Morgunblaðið - 31.12.2005, Page 52

Morgunblaðið - 31.12.2005, Page 52
52 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það er eitthvað sérstakt viðfreyðandi vín og áramót.Hvellurinn þegar tappinn flýgur úr flöskunni, bólurnar sem synda upp há glösin og hljómurinn þegar glösin mætast þegar skálað er mynda hátíðlega stemmningu og marka í huga margra komu nýs árs. Enda er fátt sem á betur við á slíkri stundu en glas af ísköldu kampavíni. Margir nota orðið kampavín sem samheiti yfir freyðandi vín. Það eru hins vegar alls ekki öll freyðivín kampavín þótt öll kampavín séu freyðivín. Freyðivín eru framleidd í öllum víngerðarlöndum. Á Ítalíu drekka menn Spumanti eða freyðandi Lambrusco. Spánverjar eru með réttu stoltir af hinum ágætu Cava- vínum sínum sem framleidd eru í Katalóníu. Í flestum víngerðarhér- uðum Þýskalands eru framleidd og drukkin Sekt-vín, þau bestu úr Riesling-þrúgunni, og í Ástralíu drekka menn gjarnan freyðandi rautt Shiraz-vín um jólin þótt Ástralir séu jafnframt lunknir við að framleiða góð freyðivín í sígild- um stíl. Um allt Frakkland má finna freyðivín og má þar nefna Crémant-vínin sem framleidd eru í Alsace og Bourgogne. Úrval freyðivína Það er töluvert úrval freyðivína til í vínbúðunum. Sum þeirra eru vissulega fremur óspennandi, með fráhrindandi bragði og verulegri sætu, en það er yfirleitt einkenni betri freyðivína að þau eru mjög þurr, þ.e. það er lítill sykur eftir í víninu. Þurrustu freyðivínin eru yfirleitt skilgreind sem brut en að- eins sætari eru vín sem skilgreind eru með orðum á borð við dry, trocken, sec eða seco. Allsæt eru síðan vín sem skilgreind eru sem démi-sec, halbtrocken eða semi- seco. Eitt besta freyðivínið sem er í boði í vínbúðunum í dag er freyði- vín frá Sander-fjölskyldunni í Þýskalandi. Sander-fjölskyldan í Mettenheim í Rheinhessen státar af því að vera hvorki meira né minna en elsti framleiðandi vist- vænna vína í Þýskalandi, eða það sem Þjóðverjar kalla ökologische Anbau. Freyðivínið frá Sander, eða Sekt, er skilgreint sem troc- ken eða þurrt og hefur því svolítið meiri sætu en skrjáfþurru brut- vínin. Ljúfur ávöxtur, örlítið kryddaður og þægileg sæta. 1.850 krónur. Annað freyðivín sem óhætt er að mæla með er hið ástralska Jac- ob’s Creek Chardonnay Pinot Noir Brut sem kostar líka einungis 1.130 krónur. Það er mikill ávöxt- ur í grunnvíninu og vínið freyðir þægilega. Eða þá hið spænska cava-freyðivín Castillo Perelada Brut Reserva en í því eru frábær kaup á einungis 990 krónur! Yfirburðir kampavínsins Á toppinum tróna hins vegar freyðivínin frá víngerðarhéraðinu Champagne. Það hérað er í norð- urhluta Frakklands, austur af Par- ís, og eru víngerðarsvæðin í kring- um hina sögufrægu borg Reims. Þar og í nágrannabæjunum Epernay og Ay eru höfuðstöðvar flestra kampavínsfyrirtækja og teygja kjallarar þeirra sig undir borgina á stóru svæði. Það hafa margir velt því fyrir sér hver sé galdurinn á bak við kampavínið. Hvers vegna eru kampavín svona miklu, miklu betri en önnur freyðandi vín. Þrátt fyrir að framleiðendur víðs vegar um heim hafi reynt að nota sömu vín- þrúgur (Chardonnay, Pinot Noir og Pinot Meunier) og notaðar eru í Champagne og framleiða freyði- vín sín með sömu aðferðum og notaðar eru við kampavíns- framleiðsluna hafa kampavín ennþá vinninginn. Vissulega eru ekki öll kampavín betri en öll freyðivín. Það eru til frábær freyðivín og léleg kampavín. Frábæru freyðivínin kosta hins vegar svipað og kampa- vín og ef valið