Morgunblaðið - 31.12.2005, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 39
þrátt fyrir þetta,
árið 2006. Er nú
reytingar á virð-
ðar matvæli. Geri
ar geti komið til
2007.
tthlutfalls kemur
greiða skatta, en
búbót fyrir eldri
danfarin ár hald-
örum. Verulegur
kaupmátt trygg-
fsögðu alltaf gera
amtök eldri borg-
að vinna að því
g einna brýnast í
a vegna atvinnu-
r mér það mikið
sjóðs hefur verið
kkanir hafa kom-
sem ég hef hér
avædd og mikill
og lífeyrisskuld-
r ríkissjóðs voru
ða komnar í tæp
xtabyrði komandi
miklu hversu vel
n sú aðgerð gerði
ga jafnframt því
ar brýnar fram-
æpa 67 milljarða
til margvíslegra
gur þar þyngst 18
gar nýs þjóðar-
að lögfesta sér-
anum skyldi ráð-
kisbankanna sýn-
sa þær eignir al-
m fyrirtækjum og
Eftir nokkur ár
bært að losa um
ef til vill flugstöð
egt tillit til sam-
sölu má hagnýta
mun gera okkur
á skattkerfinu á
ngu um að hefja
og stjórnarráðs-
ds frá 1969, sem
nediktssonar for-
sínum tíma og
áðsins í stað þess
einkenndi Stjórn-
u þjónað tilgangi
þjóðfélagið gjör-
og má færa fyrir
málaflokka í ráðu-
röfur tímans. Því
þeirri skipan. Ég
að auka svigrúm
ipta verkum milli
sku áherslur líkt
slíkri breytingu
m einkennir lögin
nig um hnúta að
þessu sambandi
a ráðherra við 9
skrárinnar hefur
ldarendurskoðun
fram á lýðveld-
raunir, þótt ein-
ætt endurskoðun.
rskoðun auk þess
m sjálfsagt þætti
rskrá frá grunni.
m þjóðaratkvæða-
forseta er úrelt.
tóber sl. ályktaði
em geymir þetta
eru flest ákvæði
ti forseta Íslands
úrelt. Það er engin furða því þessi ákvæði urðu til efn-
islega fyrir meira en einni og hálfri öld þegar frels-
issinnar í Danmörku neyddu konunginn til að afsala
sér einveldi. Þá var gert samkomulag um að þjóðhöfð-
ingjavaldið skyldi áfram vera til en þó aðeins að formi
til. Hið pólitíska vald var falið ráðherrum en þjóðhöfð-
inginn er ábyrgðarlaus og þar með valdalaus. Vald og
ábyrgð á beitingu þess fara saman. Eftir að þingræð-
isreglan var tekin upp sem ein meginstoð stjórnskip-
unarinnar bera ráðherrar ábyrgð gagnvart þinginu og
saman bera ráðherrar og þingmenn ábyrgð gagnvart
þjóðinni. Þannig er okkar lýðræði.
Þegar lesinn er kaflinn um forsetann í stjórnar-
skránni þar sem orðið „forseti“ hefur verið sett inn fyr-
ir orðið „konungur“ í eldri stjórnarskrá er mikilvægt
fyrir lesandann að átta sig á því að ekki ber að skilja
textann samkvæmt orðanna hljóðan. Má um það nefna
mörg dæmi. Þannig segir í 21. gr.: „Forseti lýðveld-
isins gerir samninga við önnur ríki.“ Allir vita að þetta
verkefni er ekki í höndum forsetans heldur utanrík-
isráðherra og ríkisstjórnar á hverjum tíma þótt forseti
ljái slíku formlegt samþykki.
Í 25. gr. stjórnarskrárinnar segir: „Forseti lýðveld-
isins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga
og annarra samþykkta.“ Öll stjórnarfrumvörp eru lögð
fram á grundvelli þessarar greinar stjórnarskrárinnar.
