Fréttablaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 6
KOSNINGAR Í BANDARÍKJUNUM Í kosn- ingunum á þriðjudaginn ræðst hvort repúblikanar eða demókrat- ar hafa meirihluta á Bandaríkja- þingi seinni helminginn af fjög- urra ára kjörtímabili George W. Bush forseta. Nái demókratar meirihluta í báðum þingdeildum má búast við að þeir snúist af al- efli gegn stefnu forsetans bæði í efnahagsmálum og utanríkismál- um. Síðustu viku hefur Bush því lagt ofuráherslu á að leggja félög- um sínum í Repúblikanaflokknum allt það lið í kosningabaráttunni, sem hann getur. Hann hefur mætt á hvern kosningafundinn á fætur öðrum og einbeitt sér sérstaklega að þeim ríkjum, þar sem mjótt er á mununum milli fylgis flokkanna tveggja. Á meðan hefur hann lagt utan- ríkismálin að nokkru á hilluna, í bili að minnsta kosti. Ályktun um Írak í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna má væntanlega bíða fram yfir kosningar. Samkvæmt bandarískri stjórn- skipan er engan veginn sjálfgefið að forseti og ríkisstjórn hans njóti meirihlutastuðnings á þingi. Bush hefur þurft að reiða sig á stuðning andstæðinga sinna í demókrataflokknum til þess að koma málum í gegnum öldunga- deildina megnið af þessu kjör- tímabili. Eftir hryðjuverkin ell- efta september 2001 hefur hann hins vegar notið þess að demókratar hafa ekki viljað vera forseta bandarísku þjóðarinnar mjög til trafala. Það gæti samt breyst eftir kosningarnar. Reynslan sýnir að sá flokkur, sem stjórnar Hvíta húsinu hverju sinni, hefur nánast alltaf misst þingsæti í kosningum á miðju kjörtímabili forseta. Hingað til hefur litlu breytt hvort Banda- ríkin eiga í stríði einhvers staðar eða stríð sé í aðsigi, eins og nú virðist vera. Ef marka má vinsældir forset- ans hafa repúblikanar reyndar óvenju góðan meðbyr fyrir þess- ar kosningar. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun eru 67 prósent Bandaríkjamanna ánægðir með störf Bush forseta. Þetta er meiri stuðningur en nokkur annar for- seti Bandaríkjanna hefur notið fyrir kosningar á miðju fyrsta kjörtímabili. Repúblikanar vonast til þess að þessi meðbyr tryggi þeim meirihluta í báðum deildum á þriðjudaginn. Og þá ætti Bush ekki að verða í vandræðum með að fá samþykki þingsins til þess að Bandaríkin fari með hernaði á hendur Írökum, með eða án stuðnings Sameinuðu þjóðanna. gudsteinn@frettabladid.is 6 2. nóvember 2002 LAUGARDAGUR SJÁVARÚTVEGUR FULLTRÚADEILD 435 þingmenn sitja í fulltrúadeild, sem er neðri deild Bandaríkjaþings. Kosið er um öll sæti deildarinnar á tveggja ára fresti. Repúblikanar eru nú með meiri- hluta í deildinni. Þeir hafa 223 þingsæti en demókratar 208. Einn þingmaður er utan flokka. Þrjú þingsæti eru auð. ÖLDUNGADEILD 100 þingmenn sitja í öldungadeild, sem er efri deild Bandaríkjaþings. Þriðjungur þeirra, 34 að þessu sinni, er kosinn á tveggja ára fresti. Demókratar hafa nú 49 þingsæti á móti 49 sætum repúblik- ana. Einn fyrrverandi repúblikani er utan flokka og eitt þingsæti varð autt þegar demókratinn Paul Wellstone fórst í flug- slysi fyrir viku. RÍKISSTJÓRAR Að þessu sinni er kosið er um 36 af 50 ríkisstjórum Bandaríkjanna. Meðal ann- ars sækist repúblikaninn Jeb Bush, bróðir