Morgunblaðið - 31.12.2005, Page 40

Morgunblaðið - 31.12.2005, Page 40
40 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hróður Íslenska dans-flokksins hefur farið örtvaxandi á undanförnumárum, bæði hér heima og erlendis. Verkefni hans hafa verið viðamikil og mörg, og á árinu sem senn er að líða hefur hann gert víð- reist; sótt heim Frakkland, Líbanon, Slóveníu, Austurríki, Skotland, Tékkland, Pólland, Þýskaland, Hol- land, Belgíu, Ítalíu, Danmörku og Finnland, auk sýninga og viðburða sem hann hefur staðið fyrir hér heima á Íslandi. Að baki flokknum stendur Katrín Hall sem hefur verið listrænn stjórnandi hans síðan árið 1996. Sjálf segir hún reyndar að teym- isvinna sé það sem einkenni störf hans, varla sé tekin ákvörðun um starfsemi hans án þess að fundað sé um málið, og segist hún telja að það sé einmitt lykilatriði í velgengni flokksins. Engu að síður er það skýr sýn sem mótar alla stefnu Íslenska dansflokksins, og er markmiðið fyrst og fremst að byggja upp flokk sem getur staðist alþjóðlegan sam- anburð. „Velgengni eins og sú sem við höfum átt að fagna gerist ekki yfir nótt. Hún er afrakstur mikillar vinnu og þeirrar stefnu sem við höf- um reynt að móta á undanförnum árum,“ segir Katrín í samtali við blaðamann. Ekki sjálfgefið að komast inn í hringiðuna Það er óhætt að segja að Íslenski dansflokkurinn sé einn víðförlasti sviðslistahópur landsins um þessar mundir, sem kemur reglulega fram á metnaðarfullum danshátíðum víða um heim eins og dæmin sanna. Að sögn Katrínar var það eitt af lang- tímamarkmiðunum sem hún setti sér þegar hún tók við stjórn hans að færa út kvíarnar, ekki síst vegna þess að hér heima er markaðurinn smár. „Gæði dansara felast í fjölda verkefna og fjölbreytileika – í því að fá að sýna sem mest. Hér heima er markaðurinn mettur eftir tíu sýn- ingar, en umframafkastageta flokks- ins er miklu meiri. Hana erum við hreint og beint að nýta á ferðalög- um,“ segir hún. „Fyrir nú utan það að vera jafnframt að nýta fjárfest- inguna sem felst í hverju dansverki fyrir sig með fleiri sýningum.“ Ákveðinn fórnarkostnaður varð af þessari stefnu Katrínar í upphafi, því þá þurfti flokkurinn oft að greiða með sér á ferðalögum sínum. Nú hefur dæmið hins vegar snúist við. „Ferðalögin eru ein af tekjulindum flokksins nú. Þetta er ákveðin stefna sem ég tók og hefur skilað sér og það hefur komið mér skemmtilega á óvart hversu hratt þetta gekk fyrir sig – hve mikill árangur hefur náðst á skömmum tíma,“ segir hún. En hverju þakkar Katrín það hve velkominn flokkurinn hefur verið víða um heim? „Að nokkru leyti er um keðjuverkun að ræða – því meira sem við sýnum erlendis því meira fær fólk að sjá af okkur, og orð- sporið verður sterkara. Þetta vindur upp á sig. Það að sýna á virtum og mikilvægum danshátíðum sem við höfum gert að undanförnu, eins og til dæmis Impuls tanz í Vín, Tanztage í Berlín og danshátíðinni í Groeningen svo ég nefni bara örfáa af þeim fjölmörgu stöðum sem við höfum komið fram á, hefur mikið að segja. Dansheimurinn er nefnilega lítill, en samt er alls ekki sjálfgefið að komast inn í þessa hringiðu. Það er því afrakstur mikillar vinnu og þess sem við höfum reynt að byggja upp, sem er að skila sér.“ Heppin með dansara Um þessar mundir eru þrettán dansarar í Íslenska dansflokknum, þar af nokkrir verkefnaráðnir, en það hefur verið stefna Katrínar til að gefa fleiri dönsurum tækifæri til að starfa í afmarkaðan tíma með flokknum. „Þannig fær maður viss- an ferskleika, og margir sem ekki eru fastráðnir eiga þó svo sann- arlega erindi,“ segir hún. Katrín segist hafa verið afar heppin með dansara gegnum tíðina þó að hreyfingar á fólki séu örar. „Karldansarana höfum við til dæmis að mestu þurft að sækja erlendis frá, og það er alltaf spurning hversu lengi fólk er tilbúið að búa hér. Það er kannski það erfiðasta við að vera staðsettur hér uppi á Fróni – maður er dálítið einangraður og framboðið af fólki ekki eins mikið og í hinu al- þjóðlega dansumhverfi,“ segir hún. Kvendansararnir í flokknum eru hins vegar allir íslenskir, enda segist Katrín leggja metnað í að hafa sem flesta íslenska dansara í flokknum. „Það segir sig sjálft. En ég hef líka verið heppin, sem sýnir sig kannski best í því að margar fyrrverandi dansarar í flokknum starfa núna er- lendis og hafa flestallir náð langt. Manni finnst auðvitað sárt að sjá á eftir góðu fólki, en þau koma líka til baka reynslunni ríkari og miðla af henni. Þetta er líka nauðsynlegt fyr- ir danslífið hérlendis.