Fréttablaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 22
22 2. nóvember 2002 LAUGARDAGUR Mistök fyrir framan alþjóð Eva Björk Sólan Hannesdóttir,sem flestir þekkja sem Evu Sólan þulu úr sjónvarpinu, er þrí- tug í dag. Í tilefni dagsins ætlar hún að bjóða vinum og sam- starfsmönnum til veislu í litlum sal í miðbænum. Eva segir að 25 ára afmælið hafi verið eftirminnilegt. Það var haldið heima hjá vinkonu henn- ar. „Hún og systir mín sáu um að elda fyrir mig og svo bauð ég fullt af fólki í mat. Ég er nefni- lega ekki mjög flink að elda,“ segir Eva. Hún segist hafa misst af tvítugsafmælinu því þá bjó hún í Bretlandi. „Þar þykir ekk- ert merkilegt að verða tvítugur, bara 21 árs því þá fær maður öll réttindi. Þegar ég kom svo heim var orðið of seint að halda upp á það.“ Eva lærði förðun og hárkollu- gerð í Bretlandi. Fyrst eftir nám- ið starfaði hún við fagið í lausa- mennsku en réð sig svo í Sjón- varpið. Þar var hún í fimm ár en í ágúst síðastliðnum tók hún við yfirmannsstarfi förðunar í leik- myndadeild Borgarleikhússins. Hún hefur þó ekki alfarið sagt skilið við Sjónvarpið því hún vinnur þar enn sem þula og hleypur stöku sinnum í skarðið í förðunardeildinni. „Það hættu nokkrar þulur hjá RÚV og á sama tíma vantaði mig aukavinnu og ég sótti um. Þannig byrjaði starfið,“ segir Eva. Hún segir starfið ekki erfitt þótt hún þurfi að koma fram fyrir alþjóð. „Ég sé ekki þjóðina heldur bara textavélina mína. Ég er innilokuð í herbergi og er ekki meðvituð um þá sem eru að horfa. Mér líð- ur stundum eins og Palla þegar hann var einn í heiminum.“ Eva segist nokkrum sinnum hafa gert mistök í þulustarfinu og það síðasta var fyrir stuttu. „Útsendingastjórinn lætur mig vita þegar tíu sekúndur eru í út- sendingu og þá þarf ég að horfa í myndavélina. Það var hins veg- ar lækkað niður í honum svo ég heyrði ekki í honum og vissi ekki hvernig tímanum leið. Síð- an þegar ég kem í mynd var ég að laga á mér hárið og festa á mig hljóðnemann,“ segir Eva hlæjandi og segir þá Spaug- stofumenn minna hana á þetta reglulega. kristjan@frettabladid.is ÓKEYPIS AFMÆLI Margrét S. Björnsdóttir hefurverið ráðin forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála sem er ný stofnun á vegum Háskóla Íslands, Reykja- víkurborgar og Landspítalans. Margrét hefur starfað hjá HÍ í 20 ár, fyrst sem forstöðumaður End- urmenntunarstofnunar en síðustu fjögur ár hefur hún gegnt starfi framkvæmdastjóra þróunar- og kynningarsviðs Háskólans. Hún lauk í vor meistaraprófi í opin- berri stjórnsýslu frá J.F. Kennedy-skólanum við Harvard- háskóla. „Ég fékk leyfi frá störfum til að ljúka náminu og í framhaldinu fannst mér ástæða til að líta í kringum mig eftir nýjum starfs- vettvangi og það er ekki hægt að segja annað en að þessi nýja stofnun eigi vel við mig. Viðfangs- efni hennar ná í raun til alls þess sem ég hef verið að fást við í störfum mínum við Háskólann, auk þess sem hún tengist námi mínu beint.“ Stofnuninni er meðal annars ætlað að vera vettvangur um- ræðna um stjórnmál, stefnumörk- un og stjórnun í opinberum rek- stri. „Það er mikið í húfi varðandi fagmennsku og skilvirkni í opin- berum rekstri ekki síður en í einkarekstri, því um þriðjungur vinnandi fólks á Íslandi starfar hjá opinberum aðilum og útgjöld hins opinbera á árinu 2003 eru áætluð um 41% af landsframleiðslu.“ Nýja starfið tengist því einnig aðaláhugamáli Margrétar beint en þjóðmál í víðasta skilningi þess orðs eru henni mjög hugleikin. Hún hefur verið virk í stjórnmál- um síðustu 25 ár og tók meðal annars þátt í stofnun R-listans og Samfylkingarinnar. „Ég held að það verði lýðræðinu til framdrátt- ar ef vinstrimenn geta starfað sem öflug heild líkt og hægri- menn hafa gert með góðum ár- angri.“  Margrét S. Björnsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála. Starfið tengist beint fyrri störfum hennar, námi og stjórnmálum sem eru hennar helsta áhugamál. Stöðuveiting Hugsjónirnar fá útrás í vinnunni FÓLK Í FRÉTTUM TÍMAMÓT EVA SÓLAN Ætlar að bjóða nánustu samstarfsmönnum og vinum til veislu í kvöld. Hún vinnur á tveimur stöðum og segist því miður ekki geta boðið öllum, þar sem salurinn er svo lítill. Að spjalla við frambjóðendur.Kostar ekki neitt. Frambjóð- endur hafa margir opnað kosninga- skrifstofur og þar er heitt á könn- unni og jafnvel bakkelsi. Fyrir ekki neitt. Gaman að kynnast viðhorfum þessa fólks sem finnur sig knúið til almannaþjónustu. Yfirleitt vel lesið og skemmtilegt fólk sem kann frá ýmsu að segja. Einnig má bera alls kyns persónuleg vandræði undir frambjóðendurna því flestir þeirra eru ekki fæddir í gær. Frambjóð- endurnir auglýsa kosningaskrif- stofur sínar svo nú er bara að ganga hringinn og fræðast og nær- ast fyrir ekki neitt. