Morgunblaðið - 31.12.2005, Page 48

Morgunblaðið - 31.12.2005, Page 48
48 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Eitt af örfáu semég man úr eðlis-og efnafræðitím-um gagnfræða-skólaáranna er dálítið sem ágætur kenn- ari minn sagði, í beinu framhaldi af einhverju sem við höfðum verið að ræða í bekknum. Orð hans voru svofelld: „Það besta sem manninum hefur ver- ið gefið, er að geta gleymt.“ Í þessu er fólginn mikill sannleikur. Þó ekki algildur. Mér datt þetta í hug er ég leit til baka og var að reyna að sjá hátindana í umræðu þjóð- félagsins á árinu sem nú er að kveðja. Fæst af því hefur setið eftir, verð ég að játa, og tel mig þó fylgjast sæmilega með því sem er að gerast hverju sinni. En ástæðan er auðvitað sú, að heilinn vinsar úr það sem okkur finnst einskis virði, en geymir allt hitt, það sem hefur ræki- lega komið við líf okkar, snert hjartað. Sagt er að pólitíkusar reiði sig á þetta eðli mann- skepnunnar, og geti af þeim sökum lofað öllu fögru í aðdrag- anda kosninga, þótt ekki standi til að efna það allt eftir á. En þeir klikka á einu: sumt nær ekki að týnast. Og það sem mér finnst gnæfa yfir allt annað á Íslandi á árinu 2005 er ein- mitt af þeim meiði, endalaus barátta lítilmagnans við rík- isvaldið. Ég leyfi mér að full- yrða, að þorri landsmanna fær ekki með nokkru móti skilið, hvers vegna þetta er svona eða þarf að vera. Öryrkjar leita enn réttar síns, og aldraðir eru að gefast upp. Og þar á milli er stór hópur af ýmsum toga, píndur og kvalinn. Maður fær áþreifanlega að kynnast því á aðventunni, þegar símtölin koma eitt af öðru, frá hinum ólíku samtökum veikra ein- staklinga, með beiðni um að- stoð. Fæst af þeim kann ég að nefna. En þetta fólk er allt er af holdi og blóði, og neyðin til staðar. Það er óþægileg staðreynd, að ekki sé fastar að orði kveðið, að þessu skuli hafa verið betur fyrir komið meðal Forn-Egypta en hér á landi þúsundum árum síðar, en í fréttum á mbl.is á dögunum kom fram, að vís- dómsskrif og siðfræðikennsla þess tíma hafi kveðið á um að dvergum skyldi sýnd virðing sem og öðrum með hvers konar fötlun. Ástandið núna er ekkert ann- að en þjóðarskömm. Og hvað þau, sem komin eru á efri ár snertir, má benda á, að dags- verk þeirra er hornsteinninn sem nútímasamfélagið byggir á. Að neita að horfast í augu við þá staðreynd, með tilheyrandi niðurlægingu fyrir þolendurna, er óafsakanlegt með öllu, æp- andi og meiðandi svívirða, og á ekki að líða. Aldraðir íbúar þessa lands eiga ekki að vera í hlutverki olnbogabarna þjóð- arinnar; við eigum að líta til þeirra með stolti, og búa þeim áhyggjulaust ævikvöld. Ósjálfrátt leitar á hugann spurningin, hvað Jesús Kristur myndi segja við þessu og gera, ef hann birtist á þessu eylandi í Norður-Atlantshafi á morgun í eigin persónu, og hæfi upp raust sína, líkt og í Gyðinga- landi forðum. Ekki veit ég það nákvæmlega, en heilagri reiði fylltist hann af minna tilefni á hérvistarárum sínum, og mætti tilfæra eftirfarandi sögu úr 21. kafla Matteusarguðspjall sem dæmi, en þar er ritað: Hann sá fíkjutré eitt við veginn og gekk að því, en fann þar ekkert nema blöðin tóm. Hann segir við það: „Aldrei framar vaxi ávöxtur á þér að eilífu.