er kampavín frá ein- hverju af stóru kampavínshús- unum geta menn gengið að gæð- unum vísum. Þær aðferðir sem not- aðar eru við framleiðsluna tryggja nefni- lega að vínin breytast ekki milli ára. Kampavín eru nefnilega ekki nema í undantekn- ing- artilvikum árgangsvín. Það er ein- ungis þeg- ar að- stæður eru ein- staklega góðar að fram- leiðendur framleiða vín sem merkt eru sér- stökum árgangi og eru þetta alla jafna kampavín sem eru dýrari en hin hefðbundnu kampavín sama framleiðanda. Framleiðsla kampavína byggist á kampavínsaðferðinni Méthode Champenoise sem nú er gjarnan kölluð Méthode Traditionelle þar sem kampavínsframleiðendur hafa fengið því framgengt að óheimilt er að nota heiti héraðs þeirra yfir önnur vín (nema t.d. í Bandaríkj- unum sem meðal annars má rekja til að Bandaríkjamenn staðfestu aldrei Versalasáttmálann en það er önnur saga). Í fyrstu er fram- leitt hefðbundið hvítvín – jafnt úr hvítum sem rauðum þrúgum. Þeg- ar víngerjuninni er lokið tekur seinni gerjunin eða kolsýrugerj- unin við. Sykri er bætt út í flösk- urnar og þeim lokað. Þegar syk- urinn gerjast breytist hann ekki í áfengi heldur í kolsýru. Snilldin í kampavínsaðferðinni er ekki ein- ungis að tryggja kolsýrugerjun í flöskunni heldur jafnframt að finna leið til að losna við botnfallið sem óhjákvæmilega fylgir gerj- uninni án þess að glata kolsýrunni. Leit á vefsíðu vínbúðanna (www.vinbud.is) skilaði þeirri nið- urstöðu að alls 38 tegundir kampa- víns væru fáanlegar. Það ber þó að hafa hugfast að fæstar eru þær til í öllum búðum. Raunar er það einungis í búðunum í Kringlunni og á Stuðlahálsi sem nær allar tegundir eru fáanlegar. Eitt þeirra kampavínshúsa sem hafa verið að bætast inn á mark- aðinn er Duval-Leroy. Þetta er ekki eitt af stóru, þekktu húsunum en þetta kampavínshús, sem hefur verið rekið sem fjölskyldufyrirtæki frá árinu 1859, hefur verið að sækja mjög í sig veðrið á síðast- liðnum rúmum áratug. Það fékk byr undir báða vængi er Carol Duval-Leroy tók við stjórn þess árið 1991 eftir að eiginmaður hennar féll frá. Hún breytti nokk- uð um áherslur og í stað þess að framleiða kampa- vín sem seld voru undir nöfn- um annarra að- ila ákvað hún að setja alla krafta í að byggja upp nafnið Duval- Leroy. Nokkur ný kampavín Fyrirtækið er nú einn stærsti landeigandinn í Champagne og á eina 170 hektara af vínekrum, þar á meðal á öllum Côte des Blancs Grand Cru-svæðunum það- an sem bestu Char- donnay-þrúgur Champagne koma. Á síðustu árum hafa all- nokkur ný kampavín verið sett á markað undir nafni Duval-Leroy og eru mörg þeirra fáan- leg hér. Það er hægt að mæla með þeim öllum en ég vil t.d. vekja athygli á Duval-Leroy Cuvée Paris sem kostar 4.090 krónur. Flaskan er glæsileg, skreytt af bandaríska listamanninum LeRoy Nieman, kampavínið sjálft einstaklega milt með hvítum ávexti og blómum í nefi, ef eitthvað er aðeins of ungt. Bestu kaupin frá Duval-Leroy er hins vínið Brut Premier Cru á 2.790 krónur, klassískt, milt, í góðu jafnvægi með áberandi Pinot Noir-einkenni, þarna er líka sítrus og örlítið ger. Freyðir þægilega og sýran nokkuð mild. Sýnir vel hvers vegna Duval-Leroy er að færast upp í úrvalsdeild Champ- agne-héraðsins. Jacquesson et Fils er ekki með stærri húsunum en það er svo sannarlega eitt af þeim bestu og líklega það elsta sem enn er í fjöl- skyldueigu. Kampavínin frá Jacq- uesson eru hvert öðru betra og ekki spillir fyrir að flest þeirra eru fáanleg hér á landi með því að sér- panta þau. Það