Morgunblaðið - 31.12.2005, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞAÐ er svo gaman að fylgjast með
frábærum einstaklingum sem standa
sig vel, hver á sinn hátt. Það er líka
gaman að gleðjast yfir
velgengni einstaklinga
sem hafa lagt sig fram,
staðið sig vel, náð tak-
marki sínu og glatt
marga. Stundum gleðst
þjóðin öll með þeim
sem kemst á toppinn,
hver svo sem toppurinn
er í það skiptið.
Frábær Unnur
Birna
Mikið gladdi það
marga þegar Unnur
Birna var kjörin
Ungfrú heimur. Það var unun að sjá
einlæga gleði ungu stúlkunnar sem
hafði lagt sig alla fram í undirbúningi
fyrir þessa keppni. Keppni um það
hver fengi að leika lykilhlutverk við
að safna fé fyrir góðan málstað.
Keppni þar sem svokölluð innri feg-
urð skiptir miklu máli og þar sem
örugg og hlýleg framkoma leikur lyk-
ilhlutverk. Ég er viss um að einlæg
og fagmannleg framkoma Unnar
Birnu í vitali í Kastljósi hefur hlýjað
fleirum en undirrituðum um hjarta-
ræturnar.
Þótt sumum finnist fegurðar-
samkeppni ekki merkilegt fyrirbæri
eða áhugavert, trúi ég ekki öðru en
að langflestir samgleðjist Unni Birnu
og séu stoltir af henni.
Frábær sinfóníuhljómsveit
Mikið hefur sinfóníuhljómsveitin
glatt marga á undanförnum árum. Að
vísu er það ekki stór hluti íslensku
þjóðarinnar sem sækir sinfón-
íuhljómleika en fyrir þann hóp sem
elskar klassíska tónlist er þessi
hljómsveit mjög mikilvæg. Þeir sem
vit hafa á, virðast sannfærðir um að
íslenska sinfóníuhljómsveitin sé mjög
góð, kannski ekki best í heimi, en
verulega góð miðað við fámenni þjóð-
arinnar.
Um daginn stóð hljómsveitin fyrir
frábærum tónleikum
með stórsöngvara sem
virtist útilokað að fá til
Íslands, en með góðum
stuðningi forseta Ís-
lands og KB banka
tókst að láta þennan
draum rætast. Það er
frábært hvað stóru ís-
lensku fyrirtækin eru
dugleg við að skapa
verðmæti og styrkja
menningu og góð mál-
efni!
Þótt sumum finnist
sinfóníutónlist leiðinleg
reikna ég með að flestir samgleðjist
hljómsveitinni og þeim sem fengu að
njóta hins frábæra Bryn Terfel.
Frábær
Jakobínarína
Hljómsveitin Jakobínarína spilaði í
Kastljósi 16. desember síðastliðinn. Í
henni eru ungir strákar sem lögðu sig
alla fram um að skapa spennandi tón-
list og náðu því að sigra á Músiktil-
raunum 2005. Tónlistin höfðar ekki
til mín og ég efast um að flutning-
urinn uppfylli allar kröfur atvinnu-
tónlistarmanna, en mikið samgladd-
ist ég þeim. Miðað við forsendur
sínar stóðu þeir sig frábærlega vel.
Sirrý og Silvía
Fátt er líkt með sjónvarpskon-
unum Sirrý og Silvíu Nótt, nema að
þær hafa báðar á hreinu hver mark-
miðin með þáttum sínum eru. Báðar
leggja þær sig fram um að ná góðum
árangri og báðum hefur tekist það.
Sjálfur horfi ég ekki oft á þættina og
er ekki sérfræðingur í að meta gæði
sjónvarpskvenna. Af vinsældum
þeirra og umsögnum um þættina má
þó draga þá ályktun að þær hafi náð
mjög góðum árangri. Ég held að það
sé óhætt að fullyrða að þær séu frá-
bærar sjónvarpskonur.
Ætli frammistaða þeirra sé sjálf-
skipuðum siðapostulum landsins
þóknanleg? Hafa femínistar lagt
blessun sína yfir það sem þessar
sjónvarpskonur eru að gera? Ættu
heittrúaðir einstaklingar að upplýsa
þær og okkur hin um hvað sé í lagi að
ræða í sjónvarpi og hvað ekki? Ætli
það sé kannski bara best að þessir
einstaklingar og hópar hafi sínar
skoðanir fyrir sig?