“ En fíkjutréð visnaði þegar í stað. Jú, eflaust myndi hann taka í lurginn á þeim sem ábyrgðina bera, sýna þeim í tvo heimana. Nú er ég alls ekki viss um að á þessu yrði breyting í rétta átt, að leiðrétting fengist, að nýr kúrs yrði tekinn, þótt skipt yrði um menn í brúnni á skút- unni okkar, með tilkomu hinna flokkanna að stýrinu. Það vant- ar sárlega nýtt afl, ferska hugs- un. Þess vegna hvet ég aldraða til að safna nú liði og bjóða fram í næstu alþingiskosn- ingum, eins og reyndar hefur verið til skoðunar á þeim bæ, og alla aðra, sem eru undir hælnum á valdinu, niðurtraðk- aðir og aumir, að slást með í þá herför. Þeir fengju a.m.k. at- kvæði mitt og stuðning. Hitt gengur ekki lengur. En eflaust mun verða reynt að slá ryki í augu á vordögum, klóra í bakkann, e.t.v. með fjár- gjöfum á báðar hendur, enda dúnmjúk sætin í húfi. Þannig hafa kaupin gengið fyrir sig á eyrinni til þessa. En eitthvað segir mér, að það muni ekki takast, að hinir kúguðu séu búnir að fá nóg. Sú leið myndi einungis bæta gráu ofan á svart, því mannsæmandi kjör áttu vitanlega að bjóðast og nást fram í upphafi starfstíma núverandi ríkisstjórnar, en ekki notast sem gulrót, stökkpallur yfir á enn eitt kjörtímabilið. Slíkt yrði einfaldlega túlkað sem gróf móðgun, því umræddir einstaklingar eru ekki heimskir þótt fátækir séu af veraldlegum gæðum. Í von og með ósk um farsælt komandi ár. Fíkjutréð sigurdur.aegisson@kirkjan.is Síðasti dagur ársins er runninn upp, nýtt heilsar bráðlega og með því koma ný tækifæri og vonandi margir sigrar líka. Sigurður Ægisson lít- ur af þessu tilefni yfir farinn veg og rýnir í mannanna verk. HUGVEKJA Amma mín. Sjá, hér tímans brotnar bára, byltist fram með straumi ára; geirar milli hærðra hára, hrukkótt ennið nýtur sín. – Þetta er hún amma mín. Á myrku vetrar köldu kveldi kveikir hún ljós og gerir að eldi, hver athöfn greypt í æðra veldi, enginn mistök, léttúð, grín. – Amma vandar verkin sín. Hún les á kvöldin, segir sögur, semur jafnvel stundum bögur. Þá er hún í framan fögur, fegri en nokkur blómarós. – Þó fær amma aldrei hrós. Þótt hún sömu verkin vinni, vefi, tæti, kembi, spinni, alltaf er hennar sama sinni, sífelld vinnugleði og fjör. – Svona eru ömmu ævikjör. Amma mín er fyrst á fætur, flýr hún langar vökunætur. Þegar barnabarnið grætur, bregst hún þá við létt og ör. – Amma forðast feigðarkjör. Amma er dáin, dagur liðinn, Drottinn veitti henni friðinn. Enn eru sömu sjónarmiðin, sami áhuginn og fyrr fyrir innan Drottins dyr. (Haraldur Hjálmarsson.) Þakka þér fyrir allar stundirnar, elsku amma mín. Ég sakna þín mikið. Hvíl í friði. Þinn Brynjar Örn. Elsku amma mín, þú getur varla trúað því hvað vantar mikið í hjarta mitt eftir að þú fórst, þegar ég frétti að þú værir farin fann ég að það slokknaði eitthvað í hjarta mínu, en ég veit að núna líður þér vel og að þú ert alltaf hjá mér. Ég er svo óskap- lega fegin að ég náði að læra pínu hjá þér og það er mér ómetanlegt, þó að ég hefði viljað læra miklu meira. Það var alltaf svo gott að koma heim til þín og finna alla þá ást og hlýju sem þú gafst mér, og ég á eftir að sakna þess mikið að geta ekki litið inn til þín og spjallað um lífið og til- veruna. En þó að þetta sé sárt og erf- itt þá veit ég að þú ert hjá mér og ég get alltaf talað við þig núna, sama hvar ég er stödd, þá erum við alltaf saman. En þrátt fyrir þetta þá áttum við margar góðar stundir saman, þó að þær hefðu mátt vera miklu fleiri, og það er það sem ég á núna eftir að þú ert farin og mun ég varðveita þær minningar vel. Ég gleymi t.d. ekki þegar við Unnur frænka vorum alltaf hjá þér þegar við vorum litlar skottur eins og afi kallaði okkur, að vesenast í kringum þig og láta þig gera alla mögulega hluti með okkur, og svo var alltaf svo gaman að hjálpa þér því að þú varst alltaf svo þakklát fyrir allt sem við gerðum. Og allur stuðning- urinn sem ég fékk frá þér þegar ég missti hárið var mér ómetanlegur, þú stóðst allan