Fréttablaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 8
Viðbúnaður á Keflavíkurflug-velli vegna 11. september var
ekki áberandi í gærmorgun. Um-
ferð um hliðin inn á varnarsvæðið
gekk tiltölulega vel fyrir sig. vf.is
Alls sóttu 70 manns stöðu sviðs-stjóra atvinnu- og þróunar-
mála hjá Hafnarfjarðarbæ og 100
manns um stöðu upplýsinga- og
kynningarfulltrúa. Tuttugu manns
sóttu um báðar stöðurnar. fjardar-
posturinn.is
Borgarráð samþykkti í fyrra-dag að taka tveggja milljarða
króna lán hjá DePfa-Bank Europe.
Lánið er tekið til að fjármagna
fjárfestingar Skipulagssjóðs um-
fram áætlun ársins um 1,6 millj-
arð króna og endurfjármögnun
eldri lána um 400 milljónir króna.
Lánið er eingreiðslulán til 10 ára.
8 12. september 2002 FIMMTUDAGURORÐRÉTT
GREEN OG
GAMAN
Jon, this is fish
and chips. You
will forget this
tomorrow - Hann
er mjög skrautleg-
ur í samskiptum.
Jón Ásgeir Jóhannesson um samtal við
Philip Green þar sem hann spurði Green
hvað hann væri að blaðra í fjölmiðlum.
DV, 10. september.
SVO SEM VÉR OG..
Sorry Philip
Baugsmenn við Philip Green þegar hann
fétti af húsrannsókninni hjá Baugi.
Sunday Times, 8. september.
...VORUM SKULDUNAUTUM
How dare you fucking lie to me
Svar Philps Green.
Sunday Times, 8. september.
FJÖLMIÐLAR „Ég hef ekkert á móti
pólitík í sjónvarpi og útvarpi en
svona einhliða áróður brýtur niður
traust almennings á ríkissjónvarp-
inu,“ segir Mörður Árnason út-
varpsráðsmaður um sjónvarpsþátt
Hannesar Hólmsteins Gissurar-
sonar, Hagsælda hrímhvíta móðir,
sem sýndur var í sjónvarpinu í
fyrrakvöld. Hefur Mörður sent
Bjarna Guðmundssyni, fram-
kvæmdastjóra ríkissjónvarpsins
bréf þar sem hann krefst skýringa
á þeirri ákvörðun yfirstjórnar
sjónvarpsins að sýna þátt Hannes-
ar. „Áróðursþáttur af þessu tagi
kallar á skýringar,“ segir Mörður.
Í bréfi Marðar til framkvæmda-
stjóra Ríkisút-
varpsins er óskað
svara við fjórum
spurningum: 1.
Hver voru tildrög
þess að sjónvarpið
keypti þennan þátt
til sýningar? 2.
Hvers vegna var
útvarpsráðsmönn-
um ekki kynntur
þessi þáttur á dag-
skrá? 3. Hver var
kostnaður sjón-
varps af þessum
þætti og hverjir
eru styrktaraðilar eða kostunar-
menn þáttarins? 4. Hyggst sjón-
varpið taka til sýninga fleiri áróð-
ursþætti fyrir Sjálfstæðisflokkinn
í vetur?
„Útvarpsráð á samkvæmt lög-
um að stjórna dagskrá Ríkisút-
varpsins en hefur sem betur fer
treyst starfsmönnum stofnunar-
innar til að gera það fram til þessa.
En þarna fór eitthvað úrskeiðis,“
segir Mörður.
Bjarni Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri ríkissjónvarpsins,
hyggst svara spurningum Marðar
á útvarpsráðsfundi sem haldin
verður næstkomandi þriðjudag:
„Þar er réttur og eðlilegur vett-
vangur fyrir umræðu sem þessa,“
segir Bjarni.
