Fréttablaðið - 18.11.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.11.2002, Blaðsíða 1
FÓLK Var sárþjáður bls. 27 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Mánudagurinn 18. nóvember 2002 Tónlist 18 Leikhús 18 Myndlist 18 Bíó 20 Íþróttir 16 Sjónvarp 22 KVÖLDIÐ Í KVÖLD FUNDUR Annar fundur í fundaröð Péturs Blöndals alþingis- manns fer fram í kvöld. Fundarefnið er Evrópusambandið og fundarstjóri er Jó- hann J. Ólafsson stórkaupmaður. Pétur býður sig fram í þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Reykjavík sem fer fram næstu helgi. Fundurinn fer fram í stofu 101 í Odda. Pétur um Evrópumál FYRIRLESTUR Júlían M. D’Arcy, dós- ent í enskum bókmenntum við Há- skóla Íslands, flytur fyrirlesturinn Að færa mörkin. Íþróttabókmennt- ir, hvað er það? kl. 12. Fyrirlestur- inn fer fram í stofu 101 í Odda. Íþróttabókmenntir, hvað er það? TÓNLEIKAR Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson halda söng- tónleika í Salnum, Kópavogi, í tilefni af útgáfu disks sem hefur að geyma öll uppáhaldslög þeirra félaga. Tón- leikarnir hefjast klukkan 20. Kristinn í Salnum FUNDUR Séra Hreinn Sk. Hákonar- son, fangaprestur Þjóðkirkjunnar, flytur fyrirlestur í málstofu í guð- fræði í hádeginu. Erindið nefnir hann Kristur bak við lás og slá - Veröld fangelsa og þjónusta kirkj- unnar. Fyrirlesturinn fer fram í stofu V í Aðalbyggingu Háskóla Ís- lands. Kristur bak við lás og slá TÓNLIST Í leit að ferskum straumum VEÐUR Hvassviðri var um sunnan- og vestanvert landið í gær og setti víða strik í reikninginn. Vestmannaeyjaferjan Herjólf- ur komst ekki að landi í Þorláks- höfn fyrir veðurofsa og brimi. Ferjan lónaði utan við höfnina í um fjóra klukkutíma áður en Lárus Gunnólfsson skipstjóri ákvað að snúa skipi sínu aftur til Eyja. Áætlað var að þangað yrði komið um sjö-leytið í gærkvöld. Þá voru liðnir ellefu klukkutímar frá því lagt var úr höfn í Eyjum. Farþegar um borð voru 69 og 15 voru í áhöfn. Rætt var við Lárus þegar um klukkutíma sigl- ing var eftir til Eyja: „Það eru allir hressir og kátir. Það fer vel um fólk í góðu skipi. Það er nóg að bíta og brenna. Það er kannski dálítið leiðinlegt að komast ekki á leiðarenda. Stund- um er þetta svona á vegunum líka,“ sagði Lárus. Í Grindavík aðstoðuðu björg- unarsveitarmenn við að festa þak á verslunarhúsnæði sem var byrjað að losna í miklum veð- urofsa. Á Rifi slitnaði 15 tonna trilla frá bryggju og rak upp í fjöru í höfninni. Skipverjar gátu komið vélinni í gang og náðu að koma trillunni aftur að bryggju. Í Hafnarfirði var á tímabili óttast að stórt auglýsingaskilti við Reykjanesbraut myndi fjúka um koll og stóð lögregla vakt við skiltið. Skiltið fauk þó ekki en skemmdist mikið. Talsvert var um fok á lausamunum. Björgun- arsveitarmenn voru á ferð um bæinn og aðstoðuðu þar sem þess var þörf.  Ellefu tíma sigling í ofsaveðri endaði á byrjunarreit: Herjólfur komst ekki að bryggju MÁNUDAGUR 230. tölublað – 2. árgangur bls. 20 STJÓRNMÁL Áfellist aðstoðarmann bls. 2 JERÚSALEM, AP Þegar Palestínu- menn í Hebron á Vesturbakkan- um vöknuðu í gærmorgun voru ísraelskir skriðdrekar á flestum götum bæjarins. Ísraelskir hermenn handtóku fjölmarga Palestínumenn og reyndu jafnframt að halda reiðum ísraelskum land- tökumönnum í skefjum. Tilefni þessarar nýjustu innrásar Ísraelshers var atburðirnir á föstudaginn, þegar þrír Palestínumenn drápu tólf ísraelska öryggisverði í skot- bardaga. Ættingjar palestínsku byssumannanna voru handteknir og að minnsta kosti tvö hús í eigu þeirra eyðilögð. Benjamin Netanyahu, utanrík- isráðherra Ísraels, sagði í gær að friðarsamkomulag um skiptingu borgarinnar, sem hann sjálfur undirritaði sem forsætisráðherra árið 1997, væri í raun orðið mark- laust plagg í kjölfar árása Palest- ínumanna. Hebron er