Fréttablaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 2
Ekið var á barn á Stokkseyrium fjögurleytið í gærdag.
Gekk barnið fram á sópbíl og í
þann mund tók annar bíll fram úr
og lenti á barninu. Að sögn lög-
reglunnar á Selfossi er talið að
barnið hafi fótbrotnað og var það
flutt á Heilsugæslustöðina á Sel-
fossi.
Lögreglumönnum á Hvolsvellihefur fækkað um einn. Frá 1.
september og fram að áramótum
munu þrír lögreglumenn sinna
svæðinu. Þeir hafa umsjón með
3.700 ferkílómetra svæði í Rang-
árvallasýslu sem telur 3.300 íbúa.
Á bak við hvern lögreglumann
eru 1.075 íbúar sem er hæsta
hlutfallið á öllu landinu. Tilgang-
ur fækkunar í lögregluliðinu er
sparnaður.
2 12. september 2002 FIMMTUDAGURLÖGREGLUFRÉTTIR
EINKAVÆÐING „Afsögn Steingríms
Ara úr einkavæðingarnefnd kom
mér í opna skjöldu. Hann hefur set-
ið þarna í langan tíma og unnið
mikið og gott starf. Ég er hins veg-
ar ósammála fullyrðingum hans
um að hagsmunir ríkisins hafi ver-
ið fyrir borð bornir í þessu máli.
Hann er einn um þá skoðun í þeim
hópi manna sem hefur fjallað um
málið. Hins vegar gerir hann svo
mikið úr þeim ágreiningi að hann
ákvað að segja sig úr nefndinni.
Hann sætti sig ekki við þá niður-
stöðu sem meirihluti nefndarinnar
og ráðherrar sem bera endanlega
ábyrgð, komust að og þá er það
rökrétt niðurstaða að hann víki,“
segir Geir H. Haarde, fjármálaráð-
herra.
Hann segir ferli einkavæðingar
ríkisbanka afar skýrt en tímafrekt
sé að leiða slík mál til lykta. Regl-
urnar séu hins vegar skýrar og hafi
komið fram í auglýsingu í júní. Þar
hafi komið skýrt fram eftir hverju
ríkisvaldið var að slægjast.
„Gagnrýni stjórnarandstæðinga
er hins vegar hefðbundin og lítið
meira um hana að segja,“ segir
Geir. Hann vísar öllu tali um helm-
ingaskipti stjórnarflokkanna í
þessu máli á bug.
„Forystumenn Samson hópsins
eru fyrst og fremst kaupsýslumenn
sem ég veit ekki hvað kjósa. Mér
vitanlega hafa þeir ekki skipt sér af
stjórnmálum. Þeir gáfu sig fram í
sumar, voru með mikið erlent fjár-
magn og vildu fjárfesta hér. Það
væri ábyrgðarhluti að hlusta ekki á
slíka menn,“ segir Geir.
Geir H. Haarde:
Afsögn Steingríms Ara
kom mér í opna skjöldu
GEIR H. HAARDE
Steingrímur Ari er einn um þá skoðun að
hagsmunir ríkisins séu fyrir borð bornir
Fasteignaverð tekur kipp:
Hækkar
um rúm 3%
umfram
verðbólgu
FASTEIGNAMARKAÐUR Fasteignir
halda áfram að hækka í verði.
Hækkun fasteigna umfram al-
mennt verðlag er 3,3%. Húsnæðis-
verð skýrir þriðjung af hækkun
vísitölu neysluverðs. Fasteigna-
verð hækkar um 1,5% milli mán-
aða. Það er mun meiri hækkun en
flestir gerðu ráð fyrir. Í morgun-
punktum Kaupþings segir að tölu-
verður eftirspurnarþrýstingur sé
á húsnæðismarkaði. Þar er bent á
að afföll af húsbréfum séu enn há.
Framboð sé mikið og útgáfa hús-
bréfa sé í hámarki. Þrátt fyrir
meinta niðursveiflu sé ennþá mikil
eftirspurn eftir fasteignum.
Kaupþing bendir á að hagsveifl-
an muni ráða miklu um þróun fast-
eignaverðs á næstunni. Flest bend-
ir til þess að niðursveiflan muni
verða skammvinn. Á móti sé
skuldsetning heimilanna mikil sem
dragi úr svigrúmi einstaklinga til
fjárfestinga og fasteignakaupa.