Embættismenn þurfa oft að hraða sér á fund forseta til
þess að fá áritun hans á frumvörp sem ráðherrarnir
hafa undirbúið og ríkisstjórnin vill leggja fram á Al-
þingi. Forsetinn hefur ekkert að segja um efni frum-
varpanna. Sambærilegt ákvæði er í 76. gr. norsku
stjórnarskrárinnar og í samræmi við það stendur æv-
inlega eftirfarandi klausa í inngangi stjórnarfrumvarpa
sem lögð eru fyrir Stórþingið: „Vér Haraldur, kon-
ungur Noregs, staðfestum að vér biðjum Stórþingið að
setja lög um ... samkvæmt hjálögðu frumvarpi.“ Hér er
um algert formsatriði að ræða. Enda stendur í skýr-
ingum við dönsku stjórnarskrána að sambærilegt
ákvæði í henni sé hreint „formalitet“. Með sama hætti
á það að vera hreint formsatriði að forseti staðfesti lög
sem lögð eru fyrir Alþingi í hans nafni og þingið hefur
samþykkt. Annað er óeðlilegt enda getur hending ein
ráðið því hvort leitað er til handhafa forsetavalds um
staðfestingu í stað hans.
Það er villandi og óheppilegt að stjórnarskráin skuli
þannig orðuð að hún endurspegli ekki raunveruleikann.
Þess vegna er mikilvægt að endurskoðunarvinnan í
stjórnarskrárnefnd gangi vel. Við sjálfstæðismenn vilj-
um að 26. gr. hverfi brott en í staðinn komi nútímaleg
ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur sem annaðhvort til-
tekinn hluti þingmanna eða þjóðarinnar gæti fram-
kallað.
***
Skilin milli utanríkismála og innlendra málefna verða
sífellt óljósari. Stór hluti þeirrar löggjafar sem Alþingi
glímir við á hverju ári stafar frá Evrópu og þátttöku
okkar í Evrópska efnahagssvæðinu. Á vettvangi Al-
þjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, er fjallað um mál-
efni er varða viðskipti um heim allan og geta haft
grundvallarþýðingu fyrir hagsmuni íslenskra útflytj-
enda en einnig bænda og neytenda heima á Íslandi.
Nýjasta lota samninga á þessum vettvangi, sem kennd
er við borgina Doha, hófst 2001 og er enn ólokið. Flest-
ir gera sér grein fyrir mikilvægi þess að viðskipti milli
landa séu sem frjálsust. Þannig verður til eðlileg
verkaskipting milli þjóða þar sem hver og ein þeirra
getur einbeitt sér að þeirri framleiðslu sem hagkvæm-
ust er og nýtt sér samkeppnisforskot sitt á alþjóð-
legum mörkuðum án þess að tollar, kvótar eða aðrar
viðskiptahindranir skerði samkeppnisstöðuna.
Þó að þetta sé almennt viðurkennt hefur hið al-
þjóðlega viðskiptaumhverfi um aldir verið hlaðið hindr-
unum sem ríki hafa komið upp til að vernda sína sér-
hagsmuni eða tiltekna hagsmunahópa. Viðræðunum á
vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, sem fram
fóru í Hong Kong fyrr í desember, var ætlað að ráða
nokkra bót á þessu, en lokaniðurstaða fékkst því miður
ekki. Stærstu viðskiptablokkir heims, Bandaríkin og
Evrópusambandið, treystu sér ekki til að stíga nægi-
lega stór skref í frjálsræðisátt til að samkomulag næð-
ist. Þar með reyndi síður á samningsvilja annarra.
Þetta er að sjálfsögðu mjög miður. Raunhæf samnings-
niðurstaða í Doha-viðræðunum getur haft gríðarlega
jákvæð áhrif, skapað mikil verðmæti um heim allan og
síðast en ekki síst lyft hundruðum milljóna manna úr
sárri fátækt. Því er lykilatriði að haldið verði áfram á
næsta ári og reynt til þrautar að ná niðurstöðu.
Takist á endanum að ná heildarsamkomulagi í þess-
um viðræðum mun það hafa mikil áhrif á viðskipti með
landbúnaðarafurðir um allan heim. Áhrifin munu verða
mest fyrir þróunarlöndin og aðra matvælaútflytjendur.
