Fréttablaðið - 18.11.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.11.2002, Blaðsíða 2
2 18. nóvember 2002 MÁNUDAGUR LÖGREGLA Talsvert var um lík- amsmeiðingar í Reykjavík í fyrrinótt. Dyravörður á LA Café missti tvær tennur þegar ósátt- ur gestur barðist við að halda sér innandyra. Árásarmaðurinn var tekinn höndum og fluttur í fangageymslu. Við Jafnasel í Breiðholti kom til átaka milli þriggja manna fyrir utan veitingastað. Lög- reglumaður sem kom á staðinn var kýldur í andlitið og er bólg- inn eftir. Sá er veitti honum höggið gisti á lögreglustöðinni. Einn maður var skilinn eftir nefbrotinn eftir slagsmál utan við Gauk á Stöng. Lögregla telur sig hafa haft uppi á hinum slags- málahundunum. Maður sem skemmdi bíl á Grensásvegi var sleginn í göt- una af ökumanni bílsins og far- þega hans. Engin kæra hefur verið lögð fram. Maðurinn rank- aði við sér af sjálfsdáðum. Einnig má geta slagsmála á Lækjartorgi sem voru að vísu yfirstaðin þegar lögreglan birt- ist. Þátttakendur í þeim átökum munu hafa náð samkomulagi að lokum.  Ráðherra áfellist aðstoðarmanninn Magnús Stefánsson mun leiða lista framsóknarmanna í Norðvesturkjör- dæmi. Páll Pétursson hættir þingsetu eftir tæp 30 ár á þingi. Hann ætlar ekki úr ráðherrastólnum. KOSNINGAR Páll Pétursson félags- málaráðherra segir að Árni Gunn- arsson, fyrrverandi aðstoðarmað- ur sinn, hafi komið í veg fyrir áframhaldandi þingsetu sína. Í kjölfar úrslita prófkjörs framsókn- armanna í Norðvesturkjördæmi er ljóst að Páll, sem setið hefur á þingi frá árinu 1974, hættir þing- mennsku í vor. Páll sóttist eftir fyrsta sætinu en hafnaði í því fjórða eftir fyrstu umferð kosninganna. Hann gaf ekki kost á sér í annað en fyrsta sætið. „Það kom í ljós að menn voru afar fastir í gömlu kjördæmunum og kusu eftir þeim,“ segir Páll. „Það hafði fjölgað mikið í flokkn- um, bæði á Vestfjörðum og í Skagafirði, og Skagfirðingar kusu mig ekki nema í litlum mæli. Stuðningur minn var því fyrst og fremst bundinn við Húnvetninga. Til þess að ná kjöri hefði ég þurft að hafa óskiptan stuðning Norður- lands vestra.“ Aðspurður hvort hann hefði verið ósáttur við að Árni Gunnars- son, fyrrverandi aðstoðarmaður hans, hefði boðið sig fram sagði Páll: „Mér þótti það náttúrulega verra. Það liggur í augum uppi að það er hann sem kemur í veg fyrir áframhaldandi þingsetu mína.“ Páll segist ekki ætla að fara úr ráðherrastólnum. Hann sé kjörinn til vors og reikni með því að sitja í ráðherrastólnum þar til kjörtíma- bilinu ljúki. Ekkert annað hafi komið til tals Magnús Stefánsson alþingis- maður mun leiða lista framsóknar- manna í Norðvesturkjördæmi. Hann hlaut 231 atkvæði eða 53,97% atkvæða í annarri umferð kosning- anna. Kristinn H. Gunnarsson, for- maður þingflokks framsóknar- manna, fékk 46,03% atkvæða. Kristinn H. hlaut síðan 53,8% at- kvæða í annað sætið. Árni Gunnars- son, fyrrverandi aðstoðarmaður Páls, fékk 22,38% atkvæða og Her- dís Sæmundardóttir 19,29%. Herdís hafði betur en Elín Lín- dal Finnbogadóttir frá Akranesi og Árni í kosningunni um þriðja sæt- ið. Í