Fréttablaðið - 30.09.2002, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 30.09.2002, Blaðsíða 21
SUMARÁST, HJARTA MITT BRANN... John Travolta og Olivia Newton John syng- ja hér lagið Sommer lovin í tilefni þess að söngvamyndin Grease var gefin út á DVD. Þau léku sem kunnugt er aðalhlutverkin. Sýning um þróun kvenna: Konum meinaður aðgangur ENGLAND Listamaðurinn og gallerí- eigandinn George Harrison í Sund- erland á Englandi ætlar að halda sýningu í október sem hann kallar Konur í 40 ár, og á að sýna þróun kvenna undanfarna fjóra áratugi. Harrison ætlar að banna konum aðgang að sýningunni af því hann vill að karlmenn geti verið þar óá- reittir og segir að eina leiðin til að þeir fái að vera í friði sé að úthýsa konum. Sýningin, sem opnar 26. október, sýnir meðal annars konur spila fótbolta, strippa og drekka „stóra bjóra,“ sem enn þykir afar ókvenlegt í Bretlandi. „Konur verða æ karlmannlegri,“ segir Harrison. „Ég veit að ég á eftir að móðga margar konur, en mér er al- veg sama. Ég á þetta gallerí og get gert það sem mér sýnist.“ Konur í Sunderland hafa lýst því yfir í við- tali við BBC-útvarpsstöðina að þær hafi engan áhuga á sýningu Harrisons.  Moby: Mótmælir aðgerðum Bush gegn Írak FÓLK Tónlistarmaðurinn Moby hefur greint frá því á heimasíðu sinni að hann styðji ekki aðgerðir Bush Bandaríkjaforseta. Hann segist ein- nig hafa óþægilegan grun um að ástæður Bush fyrir innrás á Írak séu af öðrum toga en forsetinn gef- ur upp í fjölmiðlum. „Mér finnst tímasetningin óþægileg,“ skrifar hann á síðunni. „Hún er óþægileg vegna væntan- legra þing- og ríkisstjórakosninga. Ef George W. er svona staðráðinn í því að koma Saddam Hussein frá völdum af hverju lagði hann ekki áherslu á það fyrir ári? Af hverju lagði hann ekki áherslu á það þegar hann var að bjóða sig fram til for- seta? Af hverju lagði hann ekki áherslu á það þegar hann var ríkis- stjóri Texas? Af hverju er hann bara núna að einbeita sér að stríði gegn Írak? Það að hann sé að gera þetta rétt fyrir kosningar finnst mér óþægilegt. Illska Saddams Husseins hefur ekkert aukist á síð- ustu mánuðum. Hún hefur ekkert stigmagnast á þeim 20 árum sem hann hefur verið við völd. Og að ekki sé minnst á tengsl Bush og Cheney við olíuiðnaðinn og þá stað- reynd að í Írak eru fullt af óvirkjuð- um olíuauðlindum.“ Moby er ekki eina dægurhetjan sem notar frægð sína til þess að mótmæla aðgerðum gegn Írak. Damon Albarn, söngvari Blur, og liðsmenn Massive Attack hafa gert sitt til þess að vekja landa sína til umhugsunar.  GOSI Á ÍTALÍU Ítalski leikarinn Roberto Benigni fer með hlutverk Gosa í samnefndri mynd. Þetta veggspjald var kynnt á blaðamannfundi síðastliðinn föstudag. BUSH BANDARÍKJAFORSETI Moby hefur alla tíð verið mikill andstæð- ingur hans. Calista Flockhart: Herramenn í útrýming- arhættu FRÆGA FÓLKIÐ Leikkonan Calista Flockhart segist hafa fundið mann drauma sinna í kærastanum sínum honum Harrison Ford. Hún þvertekur fyrir það að hinn sextugi Ford sé of gam- all fyrir sig. „Hann er alvöru karlmaður á og svoleiðis menn eru í útrýming- arhættu. Hann er gáfaður, fyndinn og ver- aldarvanur, nú- tíma Cary Gr- ant.“ Hún heldur svo lofræðunni áfram og segir: „Hann var hasarhetjan mín og nú er hann alvöru hetjan mín. Ég er ótrúlega heppin. Hvaða kona sem er myndi glöð vilja hafa hann upp á arminn. Ég er ekki bara ham- ingjusöm heldur þakklát líka.“  HARRISON FORD Hefur heillað Ally McBeal upp úr skónum enda herramaður af gamla skólanum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.