Fréttablaðið - 30.09.2002, Blaðsíða 16
30. september 2002 MÁNUDAGUR
HÖNNUN Listaháskóli Íslands var
stofnaður árið 1999 þegar skól-
inn yfirtók nemendur Mynd-
lista- og handíðaskólans. Árið
2000 tók hann við leiklistar-
kennslu og 2001 opnaði hönnun-
ardeildin. Í ár urðu þau tímamót
að kennsla í arkitektúr varð
hluti af starfsemi deildarinnar
sem heitir nú hönnunar- og arki-
tektúrdeild. Halldór Gíslason,
arkitekt, er forseti deildarinnar
sem hefur að markmiði að skila
hæfum hönnuðum með víðsýni
yfir mörg ólík fagsvið þannig að
þeir bindist ekki gagnrýnislaust
á klafa hefðarinnar.
Allir nemendur deildarinnar
fara í gegnum sömu námskeiðin
á fyrsta ári en námið greinist
svo í þrjár brautir; arkitektúr,
grafíska hönnun og vöruhönn-
un. Arkitektúr, eða bygginga-
list, er ný námsgrein hér á landi.
Greinin var í upphafi skilgreind
sem listin að reisa hús og fegra
eftir ákveðnum reglum. Inntak
fagsins hefur í seinni tíð orðið
víðtækara og tekur til allrar
mótunar mannsins á umhverfi
sínu. Sérstaða greinarinnar
felst í því að hún er eins konar
brú á milli listar og tækni.
Nemendur og kennarar í
deildinni starfa hlið við hlið og
skoða tísku, tíðaranda, tækni-
lausnir, efni, listir og markað.
Námskeiðin eru oftast stutt og
fjöldi gestakennara kemur við
sögu þannig að gagnrýni og
skoðun verða virk samhliða
sköpuninni.
Það kraumar hressilega í
þessum potti hjá þeim sem hafa
lagt fyrir sig vöruhönnun sem
greinist í textíl- og fatahönnun
annars vegar og þrívíða hönnun
hins vegar. Nemendur á öðru ári
í textílhönnun taka alla jafna
tveggja vikna námskeið og
ljúka þeim með upphengingum
þar sem verkin eru skoðuð, met-
in og gagnrýnd. Á föstudag luku
þau vinnu sinni með Suður-
Kóreumanninum Kim Do Hyun.
Hann starfar í París og lærði
fagið í Frakklandi. LHÍ er fyrsti
skólinn utan Frakklands sem
hann heimsækir í þeim tilgangi
að leiðbeina nemendum um það
hvað er „inni og úti“, eins og
hann orðar það sjálfur. „Ég
þekki Lindu Björgu Árnadóttur,
sem er umsjónarkennari í fata-
og textílhönnun, og hún fékk
mig til að koma hingað.“ Kim
hefur hjálpað nemendum að
átta sig á því hvað þau vilja
segja í verkum sínum og hvern-
ig best er að ná því fram. Í
næstu viku hella þau sér svo út í
heimspekilegar pælingar um
efni og áhrif þeirra.
Listin að móta
umhverfi mannsins
Nemendur í hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands læra
allir það sama á fyrsta ári en greinast svo í ýmsar áttir. Markmið
kennslunnar er þó alltaf að leiða til viðbragða í formi og efni sem
höfða til samfélagsins.
KIM DO HYUN
Ásamt nemendum á öðru ári í fata- og textílhönnun. Hann segir vinnuna með krökkunum hafa verið mjög skemmtilega og hann er
hæstánægður með árangurinn.
HRÓLFUR KARL CELA
Á fyrsta ári í arkitektúr: „Fólk er oft í þannig aðstöðu að það getur ekki stokkið beint til
útlanda, þannig að það er mikill munur að geta tekið fyrstu 3 árin hérna heima og
klára svo erlendis.“
FUNDIR
12.30 Anna Guðjónsdóttir listakona
heldur fyrirlesturinn Gallerí fyrir
landslagslist og Safn fjarlægra
staða í stofu 24 í Listaháskóla
Íslands í Lauganesi.
16.00 Nefnd um aukinn hlut kvenna í
stjórnmálum boðar til ráðstefnu
með yfirskriftinni: Áhrif breyttrar
kjördæmaskipunar á hlut
kvenna á Alþingi. Ráðstefnan
verður haldin í Norræna húsinu.
SKEMMTUN
22.00 Haukur Sigurðsson heldur uppi-
stand á Vídalínvið Ingólfstorg.
SÝNINGAR
Í Listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg er
sýning á verkum Eero Lintusaari skart-
gripahönnuðar og Harri Syrjanen gull-
smiðs og leðursmiðs. Sýningin er opin
mánudaga til föstudaga frá 10 til 18 og
laugardaga frá 11 til 16 og lýkur 2. októ-
ber.
Margrét St. Hafsteinsdóttir er með
myndlistarsýningu í kaffistofunni Lóu-
hreiðri, Kjörgarði, Laugavegi 59, Reykjavík.
Lóuhreiður er opið virka daga klukkan
10.00 - 17.00 og laugardaga klukkan
10.00 - 16.00. Sýningin stendur til 14.
október.
