Fréttablaðið - 30.09.2002, Side 23

Fréttablaðið - 30.09.2002, Side 23
23MÁNUDAGUR 30. september 2002 www.hagkaup.is Kringlan - Skeifan - Smáralind Loksins á Íslandi Þjóðleikhúsið: Stólaskipti í Veislunni LEIKHÚS Sýningar á hinu vinsæla leikriti Veislunni, sem byggt er á dönsku kvikmyndinni Festen eftir Thomas Vinterberg og Mogens Rukov, hefjast að nýju á Smíða- verkstæðinu fimmtudagskvöldið 26. september. Veislan var frumsýnd í apríl á liðnu leikári og uppselt var á allar sýningar leikársins. Verkið gerist í sextugsafmæli Helga þar sem ætt- ingjar hans og vinir fagna tíma- mótunum með viðhöfn. Þegar veislan stendur sem hæst tekur at- burðarásin skyndilega óvænta og ógnvænlega stefnu. Leikið er við stórt veisluborð og á hluti áhorf- enda þess kost að sitja við borðið og njóta þar þríréttaðrar veislu- máltíðar. Tvær breytingar hafa orðið á hlutverkaskipan í Veslunni. Nanna Kristín Magnúsdóttur tekur við hlutverki Michelle af Maríu Páls- dóttur og Baldur Trausti Hreinsson tekur við hlutverki Lars af Friðriki Friðrikssyni. Aðrir leikarar eru Hilmir Snær Guðnason, Arnar Jónsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Elva Ósk Ólafsdóttir, Inga María Valdimars- dóttir, Erlingur Gíslason, Þóra Friðriksdóttir, Yapi Donatien Achou, Kjartan Guðjónsson, Stefán Jónsson og Brynhildur Guðjóns- dóttir.  NANNA KRISTÍN OG BALDUR TRAUSTI Leysa þau Maríu Pálsdóttur og Friðrik Friðriksson af í Veislunni í Þjóðleikhúsinu. Arnold Schwarzenegger: Vill ekki styttu af Tortímandanum KVIKMYNDIR Hinn stirði leikari, Arnold Schwarzenegger, hefur farið þess á leit við listamannahóp að hann byggi ekki styttu af Tor- tímandanum, úr mynd sem hann lék eitt sinn í, í heimabæ sínum. Hann biðlar til listamannanna að eyða frekar peningunum í góð- gerðarmál. Listasafnið Forum Stadtpark vill byggja 25 metra háa styttu, sem kostar um 3 milljónir dollara, miðsvæðis í borginni Graz í Aust- urríki. Styttan á að halda á risa- stórum hnetti. Angelika Reitzer, framkvæmdastjóri safnsins, segir að hún hafi fengið bréf frá Schwarzenegger. „Hann sagðist vera upp með sér en vill frekar að peningunum verði eytt í góðgerðarmál og í Ólympíuleika fatlaðra,“ sagði Reitzer. Schwarzenegger er ekki eina tröllið sem listahópurinn þarf að glíma við því hann á eftir að fá leyfi frá borgaryfirvöldum. „Eins og staðan er nú segjast borgaryf- irvöld ekki vera bjartsýn,“ sagði framkvæmdastjórinn að lokum.  STYTTAN GÓÐA Ekki er víst að styttan úr Tortímandanum verði reist í Graz. Fitness saumalausu líkamsræktarfötin frá Oroblu Í LIKAMSRÆKTINA INGIBJÖRG OG ÓLAFUR Fluttu verk Ólafs ásamt nemendum Öskjuhlíðarskóla. TÓNLIST Ingibjörg Aldís Ólafsdótt- ir sópransöngkona sótti krakkana í Öskjuhlíðarskóla heim í vikunni sem leið. Hún flutti verkin Tumi og fjársjóðurinn og Töfratónar ásamt nemendum skólans við undirleik föður síns Ólafs B. Ólafssonar, sem er höfundur verkanna. Þau feðginin heimsóttu einnig grunnskóla Mosfellsbæjar og fluttu Töfratóna. Við það tæki- færi frumfluttu þau nýtt sönglag um Mosfellsbæ sem einnig er eft- ir Ólaf.  Feðgin á flakki: Sungið með grunnskólabörnum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.