En breytingarnar munu að sjálfsögðu einnig ná til
þeirra ríkja sem flytja inn matvæli. Í þeim hópi erum
við Íslendingar. Við flytjum inn meira en helming allra
þeirra matvæla sem þjóðin neytir og þurfum að búa
okkur undir að það hlutfall hækki. Íslenskur landbún-
aður hefur tekið miklum breytingum á undanförnum
árum, hagræðing aukist með fækkun búa og staða
greinarinnar þannig styrkst. Engin ástæða er til að
ætla að innlendir framleiðendur geti ekki staðið sterkt
þegar samkeppni eykst, en auðvitað þarf að tryggja
greininni eðlilegan aðlögunartíma. Ég lít ekki á þessa
þróun sem áfall fyrir íslenskan landbúnað heldur þvert
á móti sem metnaðarfulla áskorun og hvatningu til
dáða. Íslenskar landbúnaðarvörur eru framúrskarandi
að gæðum og vekja athygli og áhuga langt út fyrir
landsteinana. Allir Íslendingar vilja veg íslensks land-
búnaðar sem mestan, en eins og aðrar atvinnugreinar
þarf hann að aðlagast nýjum og breyttum tímum.
***
Á dögunum átti ég þess kost að sækja reglulegan
ráðherrafund Atlantshafsbandalagsins í höfuðstöðvum
þess í Brüssel. Í þau húsakynni hafði ég ekki komið í
fimmtán ár. Frá þeim tíma hefur allt í starfsemi
bandalagsins ekki aðeins breyst heldur gjörbreyst. Hið
pólitíska landakort af Evrópu er orðið allt annað en
það var þá og ýmis ríki orðin aðilar að bandalaginu
sem áður voru hluti af Sovétblokkinni og sum þá ekki
til sem sjálfstæð ríki. Utanríkisráðherrar Rússlands,
Úkraínu og fleiri gamalla Sovétlýðvelda voru fyrirferð-
armiklir á fundum með ráðherrum bandalagsþjóðanna
sem samstarfsaðilar en ekki andstæðingar, hvað þá
óvinir.
Þetta leiðir hugann að breyttri stöðu öryggismála á
Atlantshafi. Ógnin sem stafaði af Sovétríkjunum var á
sínum tíma bæði raunveruleg og mjög sýnileg í flota og
flugvélum. Sú ógn er sem betur fer horfin. NATO-
þjóðirnar hafa því endurskoðað varnarstefnu sína og
hafa Bandaríkin fækkað mjög í herliði sínu í Evrópu og
m.a. dregið saman starfsemi sína á Keflavíkurflugvelli.
Eigi að síður er staðan sú að milli Íslands og Banda-
ríkjanna er í gildi formlegur varnarsamningur, sem
báðum þjóðum ber að standa við nema honum sé sagt
upp. Framundan eru viðræður um varnarsamstarfið.
Ég hef fulla trú á að viðunandi niðurstaða náist í þeim.
Einhverjir hér á landi virðast telja að Íslendingar
geti einir þjóða tekið áhættuna af því að hafa engar
varnir í landi sínu. Ég hef ekki áhuga á að Ísland verði
tilraunastofa í því efni og slíka afstöðu getur enginn
ábyrgur stjórnmálamaður tekið. Samt örlar á slíkum
sjónarmiðum innan stjórnarandstöðunnar. Margvísleg-
ar ófyrirsjáanlegar hættur geta stafað að landinu og
aðstæður í alþjóðamálum geta verið fljótar að breytast.
Hryðjuverkamenn teygja starfsemi sína um heim allan
og liggja víða í leyni og bíða færis til að ráðast á und-
irstöður hinna frjálsu og opnu lýðræðissamfélaga. At-
burðirnir í New York 2001, Madríd 2004 og í London á
síðasta sumri sýna að í þessum efnum er enginn óhult-
ur. Við Íslendingar getum ekki leyft okkur þann mun-
að að láta sem slíkir atburðir komi okkur ekki við eða
geti ekki gerst hér. Þvert á móti ber okkur að leggja
okkar af mörkum í baráttunni gegn ofstækisöflum og
tryggja, eins og önnur ríki, nægan viðbúnað gagnvart
hinu óvænta.
