Fréttablaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 4
4 12. september 2002 FIMMTUDAGUR DÓMSMÁL Hreinn Loftsson, lög- maður Baugs, segir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur vegna húsleitar Ríkislögreglustjóra hjá Baugi jafngilda því að engin úr- ræði séu til að fá endurskoðun á lögmæti aðgerða lögreglu. Hér- aðsdómur hafnaði í gær kröfu Baugs um að húsleit Ríkislög- reglustjóra hjá fyrirtækinu 28. ágúst yrðu dæmdar ólögmætar vegna brota á meðalhófsreglu og rannsóknarreglu. Í yfirlýsingu frá Hreini segir að héraðsdómur telji að réttar- farsleg atriði komi í veg fyrir að efnisleg afstaða verði tekin til kröfunnar. Þar með hafi dómstóll- inn ekki tekið afstöðu til þess hvort lögregla hefur farið út fyrir heimildir sínar við rannsókn málsins. Hreinn segir Baug hafa nýtt sér rétt á grundvelli ákvæðis í lögum um meðferð opinberra mála til þess að bera undir dóm- stól lögmæti rannsóknarathafna lögreglu. Það sé eina leiðin fyrir Baug, sem meints brotaþola, til þess að dómstóll fjalli um aðgerð- ir lögreglu sem skaðað hafi fyrir- tækið. „Ef réttarfarsleg atriði koma í veg fyrir að efnislega fáist skorið úr um rannsóknarathafnir lög- reglu jafngildir það því að fyrir- tæki í þessari stöðu hafi í reynd engin úrræði til að fá endurskoð- un á lögmæti aðgerða lögreglu,“ segir í yfirlýsingu Hreins. Baugur hyggst áfrýja úrskurði héraðsdóms til Hæstaréttar.  Héraðsdómur tekur ekki efnislega afstöðu og hafnar kröfum Baugs: Húsleit áfrýjað til Hæstaréttar Áætlaður kostnaður eykst um 2 milljarða Framkvæmdir við stálpípuverksmiðju í Helguvík hefjast í desember. Áætlaður heildarkostnaður hefur aukist um 50%. Von á lykilverktökum til landsins á morgun. IÐNAÐUR Framkvæmdir við nýja stálpípuverksmiðju í Helguvík hefjast í desember að sögn Péturs Jóhannssonar, hafnarstjóra Hafnasamlags Suðurnesja. Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri atvinnusviðs Reykjanesbæjar, sagði að upphaflega hefði banda- ríska fyrirtækið International Pipe and Tubing (IPT) gert ráð fyrir að verksmiðjan kostaði um fjóra milljarða króna en nú væri áætlaður heildarkostnaður kom- inn upp í um 6 milljarða. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan muni skapa um 200 til 250 ný störf. Þrátt fyrir að áætlaður kostn- aður hafi aukist um 50%, er enn gert ráð fyrir 150 til 175 þúsund tonna verksmiðju. Ólafur sagði að aukinn kostnaður væri líklega tilkominn vegna mikils og dýrs tæknibúnaðar, sem yrði í verksmiðjunni. Ólafur sagði að á morgun væri von á lykilverktökum verkefnis- ins til landsins, en það væru aðilar sem myndu halda utan um verk- efnið. Á næstu dögum myndu þeir skoða svæðið í Helguvík og í framhaldinu ræða við undirverk- taka á Íslandi. Í lok september væri síðan von á forráðamönnum IPT til landsins til viðræðna. Í lok maí undirrituðu þeir ásamt bæj- aryfirvöldum í Reykjanesbæ og hafnarsamlaginu samning um byggingu verksmiðjunnar. Samn- ingurinn var undirritaður með fyrirvara um 200 milljóna króna tryggingu vegna lóðafram- kvæmda. Pétur sagði að um leið og tryggingin hefði verið lögð fram yrði verkið boðið út og byrj- að að sprengja fyrir verksmiðj- unni. Bandaríska fyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Fíladelfíu og á stálverksmiðjur í Bandaríkjunum og í