Fréttablaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 12
12 2. nóvember 2002 LAUGARDAGUR ÍÞRÓTTIR UM HELGINA LAUGARDAGUR 14.45 Stöð 2 Enski boltinn 16.20 RÚV Körfubolti 16.20 Sýn Toppleikir (Toppleikur) 16.30 Hveragerði Kjörísbikar karla (Hamar - KR) 00.30 Sýn Hnefaleikar - MA Barrera (Erik Morales - MA Barrera) 02.00 Sýn Hnefaleikar - MA Barrera (MA Barrera - Johnny Tapia) SUNNUDAGUR 13.45 Sýn Enski boltinn (Tottenham - Chelsea) 15.55 Sýn Enski boltinn (Charlton - Sunderland) 19.15 Ásvellir Kjörísbikar karla (Haukar - UMFN) 19.15 Sauðárkrókur Kjörísbikar karla (Tindastóll - UMFG) 19.15 Smárinn Kjörísbikar karla (Breiðablik - Keflavík) KÖRFUBOLTI Michael Jordan skor- aði 21 stig á aðeins 22 mínútum þegar lið hans Washington Wiz- ards burstaði Boston Celtics með 114 stigum gegn 69. Þetta er stærsta tapið í 349-leikja sögu Celtics. Með tapinu var met slegið frá árinu 1977 þegar liðið tapað 128:84 gegn Portland. „Við getum horft á tapið á heimspekilegan hátt,“ sagði Jim O’Brien, þjálfari Celtics. „Hlutirnir eru aldrei eins slæmir og þeir virðast vera. Þeir eru heldur aldrei eins góðir og þeir virðast vera.“  Jordan skoraði 21 stig fyrir Wizards: Stærsta tap Celtics fyrr og síðar JORDAN Michael Jordan tekur skot yfir Tony Delk í fyrsta fjórðungi leiks Wizards og Celtic sem háður var á fimmtudagskvöld í MCI höll- inni í Washington. AP /M YN D FÓTBOLTI ELDHEITUR STUÐNINGSMAÐUR Stuðningsmaður Panathinaikos heldur á gríska fánanum. Hann studdi við bakið á liði sínu þegar það mætti Fenerbache frá Tyrklandi í UEFA-keppninni. Þetta var fyrsti leikur félagsliða frá þessum þjóðum. Tveir Grikkir meiddust þegar hlutum var kastað í höfuð þeirra. Báðar þjóðir hafa sótt um að halda Evrópukeppnina í knatt- spyrnu árið 2008. HANDBOLTI Íslenska landsliðið í handbolta leikur í dag við Svía í fjórða leik sínum á heimsbikar- mótinu sem haldið er í Svíþjóð. Liðið tapaði fyrstu tveimur leikj- um sínum á mótinu gegn Rússum og Þjóðverjum en vann Júgóslava í fyrrakvöld. Þrátt fyrir sigurinn lenti íslenska liðið í neðsta sæti í sínum riðli á mótinu. Bæði Guðmundur Hrafnkels- son, markvörður, og Dagur Sig- urðsson geta ekki leikið með ís- lenska liðinu gegn Svíum. „Þetta verður gríðarlega erfiður leikur. Svíar voru teknir hér á sínum heimavelli með 8 mörkum á móti Dönum og það var mikið áfall fyr- ir þá. Við fáum þá alveg dýrvit- lausa hérna á morgun,“ segir Guð- mundur Guðmundsson, landsliðs- þjálfari. Sigurvegarinn úr viðureign- inni mætir sigurvegaranum úr leik Júgóslavíu og Egyptalands í leik um 5. sætið í mótinu. Tapliðin keppa hins vegar um 7. sætið. Guðmundur segir að leikur ís- lenska liðsins hafi farið hægt og sígandi batnandi á mótinu, enda hefur liðið ekki spilað saman í langan tíma. Ólafur Stefánsson hefur ekki náð sér á strik með íslenska liðinu á mótinu. Guðmundur segir að aðrir í liðinu komi bara upp í stað- inn. „Það er bara eins og gengur og gerist. Menn eiga misjafna daga og misjöfn tímabil. Það koma bara aðrir og draga vagninn og þannig var það í gær. Patrekur átti mjög góðan leik og Gústaf Bjarnason.“ freyr@frettabladid.is Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari: Svíar mæta dýrvitlausir til leiks RÓBERT SIGHVATSSON Róbert Sighvatsson, skorar framhjá Danijel Saric, markverði Júgóslavíu í leiknum í fyrrakvöld. Ísland sigraði leikinn með 34 mörkum gegn 29. Íslenska liðið á erfiðan leik fyrir höndum gegn Svíum í dag. MARKAHÆSTU MENN ÍSLANDS: Patrekur Jóhannesson 21 Einar Örn Jónsson 15 Guðjón V. Sigurðsson 8 Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 46 Birkir Ívar Guðmundsson 6

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.