Fréttablaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 4
4 2. nóvember 2002 LAUGARDAGUR Læknadeila: Ungir læknar öskureiðir DEILA Oddur Steinarsson for- maður Félags ungra lækna seg- ir félagsmenn vera öskureiða með úrskurð kjaranefndar. Þeir hafi haft samband við Guðrúnu Zoega og óskað eftir útskýring- um. „Okkur sýnist að við mun- um lækka í launum í mörgum tilfellum og getum alls ekki sætt okkur við það,“ segir Odd- ur. Unglæknar segja að sam- kvæmt þeim upplýsingum sem þeir hafi undir höndum hafi ungir læknar, sem starfa í heilsugæslunni, allir lækkað í launum eftir úrskurð kjara- nefndar. Fullyrðingar heilbrigð- isráðuneytisins um að enginn hafi lækkað í launum séu því fyrir neðan allar hellur. Dæmi eru um allt að 35% launalækkun hjá ungum læknum starfandi á heilsugæslunni. Læknarnir krefjast þess að heilbrigðisráðuneytið upplýsi hvernig það geti staðið við slíka fullyrðingu, þar sem ljóst sé að hún á ekki við um unga lækna í heilsugæslu. Þessi úrskurður kjaranefndar mun verða til þess að ungir læknar ráði sig enn síð- ur í vinnu í heilsugæslu á Ís- landi.  SÆTTA SIG EKKI VIÐ LAUNALÆKKUN Ungir læknar segjast lækka um allt að 35 prósent með úrskurði kjaranefndar. Lífeyrisgreiðslur: Ríkið dýrt á fóðrum FÉLAGSMÁL „Við erum í raun að borga beint úr lífeyrissjóðnum í rík- issjóð,“ segir Guðmundur Gunnars- son, formaður Rafiðnaðarsam- bandsins, og segir fjármálaráð- herra seilast í vasa lífeyrisþega. Guðmundur segir reynsluna af hækkun lífeyrisgreiðslna Lífiðnar þá að ríkið taki stærstan hluta hen- nar til sín. Ríkið hirði 5.800 krónur í skatta af 15.000 króna hækkun og tekjutrygging lækki um 6.800 krón- ur. Eftir standi 2.400 krónur sem líf- eyrisþeginn fái. Menn velti því fyr- ir sér hvort ekki sé rétt að breyta kerfinu svo áhersla verði lögð á þá sem minna mega sín.  RÍKISSJÓNVARPIÐ Framkvæmdastjórinn fær aðstoð. Framkvæmdastjóri Ríkissjónvarpsins: Fær aðstoð- armann ráð- herra í vinnu STJÓRNMÁL Jóhanna María Eyjólfs- dóttir, fyrrum aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar er hann var menntamálaráðherra, hefur verið ráðin aðstoðarmaður Bjarna Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra Ríkissjónvarpsins. Hefur Jóhanna María þegar hafið störf á skrif- stofu framkvæmdastjórans en að auki er henni gert að vinna við menningarþáttinn Mósaik að hluta. Jóhanna María lét af störf- um sem aðstoðarmaður ráðherra eftir að Björn Bjarnason sagði af sér ráðherradómi og tók slaginn um borgina.  MIKILL SAMDRÁTTUR Talsverður samdráttur hefur verið í veltu stórra og meðalstórra iðnfyrir- tækja á árinu. Samdrátturinn nemur 7% að raunvirði, þannig að segja má að 14. hver króna hafi tapast. Samdrátturinn hefur verið mestur í byggingastarf- semi, jarðvinnu og upplýsinga- tækni. Horfur eru þó taldar bjartar og útlit fyrir tveggja pró- senta veltuaukningu næsta árið, mesta í upplýsingatækni og pren- ti að því er fram kemur í könnun Samtaka iðnaðarins. IÐNAÐUR Áhrif Evrópukosningarinnar Deilur risu um framkvæmd Evrópukosningar Samfylkingar áður en atkvæði voru greidd. Fréttablaðið leitaði til stjórnmálamanna og fræðimanna eftir áliti þeirra á því hver yrðu áhrif kosningarinnar og niðurstöður hennar. Gunnar Helgi Kristinsson, stjórn- málafræðingur: Skapar vígstöðu „Þetta er því leytinu til gott fyrir Samfylkinguna að ég tel að það sé breiður s t u ð n i n g u r við þetta mál innan flokks- ins og meðal s t u ð n i n g s - manna hans. Auðvitað eru aldrei allir sammála. Kannanir hafa sýnt að töl- vert stór hluti stuðnings- manna Samfylkingarinnar er á þessari skoðun. Þetta sameinar töluverðan hluta af flokknum og skapar honum ákveðna sérstöðu. Samfylkingin kemst í eld- línuna í stjórnmálaum- ræðunni og svo fremi sem málið sjálft reynist þeim ekki vonlaust, þá hjálpar það þeim í kosningum. Að vera sá sem brýtur á. Svo fremi að þeim takist að verja málið sjálft, þá ætti kosningin að geta skapað þeim vígstöðu. Þátttakan í kosningunum er í sam- ræmi við reynslu af kosn- ingum af þessu tagi. Það má nefna að í þjóðarat- kvæðagreiðslum í Sviss er kosningaþátttaka um 40%.“  Lúðvík Bergvins- son, Samfylking- unni: Styrkir flokkinn „Ákvörðun flokksins að fara þá leið að leita eftir afstöðu hins almenna fé- l a g s m a n n s hlýtur að styrkja flokk- inn til lengri tíma litið. Það hlýtur að skipta máli að flokksmenn finni að af- staða þeirra skipti máli. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur stjórnmála- flokkur fer þessa leið og verður því að líta á þetta sem tilraun. Það að um 3.000 manns taki þátt í þessari tilraun segir okkur að þessi leið mun verða farin í auknu mæli.