Morgunblaðið - 31.12.2005, Side 60

Morgunblaðið - 31.12.2005, Side 60
60 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Raðauglýsingar 569 1100 Atvinnuauglýsingar Varaslökkviliðsstjóri Brunavarnir Árnessýslu óska eftir að ráða varaslökkviliðsstjóra til starfa. Helstu verkefni varaslökkviliðsstjóra eru m.a. starfsmannastjórnun hlutastarfandi liðs, umsjón með menntun og þjálfun slökkviliðsmanna og gerð æfingaáætlana og vaktaskipulags. Varaslökkviliðsstjóri vinnur einnig að eldvarnar- eftirlitsmálum, gerð fjárhagsáætlana, skýrslu- gerðum o.fl. í samstarfi við slökkviliðsstjóra. Yfirmaður varaslökkviliðsstjóra er slökkviliðs- stjóri. Menntun og hæfniskröfur:  Löggilt próf sem slökkviliðsmaður  A.m.k. árs starfsreynsla sem löggiltur slökkviliðsmaður  Góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar  Festa, víðsýni, jákvætt hugafar og hæfni í mannlegum samskiptum Áformað er að nýr varaslökkviliðsstjóri hefji störf 1. apríl 2006. Umsókn sendist; Brunavörnum Árnes- sýslu, Austurvegi 52, 800 Selfossi. Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar 2006. Upplýsingar veitir slökkviliðsstjóri í síma 482 1121 eða 894 1845. Hjúkrunarfræðingar Heilbrigðisstofnun Austurlands Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) auglýsir lausar til umsóknar stöður hjúkrunarfræðinga við Sjúkradeild Fjórðungssjúkrahússins í Nes- kaupstað. Um er að ræða 2 – 3 stöður við almenna hjúkrun á öllum vöktum á blandaðri deild en stöðurnar eru lausar frá febrúar 2006 eða eftir nánara sam- komulagi þar um. Starfshlutfall er ca 80 – 100% og starfskjör samkvæmt kjarasamningi FÍH og ríkisins, ásamt mögulegri aðstoð í húsnæðismál- um og flutningi á svæðið ef með þarf og fleira þ.h. Nú stendur yfir endurbygging á eldri hluta spítalans, ásamt viðbyggingu, og er áætlað að þeim framkvæmdum ljúki í upphafi árs 2007. Þá er og mikil uppbygging í fjórðungnum. Allar frekari upplýsingar gefa Guðrún Sigurð- ardóttir, hjúkrunarstjóri FSN, s. 470 1450, gudrunsig@hsa.is og Valdimar O. Hermanns- son rekstrarstjóri HSA/FSN, s. 860 6770, vald- imarh@hsa.is . Sjá einnig til uppl.: www.hsa.isv/FSN og www.fjardabyggd.is Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2006, og skulu umsóknir, er greina frá m.a. reynslu og fyrri störfum, sendast til: HSA/FSN, Mýrargötu 20, 740 Fjarðabyggð eða á ofanritaða. Til frekari upplýsinga: Neskaupstaður er byggðakjarni innan Fjarða- byggðar sem er stærsta sveitarfélag á Austurlandi. Neskaupstaður stendur við Norðfjörð og er íbúafjöldi þar um 1540 en á upptöku- svæði HSA/FSN, búa nú u.þ.b. 11 – 12.000 manns og fer ört fjölgandi. Mikil uppbygging á sér nú stað í landsfjórðungnum, m.a. vegna virkjunar- og stóriðjuframkvæmda og mun sú þróun verða áfram a.m.k. næstu árin. Í Fjarðabyggð er rekin öflug þjónusta, verslun og afþreying er fjölbreytt svo og rekstur hótela og veitingahúsa. Í Neskaupstað er starfræktur grunnskóli, tónskóli og leikskóli ásamt Verkmenntaskóla Austurlands en einnig er góð aðstaða til íþróttaiðk- unar. Sundlaug, íþróttahús, íþróttavöllur og golfvöllur eru á svæðinu sem og fínasta skíðasvæði í Oddskarði. Náttúrufegurð er mikil á svæðinu enda eru mörg skemmtilegustu göngu- og útivistarsvæði landsins á Austurlandi. Sjá einnig heimasíðu HSA/FSN www.hsa.is Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarnadóttir (audur@img.is) og Guðríður D. Hálfdanardóttir (gudridur@img.is) hjá Mannafli Liðsauka. Umsóknarfrestur er til og með 5. janúar nk. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Mannafls - Liðsauka. Industria sérhæfir sig í hönnun, uppsetningu og rekstri háhraða breiðbandsneta. Félagið býður uppá heildarlausnir á þessu sviði. Vinna í hugbúnaðargerð Industria felst í að rannsaka, þróa, hanna og þjónusta hugbúnað til að stjórna flóknum breiðbandsnetum eins og stafrænu sjónvarpi og síma. Fyrirtækið er með starfsemi á Íslandi, Írlandi, Danmörku og Bretlandi og hefur á að skipa um 90 hæfileikaríkum einstaklingum. Frekari upplýsingar um Industria er að finna á www.industria.com Industria leitar að verkefnastjóra á hugbúnaðarsviði. Leitað er að forritara með að lágmarki 3 - 5 ára reynslu í hugbúnaðargerð og verkefnastjórnun. Starfinu fylgja ferðalög erlendis. Góð þekking á aðferðarfræði verkefnastjórnunar Reynsla af verkefnastjórnun Tölvunarfræðimenntun eða sambærileg menntun er skilyrði Dugnaður, áhugi og hæfileiki til þess að standast tímasetningar Reynsla af C#, Microsoft .NET, XML & Java, J2EE Áhugi á að taka þátt í krefjandi og ögrandi verkefnum Góð kunnátta í ensku nauðsynleg V E R K E F N A S T J Ó R I Á H U G B Ú N A Ð A R S V I Ð I : Menntunar og hæfniskröfur: Framúrskarandi & hugmyndaríkur einstaklingur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.