Fréttablaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 6
Bæjarstjórn Vestmannaeyjahefur ákveðið að stofna sjóð til að styðja við bakið á íbúum Vestmannaeyja sem vilja stunda endur- og símenntun með fjar- námi, einstaklingum og bæjar- félaginu til heilla. eyjafrettir.is Grunnskólanemendur á gagn-fræðistigi á Ísafirði ganga nú allir sem einn á fjöll. Til stendur að láta allar bekkjar- deildir skólans ganga á mismun- andi fjall öll haust. Með því næst sá árangur að eftir nokkur ár hafa allir ísfirskir 16 ára unglingar gengið á öll fjöllin í grennd við heimabæ sinn. bb.is Undanfarna daga hafa staðiðyfir viðgerðir á þaki Fjórð- ungssjúkrahússins á Ísafirði. Kostnaður við viðgerðina er um sex milljónir króna. bb.is Landsíminn tók nýverið aðfullu við umsjón með dreif- ingu á útsendingum Skjás eins á útsendingarsvæði sjónvarps- stöðvarinnar á Vestfjörðum og í kjölfarið hafa mynd og hljóð batnað til muna. bb.is 6 12. september 2002 FIMMTUDAGURSPURNING DAGSINS Er fátækt á Íslandi? Það er sko ekki spurning, það er fátækt á Íslandi. Sigurbjörg Stefánsdóttir UPPGRÆÐSLA „Þetta er vissulega miður,“ segir Björn Guðbrandur Jónsson, framkvæmdastjóri Gróð- urs fyrir fólk í landnámi Ingólfs, sem stóð fyrir því að græða upp stóra fláka á Bolaöldu rétt sunnan við Litlu kaffistofuna á Sandskeiði síðastliðið sumar. Þar standa nú kindur á beit og eru langt komnar með að éta upp gróðurátakið. Flokkar skólabarna unnu við verkið og var mikið í lagt. „Við vissum að hætta var á þessu og erum því með viðbúnað þegar sést til fjár þarna og smölum í samvinnu við Reykja- víkurborg,“ segir Björn Guðbrand- ur sem hefur þó meiri áhyggjur af ágangi fjár í Krísuvík og í Vatns- skarði norðan Kleifarvatns: „Þar orkar mjög tvímælis að vera með trjárækt á meðan fé gengur þar laust.“ Talið er fullvíst að rollurnar á Sandskeiði komi úr Ölfusi því búið er að girða vel fyrir fé úr öðrum áttum norðan Suðurlandsvegar upp að Kolviðarhóli og austur yfir Hell- isheiði allt til Hveragerðis.  Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs: Rollur úr Ölfusi éta gróðurátak á Sandskeiði KINDUR Orkar tvímælis að reyna trjárækt þar sem þær ganga en lausar. Eftir mikil átök í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í vor byrjaði nýr vetur í borgarstjórn með látum. Sjálfstæðismenn og Reykjavíkurlistafólk hafa tekist á um lækkun fasteignaskatta. Fram undan eru átök um skipulagsmál, menntamál og orkumál svo fátt eitt sé nefnt. ÓLÍK SJÓNARMIÐ Tekist á í borginni Ég hef nú ekki fundið fyrir þvíað minnihlutinn hafi nokkurt tak á okkur. Það er búið að reyna á flest stóru málin og umræðuefnin í borgarstjórnarkosningunum fyrir nokkrum mánuðum. Þar var tekist á um stóru átakapunktana. Ég hef ekki fundið fyrir því að þeir hafi nokkurt tak á okkur þar. Við getum því farið ótrauð í okkar mál.“ „Ef ég horfi fyrst til þess sem ég stýri, sem er innra starf í grunnskólum, þá bíða okkur spennandi verkefni þar. Þau snúa að mjög aukinni fjölbreytni og blómlegu starfi í grunnskólum. Við höfum líka sett á laggirnar starfs- hóp sem á að fara ofan í samstarf og samþættingu leikskóla og grunnskóla.“ „Við höfum einnig samþykkt að taka orkustefnu Reykjavíkur til at- hugunar. Ræða hana í kjölinn og birta orkustefnu okkar. Þar er allt lagt undir, hlutur okkar í Lands- virkjun og hlutverk og starfsemi Orkuveitunnar. Lýðræðisverkefn- ið Greiðar götur er komið af stað. Breytingar í stjórnkerfi borgar- innar sem eiga að miða að því færa áhrifavald fólks nær borgarkerf- inu og bæta þjónustu út í hverfin, meðal annars með hverfaráðum. Við viljum opna áhrif fólks á borg- arkerfið.“ „Í framhaldi af þessu verða skipulagsmálin stór hluti af okkar málum. Vatnsmýrin kemur inn á okkar borð á kjörtímabilinu. Þétt- ing byggðar og miðborgin eru stór mál. Að auki er í undirbúningi stór og glæsileg byggð í hlíðum Úlfars- fells sem verður spennandi að byg- gja upp.