tímann við bakið á mér og studdir mig í gegnum þann erfiða tíma og alltaf trúðirðu að þetta myndi ganga vel. En ég vona innilega að þér líði eins vel og mögulegt er, þó að þú sért ekki hjá okkur, við hittumst vonandi aftur seinna, amma mín. Láttu þér líða vel. Þín Bylgja. BETTÝ MARSELL- ÍUSDÓTTIR ✝ Bettý Marsell-íusdóttir fædd- ist á Ísafirði 18. desember 1935. Hún lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans fimmtu- daginn 15. desember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Hofsóskirkju 28. desember. Við höfði lútum í sorg og harmi og hrygg við strjúkum burt tárin af hvarmi. Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið því fegursta blómið frá okkur er horfið. Með ástúð og kærleika þú allt að þér vafðir og ætíð finna fyrir okkur þú hafðir þótt móðuna miklu þú farin sért yfir þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir. Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minnig um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á heiminum þig geymi. (Sigfríður.) Með kveðju og þakklæti fyrir allt. Hreiðar, Sigfríður, Sædís Bylgja, Ingimar, Magnús Logi og Sigurjón Heiðar. Amma, því þurftir þú að fara? Við vorum búnar að gera svo margt sam- an um ævina. En ég veit að þú ert alltaf hjá okkur og verður alltaf. Hér er ljóð sem ég samdi handa þér, amma mín: Ástin í hjarta þínu veitti okkur hamingju og ást. Þú veittir okkur hlýju og kærleik þannig að við gætum öll komið saman á góðum og slæmum dögum. Þú ert hjá okkur um alla eilífð. Guð blessi þig, amma. Kveðja og þakkir fyrir allt. Laufey Rún. Í dag er til moldar borin móður- systir mín, Bettý Marsellíusdóttir. Hún var ein af litlu systrum móður minnar og bjó alltaf norður í landi, á Hofsósi. Fyrstu myndirnar sem ég geymi af henni eru af myndarlegri, blíðlegri, móðurlegri, elskulegri konu með rauðhærða krakkahópinn sinn og duglega manninn sinn. Sístritandi, sífellt umhugað um að öllum liði vel. Við komum iðulega við hjá þeim á leiðinni vestur á Ísafjörð að heim- sækja afa og ömmu. Móttökurnar voru hlýlegar, en þó alltaf feimnisleg- ar. Við þekktumst ekki vel og kynnin voru alltaf stutt þegar þau bar við. Síðar eignast ég skýrari mynd af Bettý. Þá sjaldan sem fundum okkar bar saman var hún ávallt reiðubúin að aðstoða og hjálpa í hverju því sem hún kunni vel. Í mínu tilfelli var það saumaskapur. Hún hjálpaði mér að sauma gardínur og í einni heimsókn gaf hún börnunum mínum föt sem hún hafði saumað. Bettý var góð saumakona og vann um árabil á saumastofu, m.a. við sauma á ís- lenska fánanum. Síðastliðnir mánuðir hafa verið gjöfulir til samvista við Bettý. Snemmsumars keyrði ég þær systur, Bettý og mömmu, til Ísafjarðar að heilsa upp á elstu systur þeirra, Öddu, sem hafði átt í veikindum. Birtist mér þar ný Bettý. Hún hafði grennt sig mikið og fengið við það aukinn kraft og meiri lífsánægju. Hún hafði margt á prjónunum. Gat jafnvel hugsað sér að koma suður til Reykjavíkur og dvelja einhverja daga hjá mömmu. Ferðin var góð og ekki spillti fyrir að þegar nær dró Ísafjarðardjúpi flaug yfir okkur til- komumikill haförn. Í heimsóknum hennar nú í haust höfum við öll notið þess að kynnast Bettý. Við drógum hana með okkur í heimsóknir til allra ættingjanna, þó hún reyndi stundum að segja: „Það á ekkert að hafa fyrir mér.