Austurríski ljósmyndarinn, Marielis
Seyler sýnir í Listasal Man, Skólavörðustíg
14. Myndirnar á sýningunni voru teknar á
Íslandi sumarið 2001.
Þóra Þórisdóttir sýnir í Gallerí Hlemmur
undir titlinum „Rauða tímabilið“ (“The
red period“). Gallerí Hlemmur er í Þver-
holti 5, Reykjavík.
MYX Youth Artist Exchange sýnir í Gall-
erí Tukt, Hinu húsinu. MYX Youth Artist
Exchange er hópur ungra myndlistar-
manna frá Bandaríkjunum og Íslandi. Á
sýningunni gefur að lita verk sem þau
unnu saman á Íslandi síðastliðið sumar
út frá þemanu „landslag, fólk og menn-
ing“.
Sýningin Þrá augans - saga ljósmyndar-
innar er í Listasafni Íslands. Sýningin lýsir
þróunarskeiðum ljósmyndarinnar frá um
1840. Sýningin stendur til 3. október.
Sýningin Rembrandt og samtíðarmenn
hans; hollensk myndlist frá 17. öld er í
Listasafninu á Akureyri.
Sýning Kimmo Schroderus og Charlottu
Mickelsson í Gallerí Skugga. Á jarðhæð,
í aðalsal og bakatil, sýnir Kimmo skúplt-
úra sem bera yfirskriftina „Tilfinningar“.
Charlotte nefnir verk sitt í kjallara Gallerí
Skugga „Kjallari“, en þar umbreytir hún
rýminu með gagnsæjum gúmmíþráðum.
MÁNUDAGURINN
30. SEPTEMBER
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
FYRIRTÆKI TIL SÖLU
LÍTIÐ SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ
SÍÐUMÚLA 15
SÍMI: 588 5160
Gissur V. Kristjánsson hdl. og
lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali
BLÓMAKAFFI, stór og þekkt blómabúð
með mjög vaxandi kaffihús í sama húsnæði
HEILSUSTUDIO ÞEKKT OG VINSÆLT
engrar sérþekkingar krafist, flott trygg af-
koma.
KAFFIHÚS TIL SÖLU EÐA LEIGU í góðri
verslunar miðstöð, stórt hverfi
EFNALAUG rótgróin mjög góð staðsetning
, þarf að hressa við , verð aðeins 5 millj
SÓLBAÐSTOFA, TEKJUR 10 millj , flott
aðstaða, góð kjör, einfaldur rekstur verð 5
mill
ÞEKKT SKOTVEIÐI HEILDSALA áratugi á
markaðinum, verð 2 millj + lager 1,5 millj
KAFFIHÚS á Laugavegi, kaffi,kökur,matur,
vín, huggulegur staður í fínum rekstri.
BÚSÁHALDAHEILDS þekkt merki , góð
álagning, miklir möguleikar, fínt verð.
SMURBRAUÐ OG VEISLUÞJÓNUSTA
gott og velbúið húsnæði, mjög þekkt nafn
SNYRTISTOFA – HÚÐMEÐFERÐIR stór-
glæsileg stofa í 101 Rvk, gott verð
BILLJARDSTOFA öflugur rekstur , með
vínveitigar, ábyggilega vinsælasta stofan
LISTKAFFI, SALATBAR, VEISLUÞJ öflug-
ur staður með mikla möguleika
VIDEO-GRILL-NAMMI-ÍS, mjög þekkt
nafn, mikil velta, ekta fjölskyldufyrirtæki
BÍLASALA Á AUSTURLANDI notað og
nýtt, eigið húsnæði , áberandi staðsetning.
VEISLUÞJÓNUSTA – VEITINGASALUR
traustar tekjur, föst viðskipti, flottur staður
HEILDV, með búnað og tæki fyrir verklegar
framkvæmdir, 115 – 160 millj velta
GRÍÐARLEGA ÞEKKT KVENFATAV. 100
% lánað besti tíminn framundan,
MIKIL SALA – MIKIL SALA
SÖLUSTJÓRI
GUNNAR JÓN YNGVASON
Skoðaðu heimasíðuna www.fyrirtaekjasala.is
Það er dýrmætt fyrir
unglinga að eiga val
BORGARALEG FERMING 2002
• Skráning er í fullum gangi.
• Upplýsingar á heimaslóð: www.sidmennt.is og í síma
567 7752, 557 3734, 553 0877.
• Skráning í sömu símu, eða sidmennt@sidmennt.is
• Boðið verða upp á aukanámskeið ætlað landsbyggðarfólki.
Mörkinni 6, sími 588 5518.
Síðustu dagar
Yfirhafnir í úrvali
Klassa stuttkápur 50% afsláttur
Ullarkápur 50% afsláttur
Fallegar vörur á kr. 2.000
FYRSTIR KOMA – FYRSTIR FÁ
S T Ó R Ú T S A L A
Opnið 9-18
virka daga
og 10-15
laugardaga.
VETRARDEKK
Engar tímapantanir.
Komdu núna!
REYKJAVÍK • AKUREYRIAB
X
/
S
ÍA