fjórða sæti lenti síðan Elín Lín- dal, Ingibjörn Árnason frá Skaga- firði varð í því fimmta og Al- bertína Elíasdóttir frá Ísafirði varð í því sjötta. trausti@frettabladid.is Manns á fertugsaldri enn saknað: Leit á Vestfjörðum bar ekki árangur LEIT Leitin að rauða Isuzu Trooper- jeppanum hefur enn engan árang- ur borið. Talið er að maður á fer- tugsaldri sé í bílnum, en hans hef- ur verið saknað í viku. Valgeir Elíasson, upplýsinga- fulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir að um 150 björgunarsveitarmenn hafi tekið þátt í leitinni um helgina. Um 50 björgunarsveitarmenn frá 14 björgunarsveitum leituðu í gær á sunnan- og norðanverðum Vest- fjörðum. Tuttugu björgunarsveit- arjeppar voru notaðir við leitina, sem bar ekki árangur. Á laugar- daginn var leitað allt frá Rangár- vallasýslu og upp að Snæfellsnesi. Samkvæmt áreiðanlegum vís- bendingum sást til ferða jeppans í Hrútafirði á þriðjudaginn. Síðan hefur ekkert spurst til ferða hans. Slysavarnafélagið biður þá sem hafa orðið varir ferða jeppans að hafa samband við Lögregluna í Reykjavík. Jeppinn er árgerð 1982 með bílnúmerið U-3949.  MAGNÚS STEFÁNSSON „Maður gat átt von á hverju sem er í sjálfu sér.“ Prófkjör Framsóknar: Úrslitin komu ekki á óvart KOSNINGAR Magnús Stefánsson þingmaður segist vera mjög sátt- ur við niðurstöðu prófkjörs fram- sóknarmanna í Norðvesturkjör- dæmi. Hann er sammála Páli Pét- urssyni félagsmálaráðherra um að menn hafi kosið samkvæmt gömlu kjördæmaskipaninni. „Fyrirfram var mjög erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig þetta myndi enda,“ sagði Magnús. „Þetta kom mér samt ekkert endi- lega á óvart, en maður gat samt átt von á hverju sem er í sjálfu sér.“ Aðspurður segist Magnús fyr- irfram ekki gera tilkall til ráð- herrastóls. Fyrst verði að koma í ljós hvort Framsóknarflokkurinn muni sitja áfram í ríkisstjórn eft- ir kosningarnar. „Við sjáum bara til hvernig málin þróast.“  Kristinn H. Gunnarsson: Ósáttur við niður- stöðuna KOSNINGAR Kristinn H. Gunnars- son þingmaður segist ekki vera sáttur við niðurstöðu prófkjörs- ins. Hann hefði viljað fá fyrsta sætið líkt og hann hefði sóst eftir. „Ég fékk mesta fylgið í fyrstu kosningunni og hefði talist sigur- vegari í flestum öðrum prófkjör- um,“ segir Kristinn H. „Í seinni kosningunni fóru menn að kjósa gegn mér. Sérstaklega Skagfirð- ingar sem ákváðu að styðja Magn- ús og það réði úrslitum.“ Kristinn H. segir það ekki hafa komið á óvart að Páll Pétursson félagsmálaráðherra skyldi ekki hafa náð kjöri. „Mér fannst það fyrirséð. Tími hans var kominn.“ Hann telur engan vafa á því að Árni Gunnarsson, fyrrverandi að- stoðarmaður ráðherra, hafi eyði- lagt fyrir honum. „Það er líka ljóst að það voru einhver bandalög á milli Magnús- ar og Árna. Þau hafa greinilega bara haldið annan veginn, því Árni fór tómhentur heim af þing- inu.