Fréttablaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 1
bls. 6 STJÓRNMÁL R-listi byrjar illa bls. 6 FIMMTUDAGUR bls. 10 173. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 12. september 2002 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Skemmtanir 16 Bíó 14 Íþróttir 12 Sjónvarp 20 Útvarp 21 KVÖLDIÐ Í KVÖLD Fullveldi á 21. öld RÁÐSTEFNA Er hægt að halda full- komnu þjóðlegu fullveldi í Evrópu á sama tíma og samrunaferlið held- ur áfram? Þessi spurning og fleiri verða ræddar á ráðstefnu um merkingu fullveldis á 21. öldinni sem haldin verður á Hótel Sögu í dag. Það er Rannsóknarstofnunin í Evrópurétti í Trier sem stendur að ráðstefnunni. Ófrjósemi rædd FUNDUR Tilvera, samtök gegn ófrjó- semi, halda aðalfund í Bíósal Hótel Loftleiða. Allir sem hafa áhuga á málefnum félagsins eru velkomnir. Fundurinn hefst klukkan 20.00. Hjúkrunarnám á Íslandi FYRIRLESTUR Margrét Guðmunds- dóttir verður með rabb á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum. Rabbið nefnir hún Hjúkrunarnám á Íslandi 1922 til 1930 og hefst það klukkan 12.00 Styrktartónleikar í Hafnarborg TÓNLEIKAR Kór Flensborgarskólans heldur tónleika í Hafnarborg. Allur ágóði af tónleikunum rennur í sjóð til styrktar Kristínu Ingu Brynjars- dóttur og börnum hennar er lentu í mjög alvarlegu bílslysi fyrir skemmstu. Þeir hefjast klukkan 20.00. STJÓRNMÁL Förum ótrauð í málin BANDARÍKIN Brösulegar kosningar 11. SEPTEMBER „Hér er öðruvísi andrúmsloft en maður á að venj- ast og mun meiri öryggisráðstaf- anir. Þegar ég fór út snemma í morgun fannst mér borgin vera svipuð og oft áður. Ég finn það hins vegar eftir því sem líður á daginn að það er mikil sorg í loft- inu,“ sagði Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra í gærkvöldi. Hann er nú staddur í New York og tók í gærkvöld fyrir Íslands hönd, þátt í minningarathöfn vegna árásanna á Bandaríkin fyr- ir ári. „Samhugur og sorg eru þau orð sem eru einkennandi hér í dag. Það er alveg ljóst að upprifjun þessara atburða kemur við alla. Hér létust yfir 3.000 manns. Þús- undir barna misstu sína foreldra og tugþúsundir fjölskyldna eiga um sárt að binda. Maður finnur það mjög sterkt að hugur borgar- búa er hjá þessu fólki. Það hefur haft áhrif á mig að rifja upp þessa atburði, fylgjast með ættingjum í sjónvarpi koma og leggja blóm við rústir tvíburaturnanna og annarra staða sem ráðist var á,“ sagði Halldór og bætti við að gildismat fólks hefði án nokkurs vafa breyst. „Þetta hefur sameinað Banda- rísku þjóðina betur en oftast áður. Það ríkir mikill samhugur en jafn- framt mikil ákveðni í því að halda áfram að berjast gegn þessum ill- mennum. Bandaríkjamenn ætla sér að kosta öllu til og þeir ætla sér að vinna þetta stríð. Það má segja að dagurinn í dag sé líka dagur sem notaður er til að efla sam- stöðu, ekki aðeins hér Í Bandaríkj- unum heldur um allan heim,“ sagði Halldór Ásgrímsson.  AFMÆLI Jól á lágmarks- launum SÍÐA 16 Út að borða SÍÐA 22 KVIKMYNDIR Byggðu á þínum tíma Grafarvogi Vestur í bæ Kópavogi Ármúla EINKAVÆÐING Steingrímur Ari Ara- son sagði sig úr einkavæðingar- nefnd vegna vinnubragða við sölu Landsbankans. Hann ritaði forsætisráð- herra harðort bréf þar sem hann segir vinnu- brögð sem viðhöfð voru í aðdraganda ákvörðunar- innar hafi leitt til þess að aðrir áhugasamir kaup- endur séu sniðgengnir, þrátt fyr- ir hagstæðari tilboð fyrir ríkis- sjóð á alla hefðbundna mæli- kvarða. „Ég hef setið sem fulltrúi fjármálaráðherra í fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu frá árinu 1991 og aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum.“ Steingrímur Ari neitaði að tjá sig um málið þegar eftir því var leit- að. Vísaði hann til bréfs til for- sætisráðherra um ástæð- ur afsagnar sinnar. Stein- grímur segir í bréfinu að vegna þess að hann sé bundinn trúnaði um ein- staka þætti þessa máls, treysti hann því að óhlut- drægur aðili verði feng- inn til að fara ofan í saumana á þeim vinnubrögðum sem séu or- sök afsagnarinnar. Forsætisráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gær. Þar kemur fram að einka- væðingarnefnd hafi notið ráð- gjafar HSCB bankans í London. Afstaða nefndarinnar hafi byggst á yfirferð bankans og niðurstöðu hans. Allir nefndarmenn utan Steingríms Ara hafi verið sam- mála um niðurstöðuna. Í ráð- herranefnd um einkavæðingu sitji fjórir ráðherrar og hafi nið- urstaðan að ganga til samninga við Samson hf. verið einróma í þeim hópi. Vegna ávirðinga í bréfi Stein- gríms Ara hefur ráðuneytið ósk- að eftir því við Ríkisendurskoðun að hún fari yfir þau vinnubrögð sem viðhöfð voru í málinu. Eiríkur S. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Kaldbaks sem átti samkvæmt heimildum blaðsins hæsta tilboðið í Landsbankann vildi ekki tjá sig að svo stöddu um afsögn Steingríms Ara og ávirðingar hans á vinnubrögðin. „Ég er bara orðlaus,“ sagði fram- kvæmdastjóri Kaldbaks. Steingrímur Ari Arason er annar meðlimur einkavæðingar- nefndar sem segir af sér, en Hreinn Loftsson sagði af sér for- mennsku í kjölfar deilna við for- sætisráðherra. Þeir hafa báðir verið aðstoðarmenn ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Hreinn í forsætisráðuneytinu og Stein- grímur í fjármálaráðuneyti. Fjár- málaráðherra segir afsögnina hafa komið sér í opna skjöldu. haflidi@frettabladid.is Sjá einnig á blaðsíðu 2 Aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum Steingrímur Ari Arason sagði sig úr einkavæðingarnefnd. Hefur aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum. Telur að nefndin hafi sniðgengið tilboð sem voru hagstæðari fyrir ríkissjóð. Málið verður sent Ríkisendurskoðun. Framkvæmdastjóri Kaldbaks er orðlaus. ÞETTA HELST Húsleit var gerð í höfuðstöðv-um SMS verslunarkeðjunnar í Færeyjum í fyrrakvöld að kröfu Ríkislögreglustjórans á Íslandi. SMS er að hálfu í eigu Baugs Group hf. bls. 2 Framkvæmdir við stálpípu-verksmiðju í Helguvík hefjast í desember. Áætlaður heildar- kostnaður hefur aukist um helm- ing og verður nálægt 6 milljörð- um króna. bls.4 Hannes Hólmsteinn Gissurar-son veldur ólgu með sjón- varpsþætti um hvernig Íslending- ar geti orðið ríkasta þjóð í heimi. Áróðursþáttur sem kallar á skýr- ingar, segir Mörður Árnason full- trúi í útvarpssráði. bls. 8 BYKO íhugar að flytja glugga -og hurðaverksmiðju sína í Reykjanesbæ til Lettlands. 34 starfsmenn verksmiðjunnar bíða nú eftir uppsagnarbréfum. bls. 4 REYKJAVÍK Austlæg átt, 5-8 m/s og lítilsháttar rigning síðdegis. Hiti 10 til 14 stig VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-8 Rigning 11 Akureyri 5-10 Léttskýjað 16 Egilsstaðir 5-10 Léttskýjað 16 Vestmannaeyjar 5-10 Súld 12 + + + + VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜ ➜ ➜ „Ég er bara orð- laus,“ sagði framkvæmda- stjóri Kaldbaks. Halldór Ásgrímsson, utanríksiráðherra: Samhugur og sorg einkenna New York AP /S U ZA N N E PL U N KE TT NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í MARS 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 39 ára á fimmtudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá mars 2002 18,6% D V 70.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára íbúar á höfuðborgarsvæðinu á fimmtu- dögum? 48,0% 55,7% BANDARÍKJAMENN SAMEINUÐUST Í SORG Þúsundir ættingja og vina þeirra sem fórust þegar tvíburaturnarnir í New York hrundu komu saman í gær þar sem turnarnir stóðu til þess að minnast fórnarlambanna. Minningarathafnir voru haldnar víða um Bandaríkin og heim allan í gær í tilefni af því að eitt ár var liðið frá því hryðjuverkamenn gerðu árás á Bandaríkin. sjá einnig bls. 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.