Í samræmi við þetta spáir
Kaupþing að heldur muni draga úr
útgáfu húsbréfa á næsta ári.
Þannig muni ávöxtunarkrafan
lækka og afföll af húsbréfum
minnka.
Meintur fjárdráttur
Baugs:
Húsleit í
Færeyjum
LÖGREGLA Húsleit var gerð í höfuð-
stöðvum SMS verslunarkeðjunnar í
Færeyjum í fyrrakvöld að kröfu
embætti Ríkislögreglustjórans á Ís-
landi. SMS er að hálfu í eigu Baugs
Group hf.
Færeyskur dómstóll gaf heimild
til húsleitarinnar á þriðjudag eftir
að hafa farið yfir gögn íslensku lög-
reglunnar. Fjórir starfsmenn efna-
hagsbrotadeildarinnar voru í Fær-
eyjum á meðan á aðgerðinni stóð.
Tveir færeyskir starfsbræður þeir-
ra veittu þeim aðstoð. Yfirmenn
SMS voru yfirheyrðir og leit var
gerð í skjölum fyrirtækisins.
Aðgerðin mun tengjast ásökun-
um Jón Geralds Sullenbergers um
meint misferli forsvarsmanna
Baugs.
Forstjóri SMS, Hans Mortensen,
sagðist undrandi á húsleitinni en
ekkert hafa um málið að segja.
Mortensen og sonur hans, sem er
framkvæmdastjóri Miklagarðs,
einnar verslunar SMS, voru báðir
yfirheyrðir. Færeysk yfirvöld er
sögð líta á málið sem íslenskt mál.
Enginn í Færeyjum hefur verið
kærður vegna málsins.
Tryggvi Jónsson, forstjóri
Baugs, var í gær staddur erlendis á
fundi. Tryggvi sagðist ekkert hafa
kynnt sér það sem væri á seiði í
Færeyjum.
Ekki náðist tal af Hreini Lofts-
syni, lögmanni Baugs, vegna þessa
máls í gær.
Flugleiðri kaupa
eigin bréf:
Eiga 700
milljónir í
sjálfum sér
VIÐSKIPTI Flugleiðir keyptu bréf í
sjálfum sér í gær fyrir um 100
milljónir króna. Nafnverð bréf-
anna var 26 milljónir og gengi
þeirra í þessum viðskiptum var
3,85. Þetta er í þriðja sinn á stutt-
um tíma sem Flugleiðir kaupa í
sjálfum sér. Eignarhlutur þeirra í
eigin bréfum er nú rúmar 183
milljónir króna að nafnvirði eða
700 milljónir að markaðsvirði.
Flugleiðir eiga því nú um 9% í
sjálfu sér.
Stærsti hluthafi Flugleiða er
Burðarás eignahaldsfélag í eigu
Eimskipafélagsins með 30% hlut.
Gaumur eignarhaldsfélag Bónus-
feðga keypti um 10% hlut í félag-
inu. Mikil viðskipt voru með bréf-
in eftir uppgjör félagsins.
KVIKMYND Fréttablaðið bauð for-
eldrum blaðburðarbarna á forsýn-
ingu kvikmyndarinnar Hafið í
gær. Baltasar Kormákur, leik-
stjóri myndarinnar, hélt stutta
tölu um myndina áður en sýningin
í Bíóhöllinni hófst. Boðsýningin
mæltist vel fyrir hjá foreldrum.
Samstarf við þá er eitt af lykilat-
riðum dreifingar blaðsins. Börnin
eru á þeirra ábyrgð og mikilvægt
að Fréttablaðið og foreldrar eigi
farsælt samstarf. Frekari sam-
vinna við foreldra blaðburðar-
barna er í bígerð. Kvikmyndin
Hafið verður frumsýnd á föstu-
dag. Hún var heimsfrumsýnd í
Toronto á dögunum. Þegar hefur
verið samið um dreifingu á henni
til sextán landa.
FORELDRAR Á FORSÝNINGU
Samstarf við foreldra er mikilvægt og eitt lykilatriði til þess að dreifing gangi vel.
