Fréttablaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 10
10 2. nóvember 2002 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. LANDBÚNAÐUR MIKIL FÆKKUN Ársverkum í landbúnaði hefur fækkað um 15% á fimm árum. Þau voru 5.200 talsins árið 1997 en eru áætluð 4.400 í ár. Hlutfall starfa í landbúnaði sem hlutfall af unnum ársverkum í landinu hefur minnkað mun meira á sama tíma eða um nær fjórðung að því er fram kemur í Hagtölum landbún- aðarins. Árið 1997 stóðu störf í landbúnaði undir fjórum prósent- um ársverka. Í ár er áætlað að þau séu komin niður í um það bil þrjú prósent. Þeir sem starfa í landbúnaði eru 1,5% vinnuafls en voru 2,6% árið 1990. VESTFIRÐIR Hugsað heim í Glæsibæ. Römm er sú taug: Vest- firðingar í Glæsibæ HÖFUÐBORGIN Vestfirðingar, bú- settir á höfuðborgarsvæðinu, ætla að hittast og slá upp dansleik í Glæsibæ við Suðurlandsbraut á laugardagskvöldið. Er þetta fyrsti dansleikur Vestfirðinga í Glæsi- bæ en stefnt er að því að Glæsi- bæjarballið verði árlegur við- burður í lífi Vestfirðinganna í Reykjavík. Hljómsveitin Þúsöld leikur fyrir dansi og lofa for- svarsmenn dansleiksins ósvikinni vestfjarðastemmingu.  Ráðgjafakostnaður: Þenst stjórn- laust út STJÓRNMÁL „Það er ljóst að aðkeypt ráðgjafarþjónusta hefur þanist stjórnlaust út,“ segir Jóhanna Sig- urðardóttir, þingmaður Samfylk- ingar, um 47% útgjaldaaukningu vegna ráðgjafarþjónustu frá ár- inu 1999 til 2001. Jóhanna segir ljóst að veita þurfi opinberum aðilum miklu meira aðhald að þessu leyti. Þarna sé greinilega hægt að spara fé. Hún segir að ekki verði annað séð af þessu en að lítið tillit hafi verið tekið til athugasemda sem Ríkis- endurskoðun gerði í úttekt sinni á ráðgjafarkostnaði.  JÓHANNA SIG- URÐARDÓTTIR Segir þörf á frekari skýringum á þeim upplýsingum sem koma fram í svar- inu og hyggst leita eftir þeim. HERALD TRIBUNE Leiðarahöfundur Herald Tribu- ne segir atburðina í Moskvu sýna mikilvægi þess að þróaðar verði aðferðir til að gera hryðju- verkamenn óskaðlega, án þess að skaða gísla þeirra.“Rússar þurfa að gefa nákvæmar upplýs- ingar um árásina og skaðann sem hún olli gíslunum. Slíkar upplýsingar gætu hjálpað Bandaríkjunum og öðrum þjóð- um í glímunni við hryðjuverka- menn.“ Blaðið segir vandamálið við notkun gass þróað úr svefn- lyfjum sé að munurinn á sljóvg- andi skammti og banvænum sé lítill. „Það er þörf fyrir hættu- lausri og mannúðlegri aðferð til að gera fólk óvirkt án þess að valda því tjóni.“ Leiðarahöfundur segir ýmsar aðferðir hafa verið þróaðar, allt frá örbylgjum til ofurhávaða. Flestar þessar aðferðir virki annað hvort ekki sem skyldi eða séu hreinlega of hættulegar. Blaðið bendir á að öll þróun slíkra vopna bjóði heim hættu á misnotkun. „Á tímum hryðju- verkaógnar væri æskilegt að þróa efni sem svæfði fólk fljótt, án þess að valda því skaða.“ MOSCOW TIMES „Var nauðsynlegt að gera árás?“ spyr dálkahöfundur Moscow Times. Hann segir yfirvöld hafa, að lokinni inngöngu, lýst yfir ár- angursríkri frelsun. Fyrstu tölur um fjölda látinna hafi verið 30 manns. Höfundurinn, Boris Kagarlitsky hefur miklar efa- semdir um að nauðsynlegt hafi verið að ráðast inn í leikhúsið. Þar fyrir utan hafi verið óverj- andi með öllu af hernum að neita að gefa upp hvaða gas hefði ver- ið notað við innrásina. Það hafi kostað fjölda mannslífa. „Byssumennirnir í leikhúsinu höfðu, kvöldið fyrir innrásina, sett fram þær kröfur að þeir myndu sleppa gíslunum ef skip- uð yrði nefnd sem settist að samningaborði við Tjetjena. Var nauðsynlegt að ráðast inn? Já, það var nauðsynlegt af pólitísk- um ástæðum.“ Hann bætir því við að sú pólitíska ástæða hafi verið sú, að mannfallið styrkti stjórnvöld í áróðursstríði gegn Tjetjenum. Gert þeim kleift að halda uppi hernaði gagnvart þjóðinni.  Innrás hersins í leikhúsið Frelsun gísla tjetjenskra skæruliða hefur vakið snörp viðbrögð víða um lönd. Leynd yfir því hvers konar gas var notað við inn- rásina kostaði á annað hundrað mannslíf. Úr leiðurum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.