***
Segja má að utanríkisstefna flestra ríkja markist af
tvennu. Í fyrsta lagi af gæslu eigin hagsmuna gagnvart
öðrum ríkjum og samtökum ríkja en í öðru lagi af al-
mennri þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Utanríkisstefna
Íslands hefur á liðnum árum tekið meira mið af hags-
munagæslu á meðan áherslur ýmissa nágrannaríkja
hafa ekki síður verið á þátttöku. Ég hef orðað það svo
að það sé eðlilegt keppikefli fyrir okkur Íslendinga að
vera ábyrgir borgarar í alþjóðasamfélaginu og taka
virkan þátt í því, allt eftir efnum og ástæðum hverju
sinni. Við eigum samleið með öllum þeim sem leggja
vilja frelsi, lýðræði og virðingu fyrir mannréttindum til
grundvallar í alþjóðlegum samskiptum. Sem dæmi um
mál sem ekki hafa beina tengingu við gæslu íslenskra
hagsmuna má nefna friðargæslu á vegum NATO og
Sameinuðu þjóðanna, þróunaraðstoð og neyðarhjálp og
ákvörðun um að sækjast eftir setu í öryggisráði Sam-
einuðu þjóðanna. Í haust var frá því gengið að fyrri
ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá 1998 um að sækjast
eftir sæti í öryggisráðinu með virkum stuðningi ann-
arra norrænna ríkja yrði ekki breytt. Á hinn bóginn
verður staðið að þessu framboði af fullri hófsemd og
hagsýni. Kosningabaráttan verður fyrst og fremst rek-
in á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York en önn-
ur tækifæri einnig notuð til að kynna framboðið. Þann-
ig verður dregið úr þeim kostnaði sem áður hafði verið
áætlaður.
***
Það er gott að vera Íslendingur og það er líka oftast
nær gaman. Ekki síst þegar okkar fólk nær að skara
fram úr, hvort sem er á sviði lista, viðskipta, vísinda,
íþrótta eða með öðrum hætti. Þjóðin öll samgleðst Sjón
með bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, Eiði Smára
með Englandsmeistaratitilinn í knattspyrnu og nú síð-
ast Unni Birnu Vilhjálmsdóttur sem kjörin var ungfrú
Alheimur, svo aðeins fá dæmi séu nefnd. Árangur þess-
ara einstaklinga eflir sjálfstraust þjóðarinnar og er
mörgum hvatning til dáða. Sama er að segja um útrás
íslenskra frumkvöðla í viðskiptalífinu.
Það er líka gott að vera Íslendingur þegar á móti
blæs. Þjóðin er ekki fjölmennari en svo að hún deilir
sorgum með þeim sem verða fyrir óvæntum áföllum
eða harmleik. Í okkar samfélagi er enginn svo smár
eða lítilfjörlegur að hann skipti ekki máli. Það er eitt af
sérkennum okkar sem þjóðar. Við berum öll ábyrgð
hvert á öðru og erum höfundar að og þátttakendur í
því samfélagi sem við búum í.
***
Árið 2006 bíður okkar með ótal tækifæri sem þarf að
nýta landsmönnum öllum til heilla. Við eigum að virkja
þann kraft sem í þjóðinni býr til þess að bæta enn
frekar okkar góða samfélag og takast á við áskoranir
morgundagsins með áræði og bjartsýni að leiðarljósi.
Þegar horft er til baka til afraksturs síðustu fimm ára
er það með mikilli tilhlökkun sem ég lít til verkefna
næstu fimm ára.
Á næstu sautján mánuðum fara fram í landinu
tvennar mikilvægar kosningar, til bæjar- og sveit-
arstjórna í maí nk. og til Alþingis í maí 2007. Þjóðin
hefur átt góða samleið með Sjálfstæðisflokknum um
langa hríð. Frjálslyndi sjálfstæðisstefnunnar í bland
við hæfilega íhaldssemi hefur reynst giftudrjúgt vega-
nesti á leiðinni torsóttu til betri lífskjara, meiri vel-
megunar og bjartara mannlífs. Ég hlakka til áfram-
haldandi samfylgdar.
Landsmönnum öllum nær og fjær óska ég gleðilegs
árs, velgengni og farsældar á árinu 2006.
g formaður Sjálfstæðisflokksins
RAMÓT