forsetans, eftir endurkjöri í Flór- ída. 27 ríkisstjórar eru nú repúblikanar, 21 er demókrati en tveir eru utan flokka. ÖNNUR MÁL OG EMBÆTTISMENN Margvísleg mál eru auk þess lögð í hendur kjósenda í þessum kosningum, mismunandi eftir ríkjum og sveitarfélög- um. Til dæmis er spurt hvort kjósendur sætti sig við skattahækkanir, hvort leyfa eigi áfengissölu eða hver eigi að vera hámarksfjöldi barna í skólabekkjum. Einnig er kosið til ýmissa annarra stjórn- sýsluembætta. Bæjarstjórn og þingmenn ræða um Reykjanesbraut: Vilja mislæg gatnamót samhliða tvöföldun VEGAMÁL Bæjarstjórn Garðabæjar lagði þunga áherslu á það á fundi með þingmönnum kjördæmisins, að mislæg gatnamót yrðu gerð á Reykjanesbraut samhliða því að vegurinn yrði tvöfaldaður. Guðjón E. Friðriksson bæjarritari segir að samkvæmt hugmyndum Vegagerð- arinnar eigi að tvöfalda fyrst en huga síðar að mislægum gatnamót- um. Þetta gangi í berhögg við for- gangsröðun sveitarfélaganna á höf- uðborgarsvæðinu um skiptingu vegafjár, sem samþykkt hafi verið á síðastliðnum vetri. Á fundinum voru þingmenn hvattir til að trygg- ja að tekið yrði mið af þessari for- gangsröðun en ekki hugmyndum Vegagerðarinnar. Garðabær er klofinn í þrennt af tveimur af þremur stofnvegum höfuðborgarsvæðisins, Reykjanes- braut og Hafnafjarðarvegi. Guðjón segir brýnt að mislæg gatnamót verði gerð við Vífilsstaðaveg og Arnarnesveg. Vegaumbæturnar eigi ekki bara að snúast um það að fólk geti ekið í gegnum Garðabæ- inn heldur líka um hann. Á fundinum var einnig rætt um hljóðvist við Reykjanesbrautina. Ágreiningur er um það hver beri ábyrgð á hljóðvist við þjóðvegi í þéttbýli. Forsvarsmenn Vegagerð- arinnar telja að Vegagerðin beri ekki þá ábyrgð, en bæjarstjórn Garðabæjar mótmælir þeirri túlk- un og telur brýnt að breyta vega- lögum, þannig að það verði ljóst hver beri þessa ábyrgð. Ella sé sú kvöð lögð á sveitarfélögin að bygg- ja ekki á breiðum spildum beggja vegna veganna. Hvöttu bæjar- stjórnarmenn þingmenn kjördæm- isins til að fylgja málinu eftir á Al- þingi.  ÁGREININGUR UM HLJÓÐVIST Ágreiningur er um það hver beri ábyrgð á hljóðvist við þjóðvegi í þéttbýli. Forsvars- menn Vegagerðarinnar telja að Vegagerðin beri ekki þá ábyrgð, en bæjarstjórn Garða- bæjar mótmælir þeirri túlkun. Bush hamast í kosningabaráttu Þingkosningar verða í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. Nái demókratar meirihluta snúast þeir væntanlega af alefli gegn stefnu Bush í utanríkismálum jafnt sem efnahagsmálum. Bush leggur því alla áherslu á að repúblikanar nái meirihluta í öldungadeild og haldi honum í fulltrúadeild. MISTÖKIN FRÁ FLÓRÍDA EIGA EKKI AÐ ENDURTAKA SIG Mistök í forsetakosningunum fyrir tveimur árum urðu til þess að enn ríkir efi meðal sumra um að George W. Bush sé í raun réttkjörinn forseti Bandaríkjanna. Fyrir nokkrum dögum undirritaði Bush lög sem eiga að koma í veg fyrir að slík mistök geti endurtekið sig. AP /R IC K B O W M ER FLUG Íslandsflug hefur tekið yfir áætlunarflug milli Hafnar í Hornafirði og Reykjavíkur. Flugleiðin til Hafnar var boðin út af Vegagerðinni í sumar og átti Íslandsflug hagstæðara til- boð en Flugfélag Íslands. Íslandsflug mun fljúga