Fréttablaðið - 30.09.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.09.2002, Blaðsíða 1
bls. 10 PERSÓNAN Nútímaleg Íslend- ingasaga Banda- ríkjamanns bls. 22 MÁNUDAGUR bls. 8 188. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Mánudagurinn 30. september 2002 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Bíó 14 Íþróttir 12 Sjónvarp 20 KVÖLDIÐ Í KVÖLD Samfylkingin ákveður aðferð STJÓRNMÁL Samfylkingin í Reykja- vík tekur ákvörðun í kvöld um með hvaða hætti valið verður á lista flokksins í báðum kjördæmum höf- uðborgarinnar. Fjárlaganefnd fundar með sveitarstjórnum RÍKISFJÁRMÁl Fjárlaganefnd Alþing- is er sú nefnd þingsins sem starfar hvað mest. Í dag fundar nefndin með sveitarstjórnarmönnum. Konur í breyttri kjördæmaskipan RÁÐSTEFNA Nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum boðar til ráð- stefnu með yfirskriftinni: Áhrif breyttrar kjördæmaskipunar á hlut kvenna á Alþingi. Ráðstefnan verð- ur haldin í Norræna húsinu og hefst klukkan 16.00. Landslagslist og fjarlægir staðir FYRIRLESTUR Anna Guðjónsdóttir listakona heldur fyrirlesturinn Gallerí fyrir landslagslist og Safn fjarlægra staða í stofu 24 í Listahá- skóla Íslands í Laugarnesi kl. 12.30. Tilfinningar í Gallerí Skugga MYNDLIST Kimmo Schroderus og Charlotte Mickelsson sýna verk sín í Gallerí Skugga. Á jarðhæð sýnir Kimmo skúlptúra sem bera yfir- skriftina Tilfinningar. Í kjallara umbreytir Charlotte rýminu með gagnsæjum gúmmíþráðum. ÍÞRÓTTIR Fylkir bikar- meistari í knattspyrnu LÍFSSTÍLL Tattoo í stað trúlof- unarhringa Ísraelsmann hafa lokið umsátrium höfuðstöðvar Arafats. Sam- einuðu þjóðirnar hafa beitt Ísra- elsmenn miklum þrýstingi. bls. 2 Lögreglan lokaði um helginaspilavíti sem rekið hefur verið í Reykjavík í nokkur ár. Eigandi og gjafari voru handteknir. bls. 2 Neyðarástand ríkir í vistunar-málum geðveikra afbrota- manna, segir formaður Geðhjálp- ar. bls. 4 Það hillir undir breytingar áflugi til og frá landinu en verið er að leggja lokahönd á stofnun nýs lággjaldaflugfélags. bls. 4 SVÍÞJÓÐ Umhverfissinnar og Vinstriflokkurinn í Svíþjóð höfn- uðu í gær tilboði Görans Perssons forsætisráðherra sem átti að fela í sér grundvöll nýrrar ríkisstjórnar. Það stefnir því í stjórnarkreppu í landinu. Að sögn talsmanna flokk- anna gekk tilboð jafnaðarmanna ekki nógu langt. „Þetta var ekki nóg,“ sagði Gudrun Schyman, leið- togi vinstriflokksins. Umhverfis- sinnar vilja skýrar línur um ýmis af stefnumálum sínum. Þeir hafa einnig gert kröfu um ráðherrastól. Rík hefð er fyrir minnihlutastjórn jafnaðarmanna með stuðningi minni flokka. „Án ráðherrastóls erum við í stjórnarandstöðu,“ var haft eftir talsmanni umhverfis- sinna. Bo Lundgren, formaður hægri- flokksins, hefur hvatt Persson til að segja af sér, þar sem stjórn hans hafi ekki lengur meirihluta. Vinstri- flokkurinn vill halda viðræðum áfram, en talsmenn umhverfissinna segjast styðja vantraust á stjórnina. Borgaraflokkarnir hafa átt í við- ræðum við umhverfisflokkinn, en upp úr þeim viðræðum slitnaði.  