“ Okkur var það ánægja og við erum glöð yfir þeim stundum sem við eyddum með henni. Bettý þoldi margt um ævina og hefur borið þá raun af æðruleysi, tek- ið því sem að höndum bar alvarleg og þegið sitt hlutskipti af hógværð. Hún var ekki kona sem bar tilfinningar sínar á torg né ætlaði sér mikið pláss og fannst erfitt að vera sú sem naut viðurgjörnings eða þjónustu. Að þjónusta var miklu heldur hennar hlutverk. Lífi Bettýar lauk skyndilega, ein- mitt þegar nýr þráður hafði verið spunninn í vináttu hennar og okkar allra. Við væntum þess að hún kæmi nú oftar til Reykjavíkur og dveldi hjá mömmu, sem saknar hennar nú sárt. Dauðinn er óafturkræfur og heldur sínu. Eftir stendur þögn, hrópandi þögn, mettuð góðum minningum um góðu Bettý. Eitt vitum við: Hún naut einlæglega síðustu mánaðanna og var hamingjusöm. Við systurnar og mamma vottum ættingjum Bettýjar okkar dýpstu samúð. Guðrún H. Tulinius. Af hverju þurfti þetta að verða? Ég vildi ekki missa þig. Ég sakna þín svo. Hélt ég myndi aldrei hætta að gráta þegar þau sögðu mér frá því. Ég man svo vel þegar þú kenndir mér að prjóna. Þegar ég bjó hjá þér sumarið góða. Og þessi dásamlegi matur. Að ótöldu Leiðarljósi með þér. Þú varst alltaf svo góð við alla. Allt- af tilbúin að hjálpa þegar þeir köll- uðu. Baðst aldrei um neitt fyrir þig. Þú varst elskuð af öllum. Þú varst minn besti vinur. Lést mér alltaf líða svo vel. Tókst alltaf upp hanskann fyrir mig. Alveg sama hvað ég gerði. Ég gat alltaf treyst á þig. Við gátum alltaf talað saman. Alveg sama hvað um var að vera. Ég mun sakna þess að heyra ekki í þér. Ég mun aldrei gleyma þér. Alltaf muntu verða í hjarta mér. Þín Unnur Bettý. Bettý fæddist á Ísafirði og ólst þar upp. Fyrstu árin bjó hún ásamt fjöl- skyldu sinni í Aðalstræti 15, í Mið- kaupstað, en árið 1943 flutti fjöl- skyldan í nýbyggt hús í Hæstakaupstaðnum, þar sem mamma (Helga systir hennar) býr enn. Ung að árum byrjaði hún að gæta barna, m.a. á Flateyri hjá föðursyst- ur sinni Kristínu og í Ástúni á Ingj- aldssandi hjá Guðmundi föðurbróður sínum. Síðar fór hún norður í Skaga- fjörð sem kaupakona að Hofi. Fjöl- skyldunni hérna fannst hún hafa farið mjög ung að heiman, því að þar kynntist hún eftirlifandi manni sínum Sigurbirni Magnússyni rafvirkja og giftu þau sig sumarið 1954. Bubbi og Bettý bjuggu öll sín bú- skaparár í Ásbyrgi á Hofsósi þar sem hún stýrði myndarlegu búi þeirra. Þau eignuðust fimm börn, sem búa öll, ásamt mökum sínum í Skagafirði. Frá þeim er kominn hópur afkom- enda sem saknar nú okkar ástkæru Bettýjar. Bettý vann auk þess lengi á saumastofunni á Hofsósi m.a. við framleiðslu á íslenska fánanum, mun það eiga eftir að minna mig á Bettý, að sjá fánann við hún. Henni var ým- islegt til lista lagt og má segja að allt hafi bókstaflega leikið í höndunum á henni. Bettý var mjög iðin við hann- yrðir, fatasaum og -viðgerðir, auk þess sem hún var ætíð með hlaðið borð af góðgæti. Þegar farið var í heimsókn norður og maður vildi ekki láta hafa fyrir sér, þá kom það t.d. fyrir í eitt sinn að hún hringdi í farsímann okkar og spurði hvar við værum stödd, þá vorum við uppi á Nöfunum á Króknum og hún sagðist hafa tekið eitthvert smáræði út úr skápnum og biði eftir okkur með veitingar. Eins og við var að bú- ast beið okkar þar eitt veisluborðið. Bettý átti það til að hringja í mig (Áslaugu), og láta mig halda að um einhverja aðra væri að ræða, blá- ókunnuga manneskju og reyna t.d. að panta hjá mér gistingu, en ég er stríðin sjálf og læt ekki svo auðveld- lega plata mig. Þrátt fyrir veikindi sín þá lét hún það ekki draga úr dugnaði sínum og myndarskap. Hún var búin að senda öll jólakort og gjafir frá sér áður en hún fór til Reykjavíkur í aðgerð fyrri hluta þessa mánaðar. Það var erfitt að hafa síðasta jólakortið og jólagjöf-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.