Fréttablaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 16
16 12. september 2002 FIMMTUDAGURHVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA? FUNDIR OG RÁÐSTEFNUR 12.00 Margrét Guðmundsdóttir verður með rabb á vegum Rannsókna- stofu í kvennafræðum. Rabbið nefnir hún Hjúkrunarnám á Ís- landi 1922 til 1930 16.15 Dr. Kerstin Svensson heldur op- inberan fyrirlestur er ber nafnið Social Work in the Criminal Just- ice System í stofu 101 Odda. Sér- svið dr. Svenson innan félagsráð- gjafar er félagsleg endurhæfing í fangelsum og réttarkerfi. 20.00 Tilvera, samtök gegn ófrjósemi, halda aðalfund í Bíósal Hótel Loftleið. Allir sem hafa áhuga á málefnum félagsins eru velkomn- ir. Aðgangur er ókeypis en á fund- inum verður hægt að kaupa veit- ingar. 20.00 Sture Allén, prófessor í málvís- indum, fjallar um Bókmennta- verðlaun Nóbels; Alfred Nobel, arfleifð hans, hvernig verðlauna- hafar eru valdir og viðbrögð við verðlaununum. Sókrates/Comenius tengslaráðstefna „School drop-outs“ hefst í Hótel Borga- nesi. Þátttakendur koma víðs vegar að úr Evrópu og markmiðið er að koma á laggirnar sem flestum skólaþróunarverk- efnum styrkt af Sókrates /Comeníus. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í er- lendum tungumálum gengst fyrir mál- þingi um tungutækni og notkun tölva við tungurannsóknir, þýðingar og tungu- málakennslu. Ráðstefnan hefst í dag og stendur fram á laugardag. 9. Norræna Steinefnaráðstefnan (9th Nordic Aggregate Research Conference) er á Hótel Loftleiðum í Reykjavík, í dag og á morgun á vegum NSG (Nordiska Sten och Grusindustriförbundet). Fjallað er um steinefnaiðnað í víðum skilningi. TÓNLEIKAR 19.00 Alda Ingibergsdóttir, söngkona og Antonia Hevesa, orgelleikari og kórstjóri Hafnarfjarðarkirkju, halda tónleika í Hafnarfjarðar- kirkju til styrktar Kristínar Ingu Brynjarsdóttur og fjölskyldu hennar. 20.00 Kór Flensborgarskólans heldur tónleika í Hafnarborg. Allur ágóði af tónleikunum rennur í sjóð til styrktar Kristínu Ingu Brynjars- dóttur og börnum hennar er lentu í mjög alvarlegu bílslysi fyrir skemmstu. Stjórnandi Kórs Flens- borgarskólans er Hrafnhildur Blomsterberg. SÝNINGAR 20.00 Leikfélagið Þrándur, leikfélag framhaldsskólanna, sýnir farsann Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon í Loftkastalanum. Leik- stjóri er Magnús Geir Þórðarson. OPNUN Erla Þórarinsdóttir opnar myndlistar- sýningu í Iðnó. MYNDLIST OG SÝNINGAR Gullsmíðavinnustofan og verslunin Maríella, Skólavörðustíg 12, hefur hleypt af stokkunum sýningarverkefni í versluninni. Þar er eitt verk eftir þekktan íslenskan listamann hengt upp í mánað- artíma í senn. Fyrsta verk á dagskrá er olíumálverk eftir Eirík Smith, „Abstraktion“ frá 2001. Sýning á verkum Eero Lintusaari skart- gripahönnuðar og Harri Syrjanen gull- smiðs og leðursmiðs sýnir í Listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg. Sýningin verð- ur opin mánudaga til föstudaga frá 10 til 18 og laugardaga frá 11 til 16. Sýning- unni lýkur 25. september. Sumarlok nefnist gluggasýning í Samlag- inu/Listhúsi, Gilinu á Akureyri. Þar sýnir