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að nýir eigendur Landsbankans skrifuðu ekki undir kaupsamning með ósýnilegu bleki eins og Goði í Costgo þegar hann fór í Elko. Leiðrétting Ljóska og rauðka voru á gangiog áttu leið framhjá blóma- búð. Þar sáu þær hvar kærasti þeirra rauðhærðu var að kaupa blómvönd. Sú dæsti og andvarp- aði og var augljóslega ekki sátt með blómakaupin. Ljóskan varð undrandi á hegðun vinkonu sinn- ar og spurði hvort henni þætti ekki gaman að fá blóm. Sú rauð- hærða játti því en sagði svo. „Ég nenni ekki að eyða þremur næstu dögum á bakinu með lappirnar upp í loft.“ Ljóskan varð enn og aftur undrandi á vinkonu sinni og spurði. „Áttu ekki blómavasa?“  MARGRÉT S. BJÖRNSDÓTTIR „Ég er af þessari svokölluðu 68-kynslóð sem hafði mikinn áhuga á stjórnmálum og vildi auk þess vera virk og hafa áhrif og það er ekki hægt að segja annað en að ég hafi alltaf fengið útrás fyrir þessa þörf í starfi.“ Í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík er hörð keppni og þykir sitjandi þingmönnum hart að sér sótt. Haldi flokkurinn sama fylgi og síðast má eiga von á allt að sjö þingmönnum í höfuðborginni, og eitthvað fleiri ef gengi flokks- ins heldur áfram að aukast í vetur. Tveir nýgræðingar eru á siglingu, og gætu báðir endað sem þing- menn. Það er Einar Karl Haralds- son, sem nýtur þess að hafa staðið með forystunni gegnum þykkt og þunnt og hafa óskoraða blessun hennar. Hinn er Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður Ungra jafn- aðarmanna, en hann er sá fram- bjóðenda sem kalla má spútník prófkjörsins. Fæstir áttu í von á að hann næði lengra en í varaþing- mannssæti, en framboð hans hefur fallið í góðan jarðveg og Ágúst er nú spáð öruggu þingsæti. Össur Skarphéðinsson var ekki að skafa utan af hóli sínu um hann í útvarpi á dögunum, og sagt er að formað- urinn ráði sér ekki af kæti yfir að geta von bráðar leitt fram 25 ára þingmannsefni. JARÐARFARIR 11.00 Halldór G. Jónsson, Miðtúni 15, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju. 13.30 Hugborg Benediktsdóttir, Lækj- artúni, Ölfusi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju. 13.30 Margrét Sigfúsdóttir frá Skálafelli verður jarðsungin frá Hafnarkirkju, Hornafirði. 14.00 Cesar Ólafsson verður jarðsung- inn frá Patreksfjarðarkirkju. 14.00 Ólafur Björgvin Þorbjörnsson frá Reyðarfirði verður jarðsunginn frá Reyðarfjarðarkirkju. 14.00 Sigurður Loftur Tómasson, Hverabakka, Hrunamannahreppi, verður jarðsunginn frá Hruna- kirkju. 14.00 Soffía Sigurðardóttir frá Njáls- stöðum verður jarðsungin frá Blönduóskirkju. AFMÆLI Sjónvarpsþulan Eva Sólan er þrítug. Kjartan Ólafsson alþingismaður er 49 ára. ANDLÁT Grímur Stefán Bachmann, Stóragerði 12, Reykjavík, lést 22. október. Útför hans hefur farið fram. Gunnar Guðmundsson, Köldukinn 23, Hafnarfirði, lést 30. október. Ólafur G. Hjartarson, Ásvallagötu 33, Reykjavík, lést 30. október. Sæunn Guðmundsdóttir, Kambsvegi 23, lést 30. október. Einar Ásmundsson, Dynsölum 14, Kópavogi, lést 29. október. Jón Eyjólfur Einarsson, fyrrverandi full- trúi hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, lést 29. október. Eva Sólan er þrítug í dag. Hún ætlar að bjóða vinum til veislu í tilefni dagsins. Eva starfar bæði í Borgar- leikhúsinu og Sjón- varpinu. FR ÉT TA B LA LÐ IÐ /R Ó B ER T Einar Oddur Kristjánsson og Vilhjálmur Egilsson. Helgi Skúli Kjartansson. 92 ára. 1. 2. 3. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 Fínn Bíll ehf. Smiðjuvegi 8 • 200 557-6086 893-9780 • finnbill@finnbil.is Myndir og upplýsingar á www.finnbill.is 2001 Dodge Durango 2001 Jeep Grand Cherokee Laredo 2000 Jepp Grand Cherokee Limited 2000 Jepp Grand Cherokee Limited 1999 Grand Laredo 2000 Musso E-23 2000 Grand Laredo 1996 Ford Explorer 1994 Grand Laredo

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.