Fréttablaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 24
Einhvern tíma er allt fyrst.Gleymi því seint þegar ég stakk fyrsta krítarkortinu mínu inn í hús- vegg á Rue de Reves í París og út streymdu peningar sem ég átti ekk- ert í. En gat eytt að vild. Börnin mín lítil stóðu hjá og urðu jafn hissa. Þau spurðu hvort ég þyrfti þá aldrei að vinna framar. Síðar undruðust þau hvernig á því stæði að pabbi væri alltaf ríkur í útlöndum en fátækur á Íslandi. SÍÐAN hef ég átt mörg kort og eig- inlega ekki getað um frjálst höfuð strokið. Peningarnir sem streymdu út úr húsveggnum í París voru upp á krít. Þá þurfti að endurgreiða. Og það var ekki hægt nema taka fleiri peninga út úr öðrum húsveggjum. Svo koll af kolli þangað til maður fór að klóra sér í kollinum. KEÐJUVERKUN krítarkortanna hefur haft áhrif á fleiri en mig. Öll þjóðin fór óumbeðin á fyrirfram- greiðslu hjá Euro og Visa og nær fyrir bragðið aldrei í skottið á sjálfri sér. Hér hafa ekki verið verkföll eft- ir að krítarkortin komu til sögunnar ef frá er talið verkfall kennara sem áttu í drjúga sjóði að sækja. Aðrir hafa ekki efni á því. Fólk er búið með peningana áður en það fær þá. Fátt er vitlausara. ÞÓ krítarkortin geti verið góð á stundum líkt og sprautan er fíklin- um þá hafa þau svipt okkur frelsinu. Gengið til liðs við Íbúðalánasjóð sem bindur ungt fólk í átthagafjötra með milljónalánum sem tekur aldarfjórð- ung að endurgreiða - minnst. Á þeim tíma fer blómi lífsins oft fyrir lítið. Það er þreytandi að safna fyrir stey- pu. LÖNGU eftir Parísarferðina fór ég til Krítar með krítarkortin mín. En þar var ekki hægt að nota þau. Krít- verjar staðgreiða og vita fyrir bragðið hvar þeir standa. Þeir geta líka farið í verkföll þegar þeim sýn- ist. Sjálfur stefni ég að því að vera búinn að greiða uppsafnaða skuld mína við krítarkortafyrirtækin með 36 mánaða raðgreiðslum. Lífið hefur kennt mér að staðgreiða augnablikið. Og vera frjáls.  SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Klikkuð krít Bakþankar Eiríks Jónssonar 50% afsl. í dagí Nammilandi Hagkaup Smáralind og Kringlunni Laugardagar ..................kl. 10:00 - 18:00 Sunnudagar....................kl. 12:00 - 18:00 Mánudagar - föstudaga...kl. 10:00 - 18:30(( ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 19 25 3 10 .2 00 2 Breytum fallegum hlutum í gjafir Jólin þín byrja í IKEA FESTA 5X0,7 m RIMMA 2x0,7 m 120 kr. RIMMA 10X0,7 m 195 kr. SAMLAS gjafaborði 100m 150 kr. 150 kr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.