Fréttablaðið - 18.11.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.11.2002, Blaðsíða 10
10 18. nóvember 2002 MÁNUDAGURSVONA ERUM VIÐ ALVARLEGUM LÍKAMSÁRÁSUM FJÖLGAR Skráðum líkamsmeiðingarmálum hefur ekki fjölgað á undanförnum árum. Alvar- legum líkamsárásum hefur hins vegar fjölgað eins og sjá má. Áhyggjufullir viðskiptavinir héldu að Brynja væri að hætta: „Fólk var þrumu lostið“ VERSLUN Járn- og byggingavöru- verslunin Brynja er ekki að flytja úr miðborginni. Brynjólf- ur Björnsson, eigandi Brynju, segir að verslunin hafi verið á Laugaveginum síðan 1919 og ekkert fararsnið sé á mönnum. Í Fréttablaðinu á miðviku- daginn kom fram að samkvæmt tillögu að nýju deiliskipulagi á Laugaveginum væri heimilt að rífa húsnæðið á Laugavegi 29, en þar hefur Brynja verið til húsa síðan 1929. Fyrstu árin var verslunin annars staðar á Laugaveginum. Brynjólfur segir að eftir að fréttin birtist hafi margir áhyggjufullir gaml- ir viðskiptavinir lagt leið sína í verslunina. „Fólk var þrumu lostið,“ seg- ir Brynjólfur. „Menn voru hræddir um að verslunin væri að flytja eða hætta. Það stendur hins vegar ekkert slíkt til, enda væri það ekki vel séð því þetta er eina svona verslunin í mið- borginni.“ Brynjólfur segist eiga lóðina þar sem Brynja er og í raun sé ágætt að vita að það megi rífa núverandi húsnæði og byggja nýtt. Hann segist vera mjög sáttur við nýju deiliskipulagstil- löguna. Miðborginni veiti ekki af frekari uppbyggingu. Sér- staklega megi taka til á baklóð- um við Laugaveginn. „Við verðum að eiga almenni- lega miðborg. Við megum ekki vera eins og Kaninn, bara með verslunarmiðstöðvar í úthverf- unum.“  BRYNJÓLFUR Í BRYNJU „Við verðum að eiga almennilega miðborg. Við megum ekki vera eins og Kaninn, bara með verslunarmiðstöðvar í úthverfunum.“ NATO stækkar enn Sjö fyrrverandi austantjaldsríki bætast væntanlega í hóp Natóríkjanna í þessari viku. Leiðtoga- fundur Atlantshafsbandalagsins og samstarfsríkja þess hefst í Prag á fimmtudaginn. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ Nú í vik- unni er talið að Atlantshafsbanda- lagið veiti sjö fyrrverandi austan- tjaldsríkjum aðild. Þetta eru Eystrasaltslöndin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, ásamt Búlgaríu, Rúmeníu, Slóvakíu og Slóveníu. Frá þessu verður gengið á leið- togafundi bandalagsins, sem hald- inn verður í Prag, höfuðborg Tékklands. Fundurinn hefst á fimmtudaginn og stendur fram á laugardag. Bandaríkjamenn hafa látið í ljós efasemdir um að þrjú þessara ríkja eigi það skilið að fá aðild að Nató. Lettland og Búlgaría hafi ekki staðið sig nógu vel við að endurskipuleggja varnir sínar. Slóvenía ekki heldur, auk þess sem mikil andstaða mun vera meðal íbúa Slóveníu við aðild að Nató. Engu að síður er talið að Bandaríkin og önnur Natóríki hafi fallist á að þessum sjö ríkjum verði öllum boðin aðild að þessu sinni. Alls hefur því aðildarríkjun Nató fjölgað úr 16 í 26 á rúmlega þremur árum, fái þessi sjö ríki að- ild núna. Vorið 1999 bættust þrjú fyrrverandi austantjaldsríki í hópinn, Pólland, Tékkland og Ungverjaland. Rússar voru lengi vel algjör- lega á móti því að Eystrasaltsrík- in þrjú og fleiri fyrrverandi aust- antjaldsríki fengju aðild að Nató. Þeir hafa þó ekki haft hátt um andstöðu sína undanfarið, hvort sem það er nú vegna þess að þeir telji sig ekki hafa afl til að standa gegn stækkun Nató eða vegna þess að þeir beri meira traust til Natóríkjanna en áður. Á fundinum í Prag er mein- ingin að einnig kynna stefnu- breytingu