Fréttablaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 12
12 12. september 2002 FIMMTUDAGURSKÍÐASTÖKK Á LEIÐ TIL SIGURS Veronika Bauer flýgur hér af stökkpallinum á heimsmeistaramótinu í skíðastökki með frjálsri aðferð. Hún sigraði í keppninni. MOLARÍÞRÓTTIR Í DAG 18.30 Sýn Heimsfótbolti með West Union 19.00 Sýn Kraftasport (Sterkasti maður Íslands I) 19.30 Sýn Kraftasport (Sterkasti maður Íslands II) 20.00 Sýn Golfmót í Bandaríkjunum (Air Canada Championship) 22.30 Sýn Kraftasport 23.00 Sýn HM 2002 (Írland - Kamerún) FÓTBOLTI Færeyingar komu á óvart gegn Skotum í undankeppni Evr- ópumótsins á laugardaginn var þegar þeir misstu tveggja marka forystu niður í jafntefli. Henrik Larsen, landsliðsþjálfari Færey- inga, segist ánægður með frammistöðu sinna manna. „Við sköpuðum okkur töluvert af fær- um en skoruðum því miður ekki fleiri mörk. Í seinni hálfleik voru við undir mikilli pressu en áttum samt góða möguleika á að klára leikinn. Það góða við leikinn voru færin. Það eina sem ég er óánægð- ur með er að við skoruðum ekki fleiri mörk.“ Larsen segir erfitt að meta möguleika Færeyinga í und- ankeppninni. Hann segir þá mæta í hvern leik með sigur í huga. „Við erum ekki stærsta þjóð í heimi en erum að nálgast önnur lið í Evr- ópu. Við munum samt reyna ná í eins mörg stig og mögulegt er.“ Landsliðsþjálfarinn segir Þjóð- verja vera með lang sterkasta lið riðilsins. Skotar hafi ekki verið sannfærandi í leiknum á laugar- daginn. Hann segir baráttuna um annað sætið muni standa á milli Skotlands, Íslands og Litháa. Fær- eyingar muni einnig reyna að blanda sér í þá baráttu. „Þjóðverjar eru með mjög sterkt lið. Ef að við myndum missa fjóra eða fimm leikmenn úr hópnum okkar værum við í vond- um málum. Þjóðverjar hafa hins vegar mjög breiðan hóp og það hefur lítil áhrif á liðið þótt nokkr- ir leikmenn detti út úr honum.“ Larsen er danskur og hóf feril sinn með áhugamannaliðinu HIK. Hann lék með Lyngby og FC Köbenhavn áður en hann gerðist atvinnumaður, með Pisa á Ítalíu og Aston Villa á Englandi. Hann var í landsliði Dana sem lagði Þjóðverja að velli í úrslitum Evr- ópumótsins árið 1992. „Þetta var ein stærsta stund landsliðsins. Þetta var skemmtilegt mót og við unnum allar stærstu knattspyrnu- þjóðir heims, Holland, England og Þýskaland. Við töpuðum bara ein- um leik og það var gegn Svíum.“ kristjan@frettabladid.is Íslendingar munu berjast um annað sætið Henrik Larsen er landsliðsþjálfari Færeyinga. Færeyingar eru með Íslendingum í riðli í undankeppni Evrópumótsins. Hann spáir harðri bar- áttu um annað sætið. Vann Evrópumeistaratitilinn árið 1992 með Dönum. FÖGNUÐUR Leikmenn færeyska landsliðsins fagna hér seinna markinu sem John Petterson, fyrrum leikmaður Leifturs, skoraði gegn Skotum. LANDSLIÐSÞJÁLFARI FÆREYINGA Ísland og Færeyjar hafa mæst átján sinn- um á knattspyrnuvellinum. Ísland hefur unnið sautján leiki en einn endaði með jafntefli. Henrik Larsen, landsliðsþjálfari Færeyinga, segir að tími sé kominn á breytingar. Liðin mætast á í júní. Róbert Julian Duranona: Á leið til ÍBV HANDBOLTI Róbert Julian Dura- nona mun væntanlega leika með liði ÍBV á Íslandsmótinu í vetur. Hann á eftir að gangast undir læknisskoðun og standist hann hana skrifar hann undir. Dura- nona verður þó ekki með liði ÍBV þegar það mætir Haukum í fyrstu umferð Íslandsmótsins. Duranona hefur verið búsett- ur erlendis undanfarin ár og lék meðal annars í Þýskalandi og Qatar. Hann hugðist reyna fyrir sér hjá liði í Grikklandi en þar sem samningar náðust ekki ákvað hann að snúa aftur heim.  