Fréttablaðið - 30.09.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.09.2002, Blaðsíða 4
4 30. september 2002 MÁNUDAGURKJÖRKASSINN Manndrápið á Klapparstíg: Er fórnarlamb kerfisins LÖGREGLUMÁL Steinn Ármann Stef- ánsson, sem grunaður er um að hafa stungið mann til bana í íbúð á Klapp- arstíg í Reykjavík á fimmtudags- kvöld, var í Héraðsdómi Reykjavík- ur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. nóvember. Honum var einnig gert að sæta geðrannsókn. Steinn kom fyrir dómara á föstudagskvöld. Hann tjáði sig lítið fyrir dóminum og játaði ekki morðið. Steinn Ármann Stefánsson, sem er 36 ára, á að baki alvarlegan sakafer- il sem oftar en ekki tengjast fíkni- efnaneyslu.Viðmælendum blaðsins ber saman um að þar fari geðsjúkur einstaklingur sem hafi velkst lengi um í kerfinu en ekki fengið þau úr- ræði sem séu nauðsynleg. Steinn Ármann hefur hlotið dóma fyrir alvarleg ofbeldisbrot, þjófnaði og fleira. Þyngsta dóminn hlaut hann í því sem kallað hefur verið stóra kókaínmálið. Þar var hann dæmdur í sjö ára fangelsi fyr- ir alvarlega líkamsárás, fíkniefna- brot og brot gegn valdstjórninni. Hann ók á lögreglubíl í æðisgengn- um flótta og slasaði tvo lögreglu- menn, þar af annan hættulega. Þá lagði Steinn til lögreglumanna með eggvopni þegar þeir hugðust hand- taka hann. Steinn afplánaði tvo þriðju hluta dómsins en var veitt reynslulausn í 2 ár á eftirstöðvum dómsins, 840 dögum. Í maí 1998, rúmu ári eftir að honum var veitt reynslulausn, var Steinn sakfelldur fyrir hegningarlagabrot sem varðað getur allt að 8 ára fangelsi. Dómari í því máli ákvað hins vegar, með hlið- sjón af andlegri vanheilsu Steins, að skilorðsbinda refsingu fyrir hið nýja brot og láta þar með reynslu- lausnina standa. Steinn hefur síðan litla sem enga hjálp fengið en velkst um í kerfi sem virðist úrræðalaust gagnvart geðsjúkum fíkniefnaneyt- endum. Maðurinn sem Steinn Ármann er talinn hafa banað hét Bragi Ólafs- son. Hann var fæddur 17. nóvember 1936. Bragi var ókvæntur en lætur eftir sig uppkomin börn.  SAMKEPPNIN VIÐ FLUGLEIÐIR Air Viking Hóf leiguflug fyrir ferðaskrifstofur og til stórborga erlendis árið 1976. Félagið var stórlega undirfjármagnað og varð gjald- þrota 1979. Iscargo Félagið flaug með farþega til Amsterdam nokkrar ferðir sumarið 1981. Arnarflug Nokkrir aðstandendur Air Viking tóku sig saman um stofnun Arnarflugs, sem í fyrstu var rekið sem leiguflugfélag. Árið 1982 sótti félagið um leyfi til áætlunar- flugs. Var það veitt með því skilyrði að félagið yfirtæki skuldir Íscargo, sem þá voru rúmar 160 millj. kr. Flugleiðir höfðu einkaleyfi á því að fljúga til vinsælustu áfangastaða austan hafs og vestan. Arnarflug fékk því aðeins leyfi til að fljúga til borga sem Flugleiðir þjón- uðu ekki. Fyrstu tvö árin flaug félagið til Amsterdam, Düsseldorf og Zürich, en bætti síðan Hamborg við. Þessar borgir voru langt því frá að vera eftirsóttar af ferðafólki, en Arnarflug lagði í mikla markaðssókn og tókst ágætlega að koma Amsterdam á kortið. Árið 1985 gerðist Arnarflug umsvifamikið í pílagrímaflugi. Þar voru hins vegar gerðir samningar þar sem mikil áhætta féll á félagið og svo fór að lokum að gríðarlegt tap af pílagrímafluginu, ásamt vöggugjöfinni frá Íscargo, leiddi til gjald- þrots Arnarflugs árið 1990. Atlantsflug Hóf leiguflug fyrir ferðaskrifstofur 1991 og starfaði í eitt og hálft ár. Töldu for- ráðamenn félagsins að samgönguráðu- neytið hefði brugðið fæti fyrir það að ósekju. Emerald Air Flaug áætlunarflug milli Belfast og London 1994. Skipt var um flugvél og áhafnir þjálfaðar, en vélin stóð í tvo mánuði og fékk aldrei leyfi breskra flug- yfirvalda til að fljúga til London. Lífeyris- sjóður bænda tók þátt í ævintýrinu og beið hnekki af. Nokkrar ferðir voru farnar milli Íslands og Belfast og svo ekki sög- una