þarf hins vegar ekki að gera með Jacquesson Cuvée 729 sem er fáanlegt í betri vínbúðum. Ólíkt hefðinni hjá flestum kampa- vínshúsum – þar sem ekki er gerð- ur greinarmunur á milli árganga – þá auðkennir Jacquesson nú grunnvínið sitt. Cuvée 729 er þannig byggt á grunni 2001- árgangsins þótt ekki sé um hreint árgangsvín að ræða (42% vínsins koma af eldri árgöngum). Það tek- ur við af Cuvée 728, sem byggt var á árgangnum 2000, og er ef eitthvað er ennþá betra enda koma nú 100% af þeim þrúgum sem notaðar eru í vínið af Grand Cru- og Premier Cru-vínekrum. Þetta er kampavín með mikla fyll- ingu, nokkurn þroska en jafnframt mikinn ferskleika. Einstaklega margslungið kampavín. Stórkost- legt fyrir þetta verð. 2.980 kr. Kampavín sem lengi hefur verið á mark- aðnum og nýt- ur mestra vin- sælda er gula ekkjan eða Veuve-Clicquot Ponsardin. Þetta er sígilt kampavín sem ávallt stenst tímans tönn. Áramótum fagnað með freyðandi hvelli Freyðivín er af mörgum gerðum og kostirnir margir. Steingrímur Sigurgeirsson fjallar um freyðivín og drottningu þess, kampavínið. FULLTRÚARÁÐ verkalýðsfélag- anna í Reykjavík hefur veitt ung- lingadeild SÁÁ styrk að upphæð 400.000 þúsund krónur. Ragnar Sær Ragnarsson frá félags- og út- breiðslusviði SÁÁ veitti styrknum viðtöku f.h. samtakanna 19. desem- ber sl. Styrknum verður varið til efl- ingar á félagsstarfi fyrir unglinga sem eru í meðferð hjá samtökunum. Árlega koma nokkuð á þriðja hundr- að ungmenna 19 ára og yngri í með- ferð hjá samtökunum. Á myndinni eru Þórarinn Tyrf- ingsson, yfirlæknir á Vogi, Ragnar Sær Ragnarsson, frá félags- og út- breiðslusviði, Georg Páll Skúlason, gjaldkeri Fulltrúaráðsins, og Guð- mundur Þ. Jónsson, formaður Full- trúaráðsins. Ljósm. Róbert. Unglingadeild SÁÁ fær styrk LANDSNET hefur ákveðið að senda einungis út rafræn jólakort í ár og styrkja þess í stað Styrktar- félag krabbameinssjúkra barna og söfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar vegna jarðskjálftanna í Pakistan. Forstjóri Landsnets afhenti fjárstyrkina á dögunum, 250.000 krónur til hvors félags. Á myndinni afhendir Þórður Guð- mundsson, forstjóri Landsnets, Rósu Guðbjartsdóttur, fram- kvæmdastjóra SKB, og Jónasi Þóri Þórissyni, framkvæmdastjóra Hjálparstofnunar kirkjunnar, fjár- styrki fyrirtækisins. Styrkja SKB og Hjálp- arstofnun kirkjunnar Á BISKUPSSTOFU er löng hefð fyrir því að lesa ritningarlestra og syngja saman á jólaföstunni. Þetta ár hefur gestum verið boðið viku- lega að taka þátt í stundinni. Rétt fyrir jólin komu einstaklingar sem allir hafa lagt sitt af mörkum til hjálparstarfs á aðventunni. Í hópn- um voru nokkrir forsvarsmanna endurútgáfu lagsins Hjálpum þeim, þar á meðal Einar Bárðarson og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Einnig komu þrír fulltrúar frá mæðrastyrksnefnd. Geisladiskurinn var gefinn út til stuðnings hjálpar- starfi í Pakistan. Honum hefur verið vel tekið og rennur féð til Hjálp- arstarfs kirkjunnar sem miðlar því áfram til þurfandi, segir í fréttatil- kynningu. Á myndinni eru Vignir Snær Vig- fússon upptökustjóri, Einar Bárðar- son hjá Concert, Helga Lilja Gunn- arsdóttir, framkvæmdastjóri Concert, Karl Sigurbjörnsson bisk- up, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson upptökustjóri, Þórunn Geirsdóttir flugfreyja og Jónas Þórisson, fram- kvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkj- unnar. Aðventustund á biskupsstofu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.