Fréttablaðið - 30.09.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.09.2002, Blaðsíða 6
8 30. september 2002 MÁNUDAGUR INNLENT SKIPULAG „Þetta er merkilegt verk- efni sem er bæði stórt og flókið. Það hefur verið lögð í það mikil vinna og það er enginn vafi á því að við náum að setja fram áætlan- ir og stöndum við samninginn,“ segir Árni Páll Árnason, lögmaður Sigurjóns Sighvats- sonar og Sigurðar Gísla Pálmasonar. Þeir keyptu Eiða ásamt drjúgum hluta lands þar um- hverfis af sveitar- félaginu Austur- Héraði á alls 46 milljónir króna í júní fyrra. Sú upphæð miðuð við að þeir nýti sér til fulls kauprétt sem þeir tryggðu sér í fyrra. Tillögur Sigurjóns og Sigurðar Gísla um framtíðarnýtingu eign- anna eiga að liggja fyrir áður en októbermánuður er á enda. Með kaupunum skuldbundu sig til að leggja að minnsta kosti 75 milljónir króna af eigin fé til upp- byggingar á staðnum. Á þeim hvíl- ir einnig sú skylda að leggja fram rekstraráætlun fyrir „mennta- og menningarsetur“ á Eiðum. Það er þessi áætlun sem beðið er. Lítið hefur spurst út um fyrir- ætlanir tvímenninganna sem komu upp sérstökum starfshóp utan um verkefnið. Þess má geta að ríkið hefur uppi áform um menningarhús á Héraði sem tengj- ast á sviðslistum. Eiðamenn eru sagðir hafa sýnt því áhuga að þeir- ri starfsemi yrði valinn staður á eign þeirra. Þá hefur því jafnvel verið fleygt að staðurinn henti sem hvíldar- og hressingarathvarf fyr- ir dægurhetjur úr kvikmyndaiðn- aðinum í Los Angeles. Árni Páll segir að þó tíminn sem hafi verið til stefnu til að móta áætlunina fyrir Eiða hafi verið í allra stysta lagi, eða fimmtán mán- uðir, muni hún liggja fyrir í tilsett- um tíma. Hann segir ekki tíma- bært að greina frá þeim ákvörðun- um sem þegar hafa verið teknar. Flugleiðahótelin hafa rekið sumarhótel á Eiðum sem leigutaki bygginganna. Samningur er um framhald á því fyrir tvö næstu sumur. gar@frettabladid.is Beðið eftir áætlun um framtíð Eiða Lítið hefur spurst um áformin. Eigendurnir eru sagðir áhugasamir um að menningarhúsi á vegum ríkisins verði valin staður á Eiðum. Því hef- ur verið fleygt að staðurinn verði afdrep fyrir dægurhetjur úr heimi kvikmyndagerðarmanna í Hollywood. SIGURJÓN SIGHVATSSON ER ANNAR EIGANDI EIÐA Kynna á rekstraráætlun mennta- og menningarseturs á Eiðum fyrir lok október. „Það er enginn vafi á því að við náum að setja fram áætlanir og stöndum við samninginn,“ segir Árni Páll Árnason, lögmaður Sigurðar Gísla Pálmasonar og Sigurjóns Sighvatssonar sem keyptu Eiða í fyrra. Flugleiðahót- elin hafa rekið sumarhótel á Eiðum sem leigutaki bygg- inganna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Formaður VR: Mikið um uppsagnir ATVINNUMÁL „Það sem við höfum heyrt gefur til kynna að það sé mikið um uppsagnir núna um mánaðamótin,“ segir Gunnar Páll Pálsson, formaður Verslunar- mannafélags Reykjavíkur. Hann segir að starfsfólk félagsins hafi undanfarið orðið vart við að óvenju margir leiti ráðlegginga um rétt sinn vegna uppsagna. Sé það til vísbendingar um að fyrir- tæki séu að segja fólki upp nú um mánaðamótin en uppsagnirnar komi til framkvæmda um áramót. „Við héldum að við værum búin að ná botninum,“ segir Gunnar Páll. Frekari uppsagnir hljómi ekki vel. Þó megi vona að þær komi ekki allar til framkvæmda.  