Fréttablaðið - 30.09.2002, Blaðsíða 24
Einhver geggjaðasta hugmyndsem lengi hefur sést á prenti var
sett fram í leiðara Fréttablaðsins í
síðustu viku. Þar spyr ritstjórinn
hvort við gætum séð fyrir okkur að
byggja upp vestrænt lýðræðisþjóðfé-
lag hér á landi, þjóðfélag sem ekki
væri gegnsýrt af pólitísku poti, og
baktjaldamakki, þjóðfélag þar sem
ríkisforstjórar litu á almenning sem
húsbændur sína en ekki stjórnmála-
flokkana. Mann sundlar við þessa til-
hugsun!
ÍSLENDINGAR eru yngsta þjóð
Evrópu. Mörg þúsund árum áður en
ofbeldismennirnir Ingó og Leifur
flýðu hingað eftir að hafa komist
upp á kant við lögin með manndráp-
um var fólk á Norðurlöndum búið að
gera margvíslegar þjóðfélagstilraun-
ir með hin ýmsustu lög- og löggæslu-
kerfi, refsingasístem, lýðræði og
harðræði og þar frameftir götunum.
MEÐAN aðrar þjóðir bjuggu að ár-
þúsunda þróun byrjuðu Íslendingar
á núlli fyrir rúmum ellefu hundruð
árum. Þetta fór ekki vel af stað held-
ur hófst með blóðsúthellingum þegar
Ingólfur fór og brytjaði niður fyrstu
Vestmanneyingana sem höfðu lent í
fyrstu kjaradeilu sögunnar við Hjör-
Leif húsbónda sinn og haft af honum
konuna eins og ferðamenn í Flug-
leiðaauglýsingu.
SAMT fór þetta allt betur en á
horfðist. Kannski vegna þess að fyr-
ir daga verðbréfa og þekkingariðn-
aðar var landrými hið eftirsóknar-
verða kapítal þessara tíma. Og það
var til nóg landrými handa öllum,
nema vitanlega þrælum og kven-
fólki. Og allt hefur þetta þróast hægt
og rólega í rétta átt. Menn geta
gengið til náða án þess að eiga von á
því að Sturla Sighvats eða Gizur Þor-
valds ríði í hlað um nóttina og geldi
þá og brenni ofan af þeim bæinn ef
þeir nenna ekki að koma með í stríð.
Núorðið eiga menn í hæsta lagi það á
hættu að missa vinnuna ef þeir
þóknast ekki höfðingjunum. Þetta er
vitaskuld allnokkur framför. En þótt
víkingarnir séu komnir með tölvur
og gsm-síma í staðinn fyrir sverð og
spjót eimir eftir af landnema- og
gullgrafarastemmingunni þar sem
vald og afl og auður má sín meira en
lög og réttur. Ef til vill væri það
framfaraspor að ganga í bandalag
með lýðræðisþjóðum Evrópu. Hvað
ungur nemur, gamall temur.
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Geggjuð
hugmynd!
Bakþankar
Þráins Bertelssonar
Opi› alla daga
frá 10.00 til 17.00