Fréttablaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 14
14 2. nóvember 2002 LAUGARDAGUR TÓNLIST Kurt Cobain kynntist Krist Novoselic árið 1985 í smá- bænum Aberdeen sem er í um 160 kílómetra fjarlægð frá Seattle. Novoselic kom úr stöð- ugu heimilisumhverfi en Cobain hafði flakkað milli ættingja frá átta ára aldri, frá því að foreldrar hans skildu. Hann hlustaði mest á Bítlanna og síðar þungarokk á æskuárunum. Þegar hann kynnt- ist Novoselic hafði áhugi hans á pönktónlist vaxið og saman stofn- uðu þeir sína fyrstu sveit, The Stiff Woodies, þar sem Novoselic lék á bassa en Cobain trommaði. Sveitin gekk í gegnum nokkr- ar nafna- og gítarleikarabreyt- ingar á næstu tveimur árum. Þegar þeir kynntust trommaran- um Aaron Burkhart ákvað Cobain að taka að sér söng og gít- arleik. Sveitin hét þá, ótrúlegt en satt, Skid Row. Þegar trommar- inn Chad Channing tók við af Burkhart 1987 fékk sveitin nafn- ið Nirvana. Sama ár fékk Nirvana plötu- samning við Subpop eftir mikla spilamennsku á Seattle-svæðinu. Fyrsta smáskífan kom út í des- ember 1988. Það var tökulagið „Love Buzz“ eftir hollensku hippasveitina Shocking Blue. Fyrsta breiðskífan, „Bleach“, var hljóðrituð fyrir 600 dollara og gefin út vorið 1989. Háskólaútvarpsstöðvar um öll Bandaríkin tóku sveitina upp á sína arma og við tóku tónleika- ferðir um allt land. Skömmu eftir að boltinn fór að rúlla gekk trommuleikarinn Dave Grohl, sem áður hafði leikið með pönk- sveitinni Scream, í sveitina. Plöturisinn Geffen bauð hæst í Nirvana og tryggði sér samning fyrir litla 287 þúsund dollara. „Nevermind“ var hljóðrituð á tveimur vikum með aðstoð upp- tökustjórans Butch Vig. Áður en hún kom út spáðu bjartsýnustu menn innan fyrirtækisins að hún myndi seljast í 100 þúsund ein- tökum. Öllum að óvörum skaut lagið „Smells like teen-spirit“ sveitinni upp í hæstu hæðir og raunin varð að rúmlega 14 millj- ónir eintaka seldust fyrsta árið. Eins og allir vita átti Cobain erfitt með að halda jafnvægi á einkalífi sínu eftir að heimurinn opnaðist fyrir sveitinni. Hann framdi sjálfsmorð 5. apríl 1994, aðeins ári eftir að þriðja platan „In Utero“ leit dagsins ljós. Lagið „You know your right“, sem er gefið út í fyrsta skiptið á nýju safnplötunni, var hljóðritað að- eins tveimur mánuðum áður. biggi@frettabladid.is Eftir áralanga deilur eftirlifandi liðsmanna Nirvana og Courtney Love, ekkju söngvarans Kurt Cobain, er loksins komin út safnplata með bestu lögum sveitarinnar. Hún inniheldur einnig nýfundna lagið „You know your right“. NIRVANA Kurt var aðeins 20 ára þegar hann stofnaði sveitina ásamt bassaleikaranum Krist, 22 ára, þegar boltinn byrjaði að rúlla og tveimur árum eldri þegar sveitin gaf út „Smells like teen spirit“. Hann var 27 ára þegar hann framdi sjálfsmorð. Nirvana 1987 - 1994 STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 2 og 3.50 PÉTUR OG KÖTTURINN kl. 2 MR. DEEDS kl. 3.50 og 6 ROAD TO PERD... kl. 2.30, 5, 7.30 og 10 ROAD TO PERD... 4, 6.30, 8, 9, 10.30, 11.30 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 6, 8, 10 og 12 Powersýning kl. 4.10 og 6FÁLKAR kl. 1.50 og 3.40LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 2VILLTI FOLINN m/ísl. tali - 300 kr.- MAÐUR EINS OG ÉG kl. 2 og 6 THE BOURNE IDENTITY kl. 8 og 10.20 PORNSTAR-RON JEREMY kl. 10.15 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 2 og 4 VIT429 YA YA SISTERHOOD 5.50, 8 og 10.15 VIT455 HAFIÐ kl. 2, 4 og 6 VIT 433 SIGNS kl. 8 VIT427 MAX KLEEBLE´S.. kl. 2, 4 og 6 VIT441 BOURNE IDENTITY kl. 10.15 VIT427 INSOMNIA kl. 8 og 10.15 VIT444 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.15 VIT 448 Sýnd kl. 1.40, 3.40, 5.50, 8 og 10.15 VIT 461 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15 VIT 462 kl. 2, 5.45, 8 og 10.15HAFIÐ kl. 3.50 og 8YA YA SISTERHOOD FUNDIR 13.00 Málþing um trúarstef í kvik- myndum verður í Árnagarði, stofu 304. Fyrirlesarar eru úr hópi kvikmyndafræðinga og guð- fræðinga sem átt hafa samvinnu um þetta tiltölulega nýja fræða- svið um skeið. 13.30 Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing um Magnús Ket- ilsson í Þjóðarbókhlöðunni. 14.00 Bandalag íslenskra skáta efnir til fjölskylduhátíðar í Laugardals- höll í tilefni af 90 ára afmæli fé- lagsins. Allir eru velkomnir í af- mælið. 14.30 Sjötti upplýsinga- og baráttufund- urinn um virkjanaframkvæmdir á hálendi Íslands verður á Grand Rokk. OPNUN 15.00 Sýningin Hraun - ís - skógur opnar í Listasafni Akureyrar. Hér er um að ræða listmenntunar- verkefni sem verið hefur tæp þrjú ár í undirbúningi. Sýningin er opin alla daga milli 12 og 17. Henni lýkur 15. desember. Veiðimenn í útnorðri er yfirskrift á sýn- ingu sem Edward Fuglö opnar í Nor- ræna húsinu. TÓNLEIKAR 12.00 Björn Steinar Sólbergsson org- anisti heldur hádegistónleika í Akureyrarkirkju. Á efnisskrá eru verk eftir Pál Ísólfsson og Sigfried Karg-Elert. Lesari á tónleikunum er Laufey Brá Jónsdóttir. Aðgang- ur er ókeypis og allir velkomnir. 15.15 Eþos- Þormóður Magnússon spilar ásamt Caput hópnum á 15.15 tónleikaröðinni í Borgar- leikhúsinu. 17.00 Tónleikar kammerkórsins Vox Gaudiae verða í Hjallakirkju. Að- gangur er ókeypis og allir hjart- anlega velkomnir. 17.00 Afmælisveisla kvennakórsins Vox Feminae hefst með hátíðartón- leikum í Hallgrímskirkju. Á tón- leikunum stiklar kórinn á stóru í sögu kirkjutónlistar. Stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir. 20.00 Í tilefni af útgáfu disksins Skellir og smellir heldur Valgeir Guð- jónsson tónleika í Salnum, Kópa- vogi. LAUGARDAGURINN 2. NÓVEMBER Grafarvogsbúar! Opið mán.–fös. 10–18 Hverafold 1–5 • s. 567-6511 Sparið tíma og peninga - verslið á börnin í ykkar hverfis- verslun. Full búð af nýjum vörum á frábæru verði. Tilboð á úlpum 2900 kr. Útigöllum á 4300 kr. Endilegakíkjið við!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.