eina borgin á Vest- urbakkanum sem skipt er upp í ísraelsk og palestínsk yfirráða- svæði. Ísraelsmenn stjórna hluta gamla miðbæjarins, þar sem um 450 ísraelskir landnemar búa inn- an um hundrað þúsund Palestínu- menn. Ísraelskir ráðamenn veltu í gær fyrir sér næstu skrefum í framhaldi af blóðbaðinu á föstu- daginn. Netanyahu vill sem fyrr reka Jasser Arafat úr landi. Ariel Sharon forsætisráðherra sagði hins vegar líklegt að landnema- svæðið verði tengt landnema- byggðinni Kiryat Arba, sem er skammt fyrir utan Hebron. Til þess að svo megi verða þarf að rífa hús Palestínumanna, sem lig- gja þar á milli, og hrekja íbúana á brott. Ísraelskir stjórnmálamenn eru byrjaðir að búa sig undir harða kosningabaráttu eftir að Verkamannaflokkurinn sagði sig úr stjórn landsins. Kosningar fara fram 28. janúar. Í staðinn fyrir ráðherra Verkamanna- flokksins eru harðlínumennirnir Benjamin Netanyahu og Shaul Mofaz sestir í stóla utanríkisráð- herra og varnarmálaráðherra. Mofaz segist kenna stjórn Palestínumanna, með Jasser Ara- fat í forystu, um árásina á föstu- daginn, þrátt fyrir að Jihad, sam- tök herskárra múslima, hafi lýst ábyrgðinni á hendur sér.  Ísraelskir stjórnmála- menn eru byrjaðir að búa sig undir harða kosn- ingabaráttu. ILLVIÐRI Í HÖFUÐBORGINNI Vegfarendur í miðbæ Reykjavíkur öttu kappi við suðaustan hvassviðri í gær. Veður var slæmt um sunnan- og vestanvert landið og olli víða usla. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Ísraelsmenn leita hefnda REYKJAVÍK Suðaustan 8-13 m/s og slydduél eða skúrir. Hiti 1 til 6 stig. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 8-13 Él 2 Akureyri 13-18 Slydda 3 Egilsstaðir 13-18 Slydda 3 Vestmannaeyjar 8-13 Skúrir 3 ➜ ➜ ➜ ➜ NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 71,1% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í SEPTEMBER 2002. Fr é tt a b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára á mánudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá september 2002 33% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuð- borgarsvæðinu á mánudögum? 81% Skeifan 8, sími: 568 2200 www.babysam.is Allt fyrir jólabarnið! + + + + Ísraelsher réðst inn í Hebron í gær. Sharon vill nota blóðbaðið á föstudag sem tilefni til þess að rífa hús Palestínumanna og hrekja íbúana á brott. LANDSSÍMINN Markaðsaðstæður hafa ekki breyst síðan hætt var við sölu á honum og því engin áform um að selja hann á næstunni. Einkavæðing: Landssím- inn og ÍAV ekki til sölu VIÐSKIPTI Ólafur Davíðsson, for- maður framkvæmdarnefndar um einkavæðingu, segir ekki standa til að selja hlut ríkisins í Lands- símanum í nánustu framtíð. Þá segir Ólafur engin áform uppi um að selja tæplega 40% hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktök- um (ÍAV). Eignahaldsfélagið Kaldbakur hf., sem áður sýndi áhuga á kaupum á hlutnum í Bún- aðarbankanum sem nú hefur ver- ið seldur, vill kaupa hlutinn í Aðal- verktökum. „Það hefur komið fram áhugi á að kaupa hlutinn. Það hefur ekki verið ákveðið hvort sá hlutur verður seldur á næstunni og held- ur ekki hvernig hann verður seld- ur ef af því yrði. Það hefur ein- faldlega ekkert verið rætt. Við höfum í rauninni haft nóg að gera með bankana. En um þetta verður fjallað á næstunni,“ segir Ólafur. Frekari tilraunir til sölu á eign- arhlut ríkisins í Landssíma Ís- lands standa heldur ekki fyrir dyrum. Eins og kunnugt er var hætt við þá sölu: „Markaðsað- stæður hafa ekki breyst að undan- förnu. Það eru engar forsendur til þess að eiga við það á næstunni,“ segir Ólafur. Samið var um sölu á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands um helgina til S-hópsins svokall- aða. Ólafur segir söluna vera afar viðunandi. Nánar bls. 4.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.