“ „Við höfum auðvitað áhyggjur af atvinnumálum. Það er samdrátt- ur í þjóðfélaginu. Menn vita ekki hversu mikill hann verður og hvernig hann snertir okkur í borg- arkerfinu. Það er þó ljóst að félags- leg aðstoð hefur aukist vegna þess að fólk hefur ekki jafn mikið milli handanna. Það mun kalla á aðhald í fjármálum. Ég var reyndar búinn að spá því í prófkjörsbaráttu minni að við yrðum að vera mjög varkár í fjármálum á þessu kjörtímabili. Við verðum að vera stöðugt á tán- um gagnvart stöðunni í þjóðfélag- inu í heild.“  Veturinn byrjar ekki vel. Viðáttum ekki von á því að R-list- inn myndi fella tillögu okkar um að lækka fasteignaskatta á eldri borgara og öryrkja. Það er mjög ódýr aðgerð fyrir borgina en mun- ar mjög miklu fyrir þetta fólk. Al- menningur getur rétt ímyndað sér hvort það séu ekki hagsmunir þeirra sem og borgarinnar og samfélagsins alls að þessu fólki sé gert auðveldara að búa þar áfram. Sérstaklega þeim sem minna eiga. Það var fellt og hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar.“ „Framundan er eitt og annað sem verður mikið tekist á um. Þar má nefna Norðlingaholt. Það er afskaplega fallegt svæði þar sem R-listinn hefur áform um að reisa gríðarlega þétta byggð þvert á vilja íbúanna í nágrenninu. Þetta er náttúruperla í kringum Elliða- vatnið. R-listinn gagnrýndi Kópa- vogsbæ fyrir að vilja reisa byggð við vatnið en leggur nú upp með þrefalt þéttari byggð. Óskoraður vilji íbúanna er hafður að engu. Hvort R-listinn ætlar að hlusta á fólkið eins og hann boðar oft á tyllidögum verður að koma í ljós.“ „Menn hljóta að taka á því hver orkustefna borgarinnar á að vera. Hvað á að gera við Orkuveituna og hvert það fyrirtæki á að stefna. Fræðslu- og leikskólamálin eru málaflokkar sem tengjast fólkinu mjög.“ Þar hafa Sjálfstæðismenn lagt fram tillögu um að koma upp fjórum til fimm skólahverfum í borginni. „Ef það er eitthvað sem stendur fólki nærri, sérstaklega fjölskyldufólki, eru það skólamál- in. Við erum með eina skólanefnd í borginni. Ég hef setið í henni sjálfur. Sá sem heldur því fram að þeir sem sitja í fræðsluráði hafi sérstaka tilfinningu fyrir því hvað er að gerast í öllum 45 skólum borgarinnar er að tala gegn betri vitund eða veit ekki hvað hann tal- ar um. Þetta snýst ekki um að skerða sjálfstæði borgarinnar heldur þvert á móti að efla það. Það skiptir gríðarlega miklu máli að þeir sem fara með þessi mál séu í eins miklum tengslum við þá sem njóta þjónustunnar og hægt er.“  Stefán Jón Hafstein, Reykjavíkurlista: Förum ótrauð í okkar mál Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki: Fer ekki vel af stað hjá R-lista Bandaríkjamenn segjast hafaupplýsingar um að al-Qaida, hryðjuverkasamtök Osama bin Laden, fyrirhugi árásir á banda- rísk skotmörk í Asíu og Mið- Austurlöndum. Einnig hefur ver- ið varað við sjálfsmorðsárásum í Mið-Austurlöndum. Bush, Bandaríkjaforseti, erekki æstur í að fara í stríð við Írak og ætlar að leita frið- samlegra lausna þegar hann ávarpar öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag. Þetta sagði John Howard, forsætisráðherra Ástr- alíu, í gær er hann greindi frá samtali sem hann átti á laugar- dag við Bush. ERLENT INNLENT GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 86.7 -0.29% Sterlingspund 134.92 -0.16% Dönsk króna 11.39 -0.32% Evra 84.53 -0.38% Gengisvístala krónu 127,76 -0,34% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 338 Velta 6.591 m ICEX-15 1.299 -0,09% Mestu viðskipti Tangi hf. 244.627.052 Bakkavör Group hf. 186.589.233 Baugur Group hf. 128.458.082 Mesta hækkun Skýrr hf. 10,00% Tangi hf. 4,00% Bakkavör Group hf. 3,30% Mesta lækkun Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. -3,61% Sjóvá-Almennar hf. -1,89% Frumherji hf. -1,87% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ: 8618,1 0,20% Nsdaq: 1326,4 0,50% FTSE: 4210,7 0,80% DAX: 3572,8 2,20% Nikkei: 9400,1 1,00% S&P: 915,7 0,70% Hraðfrystistöð Eskifjarðar: Eignast hálfan Tanga VIÐSKIPTI Hraðfrystistöð Eski- fjarðar tryggði sér með samning- um í gær 47% hlut í Tanga á Vopnafirði. Er þetta framhald á fyrri kaupum fyrirtækisins í Tanga. Að sögn forsvarsmanna Hraðfrystistöðvarinnar eru ekki fyrirhuguð frekari kaup í Tanga. Markmiðið með fjárfestingunni er að styrkja samstarf fyrirtækj- anna. Lögð verður áhersla á að það samstarf verði báðum byggð- arlögunum til hagsbóta. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.