Fréttablaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 16
2. nóvember 2002 LAUGARDAGUR SUNNUDAGURINN 3. NÓVEMBER LEIKHÚS Í kvöld verða frumsýndir tveir einþáttungar í Loftkastal- anum, annars vegar Herpingur eftir Auði Haralds og hins vegar Hinn fullkomni maður eftir Mik- ael Torfason. Herpingur fjallar um einhleypa konu á fertugs- aldri, Önnu, sem langar að eign- ast mann og börn. Anna nennir ekki að hanga á börunum í leit að heppilegri bráð þannig að hún hellir sér út í tómstundir, eins og kórstarf og badminton, þar sem hún reiknar með að finna „heil- brigðan“ karlmann. „Anna er gjörsamlega dóm- greindarlaus kona,“ segir Auður Haralds, höfundur einþáttungs- ins. „Hún er ekki að leita sér að sálufélaga heldur bara einhverj- um karlmanni, sem hún ætlar svo að svínbeygja. Mín kenning er sú að karlmenn sem eru væfl- ur laðist að konum sem hrifsa þá. Enda hefur Anna ekki heppnina með sér.“ Auður bjó í mörg ár á Ítalíu og segir samdrátt kynjanna allt öðruvísi þar en á Íslandi. „Þar getur fólk tekið hvert annað á löpp hvar sem er. Það er svo mik- ið af „feramónum“ í loftinu að allir eru tilkippilegir allstaðar. Á Íslandi eru þar til gerðir kjöt- markaðir, sem eru dimmir barir og dauðadrukkið fólk. Það segir sig sjálft að þú dettur ekki um eitthvað bitastætt þar,“ segir Auður, sem er þekkt fyrir flest annað en að taka á viðfangsefn- um sínum með silkihönskum og óhætt að segja að í Herpingi sé hárbeittur húmorinn allsráðandi. Hinn fullkomni maður eftir Mikael Torfason segir frá manni sem er að hefja áfengismeðferð. Leikurinn hefst þar sem hann stendur upp og tjáir sig í fyrsta sinn á fundi. Hann segir frá lífi sínu frá eigin bæjardyrum séð. „Hann hefur alltaf verið vel meinandi, hugsað um aðra og hjálpað öllum í kringum sig. En til hvers? Hann hefur ekki kynnst neinum í lífinu sem er ekki fífl eða fuglahræða.“ Leikari í Herpingi er Margrét Pétursdóttir og leikstjóri Gunn- ar Gunnsteinsson. Leikari í Hin- um fullkomna manni er Gunnar Gunnsteinsson. Andrea Gylfa- dóttir velur tónlistina og flytur hana og leikstjóri er Hilmir Snær Guðnason. edda@frettabladid.is Fávís kona og fullkominn alki Eru heilbrigðu karlarnir í kórstarfi eða badminton? Er alkinn alki af því allir í kringum hann eru fífl og fuglahræður? Svörin fást hugs- anlega í Loftkastalanum, í tveimur einþáttungum eftir Auði Har- alds og Mikael Torfason. TVEIR EINÞÁTTUNGAR Í LOFTKASTALANUM Herpingur eftir Auði Haralds og Hinn fullkomni maður eftir Mikael Torfason MESSUR 11.00 Allra sálna messa verður í Dóm- kirkjunni. Messan er helguð minningu látinna. 20.00 Ellen Kristjánsdóttir og Kristján Kristjánsson spila í léttmessu Árbæjarkirkju. TÓNLEIKAR 14.00 Tónlistadagskrá verður í Fossvogskirkju í minningu látinna ást- vina. Pavel Manásek leikur á orgel, tónlist- artvíeykið Gunnar Gunnarsson og Sig- urður Flosason á orgel og saxafón og Hljómkórinn og félagar úr kór Bústaðakirkju syngja við undirleik Jónasar Þóris Þórissonar. 15.30 Sönghópurinn Hljómeyki og Kammerkórinn á Ísafirði halda tónleika í Ísafjarðarkirkju. Á Tón- leikunum verða frumflutt tvö ný kórverk. 20.00 Tónleikar og ljóðalestur verða í Hafnarborg, Hafnarfirði. Flytjendur eru Arnar Jónsson leikari og tón- listarhópurinn Contrasti. Á efnis- skránni er endurreisnar- og nú- tímatónlist ásamt ljóðalestri. LEIKHÚS 14.00 Jón Oddur og Jón Bjarni eru sýndir á Stóra sviði Þjóðleikhúss- ins. 14.00 Karíus og Baktus eru sýndir á Litla sviði Þjóðleikhússins. 