“ „Það að flokkurinn leggi áherslu sína á að leita eftir því að sækja um aðild að ESB skerpir línur í íslenskri pólitík og hlýtur að skerpa umræðuna um sambandið. Hvort það hafi einhver áhrif á stjórnar- myndunarviðræður eftir kosningar skal ósagt látið, en úrslit þeirra hljóta að ráða miklu í slíkum við- ræðum.“  Magnús Stefáns- son, Framsóknar- flokki: Áhrif á umræðu „Ég tel að þessi at- kvæðagreiðsla hafi ekki mikil áhrif á stöðu Sam- fylkingarinn- ar þó þátttak- an hafi ekki verið meira en þetta. Það er ljóst að Samfylkingin mun skerpa á sínum áherslum í þessu máli í umræðunni. Að því leyti hefur þetta mikil áhrif á umræðuna að einn flokkur taki þessa afstöðu.“ „Það er ómögulegt að segja nú hvort þetta hafi einhver áhrif á möguleika til stjórnarsamstarfs eftir kosningar. Þegar menn mynda ríkisstjórnir fara menn yfir sviðið og skoða hvort þeir nái saman um málefni. Svo er auðvitað óljóst hverjir eiga mögu- leika á að mynda ríkis- stjórnir.“ „Við ræðum þessi mál á flokksþingi okkar. Það er erfitt að sjá fyrir núna hvort þetta hefur þau áhrif að Samfylking og Framsóknar- flokkur nálgast eða hvort þeir fjarlægist hreinlega.“  Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðing- ur: Sóknar- færi „Þetta markar Sam- fylkingunni ákveðna sér- stöðu. Hún hefur verið sökuð um það að vera með óskýra stefnu í mörgum málum. Þarna kveður hún á um það, fyrst stjórnmálaflokka, að sækja skuli um aðild að Evrópusambandinu. Þetta gefur Samfylkingunni ákveðin sóknarfæri, því skoðanakannanir hafa sýnt að 30 - 60% þjóðar- innar vilja sækja um aðild. Hún gæti því höggvið í raðir sjálfstæðis- og fram- sóknarmanna. Hins vegar skapar þetta líka ákveðnar hættur ef ekki verður haldið vel á spilunum. Ef Samfylkingin setur aðild á oddinn, heldur illa á spil- unum og Framsóknar- flokkurinn tekur upp svip- aða stefnu og Sjálfstæðis- flokkur og Vinstri-grænir, þá getur það leitt til ein- angrunar Samfylkingar- innar í íslenskum stjórn- málum.“  Lára Margrét Ragn- arsdóttir, Sjálfstæð- isflokki: Ræðst af framhaldi „Ég hefði búist við að það yrði afdráttarlausari stuðningur við sjónarmið forystunnar miðað við hvernig málið var lagt fyrir en við vitum að oft og tíð- um er þátt- taka í svona könnunum ekki mikil.“ „Hvaða áhrif þetta hef- ur á stöðu Samfylkingar og samstarf við aðra flokka fer svo allt eftir því hvernig forystan velur að halda á málinu. Það er ómögulegt að segja til um hvað gerist eftir kosning- ar. Það fer eftir því hvaða áherslu forysta Samfylk- ingar leggur á þetta í kosningabaráttunni og hvernig hún leggur þetta fram.“  LÍÚ Rekstur Stýrimannaskólans í Reykjavík og Vélskóla íslands verður falinn einkahlutafélagi. Undirbúningur hefur staðið allt þetta ár og mun einkahlutafélagið Menntafélagið undirrita samning við menntamálaráðuneytið um rekstur skólanna til 5 ára. Að Menntafélaginu standa Landssam- band Íslenskra útvegsmanna, Samband kaupskipaútgerða og Samorka, samtök orkufyrirtækja. Forystumenn Farmanna- og fiski- mannasambandsins og Vélstjóra- félags Íslands hafa verið upplýstir um gang þessa máls og gert er ráð fyrir að þeir sitji í stjórn félagsins auk fulltrúa frá fyrrgreindum samtökum. Fyrir liggur fullgerður samningur um þetta efni og bíður hann nú undirritunar. Þjónustusamningur SÁÁ: Föst framlög HEILBRIGÐISMÁL Jón Kristjánsson og forsvarsmenn SÁÁ hafa undir- ritað þjónustusamning um starf- semi sjúkrasviðs SÁÁ. Þjónustusamningurinn byggist meðal annars á heilbrigðisáætlun til ársins 2010 þar sem sett eru til- tekin markmið. Landlæknir og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið sinna faglegu eftirliti með starfseminni. Ríkisendurskoðun skal gera fjár- hagsendurskoðun á allri starfsem- inni sem samningurinn tekur til og getur gert stjórnsýsluendurskoð- un ef ástæða er til. Samningurinn er fyrsti sinnar tegundar sem SÁÁ gerir við ríkið.  SJÓMANNASKÓLINN Einkahlutafélag tekur yfir rekstur skólans. Stýrimannaskólinn og Vélskólinn: Menntafélagið tekur við rekstrinum VOGURStarfsemin tryggð næstu árin. KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Á að herða eftirlit með fasteignasölum? Spurning dagsins í dag: Eru jólaskreytingar í búðum of snemma á ferðinni? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is Já EFTIRLIT ER NAUÐSYNLEGT Langflestir telja hert eftirlit með fasteignasölum bráðnauðsynlegt Nei 10,9% 89,1%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.