“ Hún segir það einnig mikilvægt fyrir íslenska dansara að finna að grasið sé ekki endi- lega alltaf grænna hinum megin. „Hér í dansflokknum ríkir sannarlega góður starfsandi og gagn- kvæm virðing, þar sem hver ein- staklingur fær notið sín. Ég tel að það sé eftirsóknarvert starfsumhverfi fyrir dansara. Þannig fá þeir tækifæri til að vaxa og þroskast til- tölulega hratt og verða betri listamenn, enda gjarnan að vinna með bestu danshöf- undum Evrópu.“ Hvað varðar stöðu dansmennt- unar hér á landi, sem tekið hefur nokkrum breytingum að undanförnu með breytingum í starfsemi List- dansskóla Íslands og stofnun dans- brautar við Listaháskóla Íslands í haust, segist Katrín svolítið ugg- andi. „Sjálf er ég ekkert hrifin af einkavæðingu út af fyrir sig í þess- um geira, þó að hún sé hluti almennt af skipulagsbreytingum hjá ríkinu,“ segir hún. „Dansnám er mjög við- kvæmt nám, og mikilvægt að vel sé að því staðið. Menntamálaráðherra hefur gefið út yfirlýsingar þess efnis að hún muni tryggja fjármagn og að gæðin haldist í þessu námi þrátt fyr- ir breytingarnar, og það er auðvitað það mikilvægasta frá mínum bæj- ardyrum séð – verandi í forsvari fyr- ir flokk þar sem gæði dansara eru forsenda þess að hann haldi ákveðnum standard. Við þurfum að mennta dansara með gæðin að markmiði, og sú menntun þarf að hefjast mjög snemma.“ Þrjár danssmiðjur í vor Íslenski dansflokkurinn fæst við ýmis hliðarverkefni sem tengjast starfsemi hans. Dæmi um það ára- langt samstarf flokksins við List- dansskóla Íslands sem og samstarf við dansbraut Listaháskóla Íslands, og dansleikhússamkeppnin í sam- starfi við Leikfélag Reykjavíkur, sem haldin hefur verið í lok leikársins í Borgar- leikhúsinu undanfarin ár. Þá má nefna stráka- verkefni, tilraunaverk- efni sem farið var af stað með í fyrsta skipti síðastliðinn vetur þar sem karlkyns nem- endum úr grunnskóla er boðið að æfa upp og semja eigin dansa í sam- starfi við karldansara flokksins, og síðast en ekki síst Danssmiðjuna; tilraunamiðstöð þar sem ungum og upprennandi danshöfundum gefst kostur á að skapa verk og þróa í samstarfi við dansara flokksins sem og utanað- komandi dansara. „Í vor verðum við með þrjár dans- smiðjur; að öllum líkindum með Höllu Ólafsdóttur, Gunnlaugi Egils- syni og Aðalheiði Halldórsdóttur sem danshöfundum. Halla sigraði í Dansleikhússamkeppninni síðast, og Gunnlaugur starfar í Svíþjóð en ekki hefur mikið sést til hans hér heima. Hann mun semja verk fyrir dans- nemana í nýstofnaðri dansbraut inn- an LHÍ, en þetta er einmitt liður í náminu og í samstarfi við okkur í Ís- lenska dansflokknum. Það verður mjög spennandi að sjá útkomuna úr öllum þessum danssmiðjum,“ segir Katrín. Marlene aftur til Íslands Það er kannski til marks um hið alþjóðlega umhverfi sem Íslenski dansflokkurinn starfar í, að síðasta starfsári hans var hleypt af stokk- unum í Danmörku, nánar tiltekið í Baltoppen þar sem sýnd voru þrjú verk, Critic’s Choice? eftir Peter Anderson, Wonderland eftir Jóhann Frey Björgvinsson og Pocket Ocean eftir Rui Horta. Tvö fyrstnefndu verkin voru frumflutt ytra, en Dans- flokkurinn hefur hins vegar áður sýnt verk Horta. Sömu verk voru síðan sýnd á haustsýningu flokksins hérlendis í nóvember. Næst á döfinni hjá Íslenska dans- flokknum er söngleikurinn Carmen eftir Bizet, sem er samstarfsverk- efni hans og Leikfélags Reykjavíkur og