Austur-Evrópu, fær um 4 hektara lóð í Helguvík. Stálpíp- urnar, sem ráðgert er að fram- leiða hér, verða unnar úr hráefni sem kemur frá verksmiðjunum í A-Evrópu. Pípurnar eru notaðar í ýmsan iðnað meðal annars í olíu- leiðslur og gasleiðslur. Ein helsta ástæða þess að fyrirtækið vill reisa verksmiðju í Helguvík er sú að framleiðslan á Íslandi kemur til með að falla undir tollaákvæði Evrópska efnahagssvæðisins. trausti@frettabladid.is HELGUVÍK Bandaríska fyrirtækið ITP fær um fjögurra hektara lóð í Helguvík. Um leið og fyrirtækið hefur lagt fram 200 milljóna króna tryggingu vegna lóðaframkvæmda verður verkið boðið út og byrjað að sprengja fyrir nýrri stálpípuverksmiðju. BYKO - verksmiðja í Reykjanesbæ slegin af: 34 starfsmönnum að öllum líkindum sagt upp ATVINNUMÁL BYKO er með áform uppi um flytja glugga - og hurða- verksmiðju sína í Reykjanesbæ til Lettlands og bíða 34 starfsmenn verksmiðjunnar nú eftir uppsagn- arbréfum sem væntanlega berast þeim fyrir mánaðamót. Endanleg ákvörðun hefur þó ekki verið tek- in: „Við erum búnir að halda fund með starfsmönnunum og gera þeim grein fyrir stöðu mála. Það er mjög líklegt að við verðum að segja fólki upp,“ segir Jón Helgi Guðmundsson, framkvæmda- stjóri BYKO. Líklegt er að gripið verði til þess ráðs að flytja verk- smiðjuna til Lettlands en þar er BYKO þegar með umtalsverða starfsemi og 160 manns í vinnu. „Þar fáum við aðgang að stærri mörkuðum,“ segir Jón Helgi. Glugga - og hurðaverksmiðja BYKO í Reykjanesbæ hefur verið rekin með tapi undanfarin ár og fátt sem bendir til að breyting verði þar á. Jón Helgi segir að ástæðan sé einföld; of lítið sé byggt: „Þá hefur okkur líka geng- ið illa að manna verksmiðjuna þegar vel hefur gengið og meðal annars þurft að grípa til þess ráðs að fá fólk frá Lettlandi til starfa,“ segir framkvæmdastjórinn. Dauft hljóð er í starfsmönnum verksmiðjunnar sem sjá nú fram á atvinnumissi eftir margra ára starf á sama stað. BYKO rekur einnig verslun í Reykjanesbæ með 21 starfsmanni en þar verða engar breytingar á rekstri. eir@frettabladid.is BYKO Of lítið byggt - taprekstur á verksmiðju. Sala Landsbankans: Pólitísku valdi beitt EINKAVÆÐING „Það hafa orðið þau undarlegu hlutverkaskipti að einkabankinn Íslandsbanki er að reyna að tryggja dreifða eignarað- ild í sjálfum sér meðan ríkið ætlar að afhenda sína banka í hendur á ráðandi aðilum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, f o r m a ð u r Vinstri-græn- na. Þar hafi menn haft slæma reynslu af því að ein- stakir aðilar væru orðnir of stórir. „Pó l i t í sku valdi er beitt til að knýja fram þau helm- ingaskipti sem greinilega er orðin samstaða um innan ríkisstjórnarinnar. Það má enginn skilja mig svo að þre- menningarnir séu sérstakir Sjálf- stæðismenn en það leggst þannig í Sjálfstæðisflokkinn að hann vill selja þeim. Þá fær Framsóknar- flokkurinn Búnaðarbankann í stað- inn. Þegar upp er staðið á þetta að ráðast á viðskiptalegum forsend- um en gerir það greinilega ekki.“ Þannig skýri fjármálaráðherra brottfall eins nefndarmanns í einkavæðingarnefnd með því að pólitísku valdi hafi verið beitt. „Berara getur það ekki orðið.