meir. Arctic Air Sett saman úr leyfunum af Emerald Air, illa undirbúið og með skömmum fyrir- vara. Fór 7 eða 8 ferðir til Íslands og lagði síðan upp laupana. SAS Áætlunarflug SAS hóf áætlunarflug til Íslands árið 1988 og flaug þrisvar sinnum í viku til Kaupmannahafnar. SAS hætti þessu flugi eftir að hafa samið við Flugleiðir um að fá tengiumferð um Kaupmannahöfn í staðinn. Flugfrelsi Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir Landsýn hóf reglubundið leiguflug til Kaup- mannahafnar og London sumarið 1999. Flogið var með Boeing 747-júmbóþotu frá Atlanta tvisvar í viku til Kaupmanna- hafnar og einu sinni í viku til London. Veikleiki þessa verkefnis var sá að mjög marga farþega þurfti til að hvert flug stæði undir sér og ferðatíðni var of lítil fyrir stóran hóp ferðamanna, einkum til London. Vegna stærðar vélarinnar varð nýting ekki sem skyldi og dæmið gekk ekki upp. Íslandsflug og Atlanta Félögin hafa aldrei staðið að áætlunar- flugi eða leiguflugi á eigin vegum milli Íslands og annarra landa. Þau hafa hins vegar lagt íslenskum ferðaskrifstofum og öðrum aðilum flugvélar í margvíslegt leiguflug. Erlend félög Nokkur erlend flugfélög stunda farþega- flug hingað til lands yfir sumartímann. Sem dæmi má nefna LTU, sem flýgur nokkrum sinnum í viku milli Íslands og Þýskalands. Svo lág ferðatíðni er ekki tal- inn grundvöllur þess að geta veitt alvöru samkeppni í millilandaflugi. GO flaug hingað í áætlunarflugi að sumarlagi árin 2000 og 2001 en hætti svo. Sú skýring hefur verið gefin á brotthvarfi GO að af- greiðslugjöld á Keflavíkurflugvelli hafi verið svo há. Hin raunverulega skýring er sú að GO flaug hingað á næturna, en ákvað að hætta öllu næturflugi sínu vegna mikils kostnaðar. Það er síðan mun arðbærara fyrir GO að fljúga styttri leiðir á meginlandi Evrópu yfir daginn heldur en að fljúga til Íslands á daginn. Hillir undir breytingar á flugi til og frá landinu: Samkeppnin í millilandaflugi SAMGÖNGUR Fundir Jóhannesar Georgssonar, fyrrum forstöðu- manns SAS-flugfélagsins á Ís- landi, við aðila í London um þessa helgi geta skorið úr um hvenær af stofnun nýs flugfélags verður hér á landi; flugfélags sem keppti við Flugleiðir í áætlunar- flugi til og frá landinu. Flugleiðir hafa haft litla sem enga sam- keppni í þessu flugi í 12 ár eða allt frá því að Arnaflug varð gjaldþrota 1990. Jóhannes Georgsson og félag- ar hafa legið yfir útreikningum og staðið í undirbúningi á þriðja ár og nú síðustu mánuðina í samningaviðræðum við erlenda flugrekstraraðila. Sér nú fyrir endann á þeim samningum en hugmyndin um nýtt flugfélag byggir á gjörbreyttu samkeppn- isumhverfi sem varð til er Ís- lendingar gerðust aðilar að Evr- ópska efnahagssvæðinu. Áður fyrr höfðu Flugleiðir einkarétt til flugs til þeirra staða sem arð- vænlegastir voru en nú getur í raun hver sem er flogið þangað. Það er mat Jóhannesar Georgs- sonar og samstarfsmanna hans að saga þeirra sex flugfélaga sem stofnuð hafa verið hér á landi á síðustu árum og öll lagt upp laupana hefði orðið önnur ef nú- verandi samkeppnisumhverfi hefði verið til staðar á þeim tíma. Á það er veðjað þegar nýtt flug- félag verður stofnað.  Á FLUGI Margra ára undirbúningsvinna getur gjörbreytt flugumhverfi og ferðalögum Íslendinga. Framsókn í Norðvesturkjördæmi: Herdís vill 2. sætið FRAMBOÐ Herdís Á. Sæmundar- dóttir á Sauðárkróki sækist eftir öðru sæti á lista Framsóknar- flokksins í Norðvesturkjör- dæmi. Hún var bæjarfulltrúi og varamaður í sveitarstjórnum Sauðárkróks og sveitarfélagsins Skagafjarðar í samtals 12 ár og leiddi lista Framsóknarmanna á síðasta kjörtímabili. Þar með hafa fimm gefið sig upp fyrir prófkjör Framsóknarflokksins í kjördæminu sem fram fer 16. nóvember.  