Fréttablaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 2. nóvember 2002 LÖGREGLUMÁL Þórshafnarhreppur hefur tekið undir beiðni eigenda Heiðarfjalls á Langanesi um að ríkissaksóknari rannsaki fram- ferði Bandaríkjahers á fjallinu. Í bréfi Þórshafnarhrepps til ríkissaksóknara segir að banda- rísk stjórnvöld séu með úrgang og spillefni í geymslu á Heiðar- fjalli: „Úrgangurinn er staðsettur í vatnsleiðandi jarðlögum, stjórn- laust og án nokkurra öryggisráð- stafana, ofan við vatnsból og verðmætra grunnvatnsgeyma.“ Úrgangurinn er frá umsvifmikl- um rekstri ratsjárstöðvar á fjall- inu sem lauk 1970. Ósk landeigendanna um rann- sókn ríkissaksóknara var sett fram 17. september. Áður hefur ríkislögreglustjóri hafnað sam- bærilegri beiðni. Bæði íslensk og bandarísk stjórnvöld hafa sagt málið vera sér óviðkomandi. „Þórshafnahreppur tekur und- ir beiðni landeigenda til ríkissak- sóknara um aðgerðir og að bandarískum stjórnvöldum verði gert skylt að fjarlægja úrgang og spillefni sín af H-2 svæðinu á Heiðarfjalli,“ segir í bréfi Þórs- hafnarhrepps sem undirritað er af Birni Ingimarssyni sveitar- stjóra.  Þórshafnarhreppur styður landeigendur á Heiðarfjalli: Ríkissaksóknari taki á bandarískum úrgangi HEIÐARFJALL Eigendur Heiðarfjalls njóta stuðnings Þórs- hafnarhrepps í baráttu sinni fyrir hreinsun fjallsins af mengandi úrgangi frá Banda- ríkjaher. Vatnsból og verðmætir grunn- vatnsgeymar eru sagðir í hættu. VIÐSKIPTI Niðursveifla á hluta- bréfamarkaði hefur orðið til þess að menn hafa orðið meðvitaðri um reglur á fjármálamarkaði og þýð- ingu þeirra. „Þegar mistökin koma fram eftir góðærið er allt annað and- rúmsloft gagnvart reglum og eftirliti, en var í góðærinu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstöðu- maður Fjármála- eftirlitsins. Í ársskýrslu sinni og ræðu for- stöðumanns á árs- fundi er bent á ýmis atriði þar sem úrbóta er þörf í íslensku fjármálalífi. Með- al þess sem bent er á er að þótt velta á verðbréfa- markaði hafi verið að aukast séu það einkum fjármálafyrirtækin sem stundi viðskiptin. „Slíkt ger- ir markaðinn grunnan og verð- myndunina veika,“ segir Páll Gunnar. Smæð samfélagsins kallar ein- nig á virkara eftirlit með innherja- viðskiptum. Páll segir Fjármála- eftirlitið hafa byggt upp mark- aðsvakt sem ætlað sé að fylgjast með viðskiptum á verðbréfamark- aði. Þetta hafi leitt til þess að vax- andi fjöldi vísbendinga um mark- aðsmisnotkun séu tekin til form- legrar skoðunar. Fjármálaeftirlitið hefur ekki verið fáanlegt að ræða einstök mál opinberlega. Páll segir mikilvægt að gæta trúnaðar við fjármála- stofnanir til að tryggja aðgang að upplýsingum. „Mörk þess hvað á að ræða opinberlega og hvað ekki þarf stöðugt að ræða. Sérstaklega hvað varðar verðbréfamarkað þar sem krafa um gagnsæi og upplýs- ingastreymi er mikil.“ Útlán fjármálafyrirtækja hafa einnig verið undir smásjá eftirlits- ins. Páll bendir á að vanskil ein- staklinga og heimila séu orðin 5,8% af útlánum til þeirra. Slíkt sé áhyggjuefni. Fjármálaeftirlitið hafi ítrekað bent á að sú útlána- aukning sem varð á árunum 1997 - 2001 standist ekki til lengdar. Lífeyrissjóðirnir hafa ekki far- ið varhluta af niðursveiflunni. Þeg- ar mesta bjartsýnin ríkti fóru þeir fram úr heimildum sínum í eign óskráðra bréfa. Fjármálaeftirlitið hefur ekki gengið hart fram í að breyta þessu. „Við teljum einfald- lega ekki sjóðfélögum til hagsbóta að sjóðirnir selji frá sér þessi bréf við núverandi aðstæður.“ Hlutverk eftirlitsins sé að tryggja almanna- hagsmuni á fjármálamarkaði og stuðla að mótun samkeppnishæfs og stöðugs fjármálamarkaðar. haflidi@frettabladid.is Smæð markaðar kallar á eftirlit Fjármálaeftirlitið hefur gagnrýnt fjölmörg atriði í íslensku fjármálalífi. Páll Gunnar Pálsson, forstöðumaður eftirlitsins, segir það hlutverk þess að taka þátt í að skapa samkeppnishæfan og stöðugan fjármálamarkað. MÓTUN MARKAÐAR Fjármálaeftirlitið hefur vakandi auga með lífeyrissjóðum, fjármála- og tryggingafyrirtækj- um. Páll Gunnar Pálsson, forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins segir menn hafa lært margt af niðursveiflu í efnahagslífinu. Mörk þess hvað á að ræða opinber- lega og hvað ekki þarf stöðugt að ræða. Sérstak- lega hvað varðar verð- bréfamarkað þar sem krafa um gagnsæi og upplýsinga- streymi er mikil. BALÍ,AP Að sögn lögregluyfirvalda í Ástralíu var sprengjuárásin á Balí þann 12. október vel skipu- lögð og hönnuð til að verða sem flestum að bana. Rúmlega 180 manns fórust í árásinni, þar af var um helmingur þeirra Ástral- ar. Lögreglan í Indónesíu réðst inn á heimili í gær og fann ljós- mynd sem kemur heim og saman við teikningu af einum af þeim þremur mönnum sem grunaðir eru um að hafa staðið á bak við sprenginguna. Að sögn lögregl- unnar styttist óðum í að hinir grunuðu náist. Matori Abdul Jalil, varnar- málaráðherra Indónesíu, hefur sakað al-Kaída hryðjuverkasam- tökin um að hafa staðið á bak við verknaðinn. Verið er að rannsaka hvort Indónesíubúar sem hafi verið þjálfaðir í sprengjugerð í Lýbíu og Afganistan, hafi átt þátt í sprengingunni.  Sprengingin á Balí: Átti að bana sem flestum BALÍ Sendiherra Bandaríkjanna í Indónesíu, þriðji frá vinstri, skoðar staðinn þar sem sprengjan sprakk. Atburðurinn átti sér stað við Sari næturklúbbinn í Kuta á eyj- unni Balí.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.