SKÁK Lið skipað skákmeisturum víðsvegar að úr heiminum lagði úrvalslið Rússlands að velli með 52 vinningum gegn 48 í viðureign sem kölluð hefur verið Einvígi aldarinnar. Svipuð einvígi voru háð á árum áður. Þá var það úr- valslið Sovétríkjanna sem tefldi gegn heiminum. Sovétríkin unnu þau mót frekar auðveldlega og töldu margir að svipað yrði uppi á teningnum í ár. „Ef Sovétríkin væru enn við lýði hefðu þau unnið mótið,“ sagði Alexei Shirov, sem er Letti af rússnesku bergi brotinn en er nú með spænskan ríkisborgararétt. Allir skákmenn heimsliðsins, nema fjórir, komu frá fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna. Fyrir síðustu umferðina hafði úrvalslið heimsins þriggja vinn- inga forskot. Það vann tvær skák- ir í lokaumferðinni, gerðu sjö jafntefli og töpuðu einni. Aðeins Anatoly Karpov hafði betur í viðureign sinni við Nigel Short frá Englandi.  Í ÞUNGUM ÞÖNKUM Garry Kasparov, fyrirliði rússneska liðsins, sést hér í þungum þönkum í viðureign sinni við Vassily Ivanchuk frá Úkraínu. Kasparov tapaði viður- eigninni. Skákmót aldarinnar: Heimurinn lagði Rússland að velli Gerard Houllier, knattspyrnu-stjóri Liverpool, hefur viður- kennt að liðið þurfi að láta af þeirri leiðindaknattspyrnu sem það hefur verið að spila að und- anförnu og taka meiri áhættu. Liverpool hefur ekki tapað leik í úrvalsdeild- inni en gert tvö, 2-2, jafntefli. „Fólk er ekki vant því að Liver- pool fái svo mörg mörk á sig. Liðið hefur hins vegar verið að spila betri sóknar- leik og það er lykillin að ár- angri,“ sagði Houllier. Hann seg- ist jafnframt vera smeykur um varnarlínu liðsins sem hefur ekki verið jafn traust og áður. KRIKKET Atvinnumenn í krikket geta átt von á því að verða teknir í lyfjapróf í fyrsta sinn í sögu íþróttarinnar, á heimsmeistara- keppninni í krikket sem haldin verður á næsta ári. Malcolm Gray, formaður alþjóða krikketsam- bandsins, segir að prófin verði framkvæmd samkvæmt alþjóð- legum reglum. „Það er almennt talin lítil hætta á því að lyf séu not- uð í krikketíþróttinni. Við viljum samt sem áður tryggja það að nafn íþróttarinnar verði ekki svert vegna lyfjanotkunar,“ sagði Gray. Gray segir að allir krikketspil- arar muni á næstunni þurfa að greina frá því hvaða lyf og vítamín þeir taki dags daglega. „Við munum fylgjast náið með mönnum á HM í krikket og ákveða síðan hvort við þurfum að útbúa allsherjar lyfjastefnu fyrir þau lönd sem eru aðilar að krikket- sambandinu,“ sagði Gray.  KRIKKET Þessir kappar gætu þurft að gangast undir lyfjapróf á heimsmeistamótinu í krikket sem haldið verður á næsta ári. Atvinnumenn í krikket: Þurfa að fara í lyfjapróf AP /M YN D Sprengitilboð Þú kaupir 1 kíló af ýsuflökum og færð annað frítt Fiskbúðin okkar Smiðjuvegi, Álfheimum og Lækjargötu Hafnarfirði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.