Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.10.2002, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 05.10.2002, Qupperneq 11
11LAUGARDAGUR 5. október 2002 FJÁRLÖG „Sú væga niðursveifla sem við höfum gengið í gegnum sýndi að það eru breyttir tímar í hag- stjórn á Íslandi,“ sagði Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, þegar hann mælti fyrir fjárlagafrum- varpi sínu. Hann sagði mörg dæmi þess að óðagot og slæm efnahags- stjórn hefði leitt til samdráttar á fyrri áratugum. Það væri liðin tíð. „Mikilvægt er að halda áfram að lækka skatta og auka þar með samkeppnishæfni íslensks at- vinnulífs,“ sagði Geir. Þess yrði þó áfram gætt að skattalækkunum yrði mætt með aðhaldi í útgjöld- um. Jón Bjarnason, Vinstri-græn- um, gagnrýndi að skattbyrðin hefði færst á almennar launatekj- ur og lágtekjufólk. Hann vildi að fjármálaráðherra beitti sér fyrir því að skattleysismörk yrðu hækk- uð. Það taldi fjármálaráðherra óráðlegt. Þúsund króna hækkun skattleysismarka skilaði hverjum einstaklingi einungis 380 krónum en kostaði ríkissjóð milljarð. „Sjálfumgleði hæstvirts ráð- herra leyndi sér ekki,“ sagði Einar Már Sigurðarson, Samfylkingunni, og taldi ríkisstjórnina eigna sér ár- angur aðila vinnumarkaðarins í efnahagsmálum. Hann sagði fjár- lög hafa gengið illa eftir á undan- förnum árum. 50 milljörðum hefði skakkað undanfarin fjögur ár þeg- ar lífeyrisskuldbindingar væru ekki teknar með í reikninginn. Fjárlögin væru annað hvort ekki nógu vönduð eða illa fylgt eftir. Búið hefur verið í haginn fyrir nýtt hagvaxtarskeið sagði Ólafur Örn Haraldsson, formaður fjár- laganefndar.  Skiptar skoðanir við fyrstu umræðu um fjárlögin: Breyttir tímar að mati fjármálaráðherra MÆLT FYRIR FJÁRLAGAFRUMVARPINU Hagvöxtur minni á næsta ári en æskilegt væri. Stefnir þó í rétta átt. ÓGNAÐ MEÐ HNÍFI Vörslusvipt- ingamönnum var ógnað með hnífi í gærkvöldi. Þeir voru að sækja bíl til Grindavíkur þegar eigandi bílsins og bróðir hans reyndu að hindrað það með því að taka upp hníf. Kallað var á aðstoð lögreglunnar og skakkaði hún leikinn. ÁTTA Í ÁREKSTRI Harður árekst- ur varð um rúmlega tvö í fyrr- inótt á Fossvegi á Selfossi. Báðir bílarnir skemmdust mikið og þurfti að draga þá báða af vett- vangi. Í bílunum voru átta manns og sluppu allir ómeiddir. Áreksturinn varð þegar annar ökumaðurinn hugðist beygja og hinn að taka fram úr. LÖGREGLUFRÉTTIR Öryggi á NATÓ-fundi: 20 milljónir umfram áætlun FJÁRAUKALÖG Kostnaður við örygg- isgæslu vegna ráðherrafundar NATÓ í vor fór tæpar 20 milljónir króna fram úr áætlun. Á fjárlögum hafði verið veitt 50 milljóna króna fjárveiting til að standa straum af kostnaði við öryggisgæslu. Þegar upp var staðið nam öryggiskostn- aður 69,4 milljónum króna. Kostnaður á Keflavíkurflug- velli var mun hærri en gert hafði verið ráð fyrir, launakostnaður var hærri en búist hafði verið við hjá nærri öllum embættum sem tóku þátt í öryggisgæslunni.  Útflutningur lambakjöts: Ítalíu- markaður kannaður LANDBÚNAÐUR „Það er alveg nýr markaður að opnast sýnist okkur. Við erum að þreifa fyrir okkur á Ítalíu núna í haust. Þangað er verið að flytja ferskt lambakjöt með skipi, í kæligámum. Það lækkar kostnað að þurfa ekki að flytja með flugi,“ segir Özur Lárusson, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka sauð- fjárbænda. Það eru Kjötframleiðendur ehf. sem kanna nú möguleika á útflutn- ingi til Ítalíu. Óvíst er hvert magnið verður en nokkur von er til þess að allt að 200 tonn verði flutt í haust og vetur til Ítalíu. Verðið sem rætt er um er alveg viðunandi og stað- greitt.  REKIN AÐ HEIMAN Um 100 þús- und íbúum í Úganda hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og færa sig nær svæðum sem vernd- uð eru af her landsins. Um er að ræða verndaraðgerðir vegna deil- na sem staðið hafa yfir á milli upp- reisnarmanna og hers landsins. ERLENT FJÁRAUKALAGAFRUMVARP Uppsafn- aður halli Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins og biðlaun til fyrr- verandi starfsmanna vegna end- urskipulagningar á starfseminni kosta ríkissjóð 54 milljónir króna samkvæmt fjáraukalagafrum- varpi fjármálaráðherra. Þar af er gert ráð fyrir að 16 milljónir þurfi til að greiða biðlaunakostnað. Í frumvarpinu segir að gert sé ráð fyrir að þessi aukafjárveiting dugi til að greiða upp hallann. Eft- irleiðis verði rekstur stofnunar- innar innan fjárheimilda.  Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins: Rekstrar- vandi gerð- ur upp „Það kom ekkert annað til greina.“ Ég keypti minn fyrsta bíl frá Toyota 1979 og hef því langa reynslu af þjónustu þeirra, hvort sem um hefur verið að ræða hina árlegu skoðun eða þegar ég hef verið að skipta upp í nýjan bíl. Í þau örfáu skipti sem ég hef þurft með bíl inn á verkstæði er það sama upp á teningnum; hreint út sagt frábær þjónusta í hvívetna. Þess vegna kom ekkert annað til greina en að eiga áfram viðskipti við Toyota. Nýr Corolla er mjög skemmtilegur í akstri og ótrúlega sparneytinn, maður situr hátt og finnur sig öruggan í umferðinni. Rúnar Björnsson Skrifstofumaður …og þú finnur af hverju! Bíll ársins 2002 REYNSLU AKSTUR ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 18 80 9 1 0/ 20 02 COROLLA - TILFINNINGIN ER GÓÐ Það hefur aldrei verið hagkvæmara en nú að eignast nýjan Corolla, bíl ársins 2002. Komdu strax og reynsluaktu vinsælasta bíl á Íslandi, fyrr og síðar, og þú finnur hver ástæðan er. Verð frá 1.599.000. www.toyota.is. Stórsýning á Akureyri laugardag og sunnudag frá kl. 13 – 17 og í Vestmannaeyjum laugardag frá kl. 13 – 17.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.