átta sinnum í viku til Hafnar sem er sami ferðafjöldi og verið hefur. Flogið verður kvölds og morgna til Hafnar á mánudögum, mið- vikudögum og fimmtudögum. Á föstudögum og sunnudög- um verður eitt flug í eftirmið- daginn en ekkert verður flogið á þriðjudögum og laugardögum. Fargjöld verða óbreytt en Ís- landsflug hyggst bjóða sértil- boð. Öll farþega- og fraktaf- greiðsla verður óbreytt frá því sem verið hefur. Íslandsflug flýgur nú áætlun- arflug til fimm staða innan- lands, Hafnar, Vestmannaeyja, Sauðárkróks, Bíldudals og Gjög- urs. Flugfélag Íslands flýgur hins vegar áætlunarflug innanlands til Akureyrar, Ísafjarðar og Eg- ilsstaða, Grímseyjar, Vopna- fjarðar og Þórshafnar. Að auki er flogið til Færeyja og Græn- lands.  MILOSEVIC VEIKUR Veikindi Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, urðu til þess að fresta varð á ný stríðsglæpa- réttarhöldum yfir honum í Haag í gær. Óvissa ríkir nú um það hvort hægt verði að ljúka réttarhöldun- um samkvæmt fyrirhugaðri áætl- un. Milosevic er hjartveikur. FRÉTTAFLUTNINGUR BANNAÐUR Rússneska þingið samþykkti í gær lög sem banna að hluta fréttaflutning af aðgerðum lög- reglu og hers gegn hryðjuverka- mönnum. Algjörlega verður bann- að að birta í fjölmiðlum yfirlýs- ingar frá hryðjuverkamönnum. FANGELSI BRANN Að minnsta kosti 49 fangar brunnu inni þegar fangelsi í Marokkó brann í gær. Að auki særðust 90 manns, þar af tveir fangaverðir. Níu hinna slös- uðu voru í lífshættu. ERLENT Höfn í Hornafirði: Íslandsflug tekur við áætlunarflugi VEISTU SVARIÐ? Sturla Böðvarsson hefur ráð- ið starfsmann Ferðamálaráðs til að tryggja sér gott gengi í prófkjöri. Hvaða þingmenn Sjálfstæðisflokksins í kjör- dæmi ráðherrans eru sagðir eiga mesta á hættu að falla? Bókin Ísland á 20. öld er komin út. Hver skrifaði bók- ina? Ron Fitch, sem er Ástrali, út- skrifaðist fyrir fáum dögum með doktorsgráðu í verk- færði. Hversu gamall er Ron? Svörin eru á bls. 22. 1. 2. 3. GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 86.86 -0.70% Sterlingspund 135.92 -0.40% Dönsk króna 1 1.59 -0.21% Evra 86.14 -0.21% Gengisvístala krónu 129,65 -0,02% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 275 Velta 2.511 milljónir ICEX-15 1.303 0,8% Mestu viðskipti Bakkavör Group hf. 417.935.152 Fjárfestingarf. Straumur hf. 311.331.491 Baugur Group hf. 165.791.893 Mesta hækkun Vinnslustöðin hf. 5,00% Baugur Group hf. 3,85% Bakkavör Group hf. 2,88% Mesta lækkun SR-Mjöl hf. -5,56% Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. -5,30% Þróunarfélag Íslands hf. -3,18% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8479,2 1,00% Nsdaq*: 1346,8 1,30% FTSE: 3997 -1,10% DAX: 3161,2 0,30% Nikkei: 8685,7 0,50% S&P*: 892,9 0,80% KAUPIR BRESKT FYRIRTÆKI Út- gerðarfélag Akureyringa gekk í gær frá kaupum á öllum hluta- bréfum í breska útgerðarfyrir- tækinu Boyd Line Management Services Ltd. sem er skráð í Hull í Englandi. Kaupverðið er 7,0 milljónir punda eða um 950 millj- ónir króna. Boyd Line er fjöl- skyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1936 og starfa hjá fyrirtæk- inu 10 starfsmenn í landi og um 60 sjómenn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.