Halldóra Helgadóttir nokkur af þeim málverkum sem hún hefur unnið að á þessu ári. Sýningin stendur til 15. sept- ember. Í Rauða Húsinu á Eyrarbakka sýnir Hafliði Magnússon, rithöfundur og teiknari, sýningu á lituðum teikningum með götumyndum frá Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi. Harpa Rún Ólafsdóttir sýnir í Gallerí Tukt í Hinu húsinu. Í Listasafni ASÍ, Freyjugötu 41 sýnir Guð- rún Hrönn Ragnarsdóttir ljósmyndir og skúlptúr. Í Gryfjunni sýnir Kristveig Halldórsdóttir , myndverk gerð úr rabb- arara sem hún hefur búið til papyrus úr. Einnig sýnir hún ljósmyndir. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14 til 18. Aðgangur er ókeypis. Sýningunum lýkur 22. september. FIMMTUDAGURINN 12. SEPTEMBER FÁTÆKT Kvikmyndagerðarmenn- irnir Sigurður Snæberg Jónsson og Helgi Sverrisson hafa hafið undirbúning að gerð heimildar- myndar um fátækt á Íslandi. Sigurður segir að umræðan um þann hóp fólks sem getur ekki látið enda ná saman aukist á síð- ustu misserum: „Þetta fólk á ekki fyrir mat og þarf að neita sér um læknisþjónustu. Það hef- ur ekki fjárráð til að leyfa börn- unum sínum að taka þátt í tóm- stundastarfi og á erfitt með að fjármagna almenna skólagöngu barna sinna.“ Sigurður segir þá félagana ekki vera efnaða menn en þeim sé þó fyrirmunað að skilja hvernig fólki á lágmarkslaunum tekst að draga fram lífið og upp úr þeim vangaveltum hafi hug- myndin að myndinni sprottið. „Umræðan um fátækt í ís- lensku samfélagi snýst þó oftast um hagtölur. Fólk verður að töl- um og ef það vill svo til að þeir sem búa við fátækt vilja ræða mál sín þá er það jafnan gert undir nafnleynd. Hann segir þetta óneitanlega vekja upp spurningar um hvort það að vera fátækur sé eitthvað sem fólk þurfi að skammast sín fyr- ir. „Við erum þeirrar skoðunar að fólk eigi ekki og þurfi ekki að skammast sín fyrir fátækt og við viljum gera þessa mynd til að veita Íslendingum innsýn í líf þess fólks sem þarf að berjast á hverjum degi við að komast af fjárhagslega.“ Sigurður segir þá félaga ætla að nota vetrarmánuðina til að gera myndina enda hafi þeir ekki síst áhuga á því að sjá hvernig fólk á lágmarkslaunum fer að því að halda jól. „Það myndast alltaf ákveðin stemn- ing á þessum tíma og við viljum hafa hana í forgrunni þó að við séum að sjálfsögðu að horfa á heildarmyndina.“ Hann bætir því við að þeir vilji ekki byggja myndina á sviðsettum dæmum byggðum á hagtölum. Þeir vilji gera raunverulega mynd um al- vöru fólk sem er í þessum að- stæðum. „Við auglýsum því hér með eftir fjölskyldu, eða ein- stæðu foreldri sem þarf að framfleyta fjölskyldu á lág- markslaunum og vill leyfa okk- ur að nota líf sitt sem megin- uppistöðu myndarinnar. Þetta þýðir auðvitað ekki að við ætl- um að fá að búa hjá fólkinu en okkur langar til að fá að fylgjast með daglegu lífi þeirra.