Fréttablaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 8
8 2. nóvember 2002 LAUGARDAGUR INNLENT UPPGJÖR Uppgjör Baugs olli von- brigðum á markaði og lækkuðu bréf félagsins. Baugur skilaði 159 milljón króna hagnaði fyrstu sex mánuði uppgjörsársins. Upp- gjörsár félagsins er frá 1. mars. Helstu ástæður slakrar niður- stöðu er slæm afkoma Bonus Stor- es í Bandaríkjunum. Félagið hafði sent frá sér afkomuviðvörun vegna stöðunnar í Bandaríkjun- um. Framundan er hlutafjáraukn- ing í Bonus Stores og hefur stjórn Baugs samþykkt að leggja til allt hlutaféð. Gert er ráð fyrir að reksturinn í Bandaríkjunum skili hagnaði á næsta ári. Afkoma Baugs á Íslandi litast af samdrætti í neyslu almenn- ings. Kostnaður vegna uppbygg- ingar í Svíþjóð er gjaldfærður á tímabilinu. Viðtökur þar í landi eru betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þriðji ársfjórðungur ræður miklu um afkomu félagsins vegna jólaverslunar. Í uppgjöri þess árs- fjórðungs munu tekjur af sölu Baugs í Arcadia skila sér í upp- gjöri. Stjórn Baugs hefur boðað til hluthafafundar, þar sem liggur fyrir tillaga um að greiða 15% arð til hluthafa. 12% arður var greiddur fyrr á árinu.  Bonus Stores dregur niður afkomuna: Óviðunandi afkoma hjá Baugi LÍTILL HAGNAÐUR Afkoma Baugs var í samræmi við væntingar eftir að félagið hafði varað við slakri afkomu Bonus Stores í Bandaríkjunum. Forsvarsmenn félagsins telja horfur góðar í rekstri Baugs. FÉLAGAGJÖLDUM SLEPPT Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, hefur endurflutt frumvarp um að opinberum starfsmönnum verði ekki lengur skylt að greiða ið- gjald til stéttarfélaga sem þeir kjósa að standa utan. GENGISHAGNAÐUR HJÁ SKELJ- UNGI Hagnaður Skeljungs jókst um 570 milljónir milli níu mán- aða uppgjöra ársins í ár og í fyrra. Hagnaður tímabilsins var 974 milljónir króna. Arðsemi eig- in fjár félagsins var 30% fyrir fyrstu níu mánuðina sem er tvö- falt meira en í fyrra. Styrking krónu gagnvart dollar skilaði fé- laginu gengishagnaði og skýrir afkomuna. Viðsnúningur á fjár- magnstekjum var rúmur 1,1 milljarður. AFKOMA BATNAR Viðsnúningur var á afkomu Guðmundar Run- ólfssonar hf. Nam viðsnúningur- inn 308 milljónum króna fyrir skatta. Hagnaður fyrstu níu mán- uði ársins var 138 milljónir. Við- snúningurinn skýrist af fjár- magnsliðum. Velta félagsins dróst saman um 7%. SVEITARSTJÓRNIR Hreppsnefnd Mýr- dalshrepps í Vík í Mýrdal hefur beint því til eigenda veitingastað- arins Halldórskaffis „að halda ekki hávaðasamar skemmtanir yfir aðalferðamannatímann.“ Rekstur Halldórskaffis hefur verið eigendum Hótels Lunda þyrn- ir í augum allt frá því um verslunar- mannahelgina árið 2000. Þá skemmti þriggja manna hljómsveit gestum. Lundamenn segja hávaða frá Hall- dórskaffi að nætur- lagi trufla starf- semi hótelsins. Þar eru rúm fyrir 22 gesti auk svefn- pokapláss. Eigendur Lunda leituðu til sveit- arstjórnarinnar um að Halldórs- kaffi verði ekki leyft að selja vín eftir klukkan ellefu á kvöldin. „Þá er óskað eftir því að leyfishöfum Halldórskaffis verði gert að leggja af allt skemmtana- og dansleikja- hald á