Fréttablaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 2
2 2. nóvember 2002 LAUGARDAGUR SAN GIULIANO DI PUGLIA, AP Á Ítalíu var í gær leitað fram eftir öllum degi í rústum grunnskóla, sem hrundi í jarðskjálfta á fimmtu- dagsmorgun. Staðfest var í gær að 27 manns hefðu látist af völdum jarð- skjálftans í þorpinu San Giuliano di Puglia. Þar af voru 23 börn og tveir kennarar í skólanum og tvær eldri konur sem bjuggu skammt frá. Talið var að tvö börn væru enn í rústunum, að öllum líkindum látin. Síðast var níu ára dreng bjargað á lífi út úr skólan- um stuttu fyrir dagrenningu í gær. Þegar jarðskjálftinn varð voru 56 börn í skólanum ásamt fjórum kennurum og tveimur húsvörð- um. Flest þau börn sem lifðu af voru úti í skólagarðinum til þess að halda upp á hrekkjavöku, bandarískan sið sem jafnt og þétt er að ná fótfestu á Ítalíu. Einn björgunarstarfsmanna segir að flest látnu börnin hafi setið við borðin sín þegar þakið hrundi ofan á þau. Einn kennaranna, Clementina Simone, vildi fara aftur inn í skólann til þess að hjálpa við björgunarstörfin strax eftir að henni hafði verið komið út. „Mér var sagt að ég hefði misst alla níu nemendurna mína í fyrsta bekk,“ sagði hún.  Nærri 30 manns fórust í jarðskjálftanum á Ítalíu: Heill ár- gangur barna lést CostGo svikahrappur: Dæmdur fangelsi DÓMSMÁL Goði Jóhann Gunnarsson hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir fjársvik. Goði greid- di í apríl í fyrra tæplega 490 þús- und króna reikning sinn hjá Byko með ávísun sem hann skrifaði und- ir með bleki sem var horfið eftir þrjá daga. Byko-greiðslukort sitt notaði Goði til að kaupa raftæki í Elkó. Í nóvember í fyrra blekkti Goði 85 manns til að greiða sér samtals 450 þúsund krónur í trú um við- skipti með lygilega ódýr raftæki. Goði auglýsti rafmagnsvörurnar með heilsíðuauglýsingu í Frétta- blaðinu í fyrra. Viðskiptavinir áttu að panta í gegn um síma og greiða 5 þúsund króna pöntunargjald fyr- irfram hjá fyrirtækinu CostGo. Framkvæmdastjóri símasvör- unarfyrirtækis sem Goða gerði samning við lýsti ástandinu þannig að „hún hefði þurft að kalla út aukamannskap til að sinna þessu verki þar sem mikið hefði verið hringt.“ Meðal þeirra sem bitu á agn svikahrappsins voru verkakona, öryggisvörður, innkaupafulltrúi og flugfreyja . En Goði átti engin raf- tæki: „Við rannsókn lögreglu fund- ust engin merki um samskipti við aðila vegna hugsanlegra vöru- kaupa erlendis frá,“ segir Héraðs- dómur Reykjavíkur. „Viðskiptavinir“ CostGo fengu síðar endurgreitt að stærstum hluta.  Magnús Þorsteinsson fer fyrir hópi fjárfesta sem kaupa í Atlanta: Kaupin breyta ekki starfsemi félagsins VIÐSKIPTI Magnús Þorsteinsson einn kaupenda Landsbanka Ís- lands fer fyrir hópi fjárfesta sem keypti í gær 22,73% hlut í flugfé- laginu Atlanta. Félagið sem Magn- ús er í forsvari fyrir heitir Pilot Investors Ltd og er skráð í Lux- emburg. Pilot Investors keypti hlut Búnaðarbanka og sjóða tengdum bankanum. Einnig var ákveðið að hlutafjáraukning muni fara fram sem Pilot Investors kaupa. Eftir viðskiptin