Fréttablaðið - 30.09.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.09.2002, Blaðsíða 8
8 30. september 2002 MÁNUDAGUR ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLAN Samdráttur þjóðarútgjalda milli ára er minni á öðrum ársfjórðungi en á þeim fyrsta. Samdrátturinn á öðrum ársfjórðungi er samkvæmt tölum Hagstofunnar talinn vera um 2,5% á öðrum ársfjórðungi en var 6,5% á þeim fyrsta. Einkaneysla er stærsti liður þjóðarútgjalda. Hún dróst saman um 1% á öðrum árs- fjórðungi, en um 5% á þeim fyrsta. Þegar þetta er skoðað er vert að hafa í huga að samdráttar fór að gæta á öðrum ársfjórðungi 2001. Vaxandi útflutningstekjur verða til þess að landsframleiðslan jókst um 0,75% á tímabilinu apríl til júní. Landsframleiðslan óx lítil- lega milli fyrstu fjórðunga árið 2001 og 2002. Búnaðarbankinn birti efnahagsspá í vikunni, þar sem ekki er gert ráð fyrir neinni aukningu á vergri landsfram- leiðslu milli ára. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur hjá Búnaðarbankan- um, segir niðurstöðu þjóðhags- reikninga Hagstofunnar í góðu samræmi við forsendur spár bank- ans.  Þjóðhagsreikningar birtir: Þjóðarútgjöld enn að minnka HÆGAGANGUR Landsframleiðsla eykst lítillega og þjóðarútgjöld dragast saman. Efnahagslífið er í hægagangi. Flottheit fyrirmanna Magnús skrifar: Ég á bágt með að trúa að viðbygg-ing alþingis kosti 810 milljónir. Fyrir utan húsið er heimilislaust geðsjúkt fólk sem samfélagið hefur ekki efni á að veita skjól. Eru tvær þjóðir í þessu landi? Að minnsta kosti. Það er von mín að vel fari um landsherrana í gufubaðinu meðan þeir veiku reyna að blása hita í kald- ar hendur sínar. Það er von mín að veika fólkinu takist að komast áfram án þess að skaða sig og aðra. Með sama hætti vona ég að þjóðin skaðist ekki af störfum gufubaðsliðsins við Austur- völl. Það er hætta framundan, þar sem kosið verður næsta vor og þess vegna eru sumir kannski best geymdir í gufubaði.  LÍFSSTÍLL „Fólk er að trúlofa sig með tattoo-hringum á fingrum og tám og eiginlega hvar sem er. Þá er einnig vinsælt að láta tattovera kenni- tölu hvers annars á sig. Með því er fólk að heitast hvort öðru,“ segir Sverrir Þór Ein- arsson á t a t t o o s t o f u n n i Skinnlist í Rauða- gerði í Reykjavík. Hann og aðrir húðflúrameistar- ar í höfuðborginni eru því að leysa gullsmiðina af hólmi sem hingað til hafa einir séð um að smíða trúlofunar- hringa fyrir tilvonandi brúðhjón. Sverrir líkir trúlofunarhúðflúr- inu við faraldur. Gullsmiðir eru hins vegar ró- legir og gera ráð fyrir að þessi faraldur gangi yfir eins og aðrir: „Fólk vill þrátt fyrir allt halda góðum siðum og treysta bönd sín með gulli. Þannig hefur það verið og þannig verður það. Ég hef ekki áhyggjur,“ segir Jón Sigur- jónsson, gullsmiður hjá Jóni & Óskari, sem heldur áfram að smíða trúlofunarhringa og selja. Telur Jón að íslenski trúlofunar- hringamarkaðurinn telji um 2.500 pör eða 5.000 hringi árlega. Því er eftir töluverðu að slægjast því hvert par af trúlofunarhring- um kostar um 35 þúsund krónur: „Þetta var dýrara hér áður fyrr þegar menn gátu gert ráð fyrir að megnið af mánaðarlaun- unum færi í hringakaup þegar þeir trúlofuðu sig,“ segir Jón og á þá við verkamannalaun um mið- bik síðustu aldar. Kostirnir við trúlofunarhringa úr gulli eru þeir að hægt er að taka þá af sér við trúlofunarslit sem eru ekki óalgeng. Verra er að losna við trúlofunartattoo: „Lauslega áætlað gæti ég trú- að að það kostaði ekki undir 50 þúsund krónum að láta fjarlægja tattootrúlofunarhring með leisigeislum af fingri. Á móti kemur hins vegar að tattoohring- ar eru miklu ódýrari en gull- hringir; kosta ekki nema 6-8 þús- und krónur,“ segir Sverrir Þór í Skinnlist sem sinnt hefur húð- flúrlistinni í 15 á og segist vera hættur að láta sér bregða við uppátæki fólks í þessum efnum: „Þó er ég mest undrandi á fót- boltastelpunum þessa dagana. Þær eru byrjaðar að láta tattoovera nöfn hverrar annarar á sig svona eins og hinir sem eru að trúlofa sig. Ég hef ekki enn skilið hvers vegna fótboltastelp- urnar eru að þessu,“ segir Sverr- ir Þór. eir@frettabladid.is Tattoo í stað trúlofunarhringa JÓN GULLSMIÐUR MEÐ TRÚLOFUNARHRINGA Fólk vill enn treysta böndin með gulli. Margir kjósa samt tattoo í staðinn. Breytingar í heitstrengingum - gullsmiðir þó áhyggjulausir. Trúlofunar- hringar kosta 35 þúsund krónur. Kostar 50 þúsund að ná trúlofunar- húðflúri af með leisigeislum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ / RO B ER T BRÉF TIL BLAÐSINS Sprengitilboð Hver var að tala um að fiskur væri dýr? Þú kaupir 1 kíló af ýsuflökum og færð annað frítt Fiskbúðin okkar Smiðjuvegi, Álfheimum og Lækjargötu Hafnarfirði Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. „Þetta var dýr- ara hér áður fyrr þegar menn gátu gert ráð fyrir að megnið af mánaðarlaun- unum færi í hringakaup þegar þeir trú- lofuðu sig.“ Skoðanakönnun Gallup: Samfylkingin sækir á KANNANIR Samfylkingin styrkir stöðu sína milli mánaða og hefur ekki mælst með meira fylgi á kjörtímabilinu samkvæmt skoð- anakönnun Gallup. Samfylkingin mælist með rúmlega 29%. Sjálf- stæðisflokkurinn tapar fylgi og mælist með 38% og hefur ekki verið lægra síðan í júní 2001. Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um 5% milli ágúst og september. Fylgi stjórnarinnar mælist nú 58%. Frjálslyndir mælast með 1% fylgi, Framsóknarflokkur með 17% og Vinstri-grænir með 14% fylgi. Í könnuninni var spurt hvaða lista svarendur myndu kjósa ef gengið væri til alþingiskosninga nú. Úrtakið var tæplega fimm hundruð manns og svarhlutfallið var tæplega 70%. Tæplega 21% voru óákveðnir eða neituðu að svara.  Formaður Geðhjálpar segir 50geðsjúka einstaklinga á ver- gangi í dag; heim- ilislausa og hjálp- arlausa. Velferð- arkerfið okkar nær ekki utan um þetta fólk. Örygg- isnetið í samfélag- inu okkar er annað hvort of lítið eða með of stóra möskva. Velferðarkerfið er ekki fyrir þetta fólk; sem án efa er meðal þeirra samborgara okkar sem eru helst hjálpar þurfi. Síðastliðinn miðvikudag komu á annað hundrað einstaklingar til Mæðrastyrksnefndar Reykjavík- ur að þiggja matargjafir. Þetta fólk átti ekki fyrir mat; allra síst þegar svona langt er liðið á mán- uðinn. Það nær ekki endum sam- an. Velferðarkerfið okkar nær ekki heldur utan um þetta fólk. Það fellur í gegnum öryggisnetið. Íslenska samfélagið er van- þroska. Við erum nýbúin að slíta á milli framkvæmdavalds og dómsvalds – sem þó er grundvall- aratriði í þeirri samfélagsupp- byggingu sem við teljum okkur vera að framkalla. Löggjafar- valdið er enn undir hælnum á framkvæmdavaldinu og ekkert sem bendir til að það losni þaðan í bráð. Flestar stofnanir ríkis- valdsins þjóna frekar valdhöfum en almenningi. Um margt er svipmót samfélags okkar leik- tjöld fremur en tæki til að auka virkni, lýðræði, jafnræði og sanngirni. Stundum minnir íslenskt sam- félag á nýríkt fólk sem keppist við að fóta sig í nýrri stétt. Það safnar í kringum sig táknmynd- um menntunar, smekks og stöðu án þess að velta mikið fyrir sér inntaki þessara tákna. Við eigum allar stofnanir sem vestrænt lýð- ræðisríki getur óskað sér – en þær virka hins vegar ekki sem skyldi. Þeim er ekki einu sinni ætlað að virka. Þær eru tákn. Þannig mun enginn halda því fram að Þjóðleikhús okkar sé öfl- ugur suðupottur leiklistar. Ekki frekar en Listasafn Íslands skiptir í raun nokkru máli fyrir myndlistina okkar. Við eigum okkur þjóðsöng sem enginn getur sungið. En með allri virðingu fyrir listinni þá er það alvarlegra þeg- ar við stöndum í þeirri trú að samhjálp og jafnræði sé grunn- þáttur í samfélagi okkar – en sjá- um að svo er ekki. Ef við ætlum ekki að lifa í þesari hræsnisfullu stöðu þurfum við að endurskoða velferðarkerfið og laga það að þörfum þeirra sem mest þurfa á því að halda. Og ég á ekki við þá sem vinna við það.  „Við eigum okk- ur þjóðsöng sem enginn getur sungið.“ skrifar um reynsluna af því að láta pólitísk sjónarmið stjórna ráðningum í veigamestu störf hjá ríkinu. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON Öryggisnet með of stóra möskva

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.