Sjónvarpsþáttur Hannesar
Hólmsteins fjallaði um hvernig Ís-
lendingar geti orðið ríkasta þjóð í
heimi. Hannes er einmitt þessa
dagana í fyrirlestrarferð í þremur
heimsálfum þar sem hann fjallar
meðal annars um efni hins um-
deilda sjónvarpsþáttar.
eir@frettabladid.is
Krefst skýringa
á sjónvarpsþætti
Hannes Hólmstein Gissurarson veldur ólgu með sjónvarpsþætti um
hvernig Íslendingar geti orðið ríkasta þjóð í heimi. Áróðursþáttur sem
kallar á skýringar, segir Mörður Árnason. Framkvæmdastjóri sjónvarps
svarar á útvarpsráðsfundi í næstu viku.
HANNES
HÓLMSTEINN
Reyndi að útskýra
hvernig Íslending-
ar geti orðið rík-
asta þjóð í heimi.
Er nú í hnattferð.
RÍKISÚTVARPIÐ
Mörður Árnason, sem situr í útvarpsráði. vill skýringar vegna sjónvarpsþáttar um skoðanir
Hannesar Hólmnsteins Gissurarsonar.
RAMALLAH, AP Ríkisstjórn Jassers
Arafats sagði af sér í gær, sköm-
mu áður en þing Palestínumanna
hugðist greiða atkvæði um van-
trauststillögu á stjórnina. Arafat
verður að tilkynna þinginu um
ráðherraskipan nýrrar stjórnar
innan tveggja vikna.
„Það hefur orðið trúnaðar-
brestur,“ sagði Salah Taameri,
einn þingmanna sem lengi hefur
verið meðlimur í Fatah, stjórn-
málahreyfingu Arafats. Almenn
óánægja hefur verið með stjórn-
ina og þótti fullvíst að þingið hefði
samþykkt vantrauststillöguna.
Margir ráðherranna hafa verið
sakaðir um spillingu eða þykja
vanhæfir.
Arafat svaraði gagnrýni á
stjórn sína í júní síðastliðnum
með því að bæta við fimm ráð-
herrum. Nýju ráðherrarnir fimm
þykja almennt bæði duglegir og
heiðarlegir, en það dugði ekki til.
Breytingarnar þóttu yfirborðs-
kenndar vegna þess að enginn var
rekinn úr stjórninni.
Í gær boðaði Arafat jafnframt
til kosninga þann 20. janúar, bæði
til þings og forsetaembættis.
Arafat boðar kosningar 20. janúar:
Palestínustjórn sagði af sér
ÞING PALESTÍNUMANNA
Á myndinni má sjá Saeb Erekat ráðherra og Salah Taamari þingmann auk fleiri palest-
ínskra ráðamanna á löggjafarþingi Palestínumanna í Ramallah á Vesturbakkanum. Þingið
kom saman í vikunni og fékk því framgengt að stjórn Arafats segði af sér.
A
P
/N
A
S
S
E
R
N
A
S
S
E
R
Birgðir Máka:
Ríkið setur
fé í vinnslu
afurða
RÍKISSTYRKUR Ríkisstjórnin hefur
veitt Valgerði Sverrisdóttur, iðnað-
ar- og viðskiptaráðherra, heimild
til að leggja 35 milljónir króna í að
vinna verðmæti úr þeim afurðum
sem eru í birgðum Máka eftir
gjaldþrot fyrirtækisins. „Féð skil-
ar sér aftur þegar fiskurinn verður
seldur. Aðrar ákvarðanir í sam-
bandi við nýtt fyrirtæki hafa ekki
verið teknar.“
Stefnt hafði verið að því að 35 af
105 milljónum króna sem fengust
fyrir söluna á Steinullarverksmiðj-
unni á Sauðárkróki yrðu nýttar til
uppbyggingar Máka. Það var skil-
yrðum bundið og gekk ekki eftir.
Dómstólar í Suður Afríku hafaúrskurðað að samkynhneigð
pör hafi rétt á að ættleiða börn.
Suður Afríka er þar með fyrsta
landið í Afríku sem leyfir slíkt.
Níu af hverjum tíu Norðmönn-um eru ánægðir í starfi sínu
og deilum á milli yfirmanna og
starfsmanna þeirra fer fækkkandi.
