og íslensku bankarnir koma fyrst upp í hugann, en í raun er listinn yfir þau fyrirtæki, sem eru að hasla sér völl á erlendri grundu, með ólíkindum. Þessi umsvif erlendis bera því vitni að ekki er minnimáttarkennd fyrir að fara í íslensku viðskiptalífi. Stórhugurinn í viðskiptalífinu á fullt erindi á öðrum sviðum íslensks þjóðlífs og virðist reyndar hafa skotið rótum víðar. Íslenskir lista- menn hafa einnig verið ólatir við að láta að sér kveða utan landstein- anna og gera heiminn að sínu leik- sviði. Sú þróun, sem átt hefur sér stað á undanförnum árum, ber því vitni að Íslendingar hafa notið góðs af hinni svokölluðu alþjóðavæðingu, sem hefur átt þátt í því að opna dyr tækifæranna fyrir mörgum fyrir- tækjum. Hún færir okkur líka heim sanninn um það að við erum hluti af samfélagi þjóðanna, en stöndum ekki fyrir utan það, þótt Ísland sé umlukt hafi og deili hvergi landa- mærum með öðru ríki. Það er því ekki hægt að njóta aðeins kostanna, það verður einnig að axla ábyrgðina sem því fylgir, hin íslenska sérstaða getur þurft að víkja fyrir hinni ís- lensku samstöðu. Íslendingar hafa að undanförnu haslað sér í auknum mæli völl á al- þjóðavettvangi. Stjórnvöld hafa meðal annars gert það með þátt- töku í friðargæsluverkefnum auk þess sem víðar er unnið að þróun- arstarfi. Í þessum efnum er hins vegar ástæða til að staldra við. Framlag Íslands til þróunarmála er langt undir því markmiði, sem Sam- einuðu þjóðirnar hafa sett um það hversu mikið þjóðir heims eigi að leggja til þeirra. Engar skýringar eru á því hvers vegna ein auðugasta þjóð heims getur ekki staðið sig af meiri rausnarskap í þessum efnum en raun ber vitni. Einnig er full ástæða til að velta því fyrir sér hvort notkun þess fjár, sem varið er til þróunarmála, sé nógu markviss. Er framlag Íslands með þeim hætti að fullvissa sé fyrir því að hver króna nýtist þeim, sem á hjálp þurfa að halda? Hvernig er stjórn- arfarið í þeim löndum, sem féð rennur til? Eru Íslendingar sendir í verkefni, þar sem sérþekking þeirra nýtist, eða eru þeir að fást við hluti, sem aðrir kunna betur? Er meiri ástæða til að nýta þekk- ingu okkar í heilbrigðismálum eða verkfræði en öryggismálum, svo dæmi sé tekið? Grundvallarspurn- ingin er í raun einföld: Hvernig verður gert mest gagn? Sú spurn- ing á að vera forsenda alls hjálp- arstarfs. Íslendingar geta ekki breytt heiminum, en geta lagt sitt af mörkum til að bæta hann. Það má heldur ekki gleyma þeim, sem eru hjálparþurfi heima fyrir. Nú um hátíðirnar hefur komið fram mótsögn allsnægta og örbirgðar. Ösin í verslununum hefur aldrei verið meiri og aldrei hafa fleiri leit- að ásjár um aðstoð. Það á að vera grundvallarhlutverk íslensks vel- ferðarkerfis að tryggja öllum mannsæmandi kjör og þarf sérstak- lega að taka á málefnum aldraðra og öryrkja þannig að þeir sitji ekki eftir á meðan almenn velmegun og kaupmáttur annarra eykst. Mikilvægi umhverfismála eykst jafnt og þétt. Umræða um þau mál hefur tilhneigingu til að festast í sama farinu. Deilan um Kárahnjúka hefur yfirgnæft alla aðra umræðu um umhverfismál undanfarin miss- eri. Nú er svo komið að ekki verður mikið lengra gengið á náttúru landsins. Í þeim efnum hefur iðu- lega skort umræðu um framkvæmd- ir fyrr en svo langt er komið að erf- itt eða útilokað er að vinda ofan af verkefninu. Þá fer af stað hávær umræða með þeim afleiðingum að nýjar fyrirætlanir hverfa í skugg- ann og þannig koll af kolli. Út úr þessu ferli þarf að brjótast og eiga fjölmiðlar þar hlutverki að gegna. En umhverfismál snúast ekki að- eins um virkjanir og íslenska nátt- úru. Þar ber einnig að líta á hið stærra samhengi. Gróðurhúsalofts- lag og hlýnun jarðar hafa verið til umræðu í nokkra áratugi. Hvað sem líður öllum fyrirvörum vís- indanna er ljóst í hvað stefnir. At- hafnasemi mannsins hefur afger- andi áhrif á jörðina og má búast við því að á næstu áratugum muni loftslag fara hlýnandi og sums stað- ar verði ástandið jafnvel þannig að yfir hádaginn verði ekki hægt að hætta sér út fyrir dyr. Slíkur seina- gangur og afneitun hafa einkennt viðbrögðin við þessari þróun að ætla mætti að mannkynið væri haldið sjálfstortímingarhvöt læm- ingjans. Augljóst er að eftir því sem lengri tími líður þar til gripið verð- ur til afgerandi aðgerða verður erf- iðara að hafa áhrif á þróunina og uppgangur Kínverja og Indverja, tveggja fjölmennustu þjóða heims sem báðar eru undanþegnar ákvæð- um Kyoto-samkomulagsins, þýðir að álagið og útblásturinn mun ekki minnka heldur aukast á næstu ár- um. Helstu rökin gegn aðgerðum hafa verið af efnahagslegum toga, en það má ekki gleyma því að efna- leg velferð verður lítils virði hætti jörðin að vera byggileg. Sjálfbærni jarðarinnar við erfiðar kringum- stæður er vissulega fyrir hendi en hún getur ekki endalaust læknað sig sjálf. Íslendingar geta ekki breytt heiminum í þessu efni frekar en á öðrum sviðum, en við getum gengið á undan með góðu fordæmi í því að nýta tæknina til að draga úr menguninni. Við áramót er fullt tilefni til að horfa með bjartsýni til fram á veg. En framtíðin verður ekki tryggð með því að stinga höfðinu í sandinn, það verður aðeins gert með sama krafti og áræði og knúið hefur útrás íslenskra fyrirtækja, stórra og smárra. Gleðilegt ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.