NORÐURLJÓS Veðjar uppá nýtt. Þremur útvarpsstöðvum lokað: Styrkja Sögu og Bylgjuna FJÖLMIÐLAR Útvarpssvið Norður- ljósa hefur ákveðið að loka þrem- ur útvarpsstöðvum og nota senda þeirra til að styrkja Útvarp Sögu og Bylgjuna víða á landsbyggð- inni: „Það missir engin vinnuna við þetta. Stöðvarnar voru allar sjálf- virkar og þar vann engin maður,“ segir Jón Axel Ólafsson, útvarps- stjóri Norðurljósa, en stöðvarnar sem lagðar verða af eru Klassík FM, jassstöð og Vitund FM. „Við erum að endurskipuleggja dreifi- kerfi okkar og styrkja þær stöðv- ar sem við veðjum á,“ segir Jón Axel og á þar við Útvarp Sögu og Bylgjuna.  SPURNING DAGSINS Er vínmenning á Íslandi? Nei, en hluti af þjóðinni kann þó að fara með áfengi. Kristín Sigurðardóttir. 58 ára. Fyrstu námsmannaíbúðirnar íGarðabæ voru afhentar leigj- endum í gær. Börn námsmanna sem flytja í íbúðirnar fengu gjaf- ir við sama tækifæri. Seyðisfjörður: Útlendingar í Herðubreið AUSTFIRÐIR Talið er að hátt í tvö þúsund Austfirðingar hafi mætt á þjóðahátíð sem haldin var í fé- lagsheimilinu Herðubreið á Seyð- isfirði á laugardaginn. Á þjóðahá- tíðinni voru samankomnir útlend- ingar af margs konar þjóðerni sem eiga það sameiginlegt að hafa sest að á Austurlandi. Voru þeir með bása og kynningar á ýmsu sem tengist heimahögum þeirra og varð af mikil skemmtan og fróðleikur í bland. Þjóðahátíðin fór hið besta fram en mikil um- ferð var á Seyðisfirði á meðan á henni stóð.  Byggðastofnun: Auglýst eftir forstjóra BYGGÐASTOFNUN Starf forstjóra Byggðastofnunar hefur verið aug- lýst laust til umsóknar. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstöðumaður lög- fræðisviðs Byggðastofnunar hef- ur gegnt starfi forstjóra frá því Theodór Bjarnason, hætti eftir deilur við stjórnarformanninn Kristinn H. Gunnarsson, sem lét af stjórnarformennsku í kjölfarið. Lög kveða á um að skipað sé í starfið til fimm ára en þessa er ekki getið sérstaklega í auglýsing- unni. Meðal ríkisstjórnarflokk- anna hafa menn hreyft þeirri hug- mynd að rétt væri að afnema fimm ára ákvæðið, að minnsta kosti varðandi ákveðnar stofnan- ir. Umsóknarfrestur um stöðu for- stjóra Byggðastofnunar er til 14. október en nýjum forstjóra er ætlað að taka við um næstu ára- mót.  LONDON, AP Anna, prinsessa Breta, og eiginmaður hennar Tim Laurence hafa verið sótt til saka á grundvelli laga um hættulega hunda. Hundur þeirra réðst á par í almenningsgarði. Talsmaður Buckinghamhallar staðfesti að hjónin ættu að mæta fyrir rétt í East Berksire vegna málsins. Há- marksdómur fyrir brot af þessu tagi er fimm þúsund punda sekt og sex mánaða fangelsi. Auk þess getur dómstóllinn látið lóga hund- inum og svipt þau hjónakorn rétt- inum til að halda hund. Að sögn blaðsins Mail on Sunday átti atburðurinn sér stað í júlí síðastliðnum. Að sögn blaðs- ins var hundinum leyft að ganga lausum í almenningsgarði Windsor með þeim afleiðinum að hann réðst á parið og veitti þeim áverka. Þetta mun í fyrsta skiptið sem svo hátt settur meðlimur kon- ungsfjölskyldunnar er stefnt fyr- ir refsidómstól fyrir brot önnur en hraðakstur.  