Þetta kemur fram í nýrri skoðana-
könnun. Níu af hverjum tíu að-
spurðra myndu velja sama starfið
aftur ef þeir fengju að ráða. Þeir
sem svöruðu sögðu vinnudag sinn
gefa sér aukna orku, meira sjálfsá-
lit, betri heilsu og vellíðan fyrir
vel unnið starf.
Byssumaður hóf skothríð á varð-turn við höfuðstöðvar banda-
ríska hersins í Afganistan í gær.
Engan Bandaríkjamanna sakaði,
en byssumaðurinn slapp lítillega
særður eftir að skotið hafði verið á
hann. Atvikið átti sér stað skömmu
áður en minningarathöfn átti að
fara fram vegna hryðjuverka-
árásanna á Bandaríkin.
ERLENT
INNLENT
Heilbrigðisstofnunin
á Suðurnesjum:
Átta vilja
starf fram-
kvæmda-
stjóra
UMSÓKNIR Átta sóttu um starf
framkvæmdastjóra Heilbrigðis-
stofnunarinnar Suðurnesjum sem
auglýst var laust til umsóknar í
ágúst. Aðalsteinn J. Magnússon,
rekstrarhagfræðingur, Jónína A.
Sanders, viðskiptafræðingur
MBA, Óskar J. Sandholt, grunn-
skólafulltrúi, Sigríður Snæbjörns-
dóttir, framkvæmdastjóri, Sigurð-
ur H. Engilbertsson, innheimtu-
stjóri, Skúli Thoroddsen, lögfræð-
ingur, Stella Olsen, skrifstofu-
stjóri, og Valbjörn Steingrímsson,
framkvæmdastjóri.
Heilbrigðisráðherra skipar í
stöðuna til næstu fimm ára að
fenginni niðurstöðu sérstakrar
matsnefndar.
HEILBRIGÐISMÁL Kvartanir eða
kærur til Landlæknisembættis-
ins hafa verið ein á dag að meðal-
tali síðustu tvo árin. Ekki hefur
verið unnin sérstök sundurliðun
á því síðustu fjögur árin í hvaða
lækningagreinum eða heilbrigð-
isstofnunum flest umkvörtunar-
efnin eiga uppruna sinn.
Kvörtunum og kærum til
Landlæknis á milli áranna 1999
og 2000 fjölgaði úr 289 í 372.
Þær beinast meðal annars að
meintum læknamistökum og
samskiptaerfiðleikum við
lækna. Um þriðjungur erinda
vegna læknamistaka hefur að
mati Landlæknis reynst eiga við
rök að styðjast.
Að sögn Hauks Valdimarsson-
ar, aðstoðarlandlæknis og fram-
kvæmdastjóra kvartana- og
kærusviðs, hefur embættið að-
eins að einu leyti sundurliðað
gögn undanfarinna ára. Kannað
hafi verið hvernig þróunin hefði
verið á Landspítalanum-Há-
skólasjúkrahúsi. Í ljós hafi kom-
ið að þrátt fyrir hina miklu aukn-
ingu í kvörtunum almennt hafi
kærum og kvörtunum vegna
verka Landspítalans ekki fjölg-
að. Aukninguna megi því rekja
til annarra heilbrigðisstofnana
og lækningastofa.
Haukur segir fyrirliggjandi
tölur bendi til þess að heldur hafi
dregið úr kvartanatíðninni miðað
við fjöldann síðustu tvö árin.
Kærur og kvartanir til Landlæknisembættisins:
Fleiri læknakærur
utan Landspítalans
Ísland og Færeyjar:
30 milljónir
til að auka
samskipti
SAMSTARF Sturla Böðvarsson, sam-
gönguráðherra, og Bjarni Djur-
holm, atvinnumálaráðherra Fær-
eyja, hafa undirritað samkomulag
til þriggja ára um að auka ferðalög
og önnur samskipti milli landanna.
Mun hvort land um sig leggja tíu
milljónir króna árlega til verkefnis-
ins. Hluti af samstarfinu felst í því
að styrkir verða veittir hópum, ein-
staklingum og fyrirtækjum til
ferðalaga á milli landanna. Einnig
er komið upp samstarfi milli ís-
lenskra og færeyskra skóla.