“  Sala Landsbankans: Ekki staðið við fyrirheit EINKAVÆÐING „Ég er að vísu einka- væðingarsinni en það eru algjör brigð að selja bankana slíkri sölu og standa ekki við fyrirheit sem gefin voru um dreifða eignar- sölu,“ segir Sverrir Her- mannsson, for- maður Frjáls- lynda flokks- ins. „Það er fráleitt að þessi fyrir- tæki komist und- ir eignarhald eins manns eða fjölskyldu. Það blasir við að þarna eiga menn sem eru tengdir Sjálf- stæðisflokknum að fá Landsbank- ann. Þá er örugglega búið að semja um að afturgengnir SÍS-arar fái Búnaðarbankann.“ „Á sama tíma og Lómatjarnarfrú (Valgerður Sverrisdóttir, viðskipta- ráðherra) hefur áhyggjur af því að sparisjóðirnir verði yfirteknir af voldugum aðila eða að þeirri vald- dreifingu sem þar er verði spillt hefur hún engar áhyggjur af sölu Búnaðarbanka og Landsbanka til einkaaðila. Ég veit að víðsýni fram- sóknarkonunnar er ekki meiri en svo að afstaða hennar til sparisjóð- anna helgast af því að þeir eru flestir í Þingeyjarsýslum. Við þessa ráðstjórn búum við.“  STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Öll þessi vinnubrögð eru fyrir neðan allar hellur. SVERRIR HERMANNSSON Fráleitt að ein fjölskyl- da eignist bankann. Sameinuðu þjóðunum bættist liðsauki: Sviss verður 190. ríkið SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Á þriðju- daginn komst Sviss formlega í hóp Sameinuðu þjóðanna og eru þær nú 190 talsins. Forseti Sviss situr nú Allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna sem hófst í New York á þriðjudaginn og stendur til loka næstu viku. Lítið var um hátíðarhöld í til- efni af þessum tímamótum. Hljómsveit svissneska hersins lék þó þjóðsöng landsins meðan fáni þess var í fyrsta sinn dreginn að hún fyrir framan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York, þar sem fánar hinna 189 ríkjanna blöktu fyrir vindi.  KOMINN Í HÓPINN Kaspar Villiger, forseti Sviss, situr þarna á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Sviss situr þing- ið sem fullgildur meðlimur Sameinuðu þjóðanna. AP /S TE PH EN C H ER N IN VIÐ SENDIRÁÐ BANDARÍKJANNA Í KAUPMANNAHÖFN Danskir sérfræðingar komu til að fjarlægja grunsamlegt bréf með hvítu dufti. Kaupmannahöfn: Óttast miltisbrand KAUPMANNAHÖFN, AP Grunsamlegt bréf með hvítu dufti barst í gær sendiráði Bandaríkjanna í Kaup- mannahöfn. Umslagið var póst- lagt í Frakklandi. Duftið verður rannsakað í Svíþjóð og er niður- staðna að vænta í dag. John-Erik Hansen, sem er yfir- maður stofnunar í Danmörku, sem sér um varnir gegn efna- vopnum, segir að enginn þeirra sem komust í snertingu við duftið hafi fengið sjúkdómseinkenni. Síðastliðið haust urðu bréfa- sendingar með hvítu dufti til þess að valda fólki víða um heim mikl- um ótta við miltisbrand, en reynd- ust flestar vera gabb eitt.  AP /J O H N M C C O N N IC O KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is 59,4% Nei 40,6% Tók borgarstjóri rétta ákvörð- un að fara ekki í framboð? Spurning dagsins í dag: Er rétt að einkavæða banka í eigu ríkisins? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is Já INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Meirihluti telur það rétta hjá henni að halda sig í borgarmál- um og fara ekki í fram- boð til alþingis. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Héraðsdómur hefur hafnað kröfu Baugs um að úrskurða húsleit hjá fyrirtækinu ólögmæta.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.