tímabilinu 1. maí til 30. sept- ember ár hvert,“ segir í bréfi til Mýrdalshrepps. Hafsteinn Jóhannsson sveitar- stjóri og Sigurður Gunnarsson sýslumaður reyndu að miðla mál- um: „Ekki verður séð að sveitar- stjórn/lögregla geti gripið til neinna ráðstafana gegn staðnum,“ var þeirra niðurstaða. Ekki hefur það auðveldað vinnslu málsins að Soffía Magnúsdóttir, sem rekur Halldórs- kaffi, er eiginkona Sveins Pálsson- ar oddvita. Eftir að eigendur Hótels Lunda höfðu ítrekað kröfu sína um skorð- ur við rekstri Halldórskaffis sagði sveitarstjórnin að ekki væri laga- skilyrði til þess að hún gripi „til neinna ráða gegn staðnum.“ Eins og áður segir var þeim eindregnu til- mælum þó beint til Halldórskaffis að halda ekki „hávaðasamar skemmtanir“ frá maí til september- loka. Hótel Lundi og Halldórskaffi standa hlið við hlið í gamla bæjar- hlutanum í Vík. Vínveitingaleyfi Halldórskaffis sem gefið var út í fyrra gildir til júní á næsta ári. Í því eru engar takmarkanir á því hvenær sólarhrings vín er selt á staðnum. Lengst mun hins vegar vera opið til klukkan tvö að nóttu um helgar. Soffía Magnúsdóttir segir að þegar hafi verið tekið tillit til óska hóteleigandans. Til dæmis sé langt síðan farið var að loka klukkan tvö um helgar í stað klukkan þrjú áður. „Það verður að leyfa fólki að sitja lengur en til ellefu um helgar. Við getum ekki gert meira,“ segir hún. Jóna Kerúlf, einn eigenda Hótels Lunda, segir þá engan áhuga hafa á því að standa í illdeilum við nágranna sína: „Við teljum engan ávinning að því að fjalla um þetta mál í blöðum, hvorki fyrir okkur né þá.“. gar@frettabladid.is Sveitarstjórnin í Vík í Mýradal beinir þeim eindregnu tilmælum til veit- ingahússins Halldórskaffis „að halda ekki hávaðasamar skemmtanir.“ Eigendur Hótel Lunda þar við hliðina vildu að skemmtanir og dans- leikir yrðu bannaðir á Halldórskaffi í fimm mánuði á ári. Skemmtanir í Vík séu hávaðalausar DEILT UM HÁVAÐA „Það verður að leyfa fólki að sitja lengur en til ellefu um helgar,“ segir Soffía Magn- úsdóttir, sem rekur Halldórskaffi í svokall- aðri Brydebúð í Vík í Mýrdal. Hótel Lundi við hliðina segir gesti sína ekki hafa svefn- frið. „Við erum með gluggana sem snúa að hótelinu lokaða. Við erum að kæfa gestina okkar,“ segir Soffía um viðleitnina til að halda friðinn. Hafsteinn Jóhannsson sveitarstjóri og Sigurður Gunnarsson sýslumaður reyndu að miðla málum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ORÐRÉTT ÖSSUR Í SPOR BUSH Enda má ekki gleyma að um 25% félagsmanna greiddu stefnu flokksforystunnar atkvæði sem er svipað hlutfall og það sem réð kjöri núverandi Bandaríkjafor- seta og íslenskir jafnaðarmenn gerðu náttúrulega ekkert svo lítið úr kosningu Bush í hittifyrra. Steinþór Heiðarsson um Evrópukosningu Samfylkingar. Múrinn, 1. nóvember. SKEPNURNAR YKKAR! Sumir ykkar og aðallega forverar ykkar tókuð upp á því fyrir 32 árum á aðalfundi, sem þá var haldinn í Vestmannaeyjum, að kjósa mig for- mann samtaka ykkar. Kristján Ragnarsson lýsti starfsævi sinni hjá LÍÚ í ræðu á aðalfundi LÍÚ 31. október.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.