Fordæma, öfundast
eða samgleðjast?
Ég verð svolítið hissa þegar fólk
bregst við góðri frammistöðu ein-
staklinga með því að fordæma eða öf-
undast, í stað þess að samgleðjast.
Vissulega er það hluti af mannlegu
eðli að þykja sinn fugl fegurstur.
Vissulega getur verið erfitt að finna
til einlægrar gleði með öðrum þegar
þeir ná árangri í einhverju sem
manni þykir sjálfum frekar ómerki-
legt eða leiðinlegt. En maður getur
alla vega reynt að sjá veröldina með
augum viðkomandi og samgleðjast.
Mikið væri leiðinlegt ef allir hefðu
sama smekk! Ef allir vildu spila golf
þá færi ansi mikið land undir golf-
velli. Mikið væri skrítið ef allir vildu
helst hlusta á jass, enginn á óperur,
rapp eða kórsöng. Mikið er hún frá-
bær öll fjölbreytnin í þjóðlífinu, at-
vinnulífinu og íslenskri menningu.
Kraftlyftingar, fótbolti, fjallaklifur,
kórsöngur, fegurðarsamkeppni og
ræðukeppni eru aðeins fáein dæmi
um það. Ekki er það mitt að dæma
hvort eitthvað af þessu er merkilegra
en annað. Þegar einstaklingur eða
hópur stendur sig vel í því sem hann
hefur lagt sig fram um að gera, að
sjálfsögðu einhverju sem bitnar ekki
á öðrum, þá er tími til að samgleðjast.
Þið eruð frábær!
Snjólfur Ólafsson
fjallar um frábært fólk ’Ég verð svolítið hissaþegar fólk bregst við
góðri frammistöðu
einstaklinga með því
að fordæma eða öfund-
ast, í stað þess að
samgleðjast.‘
Snjólfur Ólafsson
Höfundur er prófessor
í Háskóla Íslands.
EINS og velflestum Reykvík-
ingum er núorðið ljóst var lagning
nýju Hryllings-
Hringbrautarinnar
herfileg mistök. Hrað-
brautin nýja sem skil-
ur Vatnsmýrina frá
miðborginni átti auð-
vitað að fara í stokk, í
það minnsta frá
Njarðargötu og út að
brúnni við Bústaða-
veg. Á þetta bentu
margir á meðan
óskapnaðurinn var í
undirbúningi. Og þótt
mistökin blasi nú við
hverjum þeim sem fer
um svæðið virðast
hvorki samgönguyfirvöld né borg-
aryfirvöld hafa nokkra döngun í
sér til að leiðrétta þau. Verkefnið
framundan er því að lágmarka
þann skaða sem þegar er orðinn.
Ein leið til þess væri að reisa
fallega íbúðarbyggð á öllu svæðinu
sem afmarkast af gömlu Hring-
brautinni í norðri, þeirri nýju í
suðri, Njarðargötu í vestri og Bú-
staðavegi í austri. Í þessu skipu-
lagi yrði gamla Hringbrautin að
innanhverfisgötu, í beinu fram-
haldi af Bergstaðastræti og Lauf-
ásvegi.
Til að þetta megi verða þarf að
endurskipuleggja svæðið. Sam-
kvæmt núverandi skipulagi er, að
mér skilst, gert ráð fyrir að Land-
spítalanum verði
dreift um þetta svæði
og hefur Alfreð Þor-
steinsson verið ráðinn
til að sjá um verkið,
en það er sami maður
og ber ábyrgð á húsi
Orkuveitunnar á Ár-
túnshöfða. Hér er
slys í uppsiglingu,
sem við höfum þó enn
ráðrúm til að forðast
ef vilji er fyrir hendi.
Starfsemi Landspít-
alans fer nú fram á
tveimur stöðum í
Reykjavík, við Hring-
braut og í Fossvogi. Það blasir við
að miklu skynsamlegra væri að
reisa nýtt hátæknisjúkrahús í
grennd við spítalann í Fossvogi
heldur en ofan í Vatnsmýrinni. Í
Fossvogi er ekki aðeins nóg pláss
fyrir alla starfsemina, heldur er
Fossvogurinn mun nær miðju höf-
uðborgarsvæðisins. Það er því
ekki aðeins óþarfi að fletja starf-
semi Landspítalans út yfir dýr-
mætasta byggingarsvæði borg-
arinnar í Vatnsmýri heldur er það
einnig óhagkvæmt, bæði út frá
fjárhagslegu sem og læknis-
fræðilegu sjónarmiði.
