Fréttablaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 13
13FIMMTUDAGUR 12. september 2002 MOLAR FÓTBOLTI Freddie Ljungberg, mið- vallarleikmaður Arsenal, virðist vera búinn að jafna sig af meiðsl- um sem hafa hrjáð hann frá því á heimsmeistaramótinu í Suður- Kóreu og Japan. Hann lék með æfingaleik gegn Reading Rovers og kenndi sér ekki meins. Arsenal vann leikinn með þremur mörk- um gegn engu. „Ljungberg virðist vera ná sínu fyrra formi og verður vænt- anlega til í slaginn innan nokkurra vikna,“ sagði Joe Gamble, mið- vallarleikmaður Reading. „Hann þarf nokkra leiki í viðbót til að komast í leikform en hann var mjög kraftmikill í leiknum.“  Freddie Ljungberg: Styttist í endurkomu Svíans FREDDIE LJUNGBERG Sænski miðvallarleikmaður Arsenal fór mikinn á síðasta tímabili. Hann er að jafna sig af meiðslum. GLÍMA Yokozuna Takanohana fagn- aði sínum þriðja sigri á Autumn Grand mótaröðinni í Súmóglímu í gær. Hann lagði Miyambiyama að velli í úrslitaglímu og tryggði sér þar með efsta sæti mótaraðarinn- ar. Takanohana hafði verið frá í síðustu sjö mótum vegna hné- meiðsla. Í mongólsku mótaröðinni sigr- aði nýliðinn Asashoryu þegar hann fleygði Kyokutenho, sem er þriðji á styrkleikalistanum, út úr hringn- um á sannfærandi hátt. Asashoryu er þar með efstur á mótaröðinni og hefur ekki tapað glímu.  Súmóglíma: Ósigraður nýliði HARKAN SEX Asashoryu lendir hér ofan á andstæðingi sínum í mongólsku Súmó-glímumótaröðinni. Asashouryu er efstur í sínum flokki og hefur ekki tapað viðureign. HENRY Thierry Henry skoraði sigurmarkið í 2:1 sigri Arsenal gegn Manchester City á Highbury. Sýndi skilaboð undir keppnistreyju: Henry sleppur við sekt FÓTBOLTI Thierry Henry, framherji Arsenal, verður ekki sektaður af enska knattspyrnusambandinu fyrir sýna skrifuð skilaboð undir keppnistreyju sinni, eftir að hann skoraði sigurmarkið gegn Man- hcester City í fyrrakvöld. Á boln- um sem hann var í innan undir treyjunni stóðu skilaboðin: „fyrir nýfædda barnið.“ Talið er að skilaboðunum hafi verið beint til góðvinar Henry, Sharleen Spiteri, söngvara hljómsveitarinnar Texas, sem eignaðist barn á dög- unum. Samkvæmt nýjum reglum Al- þjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, er leikmönnum óheimilt að sýna skilaboð undir treyjum sín- um. Enska knattspyrnusambandið ætlar að bregðast við með því að senda Henry bréf þar sem hann er minntur á nýju reglugerðina og hvattur til að endurtaka ekki at- hæfið. „Það var greinilega hlýr hugur á bak við skilaboðin og við skiljum það. Samt sem áður er þetta brot á alþjóðlegum reglum og þess vegna þurfum við að minna hann á það,“ sagði talsmað- ur enska knattspyrnusambands- ins.  Ítalski boltinn mun loks byrjaað rúlla á ný á laugardaginn kemur eftir óvissuástand í úr- valsdeildinni. Úrvalsdeildar- keppninni var frestað þar sem ekki var búið að semja um sýn- ingar frá leikjunum. Átta félög höfðu hótað að draga sig úr kepp- ni þar sem ekki hafði náðst sam- komulag um greiðslur til þeirra. Samningar tókust hins vegar og loks ljóst að boltinn fær að rúlla, mörgum til mikillar gleði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.