“  PÁLL PÉTURSSON Félagsmálaráðherra segir að það liggi í augum uppi að Árni Gunnarsson, fyrrver- andi aðstoðarmaður hans, hafi komið í veg fyrir áframhaldandi þingsetu sína. Bílvelta á Sæbraut: Tveir alvar- lega slasaðir LÖGREGLA Tveir menn liggja alvar- lega slasaðir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir bíl- veltu við Laugarnestanga á mið- nætti á laugardag. Annar mann- anna er í öndunarvél. Tvennt ann- að var í bílnum en þau sluppu mun betur frá slysinu. Fernt var í fólksbílnum sem ekið var vestur Sæbraut. Þegar kom að gatnamótunum við Laug- arnesveg missti ökumaður vald á bílnum, sem valt og endasentist langt út fyrir veg. Slóð bílsins utan vegar var um 180 metrar. Hann fór meðal annars ofan í skurð og upp úr honum aftur áður en hann endaði á hvolfi. Grunur leikur á að ökumaður- inn hafi verið ölvaður. Hann er sagður hafa sloppið einna minnst slasaður frá óhappinu. Fólkið sem var í bílnum er fætt á árunum 1974 til 1980.  ÚRSLIT FYRSTU UMFERÐAR UM 1. SÆTI: Atkvæði Kristinn H. Gunnarsson 147 33,95% Magnús Stefánsson 112 25,87% Árni Gunnarsson 76 17,55% Páll Pétursson 61 14,09% Þorvaldur T. Jónsson 37 8,55% 2. umferð: Magnús Stefánsson 231 53,9% Kristinn H. Gunnarsson 197 46,3% LISTI FRAMSÓKNARMANNA: 1. Magnús Stefánsson 2. Kristinn H. Gunnarsson 3. Herdís Sæmundardóttir 4. Eydís Líndal Finnbogadóttir 5. Ingibjörn Árnason 6. Albertína Elíasdóttir Kosið var um hvert sæti og þurfti frambjóðandi að fá meira en 50% at- kvæða til að hljóta kosningu. LA CAFÉ Dyravörður á LA Café missti tvær tennur eftir átök við óvelkominn gest í fyrrinótt. Talsvert var um slagsmál í Reykjavík í fyrrinótt. Sumar fréttastofur sáu samhengi milli þeirra og hnefaleikasýningar í Laugardalshöll fyrr um kvöldið. Gunnar I. Birgisson flutti frumvarp um hnefaleika sem samþykkt var á Alþingi fyrr á árinu. Það get ég ekki ímyndað mér, ekki frekar en að horfa á karate. Þeir sem stunda þes- sar íþróttir þurfa að gæta þess að fari ekki með þær á torg. Það hafa verið byrjun- arörðugleikar hjá öllum þessum íþróttum, eins og karate og Tae Kwon Do, þegar þær hafa byrjað hér. Menn verða að passa sig að stunda íþróttina innan hringsins. SPURNING DAGSINS Hvetur keppni í hnefaleikum til líkamsrása? Slagsmál í Reykjavík í fyrrinótt: Tennur slegnar úr dyraverði RAUÐI JEPPINN Slysavarnafélagið biður þá sem hafa orðið varir ferða Isuzu Trooper-jeppans að hafa samband við Lögregluna í Reykjavík. Jepp- inn er árgerð 1982 með bílnúmerið U-3949. Vilhjálmur Egilsson: Prófkjör kært KOSNINGAR Félagar í fulltrúaráðum Sjálfstæðisfélaganna í Húnavatns- sýslu og Skagafirði hafa óskað eftir því að miðstjórn flokksins taki fyrir framkvæmd prófkjörsins í Norð- vesturkjördæmi, sem og úrskurð kærunefndar. Niðurstaðan gæti leitt til nýs prófkjörs í kjördæminu. Vilhjálmur Egilsson þingmaður, sem lenti í 5. sæti prófkjörsins, seg- ir að miðstjórnin þurfi að kveða upp úr um það hvaða áhrif þeir ann- markar sem voru á prófkjörinu hafi haft á úrslit þess. Hann segist von- ast til að miðstjórnin bregðist skjótt við. „Þetta gengur ekki eins og þetta er núna,“ segir Vilhjálmur. „Það gengur ekki að það sé hægt að vinna prófkjör með því að beita brögð- um.“ 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.