Hafið frumsýnt:
Foreldrum blaðburðar-
barna boðið á forsýningu
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
WASHINGTON, NEW YORK, AÞENU, AP
Bandaríkjamenn sameinuðust í
sorg í gær og minntust fórnar-
lamba árásanna á New York og
Washington fyrir ári. Harmleiks-
ins var einnig minnst með hátíð-
legum athöfnum víða um heim.
Tilfinningaþrungnast hefur
andrúmsloftið verið í New York
þar sem minningarathöfn var
haldin á rústum tvíburaturna
Heimsviðskiptamiðstöðvarinnar.
Nöfn allra fórnarlambanna í New
York voru lesin upp, alls 2.801
nafn. Rudolph Giuliani, sem var
borgarstjóri í New York þegar
hörmungarnar riðu yfir, hóf lest-
urinn en meðal þeirra sem lásu
upp nöfn voru Robert de Niro leik-
ari og Hillary Rod-
ham Clinton öldungar-
deildarþingmaður og
eiginkona fyrrverandi
forseta.
George W. Bush
Bandaríkjaforseti tók
þátt í minningarat-
höfnum í Washington,
Pennsylvaníu og New
York. Um kvöldið
ávarpaði hann þjóðina
í sjónvarpi.
„Þótt þau hafi látið
lífið í harmleik, þá lét-
ust þau ekki til ein-
skis,“ sagði hann í Washington og
hét því að berjast gegn hryðju-
verkamönnum og harðstjórum
með liðsinni bandaríska hersins.
Öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna hvatti öll aðildarríki Samein-
uðu þjóðanna til þess að sinna
þeirri „ófrávíkjanlegu skyldu“ að
berjast gegn alþjóðlegri hryðju-
verkastarfsemi.
„Ráðið tekur undir að þessar
árásir voru árás á siðmenningu
jarðarinnar og að sameiginleg við-
leitni okkar bætir heiminn og ger-
ir hann að öruggari stað,“ segir í
yfirlýsingu sem ráðið samþykkti á
fundi sínum í New York í gær.
„Með árásunum var skorað á
hvert einasta aðildarríki að takast
á við það verkefni að vinna bug á
hryðjuverkum, sem hafa krafist
fórnarlamba í öllum heimshorn-
um.“
Fáeinum klukkustundum fyrr
hafði Kofi Annan, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatt
ríki heims til að standa saman og
vinna bug á hryðjuverkum.
„Meira en 90 ríki
misstu syni sína og
dætur, sem voru myrt
þennan dag af engri
ástæðu annarri en
þeirri að þau höfðu
kosið að búa í þessu
landi,“ sagði hann á
m i n n i n g a r a t h ö f n
Sameinuðu þjóðanna í
New York.
Haldnar voru
minningarathafnir
um heim allan vegna
fórnarlamba árásan-
na. Í Róm sagði Jó-
hannes Páll II. páfi að „enginn
sársauki, eingin heimspeki eða
trúarbrögð geti nokkurn tímann
réttlætt jafn alvarlegt brot gegn
mannlegu lífi og reisn.“
Tilfinningaþrunginn
dagur minninga
Bandaríkjamenn minntust í gær fórnarlamba árásanna 11. september. Öryggisráðið hvetur ríki
heims til að standa saman í baráttunni gegn hryðjuverkum. Bush hét því að barist verði gegn
hryðjuverkamönnum og harðstjórum.
AP
/M
AR
C
IO
J
O
SE
S
AN
C
H
EZ
FRÁ MINNINGARATHÖFN
Í SAN FRANCISCO
Um öll Bandaríkin og víðast hvar um
heiminn var þess minnst í gær að eitt ár
var liðið frá árásunum á Bandaríkin.
AP
/S
TU
AR
T
R
AM
SO
N
ÖRYGGISRÁÐIÐ MINNIST FÓRNARLAMBANNA
Meðlimir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna minntust fórnar-
lamba árásanna með stuttri þögn í gær.
FORSETAHJÓNIN HNEIGJA HÖFUÐ
George W. Bush og eiginkona hans, Laura Bush, tóku meðal
annars þátt í minningarathöfn í Pennsylvaníu.
AP
/R
U
ST
Y
KE
N
N
ED
Y