14.00 Hunk! Ljóti Andarunginn er sýndur á Stóra sviði Borgarleik- hússins. 14.00 Benedikt Búálfur er sýndur í Loftkastalanum. 14.00 Heiðarsnældan er sýnd í Mögu- leikhúsinu. 14.00 Kardemommubærinn er sýndur hjá Leikfélagi Hveragerðis. 16.00 Snuðra og Tuðra eru sýndar í Möguleikhúsinu. 20.00 Viktoría og Georg eru sýnd á Litla sviði Þjóðleikhússins. 20.00 Go.com air er sýnt hjá Leikfélagi Mosfellssveitar í Bæjarleikhúsinu við Þverholt. 20.00 Með fulla vasa af grjóti er sýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Nokk- ur sæti laus. 20.00 Herpingur og Hinn fullkomni maður eru sýnd á 3. hæð Borgar- leikhússins. 21.00 Kvetch er sýnt í Vesturporti. 21.00 Sellófon er sýnt í Hafnarfjarðar- leikhúsinu. Uppselt. SÝNINGAR Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur stendur yfir sýning á portrettmyndum Augusts Sanders. Sýningin er í Grófarsal, Grófar- húsi, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík og stendur til 1. desember 2002. Opnunar- tími er 13-17 um helgar. Ari Svavarsson listmálari og grafískur hönnuður sýnir í Galleríi Sævars Karls. Sýningin stendur til 14. nóvember. Anna Þóra Karlsdóttir heldur sýning- una Rjóður/Clear-cuts, í Listasafni ASÍ, við Freyjugötu. Sýningin verður opin daglega frá 14 - 18 nema mánudaga. Í listasalnum Man heldur Jóhannesar Geirs sýningu á verkum sínum. Sýningin stendur til 16. nóvember. Jón S. Auðarson sýnir í versluninni Japis við Laugaveg. Verk Jóns Sæmundar nefn- ist Íslenskt málbein. Sýningin er opin á opnunartíma verslunarinnar                          !  "  " # " $%& '&%() *  *    + "  "' " , -. / +(0"*-. / 1 " " 23% "44(4554     6 789 : " *   "  : "          Málning fyrir vandláta Bindoplast 7 10 lítrar TILBOÐ kr. 5.900,- LEIKHÚS Leikfélag Mosfellssveitar frumsýndi í gær nýtt íslenskt leik- rit, Beðið eftir Go.com air, eftir Ár- mann Guðmundsson í leikstjórn höfundar. Verkið segir frá hópi Ís- lendinga sem eru strandaglópar í erlendri flugstöð. Þetta er fjöl- skrúðugur hópur sem á það eitt sameiginlegt að vera að bíða eftir flugi með lággjaldaflugfélaginu Go.com air sem starfar eingöngu á netinu. Þegar biðin dregst á langinn ákveður hópurinn að grípa til að- gerða en ekki er þó víst að þær dugi til að koma fólkinu heim til Íslands. Hugmyndin að verkinu kviknaði hjá Ármanni eftir að hann hafi set- ið fastur í London á um annan sólar- hring þar sem þoka og vankunnátta flugmanns hjá Go.com air tafði brottförina. Félagar hans í leik- hópnum tóku virkan þátt í sköpun- arferlinu og lögðu til eigin reynslu- sögur af utanlandsferðum. Leikrit- ið fjallar því ekki beinlínis um ferðalag Ármanns og tengingin við- skiptin við Go.com eru ekki í for- grunni. „Við erum að bara segja frá hópi Íslendinga sem eru stranda- glópar á óskilgreindum stað. Verkið varð svo auðvitað að heita eitthvað og þetta er það besta sem mér datt í hug“, segir Ármann um titil verks- ins. Beðið eftir Go.com air er sýnt í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ.  Beðið eftir Go.com: Föst í þoku netviðskipta BEÐIÐ EFTIR GODOT COM Leikurinn gerist í erlendri flugstöð þar sem hópur af Íslendingum bíður heimferðar. Þetta er einkar litskrúðugur hópur sem á það eitt sameiginlegt að vilja komast heim til ættjarð- arinnar. Þegar endalausar tafir verða á fluginu reynir mjög á þolinmæði, háttprýði og að- lögunarhæfni þeirra. 16

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.