í þá veru, að Nató taki að sér veigameira hlutverk í bar- áttunni gegn hryðjuverkamönn- um, sem Bandaríkin hafa haft forystu um. Í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september í fyrra ákvað Nató að líta beri á þessi hryðjuverk sem árás á eitt af aðildarríkjum Nató og þar með árás á öll aðildarríkin. Í framhaldi af því var ákveðið að endurskipuleggja hernaðarmátt bandalagsins með hliðsjón af þeirri nýju hættu sem talin var stafa af hryðjuverkamönnum. Nató ætlar af þessu tilefni að stofna nýjar hersveitir, sem eiga að geta brugðist snöggt við. Þá verður kynnt sameiginleg áætlun Natóríkjanna og sam- starfsríkja þeirra um baráttu gegn hryðjuverkum. Ekki hefur verið einhugur meðal Natóríkjanna um þessar aðgerðir, frekar en stækkun bandalagsins.  HERMAÐUR Í FLUGHER RÚMENÍU Rúmenía og Búlgaría hafa þann kost í augum Nató, að eiga strönd að Svartahafinu. AP/VAD IM G H IR D A AP /E SR I Bannað að selja unglingum kveikjaragas: Nota gas til að komast í vímu LÖGEGLUMÁL Bannað er að selja ungmennum undir 18 ára aldri kveikjaragas. Hollustuvernd ríkisins hefur sent frá sér ítrek- un sem minnir á reglugerð, sem sett var árið 1987, í kjölfar ábendinga um að börn og ung- lingar séu að sniffa kveikjara- gas. Gasið er stórhættulegt og vitað er um mörg alvarleg slys og jafnvel dauða af völdum þess. Umferðaróhapp sem varð á Sauðárkróki síðustu helgi má rekja til þess að ökumaður er grunaður um að hafa sniffað kveikjaragas. Fundust kveikj- arabrúsar í og við bílinn. Bílnum hafði verið ekið á miklum hraða á gangbraut og hafnaði hann á ljósastaur. Auk ökumanns voru tvö önnur ungmenni í bílnum. Björn Mikaelsson, yfirlög- regluþjónn á Sauðárkróki, segir umtalsverða söluaukningu hafa verið undanfarnar viku á kveikjaragasi. Staðfest sé að unglingar hafi notað það til að komast í vímu. Hollustuvernd hafi sent honum reglugerðina og búið sé að koma ljósriti til allra þeirra sem selt hafi kveikjara- gas.  KVEIKJARAGAS Óheimilt er að selja kveikjaragas nema á bensínstöðvum samkvæmt reglugerð Hollustu- verndar ríkisins. HANS BLIX Á FLUGVELLINUM Yfirmaður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóð- anna hélt í gær af stað áleiðis til Íraks. Vopnaeftirlit SÞ: Kemur til Íraks í dag VÍN, AP Tveir æðstu yfirmenn vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna héldu í gær af stað frá Austurríki áleiðis til Íraks til þess að undirbúa vopnaeftirlitið þar. Þeir halda svo til Íraks í dag ásamt 25 manna und- irbúningssveit vopnaeftirlitsins. Sjálft vopnaeftirlitið hefst þó ekki af fullum krafti fyrr en 8. desem- ber. Hans Blix hefur yfirumsjón með vopnaeftirlitinu. Mohamed El Baradei stjórnar leit að kjarna- vopnum. Báðir tóku þeir áætlunar- flug í gær frá Vínarborg til Kýpur, þar sem vopnaeftirlitið mun hafa aðalbækistöðvar sínar. Vopnaeftirlitinu í Írak á að ljúka ekki síðar en 21. febrúar. Þá skilar vopnaeftirlitið skýrslu til Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna, sem tek- ur svo ákvörðun um hvort frekari aðgerða er þörf.  FÆSTIR SAKNA KEIKÓS Skoðana- könnun Eyjafrétta á Netinu sýnir að fjórðungur lesendanna saknar háhyrningsins Keikós úr Vest- mannaeyjum. Hinir sakna hans ekki. AP/RO N ALD ZAK INNLENT SKRÁÐ LÍKAMSÁRÁSARMÁL Í MÁLASKRÁ LÖGREGLU 1999-2000 Minniháttar1 Alvarleg 2 Alls 1999 1082 258 1340 2000 1134 297 1431 2001 1065 324 1389 Heimild: Ársskýrsla Ríkissaksóknara 1Brot á 217. grein hegningarlaga 2Brot á 218. grein hegningarlaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.