verður frumsýnt 14. janúar. Að henni lokinni vindur flokkurinn sér í að æfa fyrir febrúarsýningu sína, þar sem sýnd verða tvö ný frum- samin verk eftir þekkta erlenda danshöfunda, Didy Veldman og Rui Horta. „Rui Horta hefur verið hér áður, og það er gaman að geta byggt upp samband við danshöfunda, þannig að þeir komi hingað með reglulegu millibili til að starfa með flokknum, því með því skapast sam- hengi í vinnunni með flokknum. Þetta er eitt af markmiðum okkar,“ segir Katrín og bætir við að það sé ómetanlegt að fá erlenda danshöf- unda til að semja sérstaklega fyrir flokkinn og dansarana sem hann skipa. Íslenski dansflokkurinn hefur á þessu ári ennfremur sýnt og ferðast með verk Ernu Ómarsdóttur og Emil Hrvatin, We are all Marlene Dietrich FOR. Á næsta ári er fyr- irhugað að ferðast enn með þá sýn- ingu, að þessu sinni til Frakklands, Skotlands og Svíþjóðar, en einnig taka hana til endursýninga hér heima; í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík í maí. „Við ætlum að gefa þeim sem ekki sáu hana hér á landi á sínum tíma tækifæri til að sjá hana,“ segir Katrín, en biðlistar voru eftir miðum á þessa vel heppnuðu sýn- ingu þegar hún var frumsýnd hér í febrúar síðastliðnum. Katrín segir verkefni Íslenska dansflokksins sem framundan eru á næstunni afar spennandi. „Við hlökkum til að sýna Carmen núna í janúar og vonumst til að ná til enn breiðari hóps áhorfenda þar. Við vorum með íslenskan fókus í haust, og nú á vormánuðum fáum við þessa mikilsvirtu erlendu höfunda til að starfa með okkur.“ Jafnvægi milli aðgengileika og listræns metnaðar Frá árinu 1997 hefur Íslenski dansflokkurinn sýnt um 45 dansverk hér á landi, og þar af er um helm- ingur íslensk verk. Auk þess hefur hann staðið fyrir ýmsum öðrum verkefnum á sviði danslistarinnar, eins og þegar hefur verið nefnt. Af þessum tölum má ráða að danslistin á ekki undir högg að sækja hér á landi, í það minnsta þegar kemur að framboði. En hvað skyldi listrænum stjórn- anda Íslenska dansflokksins finnast um áhuga á dansi – hefur hann auk- ist á Íslandi í takt við aukin umsvif flokksins? „Ég held að við getum bara verið sátt. Auðvitað er það eitt af okkar langtímamarkmiðum að stækka áhorfendahópinn enn frekar, en það tekur tíma og kannski nær maður aldrei þeim árangri sem mað- ur helst vildi. Ég held samt að dans- listin hafi fengið svolítið meira oln- bogarými í íslensku samfélagi núna en oft áður. Áhuginn er að aukast og yngra fólkið að taka við sér og upp- lifa að þessi grein er hluti af flór- unni. Við höfum líka markvisst stefnt inn á þann markað og verið í miklu samstarfi við listmenn úr öðr- um greinum í ýmsum verkefnum. Við reynum líka að vera sýnileg ann- ars staðar en einmitt hér í leikhús- inu. Þetta allt er mikilvægt í þeirri viðleitni að auka og efla hróður þess- arar listgreinar.“ Hún segir það á vissan hátt kröfu markaðarins hér heima að höfða til breiðs hóps; vera aðgengileg en án þess að listrænn metnaður bíði lægri hlut. „Það þarf að finna jafnvægi þar á, og þau verk sem ganga vel hér heima eru ekki endilega þau sem okkur gengur best að ferðast með og sýna annars staðar. „Að höfða til“ finnst mér alls ekki þurfa að vera ávísun á að minnka kröfur eða lækka standardinn. Það er hægt að láta þetta fara saman með einhverjum hætti, og það er það sem ég hef reynt að gera.“ Með góðum árangri, greinilega. Á undanförnum miss- erum hefur Íslenski dansflokkurinn orðið æ meira áberandi í íslensku listalífi. Inga María Leifsdóttir ræddi við Katrínu Hall, sem hefur verið listrænn stjórnandi hans frá árinu 1996, um markmið flokks- ins, ferðalög hans er- lendis og verkefnin um þessar mundir. Morgunblaðið/ÞÖK Úr dansverkinu Critic’s Choice eftir Peter Anderson, sem Íslenski dansflokkurinn frumsýndi í Danmörku í haust. Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins. Hinn sívaxandi dansflokkur ingamaria@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.