Fréttablaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 12. september 2002
Frumsýnd 13. september
HAMBORG, ÞÝSKALANDI, AP Lögregl-
an í borginni Hamborg í Þýska-
landi réðst inn í mosku í gær eftir
að vísbending hafði borist um að
að maður væri þar inni að undir-
búa sprengiefni fyrir árás. Þrír
flugræningjanna frá 11. septem-
ber í fyrra bjuggu í moskunni.
Húsið var umkringt af lögregl-
unni og var nærliggjandi götum
lokað í þrjár og hálfa klukku-
stund. Sex manns voru flutt á lög-
reglustöð en þeim sleppt skömmu
síðar. Ekki er vitað hvort maður-
inn sem leitað var að sé meðlimur
í Al-Qaida-hryðjuverkasamtökun-
um. MOSKA
Þýskur lögreglumaður stendur fyrir
utan innganginn að moskunni.
Lögreglan í Hamborg réðst inn í mosku:
Sprengjumanns leitað
AP
/M
YN
D
LÖGREGLUMÁL Jón Steinar Gunn-
laugsson, lögmaður Jóns Geralds
Sullenbergers, segir ekki koma til
greina að þeir tjái sig efnislega
um kæru Jóns Geralds á hendur
forsvarsmönnum Baugs.
„Í þessu máli stendur þannig á
að menn eru hafðir fyrir sökum
um refsiverða háttsemi. Það er í
gangi opinber rannsókn. Tilefnið
er kæra sem kom frá manni sem
ég vinn fyrir. Þeir sem fyrir slík-
um sökum eru hafðir skulu teljast
vera saklausir af þeim þar til þær
hafa sannast með lögfullum
hætti,“ segir Jón Steinar.
Jón Steinar segir að ef hann eða
Jón Gerald myndu fjalla efnislega
um málið í fjölmiðlum væru þeir
komnir út í að rökræða meintar
sakir opinberlega. Þeir væru jafn-
vel lentir í deilum um það hvort
þeir sem eru kærðir séu sekir um
refsiverða háttsemi eða ekki. Það
vilji hann ekki gera og vilji ekki að
sínir umbjóðendur geri:
„Menn eiga að njóta þess réttar
sem lög kveða á um sakleysi þar
til sekt sannast. Þess vegna kemur
ekki til greina að ég fyrir hans
hönd ræði málið efnislega opin-
berlega. Við verðum að sinni að
láta við það sitja að á þjóðinni
skelli einhliða yfirlýsingar frá hin-
um kærðu mönnum,“ segir Jón
Steinar.
LÖGREGLUMÁL Engar upplýsingar
hafa borist um manninn sem talið
er að hafi svipt sig lífi á gisti-
heimili í Njarðvík á mánudag.
Hafa fingraför mannsins verið
send lögreglu beggja vegna Atl-
antshafsins en engin svör borist
til baka. Þá er unnið að því að
finna út banamein mannsins og
lík hans verið flutt til krufningar.
Maðurinn var stöðvaður á
flugvellinum í Keflavík síðastlið-
inn laugardag með danskt vega-
bréf sem reyndist falsað. Hann
kom hingað með Norrænu og var
á leiðinni til Bandaríkjanna. Í
vegabréfi mannsins stóð að hann
væri íranskur og fæddur árið
1964. Leit maðurinn út fyrir að
vera mun eldri og þótti lögreglu
hann ekki geta gefið fullnægjandi
grein fyrir sjálfum sér. Þá fund-
ust í fórum mannsins fjárupphæð
að jafnvirði 500.000 íslenskar
krónur í erlendum gjaldmiðli sem
lögreglan lagði hald á. Var maður-
inn færður í fangageymslur og
úrskurðaður síðan í viku farbann.
Bauðst honum að gista á gisti-
heimili í Njarðvík með þeim fyr-
irvara hann tilkynnti sig reglu-
lega til lögreglu. Þegar misbrest-
ur varð á því fór lögregla á gisti-
heimilið og fann manninn látinn.
Unnið verður áfram að rannsókn
málsins.
REYKJANESBÆR
Talið er að maðurinn hafi svipt sig lífi. Enn hafa engar upplýsingar borist um manninn en
fingraför hans hafa verið send yfirvöldum beggja vegna Atlantshafsins.
Fannst látinn á gistiheimili
Enn ekki vitað
hver maðurinn er
HÖFUÐSTÖÐVAR BAUGS
„Við verðum að sinni að láta við það sitja
að á þjóðinni skelli einhliða yfirlýsingar frá
hinum kærðu mönnum,“ segir Jón Steinar
Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður.
Lögmaður Jóns Geralds Sullenbergers tjáir sig ekki
um Baugsmálið:
Sitjum undir einhliða
yfirlýsingum að sinni
Opnum í dag
glæsilega verslun í verslunarmiðstöðinni
Firði, Hafnarfirði á 2. hæð
Með sængurfatnað, handklæði, flísteppi,
baðsloppa, gjafavörur og margt fleira.
Í tilefni af opnun verslunarinnar erum
við með tilboð á handklæðum með
sérmerkingu, nafni + mynd kr. 1.650
Sími 656 4747