Fréttablaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 10
Það er erfitt að ímynda sér hverer hugmyndalegur grundvöll-
ur undir þjóðernislega umhverfis-
vernd. Í fyrstu
mætti ætla að um-
hverfisvernd sé
alltaf alþjóðleg;
sammannleg. Um-
hverfisvernd á
þ j ó ð e r n i s l e g u m
nótum hlýtur að
vera álíka ógeðfelld
og mannréttindi
byggð á þjóðernissjónarmiðum.
Það er skrítin mannúð að bera
virðingu fyrir mönnum af ákveðn-
um kynstofni. Jafnvel þótt menn
ræði ekki frekar virðingu sína fyr-
ir mönnum af öðrum stofnum. Það
elska allir sína þjóð. Meira að
segja Hitler. Vandinn er að elska
aðrar þjóðir.
Íslensk intellígensía – ef eitt-
hvað er til sem má kalla því nafni
– hefur alltaf verið þjóðleg fremur
en alþjóðleg. Með öðrum orðum
mætti kalla hana heimóttarlega.
Hún hefur barist harðar gegn er-
lendum áhrifum en bændaforyst-
an. Sjálfsmynd hennar hangir á
ímyndaðri sérstöðu íslensku þjóð-
arinnar, íslensku tungunnar, sög-
unnar og Sagnanna. Hún hefur
ekki nægt sjálfstraust til að lifa í
stórum og síkvikum heimi. Þess
vegna kýs hún litla og einangraða
spildu. Íslenskir menntamenn eiga
þann draum æðstan að verða
efstir í tossabekk.
Íslenska intellígensía gagnaðist
ekkert í baráttu þjóðarinnar á síð-
ustu öld við að losna undan
skömmtun og takmörkunum sem
stjórnvöld lögðu á almenning. Ís-
lenskir menntamenn studdu
stjórnvöld gegn þjóðinni. Á sama
hátt og stjórnvöld vildu verja
hagsmuni sína og þeirra sem þeir
höfðu velþóknun á, vildi íslenska
intellígensían verja sess sinn í
samfélaginu. Til þess þurfti hún
hugmyndalega einangrun. Hún
vissi að hugmyndir hennar stóðust
ekki samkeppni erlendra áhrifa.
Íslenska intellígensían virðist
ekki geta losað sig við þennan
þjóðernisrembing sem hún vandi
sig á. Jafnvel ekki þegar hún vill
tolla í tískunni og hefja baráttu
fyrir ósnertri og ónýttri náttúru. Í
gegnum einstaka frasa úr alþjóð-
legri umhverfisverndarumræðu
gjósa gömlu þjóðernisklisjunar.
Íslenskir menntamenn geta vart
komið saman að ræða umhverfis-
mál án þess að bresta í þjóðsöng-
inn. Og grey Jón Sigurðsson er
skyndilega dreginn til vitnis gegn
nýtingu náttúrunnar og frjálsri
verslun milli landa – sem þó voru
baráttumál hans eins og annarra
nítjándu aldarmanna.
Jón sneri reyndar á íslensku in-
tellígensíuna og hefur aldrei litið
betur út en í álfötunum.
10 12. september 2002 FIMMTUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
skrifar um þjóðernislegar áherslur
íslenskrar umhverfissinna.
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
BRÉF TIL BLAÐSINS
Umhverfisvernd er aldrei þjóðleg
Tvískött-
un er
ranglæti
Guðrún Jörgensdóttir skrifar:
Við síðustu greiðslur frá Trygg-ingastofnun var tekjutrygg-
ing mín og heimilisuppbót lækkuð
um rúmlega helming. Á skýringa-
blaði er þetta leiðrétting sam-
kvæmt síðasta skattframtali.
Mjög nákvæmar reiknikúnstnir
samkvæmt lögum um tekjuteng-
ingu.
Árið 1995 var hætt að taka
skatta af lífeyrisgreiðslum fólks.
Fyrir árið 1995 hafði verið tekinn
yfir 40 prósent skattur af þessum
greiðslum. Við, sem greiddum í
okkar lífeyrissjóði fyrir 1995 ætt-
um ekki að þurfa að borga skatt af
þessum sömu peningum, þegar
við fáum þá endurgreidda í formi
ellilífeyris. Það hefur ekki vafist
fyrir stjórnvöldum að viðhalda
flóknum lögum um tekjutenging-
ar.
Ef vilji væri fyrir hendi gætu
stjórnvöld afnumið þessa tví-
sköttun.
Tvísköttun er ranglæti.
MIAMI, AP Ótrúlega margt fór úr-
skeiðis í forkosningum Demókrata-
flokksins í Flórída, sem haldnar
voru á þriðjudag.
Þetta var í fyrsta
sinn sem reyndi á
nýja kosningakerfið
í Flórída, sem átti að
bæta úr þeim göll-
um sem settu forsetakosningarnar í
uppnám fyrir tveimur árum.
