Fréttablaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 1
bls. 22 VIÐSKIPTI Smæð markaðar kallar á eftirlit bls. 11 BANDARÍKIN Hamast í kosninga- baráttu bls. 6 LAUGARDAGUR 217. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Laugardagurinn 2. nóvember 2002 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Bíó 14 Íþróttir 10 Sjónvarp 20 KVÖLDIÐ Í KVÖLD Fjölskyldu- hátíð skáta HÁTÍÐ Bandalag íslenskra skáta efn- ir í dag til fjölskylduhátíðar í Laug- ardalshöll í tilefni 90 ára afmæli fé- lagsins. Allir eru velkomnir í af- mælið. Laugardagsfundur um Írak FUNDUR Vinstri grænir halda opinn fund á Torginu, Hafnarstræti 20 um Írak og þá atburði sem þar eiga sér stað um þessar mundir. Fundur- inn hefst klukkan 11. Frummælend- ur verða Elías Davíðsson og Stefán Pálsson. Upplestur úr barnabókum OPNUN Ný barna- og unglingadeild verður opnuð í bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18 klukkan tíu. Af því tilefni verður lesið upp úr nýjum barna- og unglingabókum á klukkutíma fresti allan daginn. Orgel í Akureyrarkirkju TÓNLEIKAR Björn Steinar Sólbergs- son organisti heldur hádegistón- leika í Akureyrarkirkju. Á efnis- skrá eru verk eftir Pál Ísólfsson og Sigfried Karg-Elert. Tónleikarnir hefjast klukkan tólf. AFMÆLI Mistök fyrir framan alþjóð ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Stjórn Íbúða- lánasjóðs hefur farið fram á það við Ríkisendurskoðun að hún taki út verklag og meðferð mála innan Íbúðalánasjóðs. Ákvörðunin var tekinn á stjórnarfundi í gær þar sem rætt var um mál eiganda Fasteignasölunnar Holts, sem játað hefur 80 milljóna króna með því að falsa fasteignaveð- bréf. Ákveðið hefur verið að kanna öll viðskipti fasteignasölunnar hjá sjóðnum með tilliti til þess hvort framsal á fasteignaveðbréf- um sem skipt hafi verið fyrir hús- bréf hafi verið rangt eða ófull- nægjandi,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá stjórninni. „Íbúðalána- sjóður mun rannsaka sérstaklega, með aðstoð sjálfstætt starfandi lögmanns, hvort um bótaskyldu sjóðsins sé að ræða í þeim tilvik- um. Sé svo mun sjóðurinn bæta það tjón sem viðskiptavinurinn hefur sannanlega orðið fyrir.“ nánar bls. 2 Stjórn Íbúðalánasjóðs fjallar um milljónasvik fasteignasala: Ríkisendurskoðun kannar verklag stofnunarinnar MÖRÐUR ÁRNASON OG SAMSTARFSFÓLK Íslenska orðabókin er tæpar 1.900 blaðsíður og er hún um 600 blaðsíðum stærri en út- gáfan frá 1983 og þar er að finna yfir fimm þúsund ný orð eða alls um níutíu þúsund uppflettiorð. Meðal þeirra orða sem birtast nú í fyrsta skipti í bókinni eru farsími, netþjónn og salsasósa. REYKJAVÍK Suðaustan 5-10 m/s og smáskúrir. Hiti 3 til 7 stig. VEÐRIÐ Í DAG BANKASALA Einn stærsti banki Evr- ópu, franski bankinn Société Générale, tekur þátt í fjármögnun S-hópsins ef af kaupum hans á Búnaðarbankanum verður. Bankinn vill kaupa milli 10 og 12% í bankanum. Gera má ráð fyrir að verðið fyrir þann hlut sé um þrír milljarðar króna. Bankinn vann með S-hópnum að tilboðinu og kemur að fjármögnun kaupanna. Gengi til- boðs S-hópsins er 4,2 til 4,7 sem þýðir að verðið er 10 - 12 milljarð- ar fyrir 