“ Áhugasamir geta haft sam- band við þá félaga í símum 899 0157 og 846 4204. thorarinn@frettabladid.is Er hægt að halda jól á lágmarkslaunum? Sigurður Snæberg Jónsson og Helgi Sverrisson hafa fengist við kvik- myndagerð um áratuga skeið. Þeir hyggjast gera heimildarmynd um fá- tækt á Íslandi og leita að fjölskyldu sem vill taka þátt í gerð myndarinnar. SIGURÐUR SNÆBERG JÓNSSON Segir málstað þeirra félaga það góðan að þeir hljóti að geta fjármagnað gerð myndar- innar með styrkjum, sölu til sjónvarpsstöðva og hjálp frá öðrum sem láta sig málefni fátækra varða. Elín Guðmunda Einarsdóttir, nemi. Laxdælu, hún er bara ágæt. BÆKUR Það leynast jafnan athyglis- verðar þýðingar í jólabókaflóðinu innan um alla íslensku titlana. Mál og menning gefur í haust út, Plat- form, nýjustu skáldsögu frakkans Michel Houellebecq. Margir muna sjálfsagt eftir Öreindunum sem kom út í þýðingu Friðriks Rafns- sonar fyrir tveimur árum en með opinskáum ofbeldis- og kynlífslýs- ingum hristi Houllebecq heldur betur upp í bókaflóðinu með sögu sinni af endalokum mannkynsins eins og við þekkjum það. Platform gefur víst Öreindunum ekkert eft- ir þannig að þeir sem kunnu að meta hana eiga von á góðu og hinir vita hvað þeir eiga að forðast. Bjartur stendur, líkt og milljón- ir aðdáenda Harrys Potter, frammi fyrir því að það kemur engin bók um drenginn út fyrir þessi jól. Bjartur mun fylla skarðið sem gullkálfurinn skilur eftir sig í ár með MollyMoon og dáleiðslubók- inni eftir Georgia Byng. Þetta er spennandi ævintýri sem hefur gert stormandi lukku út um víða veröld og Molly þykir líkleg til að veita Potter verðuga samkeppni í framtíðinni. Aðdáendur steinaldarstelpunn- ar Aylu geta hins vegar brosað á ný þar sem Vaka-Helgafell gefur út nýja bók eftir Jean M. Auel í bókaflokknum Börn jarðar. Þjóð bjarnarins mikla var fyrsta bókin í flokknum og nú kemur Hellaþjóð- in út eftir rúmlega áratugar hlé. Hún gerist fyrir 35.000 árum og greinir frá ástum og lífsbaráttu til forna.  Þýddar skáldsögur: Nýjar hetjur, meiri viðbjóður og eldgamall kunningi MOLLY MOON Mun reyna að stytta aðdáendum Harrys Potter biðina eftir fimmtu bókinni um galdrastrákinn. Alfa G ra fí sk a vi nn us to fa n- 8 96 3 70 2 Er Alfa í kirkjunni flinni? Kynntu flér alfa námskei› á heimasí›u okkar, á www.alfa.is NÁMSKEI‹I‹ SEM FER SIGURFÖR UM ALLAN HEIMINN NÁMSKEI‹IN ER A‹ HEFJAST! Mál og menning hefur gefið útnýja ljóðabók eftir Þorstein frá Hamri. Bókin nefnist Meira en mynd og grunnur. Í bókinni er 41 ljóð. Þorsteinn gaf út fyrstu ljóða- bók sína , Í svört- um kufli árið 1958, aðeins 20 ára gam- all, og hefur síðan fest sig í sessi sem eitt fremsta ljóð- skáld þjóðarinnar. Stíll Þorsteins er meitlaður og honum þykir hafa tekist einkar vel að bræða saman hina gömlu ljóðhefð og nýja stefnu módern- ismans. Þorsteinn hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir skáldskap sinn, meðal ann- ars Íslensku bókmenntaverðlaun- in árið 1992 fyrir ljóðabókina Sæ- farinn sofandi. BÆKUR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Leirmótun í Leirkrúsinni Nú er að hefjast okkar sjöunda starfsár. Handmótun-rennsla-rakúbrennsla-glerungagerð Helgar- dag- og kvöldnámskeið Opið verkstæði þriðjudaga og laugardaga. Leirkrúsin Hákotsvör 9, Álftanesi Uppl. og skráning í síma: 564 0607 www.leir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.