Fréttablaðið - 30.09.2002, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 30.09.2002, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 30. september 2002 FÓLK Sálfræðingar segja að Mich- ael Jackson, sjálfskipaður kon- ungur poppsins, muni gera út af við sjálfan sig ef hann heldur áfram að gangast undir aðgerðir í andliti. Jacko, eins og hann er stundum kallaður, er lýst sem við- undri í nýjum heimildarþætti sem sýndur verður á sjónvarpsstöð- inni Channel Five um helgina. Þar er meðal annars sagt að andlit hans, sem hefur tekið óvæntum breytingum síðastliðin 30 ár, sé slys og ónáttúrulegt. Í þættinum má einnig finna viðtöl við sam- starfsmenn Jackson frá því hann hóf feril sinn með Jackson 5. Hann endar á því að sálfræðing- urinn Eileen Bradbury spyr hvernig andlitið muni líta út eftir tíu ár. „Hann er ósköp fölur,“ segir hún meðal annars. „Fólk sem er svo djúpt sokkið á þessari braut getur endað í lokuðu stræti þar sem engin leið er út, nema þá að hann geri út af við sjálfan sig.“ VIÐUNDUR Jacko hefur breytt andliti sínu töluvert á síðustu 30 árum. Nýr heimildarþáttur tekur á Michael Jackson: Viðundur með slysalegt andlit Tískuvika á Ítalíu: Sjóaratískan allsráðandi TÍSKA Hönnuðir á tískuvikunni á Ítalíu gera mikið út á sjóaratísku fyrir sumartískuna á næsta ári. Þar eru bláir litir í miklu uppá- haldi og blanda þeir meðal annars saman pinnahælum, baðfatatopp- um og sjóliðabúningum. Dökkblái liturinn „navy blue“ verður áber- andi á næsta ári og jakkar með „púff“ermum. Hjá stúlkunum eru það ökklasíðar gegnsæjar kápur og snjáðar gullbrúnar gallabuxur. „Konur verða að geta breytt um föt yfir daginn og þær verða að hafa húmor fyrir fatnaðinum,“ sagði hönnuðurinn Alviero Mart- ini. Á sýningunni hans mátti með- al annars sjá þverröndótta sjóara- boli þar sem fyrirsæturnar sveip- uðu fiskineti um sig. Kvöldkjóll- inn hans var gullsleginn með myndum af sjávardýrum. Dolce & Gabbana leituðu á fornar slóðir við hönnun sína. Hönnuðir eins stærsta tískufyrir- tækis heims leituðu í smiðjur forn-Rómverja. Þó létu þeir skylmingaþræla eiga sig, að sinni í það minnsta.  Myndstef: Veitir styrki og opnar tölvuver STYRKIR Myndstef afhenti 35 styrki til myndahöfunda fyrir helgi. Styrkirnir voru bæði verkefna- og ferðastyrkir að heildarupphæð 6,5 milljónir króna. 35 myndhöf- undar sóttu um verkefnastyrki en í þeim flokki voru veittir tíu 300 þúsund króna styrkir og tíu 200 þúsund króna styrkir. Um ferða- styrki sóttu 28 og hlutu tíu manns styrk að upphæð 100 þúsund krón- ur hver. Myndstef var stofnað í febrúar 1991. Í samtökunum eru rúmlega 1.200 félagsmenn sem allir fara með myndhöfundarétt af ein- hverju tagi, en samtökin annast hagsmunagæslu fyrir þá. Knútur Bruun hefur verið formaður sam- takanna frá upphafi og hann sagði styrkveitinguna marka kaflaskil í sögu samtakanna. Það hefði ekki veitt slíka styrki áður og það væri sérstakt fagnaðarefni að ekki væri um „betlifé“ að ræða heldur eigið fé samtakanna. Tómas Ingi Olrich, mennta- málaráðherra, opnaði við sama tækifæri bókakaffi og tölvuver á vegum Upplýsingamiðstöðvar myndlistar, Sambands íslenskra myndlistarmanna og Myndstefs. Gestir og gangandi munu hafa að- gang að tölvuverinu til þess að skoða og kynna sér myndlist á Internetinu, auk þess sem mynd- höfundar munu geta nýtt sér tæk- in til smærri verkefna.  Á ÖLLUM ALDRI Fyrirsæturnar hjá Dolce & Gabbana voru á öllum aldri á sýningu þeirra í Róm. STÚLKA Á BRJÓSTAHALDI Þessi hönnun var hluti af sýningu Mariellu Burani fyrir vor- og sumartískuna. UNDARLEGT HÖFUÐFAT Hönnun frá Les Copains fyrir vor- og sum- arlínuna árið 2003. ÚR ÖLLUM ÁTTUM Coccapani-línan fyrir næsta ár er ansi skemmtileg. ÖRN ÞORSTEINSSON MYNDLISTARMAÐUR Tekur við verkefnisstyrk sínum af Pjétri Stefánssyni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.