46,6% hlut í bankanum. Gengið í tilboðinu er á sama bili og viðskipti með bréf í bankanum hafa verið á í Kauphöll Íslands síð- astliðið ár. Kaldbakur sendi einnig inn verðtilboð sem er lægra. Verð í bankann segir ekki alla söguna. Kaldbakur bauð hæsta verðið við sölu Landsbankans. Vátryggingafélag Íslands sem S-hópurinn keypti af Landsbank- anum bættist í hópinn. Fyrir eru í hópnum Eignarhaldsfélagið And- vaka, Eignarhaldsfélagið Sam- vinnutryggingar, Fiskiðjan Skag- firðingur hf., Kaupfélag Skagfirð- inga svf., Ker hf., Samskip hf. og Samvinnulífeyrissjóðurinn. Með beinum kaupum bankans er staða S-hópsins orðin verulega sterkari. Yfirgnæfandi líkur er því á þessari stundu að einkavæðingar- nefnd ákveði að selja S-hópnum bankann. Margir töldu að kaupum S-hópsins fylgdi skuldsetning sem væri á mörkum hins skynsam- lega. Þátttaka franska bankans er viðurkenning fyrir fjárhagslega burði S-hópsins. Innan S-hópsins er það metið svo að staða þeirra sé sterk. Kald- baksmenn gerðu lægra tilboð. Lík- legt er að þeir hafi gert sér grein fyrir því að S-hópurinn byði hærra verð. Kaldbakur var fyrir- fram tvístígandi um hvort hugur fylgdi máli hjá einkavæðingar- nefnd. Degi áður en átti að skila inn upplýsingum voru þeir ekki ákveðnir hvort þeir myndu halda áfram í ferlinu. Verði niðurstaðan sú, eins og allt bendir til að S-hópurinn kaupi bankann er hópurinn sem tengdist Gildingu lokaður inni með áhrifa- lausan minnihluta í bankanum. Kaup Gildingarhópsins olli hækk- unum á gengi bréfa bankans. Þessi niðurstaða yrði hópnum nokkurt áfall. haflidi@frettabladid.is Frakkar kaupa í Búnaðarbanka S-hópurinn býður hærra verð í Búnaðarbankann en Kaldbakur. Hópurinn nýtur liðsinnis eins af stærstu bönkum Evrópu. Sá ætlar sér fjórðung af hlut ríkisins að verðmæti um þrír milljarðar króna. Yfirgnæfandi líkur eru á kaupum S-hópsins. Gildingarhópurinn lokast inni með áhrifa- lausan minnihluta. Þátttaka frans- ka bankans er viðurkenning fyrir fjárhags- lega burði S- hópsins. Íslenska orðabókin: Ný og bætt endurútgáfa BÆKUR Edda gaf í gær út aukna og endurbætta útgáfu Íslenskrar orðabókar. Bókin byggir á langri hefð en hún kom fyrst út hjá Menningarsjóði árið 1963. Mörður Árnason ritstýrði nýju útgáfunni sem er í tveimur bind- um enda hefur bæst við mikill fjöl- di orða auk þess sem skýringar hafa verið bættar og dæmum fjölgað. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, tók við fyrsta eintakinu úr hendi ritstjórans og lét þess getið að forveri bókarinnar hafi reynst sér „trúföst fylgikona“ og hún væri orðin býsna slitin þó hann hafi þó aldrei slegið neinn í höfuð- ið með henni.  + + + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-8 Skýjað 0 Akureyri 5-10 Léttskýjað 6 Egilsstaðir 5-10 Léttskýjað 6 Vestmannaeyjar 5-10 Skúrir 6 ➜ ➜ ➜ ➜ NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 71,1% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í SEPTEMBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá september 2002 27% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu? 57% 72% FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.