er Atlanta um það bil helminga í eigu Pilot Investors og hjónanna Arngríms Jóhannssonar og Þóru Guðmunds- dóttur. Staðan var kynnt fyrir starfs- mönnum Atlanta í gær. Magnús segir að félagið sé karftmikið og búi að góðu starfsfólki. Ekki séu ráðgerðar breytingar á yfirstjórn eða starfsemi félagsins. Atlanta var stofnað af Arn- grími Jóhannssyni og Þóru Guð- mundóttur fyrir sextán árum. Fé- lagið hefur vaxið mjög hratt og var velta þess um 20 milljarðar á síðasta ári. Hugmyndir nýrra kaupenda eru að þau hjón verði áfram við stjórn fyrirtækisins. Stjórnendur félagsins hafa yfirburðar þekk- ingu á rekstri leiguflugfélags. Fyrirtækið brást hratt við sam- drætti í greininni í kjölfar atburð- anna 11. september og hefur reksturinn gengið ágætlega þessu ári. Samningsaðilar vildu ekki gefa upp verð. Í fréttum DV og Ríkis- útvarpsins var talað um að verð fyrir helmings hlut sé 2,5 millj- arðar. Samkvæmt því mun Búnað- arbankinn hagnast töluvert á við- skiptunum. Atlanta var metið á helmingi lægri upphæð þegar bankinn keypti í því fyrir þremur árum.  Sándor Pál: Byrjaður að borða FLÓTTAMAÐUR Rúmeninn Sándor Pál hefur hætt hungurverkfallinu sem stóð yfir í þrjátíu og einn dag. Þórir Guðmundsson upplýsingar- fulltrúi Rauða Kross Íslands segir Sándor hafa skrifað undir yfirlýs- ingu í gærdag þess efnis að hætta hungur- verkfallinu og þiggja læknisað- stoð. Búið er að flytja Sándor á s j ú k r a h ó t e l Rauða krossins á R a u ð a r á r s t í g þar sem hann hefur verið und- ir eftirliti hjúkr- unarfræðinga. Sándor Pál hitti fulltrúa Út- lendingaeftirlitsins í gær og er mál hans enn til skoðunar.  Ólöglegt samráð græn- metisfyrirtækja: Sektir lækkaðar DÓMSMÁL Sölufélag garðyrkju- manna, Bananar hf. (áður Ágæti hf.) og Mata hf. voru í gær dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ólöglegt samráð á grænmetis- markaði. Með dómi héraðsdóms er stað- festur úrskurður Samkeppnis- ráðs og síðar niðurstaða áfrýjun- arnefndar samkeppnismála. Sektir sem fyrirtækjunum er gert að greiða hafa hins vegar lækkað verulega frá því í úr- skurði Samkeppnisráðs. Hann kvað á um samtals 105 milljónir. Áfrýjunarnefndin lækkaði sekt- irnar í 47 milljónir. Dómur hér- aðsdóms kveður á um samtals 37 milljónir í sekt.  Glæpur skekur Íbúðalánasjóð Lögreglan reynir að klófesta peninga í milljónasvikamáli fasteignasala. Ekki enn vitað í hvað peningarnir fóru. Íbúðalánasjóður skoðar um 100 fasteignaveðbréf. Svikin er misaugljós segir sérfræðingur hjá stofnun- inni. LÖGREGLUMÁL Efnahagsbrotadeild lögreglunnar er að rannsaka hvert þær 80 milljónir króna fóru, sem eigandi Fasteignasölunnar Holts sveik frá kaupendum. Holt var úrskurðað gjaldþrota í Hér- aðsdómi Reykjaness í fyrradag. „Við erum að athuga hvort það séu einhversstaðar peningar sem hægt er að klófesta til að hafa upp í þessar kröfur,“ segir Jón H. Snorrason, yfirmanns deildarinn- ar. „Það er full snemmt að segja nokkuð til um að hvort það tekst. Verið er að yfirheyra og taka skýrslur af fólki, en það er ekkert sem bendir til þess að aðrir en eigandinn séu viðriðnir málið. Ómögulegt er að segja hvað þessi rannsókn mun taka langan tíma.