Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.11.2002, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 02.11.2002, Qupperneq 13
LAUGARDAGUR 2. nóvember 2002 Flokksval Samfylkingarinnar fer fram laugardaginn 9. nóvember 2002 í Félagshúsi Þróttar, Engjavegi 7, í Laugardal, skáhallt á móti Laugardalshöllinni. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram á skrifstofu Samfylkingarinnar að Austurstræti 14, frá klukkan 13:00 til 17:00 í dag og á sunnudag, en aðra daga frá klukkan 13:00 til 20:00. 7. dagar til prófkjörs: 1. dagseðill Ný Evrópupólitík á Íslandi Samfylkingin hefur rutt brautina fyrir nýja Evrópu- pólitík á Íslandi. Nú þurfa Íslendingar að sameinast um stefnu í aðildarviðræðum við ESB. Einar Karl Haraldsson hefur verið virkur í stefnumótun Samfylkingarinnar í Evrópumálum. Hann fyllir flokk þeirra sem vilja að við tökum fullan þátt í ákvörðunum Evrópumanna og stöndum með þeim í að efla menningu og samkennd. Veljum Evrópusinna til framboðs í þingkosningum! Evrópusinni býður sig fram Kynnið ykkur 9. nóvember – framboðsrit stuðnings- manna Einars Karls Haraldssonar, þar sem greint er frá tillögum frambjóðandans. Pantið í síma 692 20 70.Mata rgerð í anda Nýr matseðill N O N N I O G M A N N I I Y D D A / sia .is FÓTBOLTI Liverpool, efsta lið ensku úrvalsdeildarinnar, tekur á móti West Ham á Anfield Road í dag. Liverpool er eina liðið sem ekki hefur tapað leik í úrvalsdeildinni. Það er með fjögurra stiga forystu í deildinni og getur aukið forskotið í sjö stig með sigri. West Ham hefur unnið þrjá leiki í deildinni, alla á útivöllum. Ruud van Nistelroy leikur að öll- um líkindum með Manchester United gegn Southampton á Old Trafford. Hollendingurinn snjalli hefur misst af síðustu þremur leikj- um liðsins vegna meiðsla. United er í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar og gerði jafntefli við Aston Villa um síðustu helgi. Southampton er á miklu skriði í deildinni og hefur unnið þrjá leiki í röð. Englandsmeistarar Arsenal, sem hafa tapað síðustu fjórum leikjunum sínum, mæta Fulham á Loftus Road á sunnudag. Japaninn Junichi Inamoto, leik- maður Fulham, sagðist í gær vera staðráðinn í því að sýna Arsena Wenger, stjóra Arsenal, og aðdá- endum liðsins hvers hann væri megnugur. Chelsea, sem er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sækir Tottenham heim á sunnudag í mikl- um Lundúnarslag. Tottenham, sem byrjað hefur tímabilið vel, hefur aldrei unnið Chelsea í 20 leikjum liðanna í úrvalsdeildinni.  Enski boltinn um helgina: Liverpool getur náð sjö stiga forystu ZOLA Gianfranco Zola, Ítalinn knái í liði Chelsea, hefur farið á kostum á tímabilinu. FÓTBOLTI Tony Pulis hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri hjá Ís- lendingaliðinu Stoke City. Pulis, sem samdi til þriggja ára, er fyrr- um knattspyrnustjóri Gillingham og Portsmouth. Hann segist vera ánægður með að fá tækifæri til að komast aftur í knattspyrnuna. „Stoke er frábært félag. Ég er afar spenntur yfir nýja starfinu,“ sagði Pulis, sem gerir miklar væntingar til liðsins. Hann ætlar að reyna leika eftir afrek Gary Megson sem kom WBA upp í úrvalsdeildina. Upphaflega átti George Burley að taka við starfinu og átti hann bara eftir að skrifa undir þegar honum snerist hugur. „Við erum ánægðir með að hafa krækt okkur í nýjan knatt- spyrnustjóra,“ sagði Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Stoke. „Pulis er ekki bara reyndur stjóri heldur sigursæll og það orðspor fer af honum að hann sé góður þjálfari. Allir hjá félaginu hlakka til að vinna með honum og við hvetjum stuðnings- menn okkar til að styðja hann og liðið.“  Tony Pulis, nýr þjálfari Stoke City: Spenntur yfir nýja starfinu TONY PULIS Pulis hóf þjálfara feril sinn árið 1977, aðeins 19 ára gamall. Hann tekur við af Steve Cotterill sem yfirgaf félagið fyrr á þessu tímabili.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.