Umhverfissinnar hafna jafnaðarmönnum: Stefnir í stjórnarkreppu í Svíþjóð LYFJAKOSTNAÐUR „Við höfum séð þessa þróun undanfarin misseri. Það er hraðari vöxtur í notkun geðlyfja hér en í löndunum í kringum okkur. Við vitum ekki hvort við erum almennt þunglyndari eða hvort við með- höndlum ákveðna sjúkdóma betur og fyrr en nágranna- þjóðirnar. Það er til að mynda notað meira af geðlyfj- um ýmis konar á íslenskum hjúkr- unarheimilum en í nágrannalönd- unum. Ef til vill er þunglyndi með- al aldraðra vanmeðhöndlað í ná- grannalöndunum, við vitum það ekki,“ segir Haukur Valdimars- son, aðstoðarlandlæknir. Lyfjakostnaður almannatrygg- inga fyrstu átta mánuði ársins var fimmtungi hærri en á sama tíma- bili í fyrra, nam 3.587 milljónum króna. Þrátt fyrir að lyfjaverð hafi almennt farið eilítið lækkandi síðustu mánuði, er það mat heil- brigðisráðuneytisins að lyfja- kostnaður á þessu ári verði 12 til 14 prósentum hærri en á því síð- asta og verði að minnsta kosti fimm og hálfur milljarður króna. Á fjárlögum er gert ráð fyrir 4.973 milljónum í lyfjakostnað. Hann fer því tæplega 530 milljón- ir framúr fjárlögum. Hlutur tauga- og geðlyfja hefur vaxið hröðum skrefum og er nú nálægt þriðjungi af heildarkostnaðinum. „Þetta er svolítið sérstakt og veldur okkur áhyggjum. Við velt- um því fyrir okkur hvort þörfin sé raunverulega svona mikil. Ef svo er þá er ástæða til að huga að öðr- um úrræðum en lyfjagjöfinni einni. Svo er auðvitað áhyggjuefni ef það fara sífellt meiri fjármunir í lyfin, einkum geðlyf. Þá fjár- muni verður að taka einhvers staðar,“ segir Haukur Valdimars- son. Hann segir enga einhlíta skýr- ingu á þessum hraða vexti hér. Ný og dýrari lyf séu hluti skýringarinn- ar. Einnig vegi þungt hve aðgengi að sérfræðingum hefur aukist. „Sjúklingur getur gengið milli sérfræðinga. Þá tapast stundum heildaryfirsýn yfir krankleika viðkomandi og það sem gert hefur verið. Lyfjagjöf er þá í mörgum tilfellum nær- tækasta lausnin,“ segir Haukur Valdimarsson. Landlæknisembættið hefur gefið út klínískar leiðbeiningar til lækna um notkun einstakra lyfja- flokka. Það hefur þó ekki verið gert hvað varðar geðlyf. „Það er eitt af því sem rétt er að skoða hvort hægt er að setja fram slík tilmæli eða leiðbeining- ar, frekar en fyrirmæli,“ segir Haukur Valdimarsson. the@frettabladid.is Við veltum því fyrir okkur hvort þörfin sé raunveru- lega svona mikil. REYKJAVÍK Suðvestan átt 8-13 m/s og rigning síðdegis. Hiti 5 til 10 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-5 Rigning 8 Akureyri 3-5 Skýjað 8 Egilsstaðir 3-8 Skýjað 5 Vestmannaeyjar 5-10 Súld 8 + + + + VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜ ➜ ➜ ÞETTA HELST Þriðjungur vegna tauga- og geðlyfja Lyfjakostnaður Tryggingastofnunar stefnir í hálfan sjötta milljarð króna á þessu ári. Lyfjakostnaðurinn verður að líkindum 530 milljónum króna hærri en fjárlög heimila. Ekki í takt við þróunina í nágrannalöndunum. Nýjungagirni og aðgengi að sérfræðingum skýrir hluta. LOKSINS LAUS Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, fagnar lokum umstáturs Ísraelsmanna við höfuðstöðvar sínar í Ramallah. Ísraels- menn létu undan þrýstingi Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjastjórnar og héldu á brott af svæðinu í gær. Ísraelsstjórn er gagnrýnd heima- fyrir og sögð styrkja pólitíska stöðu Arafats. sjá nánar á bls. 2. NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 71,1% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í SEPTEMBER 2002. Fr é tt a b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára á mánudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá september 2002 33% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuð- borgarsvæðinu á mánudögum? 81% Skeifan 4, s. 585 0000, www.aukaraf.is GPS SporTrak Map Kr. 39.900 m/ íslandskorti AP -M YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.