“ Jón segir að lögreglan hafi ekki enn áttað sig á því í hvað pening- arnir hafi farið. Jafnvel var talið að fjármunirnir hefðu farið í rekstur fyrirtækisins, en nú hefur komið í ljós að það skuldar opin- ber gjöld, húsaleigu og laun. Íbúðalánasjóður er að skoða tæplega 100 fasteignaveðbréf sem framseld hafa verið af Fast- eignasölunni Holti og eiganda hennar síðasta árið að sögn Halls Magnússonar, sérfræðings hjá Íbúðalánasjóði. Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sagði að verið væri að reyna að upplýsa það hvert þessir peningar hefðu farið. „Þessi svik eru misaugljós,“ segir Hallur. „Við erum að tala um svona 10 til 12 bréf eins og staðan er í dag, en við erum ekki búnir að fara yfir þetta allt. Svikin eru tvenns konar. Annars vegar fékk fasteignasalinn fólk til að fram- selja honum bréfin á fullkomlega eðlilegan hátt til þess að ganga frá öðrum lausum endum tengdum fasteignaviðskiptunum. Hann hef- ur síðan ekki gert það heldur not- að fjármunina í eitthvað annað. Þetta er mjög algengt í fasteigna- viðskiptum og Félag fasteignasala hefur haft áhyggjur af þessu mjög lengi. Hins vegar hefur ver- ið fiktað við bréf og framsalið falsað eftir þinglýsingu.“ Hallur segir að í sumum tilfell- um hafi hann greitt fólki kannski tveimur mánuðum of seint. Þetta hafi verið eins og keðjubréf og sprungið allt framan í hann þegar hann náði ekki lengur að bjarga sér fyrir horn. „Í fyrstu var það mat manna að ekki væri um beina fölsun að ræða heldur handvömm við af- greiðslu bréfanna sem félli innan eðlilegra marka.“ trausti@frettabladid.is HARMLEIKUR Á ÍTALÍU Íbúar í þorpinu San Giuliano di Puglia voru harmi slegnir í gær. Þak grunnskólans í þorp- inu hrundi í jarðskjálfta á fimmtudagsmorgun. AP /G R EG O R IO B O RG IA FASTEIGNASALAN HOLT Í GÆRMORGUN Héraðsdómur Reykjanes úrskurðaði Holt gjaldþrota í fyrradag. Í gærmorgun voru skipta- stjóri og fulltrúar frá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra mættir á staðinn ásamt starfs- manni til að fara yfir gögn. SAMNINGUM LOKIÐ Flugfélagið Atlanta hefur verið í meiri- hlutaeigu Arngríms Jóhannssonar og Þóru Guðmundsdóttur í sextán ár. „Nei. Ég hafði vit á því að koma þar hvergi nærri enda reyndi enginn að svíkja þessi bréf inn á mig og hefði ekki tekist.“ Sverrir Hermannsson hefur lagt fram þingsályktun- artillögu þess efnis að skipuð verði nefnd til að rannsaka umsvif deCODE og aðstoðarmanna fyrir- tækisins í íslensku fjármálakerfi. SPURNING DAGSINS Átt þú bréf í deCODE? SÁNDOR PÁL Var í hungurverk- falli í 31 dag ERLENT ENGAR BREYTINGAR Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segist ekki ætla að breyta stefnu stjórn- ar sinnar þótt hann neyðist til þess að fá litlu harðlínuflokkana til liðs við sig. Í gær bauð hann einum helsta andstæðingi sínum innan Likudflokksins, Benjamín Net- anyahu fyrrverandi forsætisráð- herra, utanríkisráðherrastól.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.