Með þessu móti sláum við tvær
flugur í einu höggi, Landspítalinn
fær mun hentugra byggingarsvæði
fyrir framtíðarstarfsemi sína og
við Reykvíkingar endurheimtum
dýrmætt byggingarland, – hluta
þess lands sem Bretar tóku á sín-
um tíma frá okkur undir herflug-
völl. Eftir færslu Hringbraut-
arinnar er ekkert eftir á
ofangreindu svæði nema tvær ein-
mana byggingar, BSÍ og Tann-
garður. Þær má rífa og reisa í
staðinn fallegt íbúðarhverfi sem
tengist Þingholtunum, Hljóm-
skálagarði og miðbænum öllum
með beinum hætti..
Nú er bara spurning hvort ein-
hverjir þeirra frambjóðenda sem
þessa dagana spretta fram í öllum
flokkum séu ekki tilbúnir að vinna
þessari litlu hugmynd braut-
argengi.
Íbúðarbyggð – ekki spítala
Eiríkur Bergmann Einarsson
fjallar um skipulagsmál í
Reykjavík ’Verkefnið framundaner því að lágmarka
þann skaða sem
þegar er orðinn.‘
Eiríkur Bergmann
Einarsson
Höfundur er stjórnmálafræðingur.
ÞETTA er ekki grein um slæma
menn eða illa fenginn gróða. Það
er ekki málið. Málið snýst, í mín-
um huga, um þá aðstöðu sem
menn komast í vegna
slæmra reglna. Að-
stöðu sem enginn
maður á að þurfa að
upplifa. Vanhugsun
eða engin hugsun er
það sem mér dettur
helst í hug um þá
stjórnmálamenn sem
hér geta skipt máli
og gert eitthvað.
Nema eitthvað allt
annað komi til, sé
undirrót og ástæða
þess að lítið er gert.
Allavega skil ég ekki
hvernig nokkur hugs-
andi maður eða kona
getur staðið og varið
það að einn aðili hafi
yfirgnæfandi stöðu á
einhverjum markaði
og að það sé almenn-
ingi fyrir bestu.
Eitt fyrirtæki með
um eða yfir 60%
markaðshlutdeild á
matvörumarkaði!
„Það er ekki ólöglegt
að vera með markaðs-
ráðandi stöðu, aðeins
að misnota hana.“
Eitthvað þessu líkt
sagði viðskiptaráðherra í umræðu
á alþingi um daginn.
Í hvaða veruleika býr við-
skiptaráðherra? Áttar við-
skiptaráðherra sig ekki á því að
þegar einn aðili er kominn með svo
sterka stöðu á einum markaði þarf
hann í raun ekki að gera neitt
nema að taka ekki vöru til sölu, til
að fá sínu fram. Hann þarf aldrei
að beita sér sérstaklega. Hann
þarf ekki vísvitandi að misnota að-
stöðu sína. Áttar viðskiptaráðherra
sig ekki á því að ef markaðs-
ráðandi fyrirtæki fær ekki sitt
fram, og hættir viðskiptum við lít-
inn framleiðanda eða innflytjanda,
þá er um leið búið að útiloka þenn-
an sama aðila frá um 60% af mark-
aðnum. Hvað þýðir það fyrir litla
framleiðandann eða innflytjand-
ann?
Ekki er hægt að skylda mark-
aðsráðandi aðila til að eiga við-
skipti við alla sem þess óska á
þeim kjörum sem þeir óska. Það
segir sig sjálft. Hann hlýtur að
geta ráðið því sjálfur við hvern
hann verslar. Ekki er hægt að
segja að það sé misnotkun á mark-
aðsráðandi stöðu að vilja ekki
versla við Pétur eða Sigga, Dodda
eða Jón.
Misnotkunin í þessu tilfelli felst
í stærðinni því stærðin ein valtar
yfir allt og alla. Stærðin ein kallar
á alveg sérstaklega meðvitaðar að-
gerðir til að valta ekki yfir allt og
alla. Slíkar aðgerðir eru ekki í
gangi svo vitað sé.