STEFNT FYRIR REFSIDÓM Anna prinsessa og eiginmaður hennar Tim Laurence eiga yfir höfði sér dóm fyrir að leyfa hættulegum hundi sínum að ganga lausum með þeim afleiðingum að hann réðst á fólk.. Anna prinsessa í vondum málum: Braut lög um meðferð hættulegra hunda STJÓRNMÁL Útgjöld utanríkisráðu- neytisins á síðasta ári voru nærri einum milljarði króna hærri á síð- asta ári en gert hafði verið ráð fyrir á fjárlögum. Ráðuneytinu höfðu verið ætlaðir rétt rúmir fjórir milljarðar á árinu en út- gjöld þess reyndust nær fimm milljarðar. Það er rúmlega fimmt- ungi meira en stefnt hafði verið að. Ráðuneytið heldur sig þó tals- vert innan fjárheimilda miðað við fjáraukalög sem samþykkt voru í lok ársins. Þá hafði fjárheimild ráðuneytisins verið aukin í 5,6 milljarða króna. Fjármálaráðuneytið var eina ráðuneytið til að halda sig innan upphaflegs fjárlagaramma. Út- gjöld þess námu 23,7 milljörðum. Það er 15,9% minna en ráðuneyt- inu var ætlað á fjárlögum. Sé litið til peningalegra upp- hæða var það heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið sem fór lengst fram úr fjárheimildum. Út- gjöldin urðu 4,7 milljörðum meiri en stefnt hafði verið að. Það er frammúrkeyrsla upp á 5,9%. Út- gjöld fjármálaráðuneytisins voru hins vegar fjórum og hálfum milljarði lægri en ráð var fyrir gert í fjárlögum.  Misjafn árangur ráðuneyta við að fylgja fjárlögum: Utanríkisráðuneyti fimmtung fram úr fjárlögum Vettvangur útgjalda Fjárlög Ríkisreikningur Frávik frá fjárlögum Æðsta stjórn ríkisins 2.058 2.111 2,6% Forsætisráðuneyti 1.058 1.146 8,3% Menntamálaráðuneyti 23.850 26.803 12,4% Utanríkisráðuneyti 4.084 4.965 21,6% Landbúnaðarráðuneyti 10.526 11.039 4,9% Sjávarútvegsráðuneyti 2.581 2.813 9,0% Dóms- og kirkjumálaráðuneyti 11.944 12.901 8,0% Félagsmálaráðuneyti 15.965 16.767 5,0% Heilbrigðis og tryggingamálaráðun. 79.873 84.559 5,9% Fjármálaráðuneyti 28.193 23.706 -15,9% Samgönguráðuneyti 15.301 15.869 3,7% Iðnaðarráðuneyti 2.751 2.972 8,0% Viðskiptaráðuneyti 1.338 1.450 8,4% Hagstofa Íslands 370 399 7,8% Umhverfisráðuneyti 3.074 3.290 7,0% GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 87.07 -0.68% Sterlingspund 135.49 -0.97% Dönsk króna 11.46 -0.74% Evra 85.17 -0.72% Gengisvístala krónu 128,57 -0,64% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 296 Velta 6.107 milljónir ICEX-15 1.299 0,60% Mestu viðskipti Íslandsbanki hf. 146.932.281 Búnaðarbanki Íslands hf. 81.811.786 Delta hf. 55.467.500 Mesta hækkun Líftæknisjóðurinn MP BIO hf. 40,00% Jarðboranir hf. 2,63% Olíuverslun Íslands hf. 2,17% Mesta lækkun Ker hf. -4,17% Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. -3,66% SR-Mjöl hf. -3,23% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ: 7701,4 -3,70% Nsdaq: 1199,2 -1,80% FTSE: 3907,2 1,50% DAX: 2918,9 -3,40% Nikkei: 9530,4 2,30% S&P: 827,4 -3,20%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.