Alls konar vandkvæði komu
upp. Kjörseðlar stífluðu kosninga-
vélarnar eða rifnuðu í þeim. Starfs-
fólki tókst ekki að gera vélarnar
starfhæfar klukkustundum saman.
Að minnsta kosti sex hundruð
manns fóru af kjörstað án þess að
greiða atkvæði. Kjósendur
Demókrataflokksins fengu kjör-
seðla Repúblikanaflokksins í hend-
ur. Og þannig mætti áfram telja.
Jeb Bush ríkisstjóri féllst á að
kjörstaðir yrðu opnir tveimur
klukkustundum lengur en til stóð,
svo bæta mætti úr þessu að hluta
til.
„Það er skömm að þessu,“ sagði
Bush ríkisstjóri, sem er bróðir Ge-
orge W. Bush Bandaríkjaforseta.
„Það er engin afsökun fyrir því að
hafa ekki starfsfólk úr hverfinu til
þess að sjá um kosningar í hverf-
inu. Það er engin afsökun fyrir því
að kveikja ekki á kosningavélun-
um.“
Stjórnvöld í Flórída höfðu lagt
mikla áherslu á að gera allt tilbúið
fyrir þessar kosningar. Eftir skell-
inn mikla árið 2000 voru keyptar
nýjar kosningavélar með snertiskjá
í staðinn fyrir gömlu gatakortin.
Mikil vinna var einnig lögð í að
þjálfa starfsfólk til að sjá um fram-
kvæmd kosninganna. Alls kostaði
þetta stjórn ríkisins 32 milljónir
dala, en allt kom fyrir ekki.
Vandamál komu upp í 14 sýsl-
um, þar af sex af þeim sjö sem
kærð voru eftir kosningamistökin
árið 2000. Þau mistök urðu til þess
að óvissa ríkti vikum saman um
úrslit forsetakosninganna, þar
sem Repúblikaninn George W.
Bush og Demókratinn Al Gore átt-
ust við.
„Þetta er sama sagan upp á
nýtt,“ sagði Terry McAuliffe, for-
maður Demókrataflokksins í Flór-
ída. „Jafnvel áður en kjörstöðum
lokar vitum við að endurbæturnar á
kosningakerfinu í Flórída hafa mis-
tekist.“
Marc Racicot, formaður
Repúblikanaflokksins í Flórída,
segir hins vegar að búast hafi mátt
við einhverjum hnökrum á fram-
kvæmd fyrstu kosninganna eftir
svona viðamiklar breytingar.
Brösulegar kosn-
ingar í Flórída
Alvarleg vandamál komu upp við forkosningar í Flórída, tveimur árum eftir skellinn mikla í síð-
ustu forsetakosningum. Gallaðir kosningaseðlar. Kjósendum vísað frá kjörstað.
SIGUR Í SJÓNMÁLI
Bill McBride virtist í gær ætla að hafa betur gegn Janet Reno, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í forkosningum Demókrata-
flokksins í Flórída. Mistök við framkvæmd kosninganna ullu því að talning atkvæða tafðist verulega. Sigurvegarinn verður frambjóðandi
Demókrataflokksins í ríkisstjórakosningum í nóvember.
Þetta er sama
sagan upp á
nýtt.
AP
/M
YN
D
EFNAHAGSMÁL Vísitala neysluverðs
hækkaði um 0,52% í september.
Sé verð húsnæðis ekki tekið með í
reikninginn hækkaði vísitalan um
0,41% frá fyrra mánuði.
Hækkunin nú er í hærri kantin-
um miðað við spár markaðsaðila
sem fyrirfram höfðu talið hækk-
unina mundu nema á bilinu 0,3 til
0,5%.
Síðastliðna tólf mánuði hefur
vísitala neysluverðs hækkað um
3,1%. Vísitala neysluverðs án hús-
næðis hefur hins vegar hækkað
nokkuð minna, eða um 2,5%.
Undanfarna þrjá sumarmánuði
hefur vísitala neysluverðs hækk-
að um 0,05%. Það jafngildir 0,2%
verðbólgu á ári.
Í frétt frá Hagstofunni segir að
sumarútsölum sé nú víða lokið og
að verð á fötum og skóm hafi
hækkað um 4,5%. Þetta eitt og sér
hækkaði neysluverðsvístöluna um
0,24%. Verð á mat og drykkjar-
vörum hækkaði um 1,0%. Það
hækkaði vísitöluna um 0,15%.
Markaðsverð á húsnæði hækkaði
um 1,5%. Áhrif þess á vísitöluna
voru 0,15%.
Verðhækkanir í september en sumarið kom vel út:
Verðlag breyttist
ekki sumarlangt
ÚTSÖLUM LOKIÐ
Föt hækkuðu um 4,5% milli mánaða.
„Íslenskir
menntamenn
eiga þann
draum æðst-
an að verða
efstir í tossa-
bekk.“
R†MINGARSALA
v/breytinga
30%afsláttur af n‡jum vörum.
Dragtirnar frá LIBRA komnar.
SCALA kvennfatabúð v/Glæsibæ