BRUNINN Í FÁKAFENI 10-20 milljónir í viðgerð á listaverkum. Danskur forvörður metur listaverkin úr Fákafens- brunanum: Öll skemmd - nokkur ónýt BRUNATJÓN Listasafn Reykjavíkur fékk hingað til lands danskan for- vörð til að meta skemmdir á lista- verkum sem urðu illa úti í elds- voðanum í Fákafeni í sumar. Nið- urstaða Danans liggur nú fyrir: „Öll verkin eru eitthvað skemmd og nokkur alveg ónýt,“ segir Eiríkur Þorláksson, for- stöðumaður Listasafns Reykja- víkur. „Fjögur til fimm verk, sem gerð voru úr viðkvæmum efnum, eyðilögðust alveg en allt annað er viðgerðarhæft,“ segir hann. Meðal listamanna sem áttu verk sem eyðilögðust í eldsvoðan- um í Fákafeni eru þau Svava Björnsdóttir, Finnbogi Pétursson og Ívar Valgarðsson. „Ákvarðanir um viðgerðir á listaverkunum verða teknar í samráði við þá listamenn sem þarna eiga verk og eru enn ofan jarðar,“ segir Eiríkur Þorláksson og áætlar að viðgerðarkostnaður- inn geti numið 10-20 milljónum króna.  Neyðarástand í vistun geðveikra Mál mannsins sem grunaður er um morðið á Klapparstígnum hefur þvælst um í kerfinu lengi. LÖGREGLUMÁL Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar, segir neyð- arástand ríkja vegna úrræðaleys- is heilbrigðiskerfisins í málum geðsjúkra. Mál Steins Ármanns Stefánssonar, sem grunaður er um að hafa stungið mann til bana í íbúð á Klapparstíg í Reykjavík á fimmtudagskvöld, hafa velkst í kerfinu lengi án nokkurrar úr- lausnar. Sigursteinn segir mál af svipuðu tagi koma inn á borð Geð- hjálpar í hverri viku. „Ástandið verður óviðunandi þangað til stjórnvöld horfast í augu við vandann og taka á honum. Mála- flokkurinn heyrir undir heilbrigð- isráðuneytið en spjótin standa einnig á félags- og dómsmálaráð- herra. Það er auðvitað ríkisstjórn- arinnar allrar að leysa málið. Stjórnin hefur lýst því yfir að sér- stök áhersla verði lögð á málefni geðveikra en enn hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að menn ætli að standa við þau orð.“ Sigursteinn segir það hörmu- legt að horfa upp á mál geðveikra enda með hörmungum og það sé ómögulegt að geðsjúkir afbrota- menn séu vistaðir í fangelsum. Hann telur Þorstein A. Jónsson, forstjóra Fangelsismálastofnun- ar, ekki eiga eftir að uppskera miklar þakkir frá dómsmálaráð- herra fyrir að lýsa því yfir að Steinn Ármann Stefánsson hefði átt að vera undir eftirliti en hann hafi ekki fengið nauðsynlega þjónustu á stofnunum. „Okkur er kunnugt um að Fangelsismála- stofnun eigi í vandræðum með að vista geðveika. Þeim finnst þetta alveg jafn hræðilegt og okkur hin- um en úrræðaleysið er slíkt að stofnunin neyðist til að vista geð- veikt fólk í fangelsum.“ Elsa B. Friðfinnsdóttir, aðstoð- armaður heilbrigðisráðherra, seg- ir það rétt að það komi fram í stefnuyfirlýsingu forsætisráð- herra að leggja beri áherslu á geð- heilbrigðismál. „Fjárveiting til málaflokksins var aukin um 40 milljónir króna í kjölfarið en megnið af þeim peningum fóru í fyrirbyggjandi aðgerðir, þannig að það getur vel staðist að Sigur- steinn hafi ekki orðið var við þetta í þjónustu stofnana.“ Elsa segir vonast til þess að gagnrýni Geðhjálpar verði til þess að dómsmálaráðuneytið, Fangelsismálastofnun, heilbrigð- isráðuneytið og sveitarfélögin vinni nánar saman að lausn á vist- unarvandamálum geðsjúkra af- brotamanna. thorarinn@frettabladid.is VETTVANGUR Það var í þessu húsi sem Braga Ólafssyni var ráðinn bani. SIGURSTEINN MÁSSON Segir spjótin fyrst og fremst beinast að heilbrigðisráðuneyt- inu en félags- og dómsmálaráðuneytið verði einnig að taka á málinu sem ríkisstjórninni ber að leysa. Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is 72,3% Nei 27,7% Verða Evrópumálin kosninga- mál? Spurning dagsins í dag: Fylgist þú með íslenskum handbolta? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is Já ALÞINGI Flestir segja Evrópumálin verða kosningamál.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.