Við höfum jú hér á Íslandi þann
ósýnilega og hægfara her sem
nefnist samkeppnisyfirvöld. En
virka þau? Eru þau nógu hraðvirk?
Hvað finnst þér?
Hvað er hægt að
gera í málinu?
Ekkert. Það er ekk-
ert hægt að gera annað
en að þola, þrauka og
vona. Þola núverandi
ofríki markaðsráðandi
aðila og aðlaga okkur
aðstæðum. Þrauka og
telja okkur trú um hér-
eftir sem hingað til að
við séum að fá besta
verðið. Vona að einhver
annar komi og brjóti
þessi markaðsyfirráð á
bug þannig að mark-
aðurinn skiptist á milli
fleiri og vald hvers og
eins minnki. Vald sem
fæst með stærðinni.
Vald sem enginn á að
þurfa að upplifa.
Sá stóri hefur oft
haft yfirburði á meðal
barnanna á leikvell-
inum. Ekki alltaf
vegna yfirburða gáfna
eða leikgleði. Hvers
vegna ætti annað að
gilda í viðskiptalífinu
eða annars staðar í líf-
inu. Við lifum jú öll í
sama landinu og fylgj-
um sömu lífslögmálunum. Sagt
hefur verið að meiri sársauki dragi
athyglina frá minni sársauka. Á
það við hér?
Það er ástæða fyrir því að í
flestum löndum eru stærðarmörk
sem skipta máli sett á hvað fyr-
irtæki geta ráðið stórum hluta
markaðar. Prósentuhlutfallið er
breytilegt eftir aðstæðum og
mörkuðum. Það sem skiptir máli
hér er að komið er í veg fyrir að
einn aðili lendi í markaðsráðandi
stöðu, ekki það að hann muni vilj-
andi nota eða misnota aðstöðuna,
heldur er það stærðin sjálf sem
gefur valdið, vonina og vopnið.
Valdið sem fæst með aðgangi að
stærstum hluta markaðarins yfir
þeim sem inn á hann vilja komast
eða á honum eru, vonin sem að-
gangur að stærstum hluta mark-
aðarins veitir um framlegð og
vopnið sem aðgangur að stærstum
hluta markaðarins er því hversu
hryllileg er sú hugsun hverjum
innflytjanda eða framleiðanda að
dyr markaðarins lokist á hann, þó
ekki sé nema hallist í hálfa gátt.
Hvað gæti litli maðurinn gert sjálf-
um sér til bjargar? Hvað getur þú
gert í þessum aðstæðum? Hvert
getur þú farið ef þú ert óánægður?
Hvenær er
notkun
misnotkun?
Ásmundur R. Richardsson
fjallar um íslenskt viðskiptalíf
og markaðsráðandi stöðu
fyrirtækja
Ásmundur R. Richard
’Það er ástæðafyrir því að í
flestum löndum
eru stærðar-
mörk sem
skipta máli sett
á hvað fyrirtæki
geta ráðið
stórum hluta
markaðar.‘
Höfundur er iðnrekstrarfræðingur.
Föt fyrir
allar konur
á öllum aldri
Nýbýlavegi 12,
Kópavogi,
sími 554 4433
Opið virka daga kl. 10-18,
laugardaga kl. 10-16
Hulda Guðmundsdóttir: „Ég
tel að það liggi ekki nægilega
ljóst fyrir hvernig eða hvort
hinn evangelísk-lútherski vígslu-
skilningur fari í bága við það að
gefa saman fólk af sama
kyni …“
Birgir Ásgeirsson: Opið bréf til
vígslubiskups Skálholtsstiftis,
biskups Íslands, kirkjuráðs og
kirkjuþings.
Jakob Björnsson: Útmálun hel-
vítis. „Álvinnsla á Íslandi dregur
úr losun koltvísýrings í heim-
inum borið saman við að álið
væri alls ekki framleitt og
þyngri efni notuð í farartæki í
þess stað, og enn meira borið
saman við að álið væri ella fram-
leitt með raforku úr eldsneyti.“
Þorsteinn H. Gunnarsson
fjallar um rjúpnaveiðina og aug-
lýsingu um hana, sem hann tel-
ur annmarka á.
Eggert B. Ólafsson: Vegagerð-
in hafnar hagstæðasta tilboði í
flugvallarrútuna.
Örn Sigurðsson: Bornir eru
saman fjórir valkostir fyrir nýj-
an innanlandsflugvöll.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar